Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
23
Var gert að greiða umfram skatta:
Skatt- og gjaldheimtustj óri telja
Agúst ekki hafa verið hlunnfarinn
Þijár sýningar eru eftir á leikritinu Upp með teppið, Sólmund-
ur, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir i Iðnó. Myndin er tekin á
æfíngu.
TJaldið að falla hjá Sólmundi ílðnó
SÝNINGUM á leikritinu Upp með teppið, Sólmundur fer nú að
Ijúka. Þijár sýningar eru eftir á þessu afmælisverki Leikfélags
Reykjavíkur.
Leikritið er eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem einnig leikstýrir.
Verkið er samið og sett á svið í tilefni af 90 ára afmæli Leikfélags-
ins og er sýnt í Iðnó. Gerla sér um ieikmyndina og tónlistarstjóri
er Jóhann G. Jóhannsson. Síðustu sýningar verða í kvöld, föstudag-
inn 5. desember og miðvikudaginn 10. desember.
Malþing um John Locke
GJALDHEIMTAN í Reykjavík
lítur svo á að það fé sem Ágústi
H. Bjarnasyni, menntaskóla-
kennara, var gert að greiða
umfram skatta eigi ekki að bera
vexti. Ágúst ritaði grein í Morg-
unblaðið á þriðjudag þar sem
hann sagði frá samskiptum
sínum við Skattstofu Reykjavík-
ur og gjaldheimtuna. Blaðamað-
ur leitaði skýringa á þessu máli
hjá Guðmundi Vigni Jósefssyni,
gjaldheimtustjóra, og sagði hann
að stofnuninni hefðu ekki orðið
á nein mistök í meðferð málsins.
„Samkvæmt lögum er Gjald-
heimtunni ekki heimilt að greiða
vexti af því sem hún innheimtir
af fólki umfram skatta, nema að
upphæðin sé hærri en heildará-
lagning viðkomandi. Þá reiknast
hún sem innistæða, og ber vexti.“
Að sögn Ágústs var tekjuskatt-
stofn hans á síðasta ári rúmar
600.000 krónur. Við framtal sitt fór
hann að ráði starfsmanns skattstof-
unnar og lét fylgja framtalinu
athugasemd um að hann ætti úti-
standandi laun að upphæð 200.000
krónur. í júní sendi skattstjóri hon-
um bréf þess efnis að framtalinu
væri hafnað, nema að gerð yrði
grein fyrir ákveðnum atriðum innan
tíu daga. Ágúst var fjarverandi
þegar bréfið barst og las það ekki
fyrr en hálfum mánuði síðar. Eftir-
grennslan hans á skattstofunni bar
engan árangur, og skömmu síðar
var honum tilkynnt að allir gjald-
stofnar hefðu verið áætlaðir að
viðbættu 25% álagi. Tekjur Ágústs
voru áætlaðar um 800.000 krónur,
alagið nam 200.000 krónum, en
vegna mistaka starfsmanns á skatt-
stofunni voru þær tekjur sem hann
taldi fram í upphafi lagðar við þessa
upphæð. Þá var tekjuskattstofn
hans orðinn tæp 1,7 milljón króna.
Að sögn Ágústs gerði hann ítrek-
aðar tilraunir til að ná tali af
skattstjóra en tókst ekki. Bréfi sem
Ágúst sendi skattstjóra var ekki
svarað, en fulltrúi hans tjáði honum
að málið yrði að hafa sinn gang.
Reykjavík:
Prófkjör hjá
Framsókn-
arflokknum
PRÓFKJÖR Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík vegna Alþingis-
kosninganna 1987 fer fram
laugardaginn 29. og sunnudag-
inn 30. nóvember. Kosið verður
á Rauðarárstíg 18, milli kl. 11
og 21 á laugardag og milli kl.
10 og 16 á sunnudag.
Rétt til þátttöku hafa allir þeir
sem náð hafa 18 ára aldri á árinu
1987 og eru fullgildir félagar í
Framsóknarfélagi Reykjavíkur.
Einnig þeir sem hafa óskað eftir
þátttöku, skriflega, á skrifstofu
flokksins og staðfest að þeir séu
ekki meðlimir í öðrum flokki enda
uppfylli þeir einnig fyrrgreind ald-
ursskilyrði. í framboði eru Haraldur
Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Guð-
mundur G. Þórarinsson, Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, Sigríð-
urHjartar, Þór Jakobsson, Finnbogi
Marínósson, Valdimar Kr. Jónsson
og Helgi S. Guðmundsson.
Þijá undanfama mánuði hefur
Ágústi verið gert að greiða 138.000
krónur í skatta um hver mánaða-
mót, þótt laun hans séu rúmur
fjórðungur af þeirri upphæð. Ríkið
hefur heimild til að halda eftir allt
að 75% af launum og var það gert.
í októbermánuði voru skattar
Ágústs loks reiknaðir til hlýtar og
greiddi Gjaldheimtan honum aftur
það sem ofreiknað var, en aftók að
borga vexti af upphæðinni.
Guðmundur Vignir sagði að
Gjaldheimtan færi alfarið eftir þeim
gögnum sem kæmu frá skattstofu
um álagningu gjalda. „Ef menn
lenda í því að skattar þeirra eru
áætlaðir er ekki við Gjaldheimtuna
að sakast, jm' kæra frestar ekki
innheimtu. I þessu tilviki hefði við-
komandi getað farið á skattstofuna
og beðið um bráðabirgða afgreiðslu.
Hefði Gjaldheimtunni borist til-
kynning um að verið væri að
endurreikna skattana, hefði verið
innheimt samkvæmt þeirri bráða-
birgðaáætlun skattstofunnar."
Guðmundur Vignir sagði að í lög-
um væru ákvæði um að ef innheimt
væru gjöld umffam það sem álögð-
um sköttum næmi skyldi endur-
greiða þá upphæð sem ofgreidd var
með sparisjóðsvöxtum. Svo hefði
ekki verið í þessu tilfelli, þar sem
Alþýðuflokkurinn:
Prófkjör í
Reykjavík og
á Vestfjörðum
PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í
Reykjavík og á Vestfjörðum
vegna Alþingiskosninganna
næsta vor, fer fram dagana
29. og 30. nóvember.
í Reykjavík er kosið í Alþýðu-
húsinu við Hverfísgötu 6 til 8.
Kjörstaður opnar kl. 13 og stend-
ur til kl. 18 báða daganna. Rétt
til þátttöku í prófkjörinu hafa
þeir einir sem eru flokksbundnir
í Alþýðuflokknum, hafa náð 18
ár aldri og eru búsettir í
Reykjavík. í framboði eru: Jón
Sigurðsson, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Jón Baldvin Hannibalsson,
Björgvin Guðmundsson, Lára V.
Júlíusdóttir og Jón Bragi Bjama-
son.
Á Vestfjörðum er kosið milli
kl. 14 og 19 laugardaginn 29.
nóvember en milli kl. 13 og 15
sunnudaginn 30. nóvember. Kosið
er á ísafírði í Skátaheimilinu,
Bolungarvík í Verkalýðshúsinu,
Suðureyri hjá Jóhanni Bjarnasyni
Túngötu 6b, á Flateyri hjá Ægi
E. Hafberg Goðatúni 6, á Þing-
eyri hjá Kristjáni Þórarinssyni
Brekkugötu 40, í Mjólkárvirkjun
hjá Guðmundi Þ. Kristinssyni, á
Bfldudal hjá Hrafnhildi Þ. Jóhann-
esdóttur, á Patreksfírði hjá
Ásthildi Ágústsdóttur Aðalstræti
49.
Utankjörstðarkosning fer fram
á skrifstofu Alþýðuflokksins í
Reykjavík Hverfísgötu 6 til 8.
Tveir frambjóðendur eru í próf-
kjöri flokksins á Vestfjörðum þeir
Sighvatur Björgvinsson og Karvel
Pálmason
Ágúst hefði ekki greitt Gjaldheim-
tunni hærri upphæð en sem nemur
heildarsköttum hans fyrir árið
1985. „Þegar lækkunin kom var
mánaðargreiðslunum stillt upp, eins
og þær hefðu orðið ef engin áætlun
hefði átt sér stað, og viðkomandi
endurgreitt í samræmi við það.
Þesskonar endurgreiðsla er umfram
skyldu. Engin heimild eru fyrir því
að greiða vexti í þessu tilviki. Svona
eru lögin og vilji menn breyta þeim
er við aðra að tala.“
Gestur Steinþórsson, skattstjóri
í Reykjavík, sagði að sér væri erfítt
um vik að -ræða þetta mál. „Mér
er ekki heimilt að ræða skattskil
einstaklinga, því ég er bundin trún-
aðareiði. Almennt séð er hægt að
segja að ef um mistök er að ræða
við álagningu skatta, þá reynir
skattstofan að leiðrétta það eins
fljótt og hægt er,“ sagði Gestur.
„I sumar vorum við bundin af mjög
ströngum tímamörkum við að skila
útreikningi skatta til Skýrsluvéla
ríkisins. Þegar álagningu var lokið
fór ég í sumarfrí, eins og flest
starfsfólk skattstofunnar. Við höf-
um aðeins lágmarks mannskap, og
í ljósi þess sýnist mér að afgreiðsla
málsins hafí verið með eðlilegum
hraða.“
Gestur vildi ekki svara spuming-
um blaðamanns um einstök atriði
sem koma fram í grein Ágústs, þar
sem hann yrði þá að ijúfa trúnað.
HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafé-
lag og Stofnun Jóns Þorláksson-
ar mun halda málþing um John
Locke á morgun 29. nóvember.
Þingið verður í stofu 101 í Lög-
bergi, húsi Lagadeildar Háskóla
íslands kl. 14.30-17.15. Til þess
er efnt í tilefni þess að út er
komin hjá Hinu íslenska bók-
menntafélagi „Ritgerð um ríkis-
vald“ eftir Locke í þýðingu Atla
Harðarsonar, en þetta rit er eitt
af undirstöðuritum vestrænnar
stjórnmálahugsunar og hefur
haft ómæld áhrif á stjórnskipan
lýðræðisþjóðanna.
Á málþinginu verða fluttir tveir
fyrirlestrar. Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson lektor talar um „John
Locke og mannréttindahugtakið“
og dr. Amór Hannibalsson dósent
um „John Locke í sögulegu ljósi“.
Fundarstjóri verður prófessor Sig-
urður Líndal, forseti Hins íslenska
bókmenntafélags. Á eftir hvorum
fyrirlestri verða frjálsar umræður
og kaffíhlé á milli þeirra. Málþingið
er opið öllum.
(Fréttatilkynning).
EIN MEST SELDA HEIMIUS-
7ÖLVAIM Á MARKAÐIMUMI
Það er engin tilviljun að AMSTRAD er ein vinsælasta tölvan í heiminum í dag. Síðastliðin tvö ár
hafa yflr I milljón AMSTRAD tölvur verið seldar. Með hverjum degi sem líður fá tölvukaupendur
meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust í fremstu röð.
AMSTRAD CPC 6128 og CPC 464 sameina frábæra hönnun, afl og hraða, einstaklega góöa liti í
skjá, gott hljóð og geysispennandi notkunarmöguleika. - Tvær afburðatölvur sem færa þig nær
framtíöinni.
CPC 6128
• TÖLVA • DISKSTÖÐ • UTASKJÁR
128 K RAM örtölva Z80A 4MHz með innbyggöu Basic,
hátalara og tengjum (yrir prentara. segulband og aukadiskstöð.
640x200 teiknipunktar á skjá. 27 litir.
20, 40 eða 80 stafir í línu, íslenskir stafir.
CP/M PLUS stýrikerfi og DR.LOGO forritunarmál
Verð aðeins
35.980/— kr. stgr.
CPC 464
• TÖLVA • SEGULBAND • UTASKJÁR
64 K RAM örtölva Z80A MHz með innbyggöu Basic, hátalara
og tengjum fyrir prentara og diskstöð.
640x200 teiknipunktar á skjá. 27 litir.
20. 40 eða 80 stafir í línu. íslenskir stafir.
Verð aðeins
26.980/— kr. stgr.
ÞUSUIMDIR FORRITA!
Urval af forritum, bókum og tímaritum fyrir AMSTRAD.
Aukahlutir: Diskdrif - stýripinnar - teiknipenni - stereohátalarar - mús o.fl. o.fl.
,.,25%
utborgun
eftirstöðvar allt^að 6 mán.i
Bökabúð
JDEILD
v/Hlemm, símar 29311 & 621122.
Umboðsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman, Akureyrl: Bókabúöin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, DJúplvogur: Verslunin
Djúpiö, Grindavlk: Bókabúö Grindavíkur. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfiröinga, Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, ísafjöröur:
Hljómborg, Keflavík: Bókabúö Keflavíkur, Vestmannaeyjar: Vídeóleiga G.S.
öll verö rrwðuð við gengi I. okL 1986 og staðgreiösJu.
TOLVULAND HF., SIMI 17S50
NÝTTSÍMANÚMER
69-11-00
Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033