Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 24

Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Bændur í Þistilfirði óánægðir með fullvirðisréttinn; Sendinefnd þeirra sneri lieim með loforð landbúnaðarráðherra Látum ekki lögfesta harðindin, segir Ágúst Guðröðarson á Sauðanesi BÆNDUR í Þistilfirði hrukku illa við þegar þeir fengu tilkynn- ingu frá Framleiðsluráði land- búnaðarins um fullvirðisrétt í sauðfjárframleiðslu næsta verð- lagsár. Margir sjá fram á að þurfa að fækka fé um 50—100 ær nú þegar til að halda fram- leiðslunni innan fullvirðisréttar- ins næsta haust. Þeir eru ósáttir við útreikninginn og hafa verið að vinna að leiðréttingu sinna mála. Búnaðarfélögin í Þistilfirði héldu sameiginlegan bændafund um framleiðslumálin skömmu eftir að tilkynningar um fullvirðisréttinn bárust. Þar mættu svo til allir bændur héraðsins og var mikill hugur í mönnum að fá leiðréttingu. Kosin var þriggja manna nefnd til að fylgja málinu eftir við land- búnaðarráðherra og önnur stjóm- völd. Einn nefndarmanna, Ágúst Guð- röðarson bóndi og Stéttarsam- bandsfulltrúi á Sauðanesi, sagði í samtali við Morgunblaðið undir lok sendiferðarinnr í Reykjavík, að þeir hefðu fengið jákvæðar viðtökur hjá ráðherra. Þeir hefðu verið með ákveðnar tillögur um leiðréttingu sem byggðist á því að fleiri ár yrðu tekin til viðmiðunar, þar sem við- miðunarárin svokölluðu hefðu verið afbrigðileg í Þistilfírðinum. Meðal- innlegg í sláturhúsið á Þórshöfn hefði verið 195—200 tonn áundanf- ömum árum, nema viðmiðunarárin, þegar innleggið var um 170 tonn. Þama á stærra svæði í hlut en Agúst sagði að samdráttur Þistil- fj'arðarbænda væri í réttu hlutfalli við þetta. Hann sagði að þessi til- laga rúmaðist ekki innan núgildandi reglugerðar en Jón Helgason hefði lofað þeim að beita sér fyrir breyt- ingu á reglugerðinni eða viðauka við hana. „Þetta er réttlætismál hjá okkur. Við þurfum að fá eðlilega viðmiðun eins og aðrir og síðan erum við til- búnir til að taka sömu skerðingu á okkur og aðrir. Við emm einfald- lega að beijast fyrir því að harðindin verði ekki lögfest," sagði Ágúst. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins vom á ferð í Þistil- firðinum fyrir skömmu og ræddu þá við bændur um kvótamálin. —HBj. Reynir Þórisson i Flögu. Fékk 22 ærgilda kvóta en er með 311 fjár á fóðrum: Lagði allt mitt í búið og meira til - segir Reynir Þórisson í Flögu Á FLÖGU í Svalbarðshreppi býr ungur maður, Reynir Þórisson, sem byijaði að búa vorið 1984. Hann kom frá Þórshöfn þar sem hann hafði starfað sem sjómað- ur. Hann tók jörðina á leigu og fékk 440 ærgilda búmark. Keypti gimbrar hjá nágrönnum sínum og fékk nokkur lömb undan þeim árið eftir og lagði þau inn í slát- urhúsið haustið 1985. Hann hefur verið að byggja upp búið, bæði bústofn, vélar og hús, og er kostnaðurinn kominn töluvert á fjórðu milljón. Hann er með 311 fjár á fóðrum í vetur, þar af 250 ær, en á dögunum fékk hann tilkynningu frá Fram- leiðsluráði um að hann mætti lcggja inn afurðir næsta haust sem samsvara 22,6 ærgildum. Reynir sagði að sér skildist að ástæðin fyrir þessari útkomu væri sú að hann hefði lagt þessi lömb inn haustið 1985. Kvótinn hefði verið reiknaður eftir því innleggi en ef það hefði ekki komið til hefði hann fengið fullan fullvirðisrétt eins og aðrir frumbýlingar. Hann sagð- ist ekki hafa átt von á að fá 440 ærgildi eins og gamli kvótinn segði til um, hann yrði að sætta sig við skerðingu eins og aðrir. Hann sagð- ist hafa verið að auka bústofninn og væri varla kominn með hann upp í það lágmark sem nauðsynlegt væri til að geta haft fullt Iifíbrauð af búskapnum. „Ég er búinn að leggja allt mitt í búið og meira til. Ef ég fæ ekki leiðréttingu minna mála næ ég mér aldrei upp aftur fjárhagslega. Það er enga aðra atvinnu að fá, að minnsta kosti ekki í þessum hreppi, maður yrði þá að leita annað," sagði Reynir. - En var ekki óvarlegt að fara út í sauðfjárbúskap við þær aðstæð- ur sem verið hafa að þróast til verri vegar í markaðsmálunum á undanf- ömum árum? „Það má sjálfsagt segja það. En ég trúi bara ekki annað en að það opnist markaðir fyrir kindakjötið okkar. Allt annað kjöt er að verða baneitrað, nú og fískurinn í sjónum jafnvel líka. Ég tel að ekki hafí verið reynt nóg til að selja. Það virðist allt virka letjandi á söluna. Geymslugjöldin ætti til dæmis að afnema ekki seinna en á miðju ári, þannig að sláturleyfíshafar verði að koma kjötinu í verð fyrir þann tíma,“ sagði Reynir Þórisson. Sumir hætta þurfi þeir að fækka nú - segir Stefán Eggertsson í Laxárdal „ÞETTA er breytilegt á milli bæja, kemur sem reiðarslag hjá sumum mönnum. Til eru dæmi um að menn séu með á annað hundrað ær sem engin ástæða er tU að fóðra í vetur vegna kvót- ans,“ sagði Stefán Eggertsson bóndi í Laxárdal í Svalbarðs- hreppi, og formaður búnaðarfé- lags sveitarinnar. Stefán sagði að á búnaðarfélags- svæðinu væru nákvæmlega jafn margar ær og í fyrra haust, sam- tals 4.800, en það væru 800 kindum fleira en á nýju viðmiðunarárunum. Hann sagðist vera með 400 ær, jafn margar og síðastliðið haust og þyrfti að draga eitthvað saman miðað við að afurðimar yrðu svipað- ar. Hann sagði að viðmiðunarárin væru tvö verstu árin af síðustu fímm hjá honum, eins og reyndar að meðaltali í öllum hreppnum. Ef miðað hefði verið við einhver önnur ár mætti framleiða 10—15% meira á svæðinu en núgildandi fullvirðis- réttur gæfí tilefni til. Hann sagði að svæðið færi halloka, og nefndi sem dæmi um það að árið 1980 hefðu þeir átt 1,29% af búmarki í sauðfé á öllu landinu en þetta hlut- fall væri nú komið niður í 1,14% samkvæmt nýju viðmiðuninni. Stefán sagði að verst kæmi sam- drátturinn við menn sem staðið hefðu í uppbyggingu og skulduðu mikið. Slíkir menn þyldu ekki að slá af og lítið um að þeir gætu nýtt tíma sinn til annarrar tekjuöfl- unar. Hann sagði að aðeins væru til dæmi um að menn sneru sér að nýbúgreinum, til dæmis væru 4 menn komnir með loðdýrabú. Eins og staðan væri í loðdýraræktinni eftir verðfall síðasta vetrar og óeðli- lega dýrt fóður væri ekki mikill áhugi á hjá bændum að skipta yfír í hana. Fáir hefðu til þess aðstöðu og Ijármagn. „Það eru margir áhyggjufullir út af þessum málum og til eru menn sem segjast hætta ef þeir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.