Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 18

Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Óvissa í bandarískum stj órnmálum eftir kosn- ingasigur demókrata Engar róttækar breytingar líklegar næstu tvö árin eftirívar Guðmundsson Ovæntur stórsigur demókrata í kosningunum til Öldungadeildar- innar, sigrar repúblikana í ríkis- stjórakosningunum og óverulegar breytingar í Fulltrúadeild þingsins hafa haft ruglingsleg áhrif á spá- dóma stjómmálasérfræðinga hér í höfuðborginni um hvers sé að vænta í bandarískum stjómmálum næstu tvö árin, eða þar til næstu þingkosningar fara fram, samfara forsetakosningum, fyrsta þriðjudag í nóvembermánuði árið 1988. Þrátt fyrir að Reagan forseti ferðaðist 40.000 kílómetra til 12 sambandsríkja síðustu tvær vikur fyrir kosningamar til að stappa stálinu í kjósendur, hvetja þá til „að duga sér nú í síðasta sinni" og kjósa frambjóðendur repúblikana til Óld- ungadeildainnar reyndust frakkalöf forsetans of stutt og of hál svo það festist lítið af lq'ósendum við þau. Samt nýtur Reagan meira fylgis og vinsælda meðal almennings en nokkur annar fyrirrennari hans í forsetastól á sama stigi forseta- tímabilsins. I síðustu skoðanakönn- un um vinsældir forsetans sögðust 67% aðspurðra fylgja forsetanum af alhug. Það er heldur ekki búist við að Reagan verði „lamaður lómur", þ.e. áhrifalaus eða áhrifalítill í embætti, þótt hann eigi ekki meirihluta fylg- is að vænta í Öldungadeildinni eftir áramótin. í því sambandi er bent á, að það sé ekki hans háttur að leggja árar í bátjjegar á móti blæs. Það hafi hann sýnt svo greinilega er hann var ríkisstjóri í Kalifomíu þegar andstæðingar hans höfðu meirihluta löggjafarvaldsins í sínum höndum. Hann hafi þá haft sitt fram, ef hann taldi mikið í húfi fýrir sig og sín stefnumál. Enn einu sinni kom það í ljós í þessum kosningum hversu fallvölt flokkstryggðin og flokksvaldið eru í bandarískum stjómmálum. Það er talið sjálfsagt þegar svo ber und- ir, að kjósendur greiði atkvæði öðrum flokki en þeir eru skráðir í. Jafnalgengt er að kjósendur greiði atkvæði milii flokka þegar kosið er um fleira en eitt embætti eða stöðu. T.d. kýs maður repúblikana í Öld- ungadeild en demókrata í Fulltrúa- deildina o.s.frv. Slíkt er ekki talið skammarlegt „liðhlaup" heldur rétt- ur einstaklingsins til að kjósa eftir eigin sannfæringu frekar en flokks- boði. Sömu sögu er að segja um þingmenn. Þeir greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni en ekki flokksboði. Það er og ekki óalgengt, að þingmenn í sama flokki hafl gersamlega andstæðar skoðanir í stjómmálum. Tvær slíkar andstæður eru öldungadeildarþing- maðurinn Jesse Helms frá Norður- Carolinu, talinn svæsnasti afturhaldsmaður í Öldungadeild- inni. (Hann dregur sig nú til baka úr deildinni.) Aftur á móti er flokks- félagi hans, Lowell P. Weicker frá Connecticut, svo langt til vinstri í stjómmálaskoðunum, að hann gæti unað sér vel í pólitískri sæng með, við skulum segja Jóni Hannibals- syni, eða öðrum utar á vinstri vængnum. í þessu sambandi mætti benda á, að af 11 öldungadeildarþing- mönnum demókrata, sem taka sæti í janúar hallast að minnsta kosti 7 eða 8 greinilega til hægri. Hitt er þó sennilega rétt, að flokksaginn er tryggari í Demókrataflokknum en hinum, þegar mikið liggur við. Skoðanamismunur einstakra þing- manna demókrata þýðir ekki, að þeir muni ganga í flokk með Reag- an að staðaldri, en þeir gætu komið honum til hjálpar í einstökum mál- um. Boðið uppá sam- vinnu ... ef ... Forystusauður demókrata í Öld- ungadeildinni er Robert Byrd frá Vestur-Virginia og heflr hann verið formaður minnihlutans í deildinni, en tekur nú við sem formaður meiri- hlutans er deildin kemur saman eftir áramótin. Byrd var í góðu skapi sem vænta mátti daginn sem kosningaúrslitin urðu kunn. „Við getum unnið með forsetanum," sagði Byrd, „ef hann kemur til móts við okkur og sýnir samvinnu- vilja." Jafnvel Tip Ó’Neill, sem nú lætur af embætti forseta Fulltrúa- deildarinnar eftir að hafa elt grátt silfur við Reagan, hefír sagt, að það væri æskilegt, að flokkamir vinni saman Samstarfsvilji forystumanna demókrata, sem verið hafa hat- rammastir andstæðingar Reagans á þingi, kynni að stafa af því, að þeim ói við ábyrgðinni sem á þeim hvflir er þeir taka völdin. Það gekk sú saga fyrir kosningamar, að einn af forystumönnum demókrata hefði átt að hafa sagt — að vísu í hálfkær- ingi — að hann óskaði eftir því, að demókratar myndu ekki vinna meirihluta í Öldungadeildinni þegar hann hugsaði til þeirrar ábyrgðar, sem yrði lögð á þeirra herðar næstu tvö árin og þurfa þá að ganga til kosninga á ný með malinn fullan af syndagjöldum. Og samvinnuvilj- inn er brothættur því daginn eftir að Byrd og Tip O’Neill buðu uppá samvinnu beitti forsetinn neitunar- valdi sínu gegn svokölluðum „hreina-vatns-lögum", sem demó- kratar, með aðstoð nokkurra repúblikana höfðu knúið fram í þinginu. Byrd brást illur við neitun- arvaldinu og sagði: „Þessi lög munu innan skamms aftur verða lögð fýr- ir forsetann til undirskriftar og gaf þar með í skyn, að þingið myndi velta neitunarvaldi forsetans í þessu máli. Byrd ýjaði einnig að því, að þörf væri fyrir lagasetningu um utanríkisviðskiptin og hallann á þeim, landbúnaðarmálin og greiðsluhalla ríkisins. Hér liggur hundurinn grafínn við ásteitingar- stein milli demókrata og repúblik- ana og það gæti komið til átaka í þessum málum jafnvel áður en þingið kemur saman á nýja árinu. Víðtækt vald þingnefnda Það var ekki að ófyrirsynju að Reagan sóttist eftir að halda meiri- hlutanum í Öldungadeildinni í þau tvö ár, sem hann á eftir í forseta- stólnum. Þingnefndir á Bandaríkja- þingi eru valdamiklar. Nefndimar ráða því hvaða frumvörp koma á dagskrá þingsins og geta tafið til eilífs nóns að mál séu tekin fyrir í þinginu, ef þeim býður svo við að horfa. Og það sem meira er, og sem oft er notað sem vopn í erjum milli flokka og einstaklinga, að þing- nefndir geta kallað fyrir sig embættismenn og hveija aðra sem er til þess að rekja úr þeim gamim- ar í hvaða máli sem vera skal. Allt er þetta gert í því sem kallað er í rannsóknarskyni. Slíkar rannsóknir eru venjulega vel kynntar í fjölmiðl- um og oftast er þeim sjónvarpað. Þetta hefír að sjálfsögðu geysimikið áróðursgildi meðal almennings. Um tíma leit út fyrir, að Edward Kennedy myndi taka við for- mennsku í laganefnd Öldungadeild- arinnar. Það hefði þýtt, sagði einhver gámngi, að hann hefði get- að og myndi gera forsetanum heitt í hamsi einkum við útnefningu for- seta til dómara. „Ef Kennedy væri formaður laganefndarinnar, sagði þessi galgopi, og forsetinn útnefndi páfann til brauðs myndi Kennedy þvæla honum svo með spumingum, að páfínn myndi ekki vera talinn fær að gegna meðhjálparastarfi í sveitakirkju.” Það var því léttir fyr- ir repúblikana er Edward Kennedy hafnaði formennsku í laganefndinni og kaus heldur „atvinnu og mann- afla-nefndina“. Kennedy sagði að hann myndi geta unnið þar þarfara starf en í öðram nefndum til að koma fram sínu áhugamáli, að bæta hag þeirra, sem eiga bágt í þjóðfélaginu. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Nunn frá Georgia-fylki verður vafalaust kosinn formaður hermála- nefndarinnar. Hann gæti orðið Reagan erfíður í geimvamamálinu, því það er alkunna, að Nunn er hlynntur hefðbundnum herbúnaði til landvama. Og þannig mætti lengi telja til að sýna, að það verð- ur ekki auðvelt fyrir Reagan að stjóma án þess að hafa meirihlut- ann með sér í Öldungadeildinni. Forsetinn getur tafið mál með neit- unarvaldi sínu. Stórfellt sjónarspil á skjánum í vændum Uppljóstranimar um vopnasölu til íran, með milligöngu Bandaríkja- stjómar, komu of seint til að hafa áhrif á þingkosningamar og hefðu sennilega Iitlu eða engu breytt um úrslitin eins og málin snerast. En viðskipti Reagan-stjómarinnar við íran til að leysa gísla úr haldi í Líbanon eiga eftir að verða sjónar- spil í sjónvarpi, sem líkja mætti við er fólk þyrpist að skjánum þegar „sápu“-leikir era þar á boðstólum eins og t.d. Dynasty og Falcon Crest eða Dallas. Þingforysta Demó- krataflokksins hefír þegar boðað, að þingdeildir muni taka málið upp til rannsóknar, ásamt fleiri málum sem þeir telja að leynt hafí verið fyrir þingi og þjóð. Demókratar verða ábyrgir Amerískir stjómmálamenn, sem hugsa til framtíðarinnar, gera sér ljóst, að það er ef til vill ekki skyn- samlegt að fara of geyst í að kollvarpa stefnumálum Reagans. Sum þessara mála era þess eðlis, að það verður ekki auðvelt að snú- ast gegn þeim. Og hvort sem demókrötum tekst að breyta, og einkum ef þeim mistekst, verða þeir kallaðir til ábyrgðar eftir tvö ár. Þá fara forsetakosningar fram og meirihluti tveggja deilda verður kosinn. Fleiri kjósendur ganga þá að kjörborðinu en þau 47% sem kusu að þessu sinni. Tökum t.d. geimvamamálið. Það er komið inn í meðvitund manna og það gæti orðið demókrötum óhollt, ef hægt væri að sýna fram á að með andstöðu sinni við geim- vamamálið séu þeir ekki einungis á móti landvamarmálum heldur séu þeir greinilega „auðmjúkir" við kommúnista. Það gengur rógi næst í þessu landi að saka menn um slíkt athæfí og jaðrar við landráð. Það er ekki nokkur leið að hægt verði að ráða við greiðsluhalla ríkis- ins á næstu tveimur áram án stórkostlegra skattahækkana. Ein- angranarstefna í utanríkisviðskipt- um myndi ekki draga úr viðskipta- hallanum við útlönd að nokkra ráði næstu tvö árin. Það, sem hér hefír verið stiklað á, er bergmál af skrafí manna á milli og skrifum fjölmiðla, eða hugmyndum gagnrýnenda í sjónvarpsþáttum og útvarpi. Samnefnarinn fyrir skoðunum manna hér um slóðir hvers sé að vænta á stjómmálasviðinu er, að menn skuli ekki búast við stórkost- legum eða róttækum breytingum næstu tvö árin. Reagan-byltingin hafí dregið úr ferðinni, en hún hafí ekki verið stöðvuð né heldur verði hún áhrifalaus. Forsetakosning'arnar komnar í sjónmál Það fór vitanlega ekki hjá því, að kosningasigur demókrata myndi kalla fram athyglina að forseta- kosningunum 1988. Kapphlaup væntanlegra frambjóðenda er hafíð. Margir verða kallaðir en fáir útvald- ir, en allir láta þeir gamminn geisa að minnsta kosti til að byija með. Eins og stendur — en það á vafa- laust eftir að breytast — er staða væntanlegra frambjóðenda eitthvað á þessa leið: Demókratar: Mario M. Cuomo, ríkisstjóri í New York, vann stór- kostlegan sigur í kosningunum eins og búist hafði verið við. Hann er vafalaust líklegastur til að hljóta hnossið eins og stendur. En næstur honum kemur Gary Hart frá Col- orado, sem fómaði öldungadeildar- sæti sínu til þess að bjóða sig fram sem forsetaefni. Um tíma í kosn- ingabaráttunni leit svo út, að frambjóðandinn í sæti Harts í Öld- ungadeildinni myndi tapa og það hefði verið mikið áfallt fyrir Hart. En það fór á annan veg. Skjólstæð- ingur hans sigraði og það þýðir að Garry Hart er vissulega hlutgengur sem frambjóðandi demókrata við forsetakosningar. Það fór ekki eins vel fyrir einkavini Reagans, Paul Laxalt, öldungadeildarþingmanni frá Nevada, sem einnig hafði sagt af sér þingmennsku í því skyni að freista forsetaframboðs. En skjól- stæðingur hans tapaði og þar með er talið að möguleikar Laxalts hafí farið forgörðum. Það er ekkert leyndarmál, að Reagan forseti mun styðja framboð George Bush varaforseta. En hvort menn verða trúaðir á meðmæli for- setans, sem urðu svo mörgum ffambjóðendum lítils virði, mun draga úr þunganum fyrir Bush þeg- ar þar að kemur. Annað forseta- framboðsefni er John Kemp, Fulltrúadeildarþingmaður frá New York-ríki. Hann hefir verið ötull talsmaður og stuðningsmaður Reagans, einkum í efnahagsmálum. Hann gæti orðið vamagli, ef til átaka kæmi milli tveggja mjög sterkra frambjóðenda. En eins og stendur er nafn Roberts Dole frá Kansas ofarlega á lista hugsanlegra frambjóðenda repúblikana. Dole hefír verið formaður þing- flokks repúblikana í Öldungadeild- inni og hefír getið sér með afbrigðum gott orð. Það getur verið að það sé of snemmt að spá rétt í hver hlýtur hnossið um síðir, en hitt er ekki hægt að stöðva, að héðan í frá verður það maraþon- umtalsefni næstu 18 mánuði eða svo. Reagan forseti á kosningafundi með Jim Santini, frambjóðanda repúblíkana I Nevada. Stuðningur for- setans dugði þó skammt þvi að þingsætið tapaðist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.