Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Vopnahléssamkomulagið undir- ritað á Filippseyjum: „Lokatakmark okkar er varan- legur friður“ Manila. AP. Reuter. SAMNINGAMENN stjómarinn- ar á Filippseyjum og skæruliða kommúnista tókust í hendur, föðmuðust og brostu sínu blíðasta í gær, er þeir undirrit- uðu samkomulag um 60 daga vopnahlé, sem gæti orðið fyrsta skrefið í átt til allsheijarfriðar í landinu eftir 17 ára blóðug Suður-Líbanon: Hart sótt að palest- ínskum skæruliðum Beirut, Tunis, AP, Reuter. SEX ísraelskar orrustuþotur gerðu í gær árás á stöðvar pal- estínskra skæruliða við borgina Sidon í Suður-Líbanon. Þá skýrðu talsmenn Amal-hreyfing- ar shíta svo frá, að tekist hefði að ná mjög mikilvægu þorpi í suðurhluta landsins eftir grimmilega bardaga við Pa- lestinumenn. Talsmaður ísraelska hersins sagði, að árásimar hefðu verið gerðar á stöðvar palestínskra skæruliða suður af Sidon og að flug- vélamar hefðu allar komið heilar aftur. Ekki er vitað um mannfall en útvarpið í Beimt sagði, að tvö flugskeyti hefðu lent skammt frá einum flóttamannabúðunum. Hermenn shíta kváðust í gær hafa náð á sitt vald þorpinu Magh- dousheh í Suður-Líbanon eftir mjög harða bardaga við palestínska skæmliða. Palestínumenn vilja þó ekki fallast á þessar fréttir og segja, að enn sé barist um bæinn. Ráðherrar í líbönsku ríkisstjóminni skomðu í gær á Palestínumenn og shíta að gera vopnahlé og leyfa kristnu fólki á bardagasvæðunum að forða sér burt. átök. Um svipað leyti og vopnahléssam- komulagið, sem gengur í gildi um nónbil 10. desember nk., var undir- ritað, hóf stjómarherinn mikla sókn í Aurora-héraði norðaustur af Manila, þar sem skæruliðar felldu fimm stjómarhermenn og tvo þjóðvarðliða í fyrradag. Corazon Aquino forseti fagnaði samkomulaginu og sagði: „Loka- takmark okkar er varanlegur friður, sem gerir þjóðinni kleift að vinna í einingu að framfömm í landinu. Verði báðir aðilar einlæg- ir í friðarviðleitni sinni, náum við þessu takmarki." Samkomulagið var undirritað í samkomusalnum, þar sem emb- ættistaka Corazon Aquino fór fram 25. febrúar sl., þegar Ferdin- and Marcosi var velt úr sessi. Yfír 300 fréttamenn, embættismenn stjómarinnar og stuðningsmenn skæmliða vom viðstaddir athöfn- ina. Aðalsamningamaður stjómar- innar, Ramon Mitra, stökk upp úr sæti sínu, er samkomulagið hafði verið undirritað, og rétti oddvita samninganefndar skæm- liða, Satur Ocampo, höndina. En handtakið nægði ekki, og féllust mennimir tveir í faðma. Að sögn tveggja af samninga- mönnum stjómarinnar munu skæmliðar leggja áherslu á það í framhaldsviðræðunum, sem hefj- ast eiga innan 30 daga frá undir- rituninni, að bandarískum herstöðvum í landinu verði lokað. „Við ætlum að kanna, hvort aðilar geta samræmt sjónarmið sín að því er þetta varðar," sagði Satur Ocampo. Ocampo neitaði að svara þeirri spumingu, hvort þátttaka í ríkis- stjóm væri ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu skæmliða fyrir friðar- samningum. Hann kvaðst aðeins hafa áhuga á „víðtæku pólitísku samkomulagi". laugarásbiú LAGAREFIR Nýjasta mynd leikstjórans Ivan Reitman, sem leik- stýrði Ghostbusters. Aðalhlutverk: Robert Redford, Debra Winger og Daryl Hannah. Frumsýning laugardag 29. nóvember 1986. Ramon Mitra, aðalsamningamaður Filippseyjastjómar (t.v.) og Satur Ocampo, oddviti samninganefndar skæruliða, fagna undirritun vopnahléssamkomulagsins í Manila i gær. Danska krónan hærri en sú norska Osló, AP. GENGI dönsku krónunnar var hærra en þeirrar norsku á gjald- eyrismarkaði í Osló í gær. Er það í fyrsta sinn í 19 ár, sem danska krónan er verðmeiri en sú norska. Hundrað danskar krónur vom skráðar á 100,31 norskar í Osló í gær, en síðast var danska krónan hærri en sú norska árið 1967. Hinn 4. janúar það ár jafngiltu 100 danskar 103,90 norskum krónum. Síðla ársins, eða 18. nóvember 1967, var gengi dönsku krónunnar hins vegar fellt um 7,9% og mán- uði seinna fengust aðeins 96,10 norskar krónur fyrir hvert hundrað danskra. Bandaríkin: Stálu frá hernum og seldu tillran San Diego, AP, Reuter. FIMM meðlimir bófaflokks, sem stal varahlutum í herþotur frá bandaríska hernum fyrir a.m.k. 10 milljónir dollara (rúml.400 millljónir isl.) og seldu til íran, voru á mánudag dæmdir til eins til sex ára fangelsisvistar. Þetta mesta þjófnaðarmál er upp hefur komið í tengslum við banda- riska sjóherinn, var tekið fyrir í San Diego í Bandaríkjunum og sagði saksóknarinn, Philip Halpem, að fólkið teldist ekki njósnarar í venju- legum skilningi, heldur hefði það látið peningagræðgi blinda sér sýn. Varahlutimir vom fluttir út til Bret- lands, merktir sem lyf og varahlutir í bíla og þaðan til íran. Halpem taldi líklegt að bófaflokkurinn hefði starfað frá árinu 1981, en farið var að rannsaka málið seint á árinu 1983. Svíþjóð: Sprenging í skotfæra- geymslu Stokkhólmi, AP. ÖFLUG sprenging varð í gær í stórri sprengiefna- og skotfæra- geymslu í grennd við Jarna um 50 km fyrir sunnan Stokkhólm. í kjölfarið fylgdu svo nokkrar minni sprengingar. Varð þetta til þess að lögreglan girti af allt svæðið umhverfis. í sprenging- unni rifnuðu tré upp með rótum og spennustöð, sem stendur í 800 metra fjarlægð, varð fyrir skemmdum. Vopnasalan til íran: Jane’s Defence Weekly. Margar þjóðir stunda vopnasölu til Irans London, AP. UNDANFARIN tvö ár hafa íran- ir fengið vopn frá Argentínu, Austurriki, Belgíu, Brazilíu, Kína, ísrael, Líbýu, Norður- Kóreu og Sýrlandi. Breska hermálatímaritið Jane’s Defence Weekly skýrði frá þessu i gær og sagði ennfremur, að fyrir vopnin hefðu íranir greitt millj- arða dollara og oft miklu meira en markaðsverð. í tímaritinu, sem þekkt er fyrir áreiðanlegar fréttir, sagði, að vopnasendingar Bandaríkjamanna til írans væri aðeins „smámunir" miðað við vopnasölur annarra ríkja. íranir hefðu oft náð samningum um vopnakaup í Vestur- og Austur- Evrópu og Suður-Ameríku og fengið þaðan flugskeyti, orrustuvél- ar, skriðdreka, fallbyssuhlaup, varahluti og annað. Einkum sækt- ust þeir þó eftir vopnum, sem komin væru frá Bandaríkjunum, enda hefði heraflinn á dögum keisarans verið byggður með vopnum þaðan. Sagði í tímaritinu, að vopnasalar og aðrir milligöngumenn hefðu oft grætt offjár á viðskiptum við írani, sem spyrðu ekki hvað vopnin kost- uðu, heldur hvort þau væru fáanleg. Ortega ætlar að mótmæla Yopna- sölunni til Irans Managua, Nicaragua. AP. DANIEL Ortega, forseti Nic- aragua, segir, að hann hyggist bera fram formleg mótmæli við Bandaríkjastjórn vegna hinnar leynilegu vopnasölu til írans og greiðslnanna til Contraskærulið- anna, sem hið opinbera málgagn Sandinistastjórnarinnar kallar „annað Watergate". ISdwin Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag, að rannsókn ráðuneytis hans hefði leitt í ljós, að allt að 30 milljón dollarar af andvirði vopnanna hefðu gengið til skæruliða í Nicaragua. Meese sagði enn fremur, að Ronald Reagan forseta hefði verið ókunn- ugt um þessa ráðstöfun. Ortega sagði á þriðjudag, að Reagan hefði annaðhvort vitað, Daniel Ortega hvað var á seyði, og þar með svik- ist aftan að bandaríska þinginu og brotið landslög, eða hann ætti ekk- ert erindi á forsetastóli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.