Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 27
Herma heimildir mínar að útbreidd
sé sú skoðun meðal stuðningsmanna
Guðmundar, að þegar á kjörstað
verður komið á morgun og sunnudag,
þá sé öruggasta leiðin til þess að
tryggja Guðmundi efsta sætið, að
setja Sigrfði Hjartar í annað sætið
og Helga S. Guðmundsson í það
þriðja. Er jafnvel talið að Guðmundur
hafi myndað einskonar kosninga-
bandalag við þessa tvo frambjóðend-
ur, en það hef ég ekki fengið staðfest.
Eitt sem styður þá skoðun að Guð-
mundur muni hafa það af, að ná efsta
sætinu er sú staðreynd, að stuðnings-
menn Haraldar hallast að því að
Guðmundur sé kominn með það gott
forskot í baráttunni, að ekkert fái
ógnað honum nú, síðasta daginn fyr-
ir prófkjör. Eru þeir næsta vissir um
að Guðmundur hreppi efsta sætið,
en veðja jafnframt á Harald i annað
sætið.
Pramsóknarmenn eru uggandi
vegna þessa prófkjörs og telja að það
geti skipt sköpum fyrir framtíð
flokksins í Reykjavík, hver komi til
með að skipa efsta sætið. Hefur því
heyrst fleygt, að ef Guðmundur fari
með sigur af hólmi, þá sé ákveðinn
hópur framsóknarmanna, sem hætti
að styðja Framsóknarflokkinn. Þá eru
aðrir sem segja að ef Finnur fari með
sigur af hólmi, þá muni hvorki Guð-
mundur né Haraldur taka sæti á
listanum, en þetta eins og svo margt
annað hefur ekki fengist staðfest.
Þó hef ég það staðfest, að Finnur,
sem stefnir á fyrsta sætið, mun taka
það sæti á listanum, sem hann hlýtur
í prófkjörinu.
Rey kj aví kurkratar í
vandræðum
Kratar í Reykjavík eiga úr talsvert
vöndu að ráða, þrátt fyrir þá stað-
reynd að nú liggur ljóst fyrir hverjir
munu skipa þijú efstu sæti listans.
Það er aðeins einn um framboðið í
hvert þriggja efstu sætanna, þannig
að sjálfkjörið er í þau. Jón Sigurðsson
forstjóri Þjóðhagsstofnunar verður í
efsta sæti listans, Jóhanna Sigurðar-
dóttir í öðru sætinu og Jón Baldvin
Hannibalsson í því þriðja. Samt sem
áður er bullandi ágreiningur í flokkn-
um um listann. Margir alþýðuflokks-
menn teija að það hafl verið í hæsta
máta ólýðræðislegt að ganga frá því
fyrir prófkjör, hvemig efstu sæti list-
ans verða skipuð og er Jóni Baldvin
einkum eignaður „heiðurinn" af þess-
um nýstárlegu vinnubrögðum. Auk
þess er harður slagur þriggja manna
um fjórða sætið á listanum. Þau
Björgvin Guðmundsson, sem tilheyrir
roskna krataliðinu í Reykjavík, Lára
V. Júlíusdóttir, lögfræðingur Al-
þýðusambands Islands, sem var áður
Kvennalistakona og er óskrifað blað
sem krati og Jón Bragi Bjamason,
prófessor og framboðskandidat BJ-
, liðsins í Alþýðuflokknum beijast um
! flórða sæti listans, af fullri hörku.
, Að visu mun Jón Bragi ekki hafa
s beitt sér mikið framan af, en hann
* hefur mjög sótt á undanfama viku.
‘ Björgvin og Lára hafa lagt mikla
j vinnu í undirbúning og smölun.
í gær kl. 19 rann út frestur til
þess að skrá sig í Alþýðuflokkinn og
var samkvæmt upplýsingum flokks-
skrifstofunnar nokkuð jafnt streymi
nýrra inntökubeiðna þessa síðustu
daga, einkum í gær. Bámst um 300
nýjar inntökubeiðnir alls, þannig að
reiknað er með að á milli 1.800 og
1.900 manns hafl rétt til þess að
taka þátt í prófkjörinu.
Flokksforystan á í miklum erfíð-
leikum vegna fjórða sætisins, og
I getur ekki beitt sér nema á bak við
tjöldin. Björgvin sækir fast að fá
þetta sæti, og vísa hann og hans
stuðningsmenn til þess að hann sé
eini fulltrúi gömlu kratanna í
Reykjavík, sem stefni að sæti ofar-
Iega á listanum. Birgir Dýrfjörð,
fyrrverandi þinglóðs þingflokks Al-
þýðuflokksins er atkvæðasmali
Björgvins og stýrir baráttu hans. Jón
Baldvin, og raunar öll flokksforystan
í Reykjavík mun vera mjög andvíg
framboði Björgvins.
Enn er óvíst hversu mikið fylgi
Lára hefur, en það er talinn ótviræð-
ur vilji Jóns Baldvins að hún hljóti
4. sætið, þó að hann neiti að gefa
upp opinberlega hvem hann vill í 4.
sætið. Segja þeir sem til þekkja, að
Jón Baldvin telji mikinn feng í því
að fá Láru í sæti, sem gæti mögulega
orðið þingsæti. Þar með telji hann
J sig vera kominn með gott samband
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Wj
Haraldur Ólafsson alþingis-
maður er nú þegar talinn hafa
tapað slagnum við þá Guðmund
og Finn um efsta sæti lista
framsóknarmanna í Reykjavík.
inn i höfuðstöðvar Alþýðusambands-
ins, en Lára er náinn samstarfsmaður
Ásmundar Stefánssonar. Þá mun
flokksforystan einnig gera að því
skóna að Lára muni höfða til kjós-
enda úr röðum verkalýðsins, þar sem
hún er starfsmaður ASÍ. Aðrir telja
sllkar hugrenningar heyra draum-
ómm til og segja það mikið „bjartsýn-
ishjal að halda að kontóristi hjá ASÍ
geti laðað að atkvæði verkamanna".
Það er Ámundi Ámundason sem
stýrir atkvæðasmölun og baráttu
Láru, en hann hefur einmitt stýrt
samskonar baráttu fyrir Jón Baldvin
Hannibalsson, formann Alþýðu-
flokksins. Þetta er talin enn frekari
sönnun á því að Jón Baldvin styðji
Lám.
Jón Baldvin bað Jón
Braga að draga fram-
boð sitt til baka
Jón Bragi hefur tiyggt sér stuðn-
ing þeirra sem em félagar í Félagi
fijálsljmdra, en þeir munu vera ná-
lægt 200 talsins. Telja stuðnings-
menn hans, að hann eigi að vera
nokkuð ömggur um að hreppa 4.
sætið, þar sem hann gæti átt tals-
Flestir spá þvi að Guðmundur
G. Þórarinsson fyrrverandi al-
þingismaður muni verða i efsta
sæti í prófkjöri framsóknar-
manna i Reykjavík, og sigra
Finn naumlega.
vert fylgi þeirra sem rétt höfðu til
þátttöku í próflq'örinu áður en Félag
frjálslyndra tiyggði sfnum mönnum
atkvseðisrétt. Benda þeir á, að í próf-
kjömm Alþýðuflokksins í Reykjavík
að undanfömu hafi mest teldð þátt
um 2.200 manns og þá hafl verið um
opin prófkjör að ræða. Nú sé hins
vegar um lokað prófkjör að ræða, þar
sem einungis flokksbundnir alþýðu-
flokksmenn hafl þátttökurétt. Þeir
hafi þar til fyrir nokkmm dögum
ekki verið nema eitthvað á fjórtánda
hundraðið. Næsta vfst sé að ekki
nema um 60% þeirra, eða 700 til 800
muni nýta sér réttinn til þátttöku,
því stór hluti þeirra sem em flokks-
bundnir sé óvirkur og muni ekki
ómaka sig á kjörstað. Það sé því ofur-
eðlilegt að álykta sem svo, að Jón
Bragi eigi víst 4. sætið.
Jón Baldvin kom að máli við Jón
Braga í sfðustu viku og fór þess á
leit við hann að hann drægi framboð
sitt til baka, hveiju Jón Bragi synj-
aði. Samkvæmt heimildum mínum,
þá vildi Jón Baldvin með þessari
beiðni sinni tryggja það að Lára fengi
4. sætið en ekki Björgvin Guðmunds-
son. Mun Jón Baldvin óttast að svo
geti farið, ef Lára og Jón Bragi stefna
Finnur Ingólfsson og hans
menn hafa þó engan veginn
lagt upp laupana og segjast
með réttum vínnubrögðum yfir
helgina eiga að geta náð fyrsta
sætinu.
bæði á 4. sætið, að atkvæðin geti
skipst þannig, að Björgvin verði hlut-
skarpastur. Jón Baldvin, mun síður
en svo, eftir því sem ég kemst næst,
vera andvígur Jóni Braga og því að
hann nái pólitískum frama, en hann
hafí vísað til þess er hann gekk á
fund Jóns Braga og fór þessa á leit
við hann, að Jón Bragi hafi í upp-
hafi ætlað að stefna á 5. sæti listans,
en ekki það 4.
Stuðningsmenn Jóns Braga hafa
tekið tilraunum Jóns Baldvins til þess
að koma Jóni Braga út úr baráttunni
óstinnt uppi, og segja þetta enn eina
sönnun þess að hann kæri sig ekkert
um Bandalag jafnaðarmanna sem
slíkt. Það er að segja, hann vilji ekki
nýta menn úr þeirra röðum eða
hleypa þeim til valda - hann kæri sig
einungis um atkvæði Bandalags jafn-
aðarmanna. Jón Baldvin og hans
stuðningsmenn hafa þvertekið fyrir
sannleiksgildi þessara orða og haldið
því fram að staða Jóns Baldvins inn-
an þingflokks Alþýðuflokksins hafi
styrkst mjög við samruna BJ við Al-
þýðuflokkinn. Einn viðmælandi minn
sagði að málefnaleg afstaða Jóns
Baldvins, Stefáns Benediktssonar og
Guðmundar Einarssonar væri mjög
svipuð f mörgum tilvikum, þannig að
þeir styddu hann vel í þingflokknum.
Hörkuslagnr Karvels
og Sighvatar
Þá er prófkjörsbarátta krata á
Vestfjörðum ekki síður hörð, en hér
í Reykjavík. Reyndar mun slík harka
vera í leiknum þar fyrir vestan, að
menn óttist harða eftirmála. Til dæm-
is berast fregnir af nafnlausum
hótunarbréfum sem stuðningsmenn
Karvels Pálmasonar hafi fengið í
pósti frá Reykjavík. Eins og kunnugt
er, nýtur Sighvatur Björgvinsson
mikils fylgis krata á ísafirði, en Kar-
vel sækir sitt fylgi til Bolungarvíkur
og víðar á Vestfirði. í sfðasta próf-
kjöri sigraði Karvel Sighvat með
aðeins 24 atkvæðum og heimildir
mfnar fyrir vestan herma að þeir
feðgar Björgvin Sighvatsson og Sig-
hvatur séu staðráðnir í að slíkt
endurtaki sig ekki. Meðal þeirra rök-
semda sem Sighvatur og Björgvin
hafa beitt í próflg'örsslagnum, er sú
að ekki eigi að kjósa Karvel, af því
hann er Bolvíkingur. Vestfirðingar
geti innan skamms staðið fi-ammi
fyrir því, ef Karvel veiður kosinn,
að allir þingmenn Vestfyarða séu
Bolvíkingar, og slíkt kunni ekki góðri
lukku að stýra fyrir kjördæmið.
Benda þeir á að efsti maður á lista
Alþýðubandalagsins, Kristinn Guð-
mundsson sé Bolvfkingur og að 3.
og 4. maður á lista Sjálfstæðisflokks-
ins séu einnig Bolvíkingar. Aftur á
móti séu þeir tveir sem í efstu sætum
Sjálfsætðisflokksins sitja, þeir Matt-
hías Bjamason og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson orðnir vel við aldur, og
muni ugglaust hætta þingmennsku
að liðnu næsta kjörtfmabili, ef ekki
fyrr. Því blasi við að efstu menn list-
ans, eftir næsta kjörtímabil, verði
einnig Bolvíkingar. Hef ég heimildir
fyrir því að þessi röksemdafærsla
feðganna hafí mælst vel fyrir, þar
vestra.
Búist er við mikilli þátttöku í próf-
kjörinu fyrir vestan. Jafnvel er talið
að það verði einhversstaðar á bilinu
1.000 til 1.300 manns sem tekur
þátt í prófkjörinu, sem veiður opið.
Prófkjörið verður opið, þannig að all-
ir geta tekið þátt f þvf, sem á annað
borð hafa kosningairétt og eru ekki
flokksbundnir f öðrum stjómmála-
flokki. Þó mega þeir ekki hafa tekið
þátt í öðrum prófkjörum, eða verið í
nefndum eða ráðum annarra stjóm-
málaflokka. Síðast tóku liðlega 900
manns þátt í prófkjörinu.
Karvel hélt vestur í gær, til þess
að hella sér út í slaginn, en Sig-
hvatur hefur verið staðsettur vestra
sfðan í sfðustu viku. Menn eru ekki
sammála um hvor þeirra fer með sig-
ur af hólmi, en fleiri munu þó telja
að Karvel meiji að halda fyrsta sæt-
inu.
Hafa prófkjör gengið
sértilhúðar?
Að framansögðu er ljóst að flokkar
þeir sem leggja út í prófkjör eða for-
völ nú um helgina munu eftir að
niðurstöður liggja fyrir, verða meira
og minna f sárum, sem er það sama
og segja má að hafi gerst hjá Sjálf-
stæðisflokknum í Reykjavík, Reykja-
nesi og Suðurlandi, þegar prófkjör
voru afstaðin í þeim kjördæmum.
Sömu sögu er að segja af Framsókn-
arflokknum í Norðurlandi eystra og
Norðurlandi vestra. Það er mér til
efs að flokkar sem ganga f gegnum
slíka eldskím nokkmm mánuðum
fyrir kosningar, geti með sameinuðu
og samstilltu átaki einbeitt sér að því
næstu mánuði, sem ætti að vera
þeirra aðalverkefni - það er að segja
kosningabaráttunni. Því er ekki óeðli-
legt að menn velti fyrir sér, hvort
þetta form á vali frambjóðenda, próf-
kjörsformið, hafi ekki gengið sér til
húðar. Þjónar það virkilega þeim lýð-
ræðislegu markmiðum, sem það á að
gera, við val frambjóðenda? Velta
menn því ekki fyrir sér, hvort það
sé stjómmálaleg sannfæring og hug-
sjónaleg barátta, sem ráði ferðinni,
þegar skyndilega er hægt að tvöfalda
þann fjölda sem rétt hefur til þátt-
töku í prófkjöri, eins og gerst hefur
hjá Framsóknarflokknum í Reykja-
vík, nú fyrir þetta prófkjör, eða
hagsmunapot einstaklinganna? Það
geri ég, og kemst því að þeirri niður-
stöðu að stjómmálaflokkamir þurfi
að huga að nýjum leiðum, við val
sitt á frambjóðendum.
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins hef-
ur velgt flokksmönnum sfnum
undir uggum að undanförnu,
með þvi sem þeir kalla „ólýð-
ræðisleg vinnubrögð og óhóf-
lega miðstýringartilhneyg-
ingu“.
Lára V. Júliusdóttir, lögfræð-
ingur ASÍ er óskakandidat Jóns
Baldvins í 4. sæti listans, en
þeir sem telja hana eiga htiu
fylgi að fagna, segja það drau-
móra eina, að halda að kontó-
risti hjá ASÍ geti laðað að
atkvði verkamanna.
Jón Bragi Bjarnason, prófessor
er framboðskandídat þeirra
sem áður tilheyrðu Bandalagi
jafnaðarmanna og eru stuðn-
ingsmenn hans bjartsýnir á að
hann nái 4. sætinu.
Björgvin Guðmundsson fram-
bjóðandi gömlu kratanna i
Reykjavík er ekki talinn eiga
mikla möguleika á fjórða sæt-
inu, nema þannig fari að
atkvæðin skiptist tiltölulega
jafnt á milli þeirra Láru og
Jóns Braga.
Sighvatur Björgvinsson og fað-
ir hans Björgvin Sighvatsson
reka grimmilega áróðursher-
ferð gegn Karvel fyrir vestan
og er talið að þeim hafi orðið
vel ágengt.
Karvel Pálmason hefur þó ekki
sagt sitt síðasta orð f slagnum
og gera hann og fylgismenn
hans sér góðar vonir um að
hann haldi fyrsta sætinu. Þeir
viðurkenna þó að allt bendi til
þess að mjótt verði á mununum,
eins og í síðasta prófkjöri.