Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 29 Nefjaband ‘s'™* Þegar Jóhannes Páll páfí II var á Nýja Sjálandi fyrir nokkru hitti hann að máli frammámenn frumbyggjanna, Maóría, og heilsuðu þeir honum að gðmlum sið með því að nugga saman nefjum. Kall- ast þessi kveðja „hongi" á maóríamáii. Gorbachev og Gandhi: Vilja útrýma kjarna- vopnum fyrir aldamót Dehlí, AP. Reuter. MIKHAIL Gorbachev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og Rajiv Gandhi, forsœtisráðherra Indlands sendu í gser frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að öUum kjarnorku- vopnum hafi verið eytt fyrir næstu aldamót. í yfírlýsingunni er hvatt til tafar- lausra samninga um bann við kjamorkuvígbúnaði í geimnum, við tilraunum með kjamorkuvopn og að engin kjamavopn verði til árið 2.000. „Við skomm á þjóðir heims og leið- toga þeirra að gera tafarlausar ráðstafanir til að tryggja heim án gereyðingarvopna, veröld án stríðsógnunar". Tillögumar í yfirlýsingunni em í sama dúr og tillögur, sem til um- ræðu vom á Reykjavíkurfundi Gorbachevs og Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta. Samkomulag um útrýmingu allra kjamorkuvopna strandaði á kröfum Sovétmanna um að Bandaríkjamenn hættu öllum rannsóknum og tilraunum vegna geimvamaáætlunarinnar. Gorbachev lýkur í dag fjögurra daga opinberri heimsókn til Ind- lands. Leiðtogamir hafa undirritað ýmsa gagnkvæma samninga, m.a. um efnahagssamvinnu, um samstarf á sviði menningarmála og um opnun nýrra ræðismannsskrifstofa. Forseti þingsins í íran: Tími til kominn að hefja lokasóknina Tehran, Bagxiað, AP. Reuter. FORSETI íranska þingsins sagði í gær að ástandið í alþjóðamálum væri með þeim hætti að kominn væri tími til að hefja stórsókn gegn írökum. íranir hafa lengi hótað að efna tíl stórsóknar, sem þeir segja myndu binda endi á átökin við íraka og ljúka Persaflóastríð- inu. Yfiriýsingin kemur í kjölfar harðra loftárása íraka á skotmörk i íran og hefndaraðgerða Irana. íranskir embættismenn sögðu á þriðja hundrað manns hafa fallið í loftárásum íraka á borgimar Andi- meshk og Dezful í héraðinu Khuzestan í fyrradag. Hefði árás- anna verið heftit með eldflaugaárás á Bagdað, höfuðborg íraks. í gær gerðu írakar svo loftárás á borgina Marivan í Kúrdistan og féllu a.m.k. ijórir óbreyttir borgarar. IRNA, hin opinbera fréttastofa í íran, sagði a.m.k. 160 manns hafa beðið bana í loftárásum íraka á Andimeshk og um hálft hundrað í Dezful. Hundruð manna hefðu slasazt. Með þessu hefðu um 400 manns, flest konur og böm, beðið bana í loftárásum Iraka síðustu tvær vikur. íranir sögðust hafa sko- tið tvær írösku árásarvélanna niður og handtekið flugmann annarrar þeirrar. Þær vom sovézkar, af gerð- inni Sukhoi-22. IRNA sagði að eldflauginni, sem skotið var á Bagdað, hefði verið miðað á höfuðstöðvar írösku leyni- þjónustunnar. írakar sögðu flaug- ina hafa komið niður í íbúðahverfí með þeim afleiðingum að 53 óbreyttir borgarar hefðu beðið bana og 50 slasast. íranir sögðust einnig hafa gert loftárás á flugstöð norður af Bagdað og stórskemmt þar flug- tum og ratsjár. Stjómin í Iran ákvað í gær herút- boð og er ætlunin að setja eitt- hundrað þúsund nýja menn undir vopn í vikunni og stefna þeim að víglínunni. Að sögn yfirvalda í Te- hran er herútboðið liður í undirbún- ingi „lokasóknar“. Iraskar ormstuþotur gerðu árás í gær á olíuhöfn írana á Kharg- eyju. Löskuðu þeir maltneska tankskipið Actias, sem var í þann mund að sigla með fullfermi, 165 þúsund tonn, til olíuhafnarinnar á Larak-eyju syðst í Persaflóa. Actias hefur verið í flutningum frá Kharg til Larak, _en þar er nú aðal útflutn- ingshöfn írana. Shimon Peres: ísraelsk vopn seld til írans Jerúsalem, AP. SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, viðurkenndi i gær á þingi, að ríkisstjórnin hefði haft milligöngu um vopnasendingar Bandaríkja- manna tíl írans og að engin ástæða væri til að biðjast afsök- unar á því. Sagði hann einnig, að ísraelar sjálfir hefðu selt írönum vopn. 1982. Herflokkar, sem hlynntir em frönum, ráða þar víða stómm svæðum. Shimon Peres Shultz: Ráðherra, út kjör- tímabil Reagans Waahington, AP. Peres neitaði því, að stjómin hefði séð um að koma áleiðis greiðslum fyrir vopnin og sagði, að íranir hefðu sjálfír lagt þær inn á bankareikninga í Sviss. Ekki kvaðst hann heldur vita hvort skæruliðar í Nicaragua hefðu fengið eitthvað af fénu. Peres sagði, að fram á þetta ár hefðu ísraelskir vopnasalar stundum selt írönum vopn og gert það með samþykki stjómar- innar. Hefði hún fallist á vopnasöl- una í þeirri von, að íranir gætu gefíð upplýsingar um sjö ísraelska hermenn, sem saknað hefur verið frá því í innrásinni í Líbanon árið GEORGE SHULTZ, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, ætlar ekki að segja af sér, heldur sitja út kjörtimabil Reagans, forseta, að þvi er Charles Redman, tals- maður hans sagði á miðviku- dag. Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis, að Shultz hafí í síðustu viku afhent lausnarbeiðni sína og einnig að hann hyggist hætta störfum innan nokkurra mánaða. Gaf talsmaður hans þessa yfirlýs- ingu að loknum einkafundi, er Shultz átti með starfsliði sínu. Höfðu m.a. CBS sjónvarpsstöðin og stórblaðið The New York Ti- mes birt fréttir um þetta. Redman sagði að utanríkis- ráðuneytið ynni nú að því, að fullvissa bandamenn Banda- ríkjanna um að stefna landsins í utanríkismálum væri óbreytt, Íirátt fyrir vopnasendingamar til ran og peninga þá er sendir voru Contra-skæruliðum í Nicaragua.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.