Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
25
Helmingur launa okkar
farinn eða jafnvel meir
- segir Marinó Jóhannsson í Tungnseli
„VIÐ förum frekar illa út úr
kvótanum, þurfum að minnka við
okkur um 90 ærgiidi. Við vorum
óheppnir, seldum líflömb til ná-
granna á viðmiðunarárunum sem
þeir fyrir sunnan vilja ekki viður-
kenna sem framleiðslu," sagði
Marinó Jóhannsson sem býr fé-
lagsbúi með Kristbirni bróður
sínum í Tunguseli í Sauðanes-
hreppi.
„Almennt séð erum við óánægðir
með þessi viðmiðunarár, þau voru
mjög óhagstæð fyrir okkur alla á
þessu svæði. Haustið 1985 hafa
lömb ekki verið rýrari í minni bú-
skapartíð. 1984 var sett í meira
lagi á af gimbrun þar sem fé hafði
fækkað árið áður og því voru flest
allír með lítið innlegg það haustið.
, Ég býst við að það verði 100 dilkar
sem ganga af á okkar búi næsta
haust þegar við höfum fyllt fullvirð-
isréttinn.
Við viljum ekki viðurkenna þetta
sem staðreynd, það er ekki hægt
að láta smella í lás með þessum
útreikningum, og treystum því að
leiðrétting fáist. Því var það sam-
þykkt á sameiginlegum fundi
beggja búnaðarfélaganna í Þistil-
firði að senda þijá menn suður á
fund landbúnaðarráðherra til að
fara fram á leiðréttingu. Við þurf-
um að fá fleiri ár til viðmiðunar og
ef það tekst fáum við verulega leið-
réttingu og verðum þá ekki verr
settir en bændur á öðrum svæðum
landsins. Ef það hins vegar tekst
ekki, sem ég trúi ekki að óreyndu,
er alveg hugsanlegt að menn láti
bera heldur seinna en vant er til
að fá léttari lömb og spara fóður-
bæti ef vorið verður vont. Ég er
þó óánægður með slík úrræði, og
vil að hægt sé að nýta sauðféð til
hámarksafurða. Allt annað er neyð-
arúrræði. Það er æði þungt hljóðið
í mönnum og ef ekki fæst nein
úrlausn er ekki ólíklegt að ein-
hverjir hugsi sér að hætta. Ef þeir
bændur sem þegar eru með of litla
framleiðslu þurfa að minnka við sig
komast þeir í vonlausa aðstöðu.
Ef fækkað er hér á svæðinu, til
dæmis í Sauðaneshreppi, verður
ennþá verra að framkvæma fjall-
skil en það er þó nú. Við höfum
líka miklar áhyggjur af Skeggja-
staðahreppi hér fyrir austan okkur
þar sem fyrirsjáanleg er miklu meiri
fækkun og hætt við að okkar fé
fari mikið þangað. Þar bætist við
okkum mikil vinna við fjallskil.
Það er allt of stuttur aðdragandi
að þessum stjómunaraðgerðum og
forkastanlegt ef menn verða neydd-
ir til að slátra fé sínu þegar kominn
er hávetur og fá svo kannski lítið
fyrir. Þessar stjómunaraðgerðir
koma mönnum í opna skjöldu.
Breytingum á kjötmati var skellt á
menn með miklu tekjutapi, hækkun
kindakjötsverðsins' var frestað og
ofan á allt annað blasir nú við að
við fáum talsverða verðskerðingu í
haust. Mér sýnist að þama fari
helmingurinn af launum okkar, ef
ekki meir.
Það vom mistök að taka ekki
meira á vandanum þegar kvótinn
var settur á í upphafí. Því var víst
trúað að fóðurbætisskatturinn
leysti allan vanda. En það var mik-
ill misskilningur. Málið snýst um
það hverjir eigi að fá að framleiða
kjötið. Ég tel að þeir sem em með
stór kúabú eigi fyrst að farga sínu
fé. Menn era oft með 100—200
kindur með allstóram kúabúum.
Svo fínnst okkur að sauðíjárræktin
eigi að hafa forgang í stijálbýlinu
þar sem góð afréttarlönd era,“
sagði Marinó.
Morgunblaðifl/Bjami
Sigtryggur Þorláksson og Þorlákur Sigtryggsson bændur á Sval-
barði.
Verra ástand
en á kalárunum
- segja Sigtryggur Þorláksson og
Þorlákur Sigtryggsson á Svalbarði
Morgunblaðið/Bjami
Stefán Eggertsson og Hólmfríður Jóhannesdóttir í Laxárdal með þremur af börnum sinum, sem eru:
Eggert, Hildur og Vilborg.
þurfa að fækka í haust,“ sagði Stef-
án. Hann sagði að það myndi hjálpa
mikið ef héraðið í heild eða einstak-
ir bændur fengju viðbót við fullvirð-
isrétt sinn sem samsvaraði 1.000
ærgildum. Menn gætu vel við það
unað, þó margir yrðu eftir sem
áður að halda að sér höndum í bili.
Aðspurður um hvaðan taka ætti
þennan viðbótarrétt sagðist Stefán
hafa ákveðnar hugmyndir um það:
„Nýtt kjötmat var sett á í haust
og var það stóráfail fyrir héraðið.
Hjá mér fór til dæmis yfír 20% af
kjötinu í O-flokkinn og hjá sumum
yfír 25%. Þetta kjöt er selt á 11,5%
lægra verði og er nauðsynlegt að
koma því á réttu verði til neytenda
þannig að salan aukist. Þama er
ákveðið svigrúm og viljum við ekki
að fítan sem er verðfelld sé talin
með í fullvirðisréttinum,“ sagði
Stefán Eggertsson.
„VIÐ BÚUM á svæði sem er al-
gerlega háð sauðfjárrækt og
finnst okkur réttlátt að það hafi
meiri rétt en önnur til að halda
framleiðslunni. Bændur hér hafa
ekki í nein önnur hús að venda,
nema þá flytja burtu og það gera
menn ekki fyrr en í fulla hnef-
ana,“ sögðu feðgarnir Sigtrygg-
ur Þorláksson og Þorlákur
Sigtryggsson á Svalbaði i Sval-
barðshreppi.
Þeir feðgar sögðust þurfa að
draga saman, þar sem líflambasala
til nágranna sem var að byija bú-
skap hefði ekki fengist reiknuð inn
í kvótann. Þangað hefðu þeir selt
65 lömb og kvóti þeirra orðið um
50 ærgildum minni vegna þessa þar
sem líflambasala innan héraðs teld-
ist ekki framleiðsla við útreikning
kvótans. Þeir sögðust þó ekki hafa
farið svo illa út úr kvótanum vegna
þess að framleiðslan hefði dregist
saman á undanfömum áram og
þeir því verið tiltölulega langt frá
búmarki jarðarinnar. „Það fara
ýmsir verr út úr þessu en við, ef
ekki fæst leiðrétting. Ef för sendi-
nefndarinnar til landbúnaðarráð-
herra ber ekki árangur er
ómögulegt að segja hvað gerist
hér,“ sögðu þeir.
„Þessi tvö viðmiðunarár, 1984
og 1985, var þetta svæði hér með
30 tonnum minni framleiðslu en í
árum sem verður að telja meðaltals-
ár. Árið 1984 var gott ár en
framleiðslan lítil vegna þess að þá
vora menn að setja á lömb fyrir tvö
ár vegna harðindaársins á undan.
1985 var hins vegar lélegt ár. Þá
rigndi allt sumarið og um mitt sum-
ar kom vont stórhríðaráfelli og bára
lömbin þess merki um haustið. Á
öðram svæðum er það yfirleitt
þannig að annað hvort þessara við-
miðunarára hefur verið hámarks
framleiðsluár. Við teljum að það sé
sanngimiskrafa að þetta svæði fái
leiðréttingu, þó ekki væri nema 30
tonn, til að komast á jafnréttis-
grandvöll við önnur svæði lands-
ins,“ sögðu Sigtryggur og Þorlákur.
Þeir sögðu að á mörgum bæjum
teldu menn sig verða að lóga
50—100 kindum til að halda sig
innan fullvirðisréttarins og við það
væri tekjuvonin farin því tilkostnað-
urinn við búið væri að stærstum
hluta sá sami. „Menn hafa áður
lent í harðindum hér en lifað samt,
eins og til dæmis kalárin 1968—70,
en þetta er að sumu leiti verra
ástand því menn héldu þó bústofni
sínum á kaláranum. Ef einhveijir
meðalbændur hætta hér nú er hætt
við að skriðan velti áfram með ófyr-
irséðum afleiðingum," sögðu
feðgamir á Svalbarði.
VIÐ FLYTJUM
LÍNUNA
Á SUÐURLANDSBRAUT 22
—Unon
sími 36011