Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 14

Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Svar frá Iþrótta- kennaraskóla Islands eftirÁrna Guðmundsson Hörður Rafnsson, lögregluþjónn á Akranesi, kvittar fyrir nám sitt í íþróttakennaraskóla íslands með grein í Morgunblaðinu, föstudaginn 21. nóvember sl. Hann upplýsir væntanlega lesend- ur blaðsins um eftirfarandi: „Ég vildi að ég gæti verið að skrifa eitthvað jákvætt um skólann, en gallarnir kæfa allt jákvætt sem kemur þaðan.“ Eftir lestur greinarinnar held ég, að flestum sé ljóst, það sem ég vissi reyndar fyrir, að mjög djúpt er á jákvæðu viðhorfí í huga piltsins. Greinin skaðar en bætir ekki. Gagnrýni á vissulega rétt á sér, en þá þarf hún að vera sett fram af þekkingu og rökvísi. Órökstuddir dómar og rangfærslur rífa niður en byggja aldrei upp. Því miður ber greinin þess merki, svo ekki sé minnst á önnur atriði sem einkenna hana. Ég tel nauðsynlegt að svara piltin- um vegna skólans sem ég veiti enn forstöðu. Beinar rangfærslur þarf að leiðrétta og órökstuddum fullyrð- ingum þarf að hnekkja. Persónuníði og atvinnurógi hirði ég síður um að svara. Hörður Rafnsson frá Neskaupstað kom til náms í Iþróttakennaraskóla íslands haustið 1984 og lauk prófi frá skólanum í júnímánuði 1986. Morgunblaðið kynnir greinarhöfund sem íþróttakennara á Akranesi. Það er rangt, pilturinn starfar sem lög- regluþjónn á Akranesi. Kennaraskóli Ef til vill var námið í ÍKÍ byggt upp á annan hátt en HR hafði gert sér vonir um. Hlutverk skólans er fyrst og fremst að búa nemendur undir kennslustörf í íþróttum í skól- um landsins, en síður að þjálfa nemendur til þátttöku í íþrótta- keppni, nema þegar slíkt samræmist kennsluhlutverkinu. Nemandi, sem er óánægður í námi og óánægður með skóla, á þess kost að breyta til. Þökk sé íjölbreytni til náms og starfa sem þjóðfélagið býður fram. Staðfesting á námsdvöl Hörður Rafnsson hefur grein sína á frásögn af gangi mála, er hann óskaði eftir staðfestingu frá skólan- um á dvöl sinni þar, vegna skatta- framtals. Þetta mun hafa verið um mánaðamótin október/nóvember. Pilturinn kveðst hafa reynt að ná til mín í síma, en ekki tekist það, þó hafði ég verið heima alla daga vikunnar. Nemandi skólans, búsett- ur á Akranesi, kom á heimili mitt að kvöldi fímmtudags, en hann ætl- aði heim næsta dag, ekki tveimur dögum seinna, eins og HR lætur liggja að, og bað um umrædda stað- festingu fyrir hönd HR. Ég var mjög vant við látinn þetta kvöld, átti lang- an kennsludag fyrir höndum, auk annarra verkefna, og kvaðst því ganga frá málinu næsta dag og póstleggja, næði ég ekki í hann til að bera bréfíð til viðtakandans. Eng- in beiðni kom fram þess efnis að á þessu bráðlægi. Fullyrðing HR um að ég hafí neitað að skrifa þetta vottorð er flarstæða og að ég hafí byggt neitunina á því að HR hefði ekki verið við útskrift fyrr um sum- arið og þakkað fyrir að fá að vera í skólanum eru lágkúruleg ósann- indi. Bent skal á, að HR átti að hafa í fórum sínum prófskírteini frá skól- anum þar sem allar upplýsingar koma fram, sem skattstjóri þarf á að halda. Skírteinið hefði mátt ljós- rita, en að vísu getur þar að líta einkunnir. Þetta dæmi á svo að sýna „greið- vikni mína“ við nemendur. Um hana geta fleiri dæmt. Leyfi skólastjóra Fundið er að því að ég hafi ekki tekið mér ársleyfí. Á löngum skóla- stjóraferli hefí ég alloft notið þeirra fríðinda að fá leyfí menntamálaráðu- neytisins til að sækja fundi, ráð- stefnur og námskeið erlendis og til dvalar við íþróttakennaraskóla á starfstíma þeirra. Ég tel þetta árangursríkari leið til að fræðast og fylgjast með en að fá eitt ársleyfí eftir 10 ára starf. Námsefni Hörður Rafnsson ræðir um náms- efni fjölbrautaskóla. Hann telur námsbækur og námsefni oft vera það sama og kennt er á IKI, sér- staklega þegar um íþróttabrautimar er að ræða. Varla var hægt að merkja að HR byggi yfír mikilli þekkingu í íþróttafræðum við upphaf náms í ÍKI — þótt nám í íþrótta- braut fjölbrautaskóla væri að baki. Það breytir engu þótt notaðar séu glósur eða námsbækur frá ÍKÍ við kennslu í íþróttabrautunum. Nem- endur þurfa að hafa öðlast vissa undirstöðu og þroska til að geta til- einkað sér erfítt sémám. Námsskráin Námsskrá handa framhaldsskól- um kom út í aprílmánuði 1986. ÍKÍ á ekki beina aðild að henni, nema að því leyti að hann byggir á þeim gmnni sem framhaldsskólanum er ætlað að leggja. Það þarf að móta nám í íþróttabrautum fyjlbrautaskól- anna í tengslum við ÍKÍ, eigi það að verða einhver gmnnur, einhver haldbær undirstaða. Það er ekki sök ÍKÍ að þetta hefur ekki enn verið gert. Hörður Rafnsson fullyrðir að námsskrá fyrir ÍKÍ hafí ekki verið til, „aðeins lauslegt plan“. Hér er enn hallað réttu máli. Þótt náms- skráin sé ekki prentuð á mynd- skreyttan glanspappír er hún vel læsileg flestum mönnum. Kennaraskipti Hörður Rafnsson víkur að kenn- aramálum skólans og segir kennara- skipti mjög ör og að margir kennarar hætti kennslu eftir aðeins eitt ár. Hér veður hann reyk. Ég kannast Arni Guðmundsson „Fullyrðing- HR um að ég hafi neitað að skrifa þetta vottorð er fjar- stæða og að ég hafi byggt neitunina á því að HR hefði ekki verið við útskrift fyrr um sumarið og þakkað fyr- ir að fá að vera í skólanum eru lágkúru- leg ósannindi,“ ekki við nema einn kennara, sem hætt hefur kennslu við skólann eftir eins árs starf. Ástæðan fyrir því að hann hætti störfum er allt önnur en HR vill vera láta. Aðrir kennarar skólans hafa kennt misjafnlega lengi, sumir þó ámm og áratugum saman. Kennaraskipti við ÍKÍ em alls ekki tíðari en gengur og gerist við aðra skóla, þrátt fyrir aðstöðu- leysi, skólastjórann og nemenduma. Skólinn er uppeldisstofnun Pilturinn talar um að við ÍKÍ ættu að vera „toppkennarar" og „það ætti að vera stolt hvers þjálfara og leiðbeinanda að fá að kenna við skól- ann“. Þessu trúi ég vel, en Iþrótta- kennaraskóla íslands nægir ekki að við skólann starfi þjálfarar og leið- beinendur, skólinn þarf á kennumm að halda, mönnum sem skilja hlut- verk skólans til fullnustu sem uppeldisstofnunar. Vel menntaðir kennarar Hörður Rafnsson telur „að sér þætti gaman að vita hve mörgum kennurum Ámi Guðmundsson hafði úr að velja á nýliðnu hausti“. Þessu gamanmáli skal svarað. Mennta- málaráðuneytið auglýsti á liðnu sumri tvær kennarastöður við IKI lausar til umsóknar. Þrjár umsóknir bámst. Hinir nýráðnu kennarar hafa báðir lokið námi í íþróttafræðum frá viðurkenndum háskóla í Banda- ríkjunum. Iþróttakennaraskóli íslands hefur mjög góðu og vel hæfu kennaraliði á að skipa. Gildir það bæði um hina fastráðnu kennara, stundakennara og námskeiðskennara sem em marg- reyndir kennarar við skóla og íþróttafélög. Menntamálaráðuneytið og ÍKÍ Hörður Rafnsson telur að skólann vanti aðhald menntamálaráðuneytis- ins. Ráðuneytið hefur alla tíð átt greiðan aðgang að skólanum. Allt frá stofnun hans hefur íþróttafulltrúi og deildarstjóri menntamálaráðu- neytisins verið formaður skólanefnd- ar. Mætingaskylda Tvö dæmi vill HR nefna, „öðmm fremur, sem em skólanum til skammar". Hið fyrra er 100% mæt- ingaskylda. Um hana svo og aðrar reglur skólans vissi pilturinn áður en hann afréð að fara í skólann. Skólinn lítur á námið sem vinnu nemendanna og hana eiga þeir að stunda samviskusamlega. Iþrótta- kennaraskóli íslands býr nemendur undir störf í skólum landsins, sem þeir eiga að rækja vel. Aðhald, sem mætingaskyida veitir, er nemendum til góðs. Tiltölulega lág fallprósenta í ÍKÍ er þessu aðhaldi m.a. að þakka. Pilturinn vitnar í Háskóla Islands og segir þar frjálsa mætingu að mestu leyti, það er ekki alls kostar rétt. Allir sem eitthvað þekkja til Leiguíbúðir hafa ekkert aðdráttarafl hjá ungu fólki — eftirHalIdór Blöndal IIGREIN Húsnæðisstofnun ríkisins sendi nýlega frá sér smákver: „Könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði 1986.“ Þessi könnun er um margt fróðleg, ekki síst fyrir þá sök, hversu ólíkar forsendur svarendur leggja sýnilega til gmndvallar mati sínu á leigu- íbúðarþörfinni. Heildamiðurstaðan er talin sú, að fram til ársins 1990 þurfti leiguíbúðum að fjölga um samtals 2500 til 3000 á landinu öllu. Mér sýnist, að þeirri niðurstöðu verði að taka með mikilli varúð. Kannski ekki fyrst og fremst heild- arfjöldanum, heldur miklu fremur hinu, hvemig þörfín er metin hjá hveijum einstökum hóp og stað fyrir sig. Það er auðvitað ljóst, að þörfín fyrir leiguíbúðir er viðvarandi. Það sjáum við glöggt, ef við setjum okkur í spor þeirra, sem verða að flytjast til Reykjavíkur um stundar- sakir vegna náms, og mörg vitum við vel um það, hversu kostnaðar- samt það getur verið. Það vekur því nokkra undmn, að ekki er reikn- að með að það þurfí að fjölga nema um 50 íbúðir á ári í stúdentagörðun- um næstu þrjú árin. Þó sýndi ýtarleg könnun á húsnæðismálum háskólastúdenta árið 1982, að þá hefði þurft að byggja 840 íbúðir og 1758 einstaklingseiningar, til að fullnægja þörfínni, en síðan hefur stúdentum flölgað um 800. Þörfín hjá Bandalagi íslenskra sérskóla- nema er talin 300 íbúðir. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að þessi þáttur húsnæðismálanna sé til mikillar vansæmdar. Það er sannarlega kominn tími til þess að stúdentar og námsmenn utan af landi geti búið við sæmilegt öiyggi í húsnæðismálum hér syðra. Sömu sögu er að segja af öldmð- um, öryrkjum og öðmm þeim, sem verst em settir. Það er nauðsyniegt að leiguíbúðir séu fyrir hendi þeirra vegna. Þó vil ég minna á, að meðal- verð endursöluíbúða hjá Verka- mannabústöðunum í Reykjavík er nú 2,1 milljón kr. Af þeim fengi viðkomandi 315 þúsund kr. til þriggja ára og eftirstöðvamar yrðu síðan greiddar á 40 ámm þaðan í frá og yrðu afborganir og vextir rétt um 5 þúsund kr. á mánuði. Ég fæ ekki séð að hægt sé að ganga lengra til þess að tryggja þeim, sem verst em settir, viðunandi kosti í húsnæðismálum nema með því einu að hið opinbera láti fólki í té hús- næði án endurgjalds. Síðast kem ég að búsetuíbúðum Halldór Blöndal „Það er sannarlega kominn tími til þess að stúdentar og náms- menn utan af landi geti búið við sæmilegt í húsnæðismál- um hér syðra.“ og kaupleiguíbúðum Alþýðuflokks- ins, en þessi kerfí bæði byggja á því, að „þeir sem em í flokknum" skuli fá meiri opinbera fyrirgreiðslu en aðrir jafnsettir í þjóðfélaginu, utanflokkamennimir. Búsetufyrir- komulagið er margrætt og léttvægt fundið. Kaupleiguíbúðimar reisa þeir Alþýðuflokksmenn á þeirri hugmynd, að Húsnæðisstofnun láni 80% í stað 70% hjá öðmm. Og síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Viðkomandi sveitarfélag á að leggja fram það sem á vantar, 20% eða um 600 þúsund kr., sem skulu vera afborgunar- og vaxtalausar svo lengi sem leigjandanum sýnist að kaupa ekki íbúðina. En ef hann vill það, seint og um síðir, skal sveit- arfélagið pliktað til að lána honum þessi 600 þúsund til 30 ára f við- bót. Þannig á að byggja 600 íbúðir ár hvert næstu tíu árin. Það þýðir að sveitarfélögin eiga að binda 360 milljónir kr. á ári vaxtalaust í venju- legum íbúðum eða 3,6 milljarða kr. að 10 ámm liðnum. Og til þess að standa undir þessu hefur Álþýðu- flokkurinn lofað að lækka skatta! Trúi hver sem trúa vill. í þessu samhengi er fróðlegt að ri§a upp eina spumingu Félagsvís- indastofnunar í húsnæðiskönnun unga fólksins 1985: „Hugsum okk- ur að mánaðarlegur húsnæðis- kostnaður yrði svipaður, hvem eftirtalinna kosta myndirðu þá kjósa þér?“ Svör Eigin íbúð í nýju húsnæði 71,7% Eigin íbúð í eldra húsnæði 21,9% Eigin íbúð í verkamannabúst. 1,2% Leiguíbúð með búseturétti 3,9% Svararekki 1,3% Þessi niðurstaða svarar því sem svara þarf. Leiguíbúðir með bú- setturétti eða kaupleiguíbúðir hafa ekkert aðdráttarafl hjá ungu fólki. Það kemur meira að segja fram í könnuninni að 94,8% af því telja raunsætt að stefna að eigin hús- næði „miðað við efni og aðstæður" fyrir einu ári — eða áður en hug- myndimar um nýja húsnæðiskrefið vom svo mikið sem komnar fram. Hvað þá núna. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort Alþýðuflokkurinn rriuni áfram leggja stein í götu þess, að ungt fólk geti með gööu möti eignast eigin íbúð. Til þess hefur til að mynda Jóhanna Sigurðardótt- ir sýnt alla tilburði, þegar hún óskapast yfír því, hversu lítið flár- magn renni til Byggingarsjóðs verkamanna borið saman við Bygg- ingarsjóð ríkisins. Fróðlegt væri að vita hvort Jón Sigurðsson, topp- maður krata, sé sama sinnis, hvort hann telji það raunhæft að stefna að því sem almennri lausn í hús- næðismálum, að sveitarfélagið leggi fram 600 þúsund kr. vaxtalaust, hver sem í hlut á. Eða hvort hann sé af sama sauðahúsi og Jóhanna og telja þar með að þessi forrétt- indi skuli vera bundin við þá sem em „í flokknum". Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.