Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Hirðlækmr flýtti fyrir
andláti Georgs finunta
London, Reuter.
FLÝTT var fyrir andláti Ge-
orgs fimmta, Bretakonungs,
með því að sprauta hann með
morfíni og kókaíni. Ein ástæð-
an fyrir líknardrápinu var að
tryggja að kvöldblöðin, sem
konungsfjölskyldunni þóttu
óvirðuleg, yrðu ekki á undan
morgunblöðunum að skýra frá
láti hans.
Óháða brezka sjónvarpið (ITV)
sagði að upplýsingar þessar
kæmu fram í grein í desember-
hefti söguritsins History today.
Francis Watson, sem skráði ævi-
sögu hirðlæknisins Dawsons
lávarðar, greinir þar frá því hvem-
ig andlát Georgs fimmta bar að.
Hann byggir greinina á dag-
bókum lávarðsins.
Þar kemur fram að Mary
drottning og Játvarður áttundi,
sem tók síðan við konungdæminu,
hafi sagt Dawson að þau vildu
ekki að lífí yrði haldið í konungi
fyrst hann væri hvort eð er hald-
inn banvænum sjúkdómi og aðeins
tímaspursmál hvenær hann yrði
allur.
Dawson er sagður hafa skráð
eftirfarandi í dagbækur sínar;
„Akvörðunin um tímasetningu
andláts líkama konungs var enn-
fremur tekin vegna mikilvægi
þess að morgunblöðin yrðu fyrri
hinum ósæmandi síðdegisblöðum
að skýra frá dauðanum.
Blöðin vissu að hann ætti
skammt eftir ólifað og kynni jafn-
vel að deyja áður en þau færa í
pressuna. Ég bað því konu mína
að hringja í The Times og segja
þeim að bíða svolítið með blaðið."
George fímmti dó í janúar
1936. Hann var konungur Breta
í 26 ár. Hann var afi Elísabetar
drottningar. Talsmaður hennar
sagði í gær að hún vissi af grein-
inni en að hún vildi hvorki stað-
festa sannleiksgildi greinarinnar
né tjá sig um hana.
í dánarvottorði konungs stend-
ur að hann hafí dáið úr lungna-
sjúkdómi og hjartveiki. Að sögn
ITV-stöðvarinnar dó hann rúmri
klukkustund eftir að hann fékk
sprautuna banvænu. Að sögn
Watssons rejmdi hirðlæknirinn að
réttlæta líknardrápið í dagbókum
sínum. „Margra klukkustunda bið
eftir hinum mekaníska endi, þegar
hið raunveralega líf hefur yfirgef-
ið líkamann, hefur aðeins í för
með sér þjáningar fyrir aðstand-
endur. Kvalir þeirra era slíkar að
þeim er lítil huggun í hughreyst-
ingu eða bæn,“ reit hann. Watson
segist hafa vitað um aðdragand-
ann að andláti Georgs fimmta
áður en ævisaga Dawsons kom
út árið 1950. Hann hafi hins veg-
ar látið málið kyrrt liggja af tillit-
semi við konungsflölskylduna og
læknir hennar. Nú væra aðstæður
hins vegar aðrar þar sem allir,
sem málið var skylt, væra látnir.
Bráðabirgðafjárlög Evrópubandalagsins:
Landbúnaðurinn
gleypir tvo þriðju
Umframbirgðirnar aukast og’ kostnaðurinn vex
Brilssel, Reuter.
FJÁRLAGARÁÐHERRAR Evr-
ópubandalagsins náðu í gær
samkomulagi um bráðabirgða-
fjárlög fyrir árið 1987. Þeir
höfnuðu hins vegar þeirri hug-
mynd, að stofnaður yrði sérstak-
ur sjóður til að koma offram-
leiðslunni í lóg.
Samkvæmt bráðabirgðafjárlög-
unum verða útgjöld EB á næsta
ári 36,2 milljarðar ECU en það er
samevrópskur gjaldmiðill og svarar
hver eining til 42,4 ísl. kr. Evrópu-
þingið á eftir að samþyklq'a lögin
og segja embættismenn EB, að þá
muni koma í ljós, að útgjöldin eru
vanáætluð. Stafar það af því, að
litlum böndum hefur tekist að koma
á landbúnaðarframleiðsluna auk
þess sem ógreiddur er hallinn frá
fyrra ári, 1,3 milljarðar ECU.
Peter Brooke, flármálaráðherra
Bretlands, sem var í forsæti á fjár-
lagafundinum, sagði, að ráðherr-
amir hefðu haft um það fyrirmæli
frá Evrópuþinginu að fínna ein-
hverja leið til að koma matvæla-
birgðunum á markað. Sjálft lagði
þingið til, að í þessu skyni yrði
stofnaður sjóður, sem hefði yfir að
ráða 2,5 milljörðum ECU, og að
mjólkurkvótinn yrði minnkaður.
Ráðherramir féllust ekki á sjóðs-
stofnunina og sögðu, að úrbætur í
landbúnaðarmálum væri í verka-
hring landbúnaðarráðherranna.
Framlög til landbúnaðarins era
tveir þriðju af fjárlögum Evrópu-
bandalagsins og vegna síaukinnar
birgðasöfnunar hækkar hlutfallið
stöðugt. Nú era smjörbirgðimar 1,5
milljón tonn, nautakjötið 590.000
tonn, komið 16,4 millj. tonn og
hafsjór af víni og ólífuolíu. Áætlað
er, að geymslukostnaðurinn á
næsta ári verði fjórir milljarðar
ECU.
Evrópuþingið hefur löngum stað-
ið dyggan vörð um hagsmuni
bænda en nú er það farið að ókyrr-
ast veralega. Vilja þingmennimir
gjama lifa þann dag, að eitthvað
verði aflögu til annarra mála en
landbúnaðarins, t.d. til að draga úr
atvinnuleysinu.
Afganistan:
Hermdarverk Sovétmanna
halda stöðugt áfram
- segja sovézkir liðhlaupar
Toronto, AP.
FIMM sovézkir hermenn, sem um í Afganistan, eru nú komnir
gerðust liðhlaupar í Rauða hern- til Kanada og hyggjast byija þar
Iran:
Líf látnir fyrir
eiturly fj asmygl
Teheran. Reuter.
FIMM menn, sem dæmdir voru
fyrir eiturlyfjasmygl, voru ný-
lega leiddir fyrir aftökusveit i
Suðaustur-íran og skotnir, að því
er íranskt dagblað skýrði frá í
gær. Tveir hinna dauðadæmdu
voru Afganir.
Tveir mannanna vora enn fremur
ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í
árás á eiturlyfjalögreglu stjómar-
innar, að sögn blaðsins. Ekki var
tekið fram, hvenær aftökumar
hefðu farið fram.
nýtt líf. Þeir skýrðu svo frá í
gær, að þeir hefðu gengið i Iið
með skæruliðum i Afganistan
sökum hermdarverka þeirra,
sem Sovétmenn hefu framið þar
í landi.
Einn hermannanna, Vladislav
Naumo frá Volgograd, sem er 24
ára gamall, sagði við fréttamenn,
að hermdarverkin í Afganistan
héldu stöðugt áfram. „Við höfum
allir séð hermdarverk. Það er ekki
unnt að dveljast þama án þess að
sjá þau. Það er einmitt af þessum
sökum, sem við gengum í lið með
skæraliðum. Við höfum allir orðið
áhorfendur að loftárásum á þorp
og séð særð böm og konur."
Haft var eftir öðram úr hópi
Sovétmannanna, Sergei Busov, að
þrír sovézkir hermenn, sem leitað
höfðu hælis í Bretlandi og Banda-
aríkjunum, en síðan ákveðið að snúa
heim aftur, hefðu allir verið teknir
þar af lífi.
HAGKAUP
G0ÐIR SK0R
Á GÓÐU VERÐI
REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVIK
Póstverslun: Sími 91-30980
ÓSA SiA