Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
15
náms í Háskóla íslands, t.d. í lækna-
deild, vita að þeir stúdentar sem
ekki mæta eða mæta illa ná aldrei
prófí, þeir falla. Þannig er tíma og
kröftum sóað.
Hörður Rafnsson greinir frá því
að nemendur þurfi stundum á leyfí
að halda vegna veikinda eða per-
sónulegra ástæðna. Það kemur
engum á óvart. Nemendum ÍKÍ hef-
ur aldrei verið neitað um leyfí til að
leita sér lækninga. Að sjálfsögðu fá
nemendur jafnan leyfí til persónu-
legra þarfa og þátttöku í íþróttum,
raski það ekki starfí skólans að öðru
leyti. Þetta ætti HR að muna.
Prófin
Síðara dæmið, sem HR telur skól-
anum vera til skammar, er, að aðeins
í örfáum greinum hafí nemendur
fengið að sjá prófúrlausnir sínar eft-
ir að einkunn hafi verið gefín. Ég
kannast ekki við að kennarar hafí
neitað nemanda um að sjá prófúr-
lausn sína.
Aðdróttanir í garð prófdómara og
dylgjur um óheiðarleika í einkunna-
gjöf eru til að fylla mælinn. Slíkt
er ekki svaravert.
Staða skólans
Um starf mitt sem skólastjóra
íþróttakennaraskóla íslands fjallar
greinin öðrum þræði. Hörður Rafns-
son fínnur mér flest til foráttu. Um
það ætla ég ekki að ræða hér. Þá
skoðun má hann hafa.
Það er ekki aðeins íþróttakenn-
araskóli Islands sem býr við bágborið
ástand og stöðnun á ýmsum sviðum.
Það er fullmikil einföldun staðreynda
að kenna skólastjórunum um það
fjársvelti sem ríkisskólamir eiga við
að búa.
Við skólann hafa starfað og starfa
enn margir úrvals kennarar sem
numið hafa bæði austanhafs og vest-
an, þeir hafa hugmyndir og nýjungar
erlendis frá, sem reynt hefur verið
að koma í framkvæmd hér. Með
bættum aðbúnaði er bjart framund-
an.
Ég hygg, að mér, sem skólastjóra
IKI, sé það betur ljóst en flestum
öðrum hvað skólann vanhagar um
og hver hin raunverulega staða hans
er.
Hörður Rafnsson gefur mér ráð
í greinarlok. Þar sendir hann stjóm-
völdum og menntamálaráðherra
áskomn, og er það vel.
Hinum unga greinarhöfundi óska
ég þess, svona í lokin, að hann vandi
betur til verka sinna eftirleiðis.
Höfundur er skólastjóri íþrótta-
kennaraskóla íslands.
I skógi
ævintýranna
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Skilaboðaskjóðan. Texti og
myndir: Þorvaldur Þorsteins-
son. Mál og menning 1986.
Þetta er sagan af honum Putta
litla, sem á heima í Ævintýra-
skóginum, þar sem öll ævintýrin
gerast. Samt er hann jafnfjarri
þeim og bömin í mannheimum.
Hann veit um nomir, vondar
stjúpur og nátttröll — en það
nægir honum ekki, hann vill sjálf-
ur verða þátttakandi. Vill fá að
berjast — vill plata nátttröllið út
í birtu og sól svo það verði að
steini.
Það þýðir ekkert fyrir Möddu-
mömmu að segja honum að þau
geti lesið ævintýrin og þannig
kynnst öllum þessum lýð. Nei,
Putti tekur til sinna ráða. Þegar
kvöldið kemur og svefninn sækir
á aðra leggur Putti af stað inn í
skóginn í leit að nátttröllinu.
Ósköp er dimmt í skóginum, og
skrýtin hljóð og undarleg augu
sem stara. Putti verður þreyttur
og sofnar. Ævintýrin sækja í
drauma hans.
Þegar Putti vaknar aftur stend-
ur nátttröllið yfír honum, læsir
krumlu sinni utan um hann og
skálmar af stað með hann upp
að Tröllafjalli. Heima uppgötvar
Madda-mamma um morguninn að
Putti er horfínn.
Dvergamir Dreitill og Snigill
og hvað þeir nú allir heita leggja
af stað með mömmu í farar-
broddi. Snigill hefur heyrt lausn-
arorðin sem þarf til að komast inn
í fjallið. En það þarf aldeilis marg-
ar og háværar raddir til þess að
öskra þau upp svo að gagni komi.
Þótt öll skógarins dýr leggist á
eitt hrekkur það ekki til. Nú kem-
ur sér vel skilaboðaskjóðan, sem
dvergurinn Skemill fann upp. Hún
getur tekið á móti skilaboðum sem
töluð eru niður í hana, síðan er
bundið fyrir og ekki opnuð, fyrr
en boðin eiga að komast til skila.
Kunningjar lesenda úr öðmm
Þorvaldur Þorsteinsson
ævintýrum þau nomin, vonda
stjúpan og úlfurinn sem eiga
heima í Vondakastala em beðin
fulltingis.
Með klókindum fær Dreitill
dvergur þau til þess að hrópa
lausnarorðið niður í skilaboða-
skjóðuna. Öll hersingin leggur
síðan af stað aftur að Tröllafjalli
með þennan raddstyrk í skjóð-
unni. Og nú má lesa hvemig fer.
Þetta er bráðskemmtilegt æv-
intýri innfléttað í myndimar, sem
koma litlu fólki til að hrylla sig
og brosa í senn og fylgjast með
af miklum áhuga. Margir unnend-
ur slíkra ævintýra em á þeim
aldri, að þeir em nýbyijaðir að
lesa. Það hefði því verið nokkur
tillitssemi við þá að hafa ekki
svona löng orð í lesmálinu, eins
og: dvergastuttbuxur, stutt-
buxnabunki, stuttbuxnasending
og dvergadónaskapur.
Þetta fyrsta ævintýri höfundar,
í máli og myndum, á samt gott
erindi við unga lesendur. Hann
má vel við una og einnig útgáfan.
ATHYGLISVERÐ BÓK
UM DULRÆN MÁLEFNI
DRAUMAR
OG ÆÐRI
HANDLEIÐSLA
Inguar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð
og vandvirkni frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur,
eiginkonu sinnar.
Helgi Vigfússon skrifar formála.
Aðalheiöur Tömasdótlir
DRAUMAR
OG ÆÐRi HANDLEIÐSLA
Skrasott a( tngvari Agnarssyni
Dyngja bókaútgáfa,
Borgartúni 23 105 Reykjavík, ® 91-36638, 91-28177 og 91-30913.
tagQpmiMjifcUt
Gódan daginn! i
Jólabrauð
hnetur
súkkat
rúsínur
sítrónubörkur
kirsuber rauð og græn
og ekta romm
aðeins 400
ólamarsipanbrauð
hnetur
marsipan
súkkulaði
og ekta romm
aðeins 300
ólasmókökur
5 tegundir
100 stk.
aðeins 390
____Nýia^Hgj^
KokúKúsió
lOlira