Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Kjaramálin o g forvalið Kirkjan, réttlætið og miskunnsemin Astjómarfundi í Dagsbrún á miðvikudag var ákveðið, að hvorki Alþýðusambandið né Verkamannasambandið gætu samið fyrir hönd félagsins í þeim viðræðum, sem nú fara fram milli fulltrúa launþega og vinnu- veitenda. Til þessara viðræðna var stofnað í skyndi nú um helg- ina í þeim tilgangi að leita allra leiða til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Að mati allra þeirra, sem að viðræðunum standa, er þessi óvænta ákvörðun stjómar Dagsbrúnar til þess fallin að reka fleyg í raðir launþega, valda þar tortryggni og jafnvel úlfúð. Við þær aðstæður er þess ekki að vænta, að samningsaðilar ræðist við af heilindum. í ályktun stjómar Dagsbrúnar segir, að „algjör uppstokkun á taxtakerfínu sé forsenda þess að hægt sé að hækka lægstu taxta verulega . . .“ Svonefnd upp- stokkun eða endurskoðun launa- kerfísins hefur verið á dagskrá hjá aðilum vinnumarkaðarins síðan í samningunum í febrúar á þessu ári. Til þess að auðvelda þá vinnu tók Kjararannsókna- nefnd að sér að athuga kjör félagsmanna innan Alþýðusam- bandsins. Fyrir rúmum mánuði var skýrt frá fýrstu niðurstöðum úr þessari könnun og þá með þeim fyrirvara, að mun færri hefðu svarað spumingum nefnd- arinnar en vænst var og vinnsla úr könnuninni væri enn skammt á veg komin. Hvorki forvígis- menn Alþýðusambandsins né Vinnuveitendasambandsins hafa horfíð frá hinu samningsbundna markmiði um þessa endurskoðun. Á hinn bóginn er það samdóma álit þeirra forvígismanna aðila, sem best em kunnugir þessu flókna máli, að lengri tíma en gefíst hefur þurfí til að vinna að uppstokkun launakerfanna, svo að það verk fari vel úr hendi. Þegar á þetta er litið og kröfu stjómar Dagsbrúnar um að margrædd uppstokkun sé for- senda þess að yfírlýst markmið um hækkun lægstu launa náist, vaknar sú spuming, hvort það sé ekki ætlun forráðamanna fé- lagsins að stöðva þær viðræður, sem nú fara fram. Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, sagðist líta þannig á eftir stjómarsamþykktina, að Dags- brún hefði „algjörlega" dregið sig út úr samfloti með öðrum félög- um í Aiþýðusambandinu. Guð- mundur J. Guðmundsson sagði hins vegar, að stjómarsamþykkt- in þýddi ekki að Dagsbrún væri að draga sig út úr þeim samn- ingaviðræðum, sem nú fara fram. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði, að í samþykkt Dagsbrúnar væru áréttuð markmið, sem samþykkt hefðu verið á formannafundi Al- þýðusambandsins um síðustu helgi. „í þessum samþykktum er einn og sami tónninn," sagði Ásmundur Stefánsson. Af ummælum þessara þriggja forystumanna í verkalýðshreyf- ingunni er erfítt að ráða, hvaða stefnu samningamálin taká eftir stjómarsamþykktina í Dagsbrún. Sá grunur hlýtur að læðast að þeim, sem utan þessa hóps standa, að þama sé um innbyrðis ágreining að ræða, sem á rætur sínar annars staðar en í kjarabar- áttu með hag launþega fyrir brjósti. í því sambandi er nauð- synlegt að minna á það, að einmitt þessa sólarhringana heyja þeir Ásmundur Stefánsson og Þröstur Ólafsson harðvítuga baráttu Um annað sætið á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í þingkosningunum næsta vor. Kosið er í forvali flokksins um næstu helgi og sækjast þeir Ás- mundur og Þröstur eftir því að setjast í það sæti, sem Guðmund- ur J. Guðmundsson hefur skipað á listanum. Þegar Þröstur Ólafsson ákvað að bjóða sig fram, sagði hann, að annað sætið á þinglista Al- þýðubandalagsins í Reykjavík væri Dagsbrúnarsæti. Hann gaf þar með til kynna, að hann ætti rétt á að setjast í það sem fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Nú rétt fyrir forvalsdaginn beitir Þröstur sér fýrir því, að Dags- brún árétti sérstöðu sína innan Alþýðusambandsins. Samþykkt sljómar félagsins gengur út á það, samkvæmt túlkun Þrastar, að ekki sé unnt að treysta Ás- mundi Stefánssyni fyrir því að hafa forystu um samninga í þágu félagsins. Síðan togast þeir As- mundur og Þröstur á um Guð- mund J. Guðmundsson, sem veit greinilega ekki í hvom fótinn hann á að stíga. Það er í sjálfu sér ekkert ný- næmi, að Alþýðubandalagið misnoti verkalýðshreyfínguna í flokkspólitískum tilgangi. Hitt er nýtt, að valdabaráttan innan Al- þýðubandalagsins taki á sig þá mynd, að viðræðum við atvinnu- rekendur um það, hvemig unnt er að bæta hlut hinna lægst laun- uðu, sé stefnt í hættu. í viðræðum um kaup og Igör eiga forráða- menn verkalýðshreyfíngarinnar að sjálfsögðu að hafa hag um- bjóðenda sinna að leiðarljósi en ekki láta stjómast af pólitískum eigin metnaði og valdabrölti. eftirHeimi Steinsson Um nokkurra ára bil hefur mann- félag á íslandi einkennzt af hatrömmum árekstrum. Almennir borgarar gefa gætur að þróuninni. Vaxandi uggur gjörir vart við sig. Kvíðann mætti draga saman með tilvitnun í ljóð Magnúsar Ásgeirs- sonar, sem hann kveður í orðastað Amulfs Överland: „Hvem sækja þeir næstan?" Hér skal því ekki haldið fram, að átökin séu tilefnislaus. Sízt verð- ur það dregið í efa, að málshefjend- ur gangi á vegum réttlætisins. Bersýnilega hyggst hver um sig einmitt framkvæma réttlætið tafar- laust. En réttlætið er viðsjálsgripur. Réttlætið er tvíeggjað sverð, sem iðulega bítur á báðar hendur og kann, áður en lýkur, að láta alla aðila eftir í valnum. Þess konar málalok gætu vofað yfir íslendingum. Slíku hefur þrá- sinnis fram farið í sögu þjóða: Fyrst dynja stór orð og skelfilegar ásak- anir. Síðan láta menn hendur skipta. Óþarft er að rekja þráðinn lengra. Fleira er unnt að segja um rétt- lætið. — Til dæmis eiga þau ekki alltaf samleið, réttlætið og mis- kunnsemin. Miskunnarleysi Nýlega heyrði ég gegnan íslenzk- an guðfræðing segja nokkuð, sem kom mér á óvart. Orð hans féllu eitthvað á þá leið, að þjóðfélagið „Kirkjan þarfnast þess ekki fyrir sitt leyti að kynda elda þeirrar gagnrýni, sem svo mjög er í hávegum höfð í svipinn. Kirkjan fylkir liði undir merki Krists, — ef hún er kirkja. Enginn skyldi gjöra sér leik að því að sundra liðinu. Einhugur er sýnilegt tákn lifandi kirkju.“ væri miskunnarlaust. Þess vegna skipti nú mestu máli, að kirkjan reyndist ekki miskunnarlaus líka. Þetta þótti mér grálega mælt í garð þjóðfélagsins. Sýnu alvarlegri var þó sú spásögn um kirkjuna, sem flutningsmaður virtist hafa í frammi. Við nánari athugun sýndist hins vegar ástæða til að leggja þessi orð á minnið. Atburðir síðustu vikna gefa tilefni til að íhuga þau nokkru frekar. Að undanfömu hafa einstakling- ar og hópar innan kirkjunnar orðið leiksoppar þeirra hatrömmu átaka, er að ofan getur. Hér verður fram- kvæmd réttlætisins í þeim málum ekki gjörð að álitum. Ég er ekki vörður laga og réttar. Reyndar skilst mér, eins og öðmm, að lög hafí ekki verið brotin. En túlkun laga er ekki á dagskrá í þessu grein- arkomi. Hitt er sárara, ef miskunnsemin hefur verið borin fyrir borð. Sárast alls, ef einstaklingum úr röðum kirkjunnar — prestum og leikmönn- um — förlast miskunnsemin. Ekki var örgrannt um það síðast- nefnda á dögunum, ef fíölmiðlar gáfu nokkmm kirkjuþingsmönnum orðið vegna Hjálparstofnunar kirkj- unnar. — Ályktun Kirkjuþings um málið var hófsöm og góðmannleg, enda að henni staðið af mikilli vand- virkni. En þegar hún birtist, var það reyndar fram komið, sem um- ræddir þingfulltrúar töldu óhjá- kvæmilegt. Orð þeirra virðast hafa ráðið miklu um þau málalok. Þessir menn em ekki kirlq'an. Jafnvel Kirkjuþing er ekki rödd kirkjunnar, til eða frá, — og er á stundum bættur skaðinn. En andlit einstakra kirkjuþingsmanna em hluti af ásjónu kirkjunnar. Sá hluti var ekki með öllu miskunnsamur í greindu tilviki. Ef kirkjan gjörir sig seka um miskunnarleysi, fer að fjúka í skjól- in. Hvert eiga menn að snúa sér, þegar hnúar réttlætisins hafa geng- ið þeim um hrygg, — ef kirkjan síðan einnig mætir þeim með steytt- an hnefa á lofti? Ég leyfi mér að vara við réttlátri kirkju, — a.m.k. ef réttlæti hennar tekur ekki fram réttlæti sjálfheil- agra skyndidómstóla, — og reyndar Heimir Steinsson allra veraldlegra dómþinga yfirleitt. Ég áræði að biðja um miskunn- sama kirkju. Sú kirkja, sem ekki iðkar miskunnsemina, virðist hafa bmgðizt hlutverki sínu og þarf að ganga rækilega í sjálfa sig, áður en hún lýkur sundur munni að nýju. Ég auglýsi eftir óttalausri kirkju, sem ekki lætur fjölmiðlafár slá sig út af laginu, heldur varast að hlaupa upp með hæpnar athuga- semdir, þegar gjörður er súgur að einhveijum úr hennar röðum, — eða öðmm. Krafan um gagnrýni Átökin hörðu eiga sér rætur. Þær liggja m.a. í kröfu, sem alið hefur verið á undanfama áratugi. Það er krafan um gagmýni. Sanngjöm gagnrýni er holl, ef hún er borin fram af réttum aðilum og á réttum stað og tíma. Þá gildir um gagnrýnina hið fomkveðna: „Sá er vinur, er til vamms segir." En vinur gætir staðar og tíma. Að- ferðir hans em og vinsamlegar. Slíkt verður ekki sagt um þá gagnrýni, sem svokallaður „nútími" biður um. Þar er miklu fremur um að ræða gagnrýni gagnrýninnar vegna. Gagnrýnin er orðin ein- hverskonar lífsstíll. I þeirri mynd veldur gagnrýnin í fyrsta lagi leiða — fylu. Hún er óftjó með öllu, skapar ekkert, bygg- ir engan upp. Hún grefur undan heilbrigðu þreki. Hópur, sem leggur stund á hóflausa innri gagnrýni, missir fótanna, riðlast og verður um síðir einskis nýtur. í annan stað getur gagnrýnin sem lífsstíll reynzt skjótvirkara tortímingarafl en þessu nemur. Hún á það til að snúast upp í fárviðri, sem engu eirir, heldur geisar, unz ekki stendur steinn yfir steini. Gagnrýnin er iðulega illvígur óvinur miskunnseminnar. Nú heyrist krafan um gagnrýni af vömm einstaka kirkjumanns. Gagnrýnin virðist m.a. eiga að bein- ast inn á við. Ekki er ljóst, hvert stefnt er með þessari kröfu. En varla mun hún efla styrk kirkjunnar eða góðgimi hennar. Einingar er þörf Kirkjan þarfnast þess ekki fyrir sitt leyti að kynda elda þeirrar gagnrýni, sem svo mjög er í háveg- um höfð í svipinn. Kirkjan fylkir liði undir merki Krists, — ef hún er kirkja. Enginn skyldi gjöra sér leik að því að sundra liðinu. Ein- hugur er sýnilegt tákn lifandi kirkju. Einhugur er forsenda óttaleysis og miskunnsemi. Sundraðir og hræddir menn þora ekki að sýna veglyndi. Þeir vinna heldur enga sigra. En samhuga kirkja, sem ekki hvikar fyrir annarlegum aðsóknum, leggur stund á miskunnsemina og verður aldrei yfirbuguð. Slík kirkja væri íslenzkri þjóð næsta þarfleg gjöf um þessar mundir. Höfundur er þjóðgarðs vörður og prestur á ÞingvöUum. Kirkjuþing hefur setið og talað eftirséra Hjálmar Jónsson Á síðastliðnu sumri sendi biskup íslands hirðisbréf sitt prestum og söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Þar get- ur hann um viðhorf sín og áherslur í kirkju- og þjóðmálum. Hann árétt- ar það, að skoðanir manna séu ólíkar, presta sem annarra en allir skulu þeir vera eitt. Kirkjan sé öll- um trúuðum mönnum opin án tillits til skoðana, stefna eða strauma. Oft ber það líka við að biskup lands- ins sendir prestum þjóðkirkjunnar bréf og óskar þess að tiltekin mál- efni fái umfíöllun og fyrirbæn á Drottins dögum kirkjuársins. Sem gefur að skilja taka prestar og söfn- uðir vel bréfum frá biskupi sínum ásamt áður nefndum tilmælum. Fyrirbænaefnin eru einatt þannig, að kristinn almenningur í Iandinu sameinast um þau af heilum huga. Nú berast prestum og söfnuðum fréttir um nýja og líklega markviss- ari leiðbeiningu af hálfu kirkju- stjómarinnar langt umfram biskupsvald. Kirkjuþing hefur setið og talað. Lýstu þingfulltrúar því yfir í fjölmiðlum að Kirkjuþing væri æðsta stofnun Þjóðkirkjunnar og færi með talsvert vald fyrir hennar hönd. Mátti á sumum þing- fulltrúanna skilja, að Kirkjuþing „Nú berast prestum og söfnuðum fréttir um nýja og líklega mark- vissari leiðbeiningu af hálfu kirkjustjórnar- innar langt umfram biskupsvald. Kirkju- þing hefur setið og talað.“ túlkaði skoðun og stefnu Þjóðkirkj- unnar í andlegum og þó einkum í veraldlegum efnum. Þessar fregnir af Kirkjuþinginu sýna að það er mjög brýnt, að full- trúar þingsins geri sér ljóst hvert sé hlutverk þeirra og hvort eitt og annað sé ekki utan þeirra verka- hrings þegar að er gætt. Lög um kirkjuþing og kirkjuráð nr. 48/1982 má túlka á ýmsa vegu og er mikil nauðsyn skýrari ákvæða í reglu- gerð. Á prestastefnu fyrir mánuði síðan kom fram mikill áhugi á ein- hvers konar umræðuvettvangi innan kirkjunnar um þjóðfélagsmál, þar sem prestar og söfnuðir gætu gengið að hlutlægum heimildum, staðreyndum og rökum um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Mörg málefni hefur þjóðin við að fást og þau eru oft og einatt til umfjöllunar í predik- unum okkar, prestanna, þar sem við leitumst við að bregða ljósi kris- tinnar trúar og kenningar á þau. Einkum vegna þessa höfum við áhuga á nefndum umræðuvett- vangi. Vísi að slíkri umfjöllun er að finna í Kirkjuritinu á undanföm- um árum, undir heitinu „Sjónar- hom“. Einnig er til svonefnd guðfræðistofnun við guðfræðideild H.í er sinna skal sérstökum rann- sóknarverkefnum. Nú hefur Kirkjuþing tekið sig til og boðað stofnun sérstaks „Þjóð- málaráðs", sem aftur skal, sam- kvæmt greinargerð er fylgdi, undirbúa stefnumótun íslensku kirkjunnar í hveiju því máli, sem kallast getur þjóðmál. Vísar grein- argerðin til erlendra fyrirmynda, m.a. páfabréfa kaþólsku kirkjunn- ar. Verður þá lítið úr bréfum biskupsins, sem hann sendir með bróðurkveðju. Sjálft bíður kirkju- þingið ekki eftir vitsmunalegri ígrundun „þjóðmálaráðs", heldur tekur að álykta og samþykkja vítt og breitt og er ekkert óviðkomandi Séra Hjálmar Jónsson á himni og jörðu. Sumt er gott og þarft af því sem Kirkjuþingið fjallar um og vitnar um vandaðan undir- búning af hálfu flutningsmanna. Má þar nefna ályktanir og fleira til vemdar hjónabandinu og fjölskyld- unni. Hugmynd að öðrum málum virðist hafa kviknað í þingsalnum, t.d. ályktanir um fjármál á íslandi. Það vekur sérstaka athygli, að aðeins í umfjöllun á einu hinna fíöl- mörgu þingmála er skorað á alla kristna menn að hefja sig yfír for- ‘ dóma. Hefur Kirkjuþing 1986 heimilað kristnum mönnum að vinna fordómalaust með öðrum mönnum gegn alnæmi. Sem dæmi um forræðishyggju þá sem einkenndi störf Kirkjuþings, þá tók einstaka þingfulltrúi sér fyr- ir hendur að fjalla um samgöngu- mál í Skagafírði og þóttist sjá þar merki um ásælni og ágang her- velda. Ljóst er að íslendingar munu gera varaflugvöll fyrir millilanda- flug á næstu árum og benda allar líkur til þess að honum verði valinn staður við Sauðárkrók. Ráðamenn víðar á landinu en í Skagafírði hafa bent á ákjósanleg vallarstæði, þ.e. sínar heimaslóðir. Samgöngubætur þessar kalla einstaka þingfulltrúar „aukin hemaðarumsvif" og varar kirkjuþingið við þeim. Það hefur svo sem heyrst að þetta verði herflug- völlur af því að herflugvélar geti lent þar þegar þar að kemur. Sam- kvæmt því áliti má ekki fara með samgöngubætur fram yfir ákveðið stig. Hinn fyrirhugaði alþjóðaflugvöll- ur verður í framtíðinni mikil samgöngubót og ekki síður nauð- synlegt öryggistæki. Fullvíst má telja, að herflugvélum í nauðum verði hjálpað til lendingar á Sauðár- króksflugvelli án tillits til tegundar eða þjóðemis. Skagfírðingar em greiðasamir og sjálfsagt einnig til- búnir til þess að hjálpa kirkjuþings- mönnum niður á jörðina. Fulltrúum á Kirkjuþingi er að sjálfsögðu fijálst að viðra skoðanir sínar á þjóðmálum og halda þeim fram. Það geta þeir þó ekki gert í nafni allrar kirkjunnar, því að hún er lifandi samfélag ftjálsra og ábyrgra en ólíkra manna, sem Kristur hefur kallað til eftirfylgdar og þjónustu í kærleika. Það munu menn gera á grundvelli trúar sinnar og samvisku, bundinni orði Guðs, sem er hinn eini eiginlegi mæli- kvarði. Höfuodur er sóknarprestur á Sauðárkróki og prófastur Skag- firðinga. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir John Ausland Frá flotaæfingum Atlantshafsbandalagsins i Norður-Noregi. HVER Á NOREGSHAF? YFIRMENN í flotum Sovétríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) sýna hafsvæðunum við Noreg nú mikinn áhuga. Nýjustu merkin um þennan áhuga eru haust. að er eðlilegt að Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir velti því fyrir sér hvað sé eigin- lega að gerast. Til að svara því er nauðsynlegt að athuga bæði opinberar yfírlýsingar og ekki síður raunvemlegar aðgerðir, þ.á m. her- og flotaæfíngar. Hvorki sovéskir talsmenn né full- trúar NATO hafa nokkurn tíma reynt að dylja áhuga sinn á Nor- egshafi. Á meðan Víetnamstríðið geisaði hafði bandaríski flotinn nóg að gera á Kyrrahafínu einu saman, en þegar árið 1978 ræddi Isaac C. Kidd, þáverandi æðsti yfirmaður flotamála hjá NATO, um mikilvægi austurhluta Atl- antshafsins og þörfína á að „koma fyrir árásarheijum sem geta fælt burt bardagaflota óvinanna . ..“. Eftirmenn Kidds hafa látið frá sér svipaðar yfírlýsingar. Fáir Norð- urlandabúar veittu þessu samt sérstaka athygli. John Lehman, flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, vakti á sínum tíma meiri athygli með umdeildum yfirlýsingum um „lá- rétta útþenslu" sem átti að þröngva sovéska flotanum aftur inn í Barentshafíð. Á síðasta ári olli Henry Mustin, flotaforingi, norskum yfírvöldum nokkrum óþægindum með því að ræða um flotastefnu er hefði „sókn" að leiðarljósi. Mustin flota- foringi var þá yfírmaður sóknar- flota NATO sem á stríðstímum yrði myndaður af deildum banda- rískra flugmóðurskipa og her- skipa frá öðrum NATO-löndum. Snemma á þessu ári birti Jam- es D. Watkins, sem er flotaforingi og yfirmaður flotaaðgerða í Bandaríkjaflota, grein í mánaðar- riti bandarísku flotamálastofnun- arinnar (US Naval Institute) en það heitir Proceedings. Greinin hét: „Áætlanir flotans". í henni voru tvær yfirlýsingar sem sum- um Norðmönnum fannst ógn- vekjandi. í fyrsta lagi að bandaríski flotinn áætlaði að eyði- leggja eldflaugakafbáta Sovét- manna strax ef til átaka kæmi, jafnvel þótt ekki væri búið að nota kjamavopn í átökunum. í öðm lagi að bandaríski flotinn myndi ekki líta á Kóla-skagann sem friðhelgan stað þar sem Sov- flotaæfingar NATO síðasthðið étmenn gætu athafnað sig að vild á stríðstímum án þess að þurfa að óttast árás. Allar þessar opinberu yfirlýs- ingar em án efa merki um breytingar á áætlunum Banda- ríkjamanna og NATO en það er ekki auðvelt að ganga úr skugga um hveijar þær em. Til dæmis er mögulegt að bandarískir og aðrir árásarkafbátar frá NATO- ríkjum hafi fjölgað siglingum sínum á Noregshafi og Barents- hafí. Það er óhemju erfítt að fá ömggar upplýsingar um kafbáta- aðgerðir. Ein breyting er augljós: Bandarískt flugmóðurskip var að æfíngum á síðasta ári í Vestur- fírði í Vestur-Noregi. Lee Baggett Jr., flotaforingi, sagði nýlega á blaðamannafundi í bandaríska sendiráðinu í Osló að enginn skyldi slá því föstu, að hann myndi láta flugmóðurskip vera til staðar á norsku hafsvæði ef hættuástand yrði. Hann sagði bandaríska flot- ann vera að skapa sér aukið svigrúm með því að leysa þau tæknilegu vandamál, er fylgja því að beita flugmóðurskipi með þess- um hætti. (Baggett flotaforingi er nú yfírmaður Atlantshafsher- stjómar NATO.) Baggett sagði einnig að hann vildi persónulega, að bandarísk herskip hefðu sig meira í frammi á Noregshafí en áður, þótt hann gæti ekki ábyrgst að svo yrði. Hann benti á, að fram til þessa hefðu bandarísk flugmóðurskip eytt minna en einum af hundraði tíma síns á þessum slóðum og bætti við að það væri sérstaklega mikil þörf á raunhæfum æfíngum fyrir þessi skip við erfíðar aðstæð- ur, t.d. mikinn sjó. Við NATO-æfingamar í haust er nefndust „Northem Wedding" var lögð megináhersla á samvinnu í hemaðaraðgerðum. Það er mikl- um erfíðleikum bundið að samræma aðgerðir NATO á norð- ursvæði bandalagsins, þar sem um er að ræða fíölda ólíkra stjóm- svæða. Án vandlegrar samhæf- ingar geta æfíngar flotadeilda og flugdeilda þvert yfír mörk hinna ýmsu stjómsvæða valdið margs konar vandræðum. Til þessa hafa ráðstafanir vegna samhæfíngar alls ekki verið fullnægjandi en starfsmenn NATO vinna nú að endurbótum. „Northem Wedding" og „Autumn Forge“-æfíngamar hafa veitt mönnum afbragðs tæki- færi til að reyna nýjar reglur og aðferðir hvað þetta snertir. „Northem Wedding“-æfíng- amar fóm fram á tímabilinu 29. ágúst til 19. september. Þetta var umfangsmikil NATO-æfíng þar sem þjálfaðar vom aðgerðir á sjó og einnig landgönguaðgerðir og tengdist hvort tveggja áformum um sterkari yfírstjóm á norður- svæði NATO. „Autumn Forge“ var keðja af æfíngum frá Norður-Noregi til Tyrklands. Á norðursvæðinu vom margar þeirra nátengdar „North- em Wedding". Þar var um að ræða „Blue Fox“ í Suður-Noregi en einnig fíölda æfínga í Dan- mörku, Slésvík-Holtsetalandi og suðurhluta Eystrasalts. Sovétmenn hafa að vanda fylgst náið með þessum æfingum. Sovéski flotinn nýtir sér þær til að safna upplýsingum og sömu- leiðis til þess að gera hermi-árásir á NATO-skip. Fjölmiðlar í Sov- étríkjunum hafa líka flutt sínar hefðbundnu kvartanir út af æfíng- um NATO. Á síðasta ári höfðu þeir sérlega miklar áhyggjur af bandaríska flugmóðurskipinu á Vesturfirði. Enda þótt sovéskur blaðafull- trúi fengi strax eintak af skýrslu Norsku utanríkismálastofnunar- innar um Kóla-skagann hafa sovéskir fjölmiðlar gætt þess vandlega að minnast hvergi á hana. Á meðan em skipuleggjendur sovéska flotans vafalaust að und- irbúa næstu flotaæfingar sínar í norðurhöfum. Öll þessi læti valda bæði norskum og öðmm norræn- um stjómmálamönnum miklum vandræðum. Þeir geta ekki látið sem þeir sjái ekki hvað er að ger- ast en hika samt við að hverfa frá bjartsýnum yfirlýsingum sínum um að á heimssvaeði Norð- urlandanna ríki ró og jafnvægi. Ef þeir breyttu um tón myndu þeir verða að glíma við jafnvel enn erfíðari öryggisvanda en þeir eiga nú þegar við að stríða. Höfundur er búsettur S Osló. Hann hefur nýlega sent frá sér bókina Nordic Security and the Great Powers (Nor- rænt öryggi og stórveldin).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.