Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Fanginn í Blátumi
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Harmaminning Leonóru
Kristínar í Blátumi. Bjöm Th.
Björasson þýddi og ritaði inn-
gang. Mál og menning. Reykjavík
1986. 340 bls.
Rit þetta er samið á árunum
1674—1685 og segir frá fangavist
höfundar í Blátumi í Kaupmanna-
höfn, en þar var hún í haldi í tæp
22 ár eða frá árinu 1663 til 1685.
Harmaminning Leonóru Kristín-
ar þykir ein af perlum danskra
bókmennta og er talin bera hátt
yfir bókmenntir sinnar samtíðar
bæði „að málfari, stíl og öllu bók-
menntagildi", eins og þýðandinn
segir, enda hefur ritið margoft ver-
ið gefið út á frummálinu. Nú birtist
það í fyrsta sinn á íslensku í vand-
aðri þýðingu Bjöms Th. Bjömsson-
ar. Hann hefur einnig ritað
ítarlegan sögulegan inngang (45
bls.) og tekið saman allmargar
skýringargreinar.
Leonora Christina (f. 1621, d.
1698) var dóttir Kristjáns IV Dana-
konungs. Hún var hámenntuð kona
og lifði við mikla velmakt og virð-
ingu fram á miðjan aldur. Maður
hennar var Korfitz Ulfeldt sem
gegndi háum embættum við dönsku
hirðina, en féll að lokum í ónáð og
var meira að segja sakaður um
landráð. Urðu þau hjón að gerast
landflótta. Ulfeldt slapp við lang-
varandi fangelsun, en Leonóra
Kristín, sem talin var samsek hon-
um, var gripin af útsendurum
hálfbróður síns, Friðriks III og sett
í Blátum. Þaðan átti hún ekki aftur-
kvæmt fyrr en nær 22 ámm síðar,
þá orðin 63 ára gömul. Var það
Kristján konungur V, sem veitti
henni frelsið. Eftir það lifði Leonóra
Kristín í 13 ár og dvaldist lengstaf
í Mariboklaustri á Lálandi.
Þegar Leonóra Kristín hafði dval-
ist 11 ár í Blátumi hóf hún að rita
sögu fangavistar sinnar. Var frá-
sögnin ætluð bömum hennar. Undir
lok vistarinnar hélt hún þessu verki
áfram og lauk því eftir að hún var
látin laus.
Eins og áður getur er hér um
frægt og rómað rit að ræða. Það
er vissulega að verðleikum. Ég
hygg að það sé nokkuð sjaldgæft
að geta gripið 300 ára gamalt rit
og lesið það í einum rykk sér til
óblandinnar nautnar. Frásögn Leo-
nóm Kristínar heldur lesandanum
föngnum. Engum dylst að há-
menntuð og vitur kona heldur a
penna, sem jafnframt hefur frábær
tök á máli og stíl. Hinn sérstæði
persónuleiki hennar endurspeglast
í frásögninni, sem er á stundum svo
lifandi að manni finnst maður
staddur í stofu hennar í Blátumi.
Leonóra Kristín var tvímælalaust
stolt kona og skapheit. Og þrek
hennar var svo mikið að engar
hörmungar gátu bugað hana. En
hún var jafnframt auðmjúk gagn-
vart guði sínum og konunginum,
gætti vel tungu sinnar, þegar þess
þurfti með, en gat einnig verið
býsna tannhvöss og harðskeytt,
þegar nauðsyn bar til. Pempíuskap
átti hún ekki til og em lýsingar
hennar furðu berorðar á köflum.
Lýsing hennar á þeim persónum,
sem hún átti samskipti við, svo og
ýmsum atvikum, em ákaflega lif-
andi og raunar stundum bráðfyndn-
ar í öllum átakanleika sínum.
Þýðandinn hefur skilað hér
ágætu verki, enda lætur hann þess
getið (bls. 48) að Jammers Minde
Leonóm Kristínar hafi um áratuga
skeið verið sú bók sem aldrei þraut,
hversu oft sem hún var tekin í hend-
ur. Þýðinguna hefur hann haft lengi
í smíðum. Er auðséð að ekki hefur
verið kastað til hennar höndum.
Hann hefur gert sér far um að fyma
málið nokkuð til þess að gefa því
blæ liðins tíma. Það orkaði vel og
sannfærandi á mig, þó að ég geti
ekki dæmt um hversu vel það end-
urspeglar 17. aldar málfar íslenskt
eða tungutak höfundarins. Hinn
langi sögulegi inngangur er ágæt-
lega vel skrifaður og mjög gagnleg-
Björn Th. Björnsson
ur, raunar nauðsynlegur til þess að
hafa full not af bókinni. Þá em
skýringargreinamar lesanda góð
hjálp, þó að frekar hefði ég kosið
að hafa þær neðanmáls til þess að
þurfa ekki sí og æ að vera að fletta
þeim upp aftast í bókinni. Leonóra
Kristín vitnar oft í biblíuna og virð-
ist hafa kunnað margt úr henni.
Þýðandinn tekur þær tilvitnanir
eftir næstsíðustu íslensku biblíu-
þýðingunni. Er sú þýðing alloft
frábmgðin nýju þýðingunni í þeim
tilvitnunum, sem hér um ræðir.
Réttara hefði ég talið að nota ann-
að hvort nýju þýðinguna eða þá
aðra mun eldri.
Prýðilega er að allri ytri útgerð
þessarar bókar staðið og prentvillur
varð ég ekki var við.
Orator með
ókeypis lög-
fræðiaðstoð
Morgnnblaðinu hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Orator, félagi laganema:
„Orator, félag laganema, hóf nú
um miðjan nóvember starfrækslu
endurgjaldslausrar lögfræðiað-
stoðar við almenning eins og venja
hefur verið til undanfarin ár.
A fimmtudagskvöldum gefst
fólki tækifæri að hringja í síma
21325 og munu laganemar undir
umsjá starfandi lögmanns rejma
eftir föngum að veita munnlegar
leiðbeiningar. Laganemar sem við
þetta starfa em allir á síðari stig-
um námsins.
Fyrirspumum sem svarað er og
þær ráðleggingar sem lögfræðiað-
stoðin veitir er eingöngu ætlað að
vera ráðgefandi. Lögfræðiaðstoð-
in tekur ekki að sér almenn
lögfræðistörf fyrir viðkomandi, svo
sem samninga- og skjalagerð eða
málflutningsstörf. Lögfræðiað-
stoðin aðstoðar ekki við gerð
skattframtala. Lögfræðiaðstoðin
segir til um hver sé réttur aðila
að hennar mati, miðað við þær
upplýsingar sem gefnar em og
hvort mál sé þannig vaxið að rétt
sé að aðili fái sér lögfræðing til
aðstoðar."
Fyrst framleidd fyrir tískusýningarstúlkur i tískuhúsum Parísar.
Síðan hafa sólpillurnar farið sigurför um Bretland og Norðurlönd.
Pillurnar innihalda einungis náttúruleg efni sem mýkja húðina og byggja
hana upp fyrir sólarljós.
Pillan kemur ekki í veg fyrir sólbruna en veldur því
að húðin verður fyrr brún.
Þess ber að geta að sólpillurnar eiga ekkert skylt við aðrar sól-töflur
sem hafa ýmsar hliðarverkanir.