Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 29

Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 29 Nefjaband ‘s'™* Þegar Jóhannes Páll páfí II var á Nýja Sjálandi fyrir nokkru hitti hann að máli frammámenn frumbyggjanna, Maóría, og heilsuðu þeir honum að gðmlum sið með því að nugga saman nefjum. Kall- ast þessi kveðja „hongi" á maóríamáii. Gorbachev og Gandhi: Vilja útrýma kjarna- vopnum fyrir aldamót Dehlí, AP. Reuter. MIKHAIL Gorbachev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og Rajiv Gandhi, forsœtisráðherra Indlands sendu í gser frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að öUum kjarnorku- vopnum hafi verið eytt fyrir næstu aldamót. í yfírlýsingunni er hvatt til tafar- lausra samninga um bann við kjamorkuvígbúnaði í geimnum, við tilraunum með kjamorkuvopn og að engin kjamavopn verði til árið 2.000. „Við skomm á þjóðir heims og leið- toga þeirra að gera tafarlausar ráðstafanir til að tryggja heim án gereyðingarvopna, veröld án stríðsógnunar". Tillögumar í yfirlýsingunni em í sama dúr og tillögur, sem til um- ræðu vom á Reykjavíkurfundi Gorbachevs og Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta. Samkomulag um útrýmingu allra kjamorkuvopna strandaði á kröfum Sovétmanna um að Bandaríkjamenn hættu öllum rannsóknum og tilraunum vegna geimvamaáætlunarinnar. Gorbachev lýkur í dag fjögurra daga opinberri heimsókn til Ind- lands. Leiðtogamir hafa undirritað ýmsa gagnkvæma samninga, m.a. um efnahagssamvinnu, um samstarf á sviði menningarmála og um opnun nýrra ræðismannsskrifstofa. Forseti þingsins í íran: Tími til kominn að hefja lokasóknina Tehran, Bagxiað, AP. Reuter. FORSETI íranska þingsins sagði í gær að ástandið í alþjóðamálum væri með þeim hætti að kominn væri tími til að hefja stórsókn gegn írökum. íranir hafa lengi hótað að efna tíl stórsóknar, sem þeir segja myndu binda endi á átökin við íraka og ljúka Persaflóastríð- inu. Yfiriýsingin kemur í kjölfar harðra loftárása íraka á skotmörk i íran og hefndaraðgerða Irana. íranskir embættismenn sögðu á þriðja hundrað manns hafa fallið í loftárásum íraka á borgimar Andi- meshk og Dezful í héraðinu Khuzestan í fyrradag. Hefði árás- anna verið heftit með eldflaugaárás á Bagdað, höfuðborg íraks. í gær gerðu írakar svo loftárás á borgina Marivan í Kúrdistan og féllu a.m.k. ijórir óbreyttir borgarar. IRNA, hin opinbera fréttastofa í íran, sagði a.m.k. 160 manns hafa beðið bana í loftárásum íraka á Andimeshk og um hálft hundrað í Dezful. Hundruð manna hefðu slasazt. Með þessu hefðu um 400 manns, flest konur og böm, beðið bana í loftárásum Iraka síðustu tvær vikur. íranir sögðust hafa sko- tið tvær írösku árásarvélanna niður og handtekið flugmann annarrar þeirrar. Þær vom sovézkar, af gerð- inni Sukhoi-22. IRNA sagði að eldflauginni, sem skotið var á Bagdað, hefði verið miðað á höfuðstöðvar írösku leyni- þjónustunnar. írakar sögðu flaug- ina hafa komið niður í íbúðahverfí með þeim afleiðingum að 53 óbreyttir borgarar hefðu beðið bana og 50 slasast. íranir sögðust einnig hafa gert loftárás á flugstöð norður af Bagdað og stórskemmt þar flug- tum og ratsjár. Stjómin í Iran ákvað í gær herút- boð og er ætlunin að setja eitt- hundrað þúsund nýja menn undir vopn í vikunni og stefna þeim að víglínunni. Að sögn yfirvalda í Te- hran er herútboðið liður í undirbún- ingi „lokasóknar“. Iraskar ormstuþotur gerðu árás í gær á olíuhöfn írana á Kharg- eyju. Löskuðu þeir maltneska tankskipið Actias, sem var í þann mund að sigla með fullfermi, 165 þúsund tonn, til olíuhafnarinnar á Larak-eyju syðst í Persaflóa. Actias hefur verið í flutningum frá Kharg til Larak, _en þar er nú aðal útflutn- ingshöfn írana. Shimon Peres: ísraelsk vopn seld til írans Jerúsalem, AP. SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, viðurkenndi i gær á þingi, að ríkisstjórnin hefði haft milligöngu um vopnasendingar Bandaríkja- manna tíl írans og að engin ástæða væri til að biðjast afsök- unar á því. Sagði hann einnig, að ísraelar sjálfir hefðu selt írönum vopn. 1982. Herflokkar, sem hlynntir em frönum, ráða þar víða stómm svæðum. Shimon Peres Shultz: Ráðherra, út kjör- tímabil Reagans Waahington, AP. Peres neitaði því, að stjómin hefði séð um að koma áleiðis greiðslum fyrir vopnin og sagði, að íranir hefðu sjálfír lagt þær inn á bankareikninga í Sviss. Ekki kvaðst hann heldur vita hvort skæruliðar í Nicaragua hefðu fengið eitthvað af fénu. Peres sagði, að fram á þetta ár hefðu ísraelskir vopnasalar stundum selt írönum vopn og gert það með samþykki stjómar- innar. Hefði hún fallist á vopnasöl- una í þeirri von, að íranir gætu gefíð upplýsingar um sjö ísraelska hermenn, sem saknað hefur verið frá því í innrásinni í Líbanon árið GEORGE SHULTZ, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, ætlar ekki að segja af sér, heldur sitja út kjörtimabil Reagans, forseta, að þvi er Charles Redman, tals- maður hans sagði á miðviku- dag. Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis, að Shultz hafí í síðustu viku afhent lausnarbeiðni sína og einnig að hann hyggist hætta störfum innan nokkurra mánaða. Gaf talsmaður hans þessa yfirlýs- ingu að loknum einkafundi, er Shultz átti með starfsliði sínu. Höfðu m.a. CBS sjónvarpsstöðin og stórblaðið The New York Ti- mes birt fréttir um þetta. Redman sagði að utanríkis- ráðuneytið ynni nú að því, að fullvissa bandamenn Banda- ríkjanna um að stefna landsins í utanríkismálum væri óbreytt, Íirátt fyrir vopnasendingamar til ran og peninga þá er sendir voru Contra-skæruliðum í Nicaragua.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.