Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kirkjukórinn syngur við messuna er 100 ára afmælis kirkjunnar var minnst og hinn nýi hluti hússins ennfremur vígður. Grenivíkurkirkja 100 ára GRENIVÍKURKIRKJA átti 100 ára afmæli fyrir skemmstu, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Bjðrn Jónsson, formaður sóknarnefndar, hélt fróðlega tölu i kaffisamsæti sem ölium bæjarbúum var boð- ið til í tilefni afmælisins. Morgunblaðið hefur . fengið leyfi Björns tíl að birta erindi hans og fer það hér á eftír óstytt: „Góðir samkomugestir. Við fögnum í dag 100 ára af- mæli Grenivíkurkirkju og vígslu nýrrar kórbyggingar við hana. Af þessu tilefni þykir tilhlýðilegt að líta til baka og rifla upp brot af þeirri sögu sem tíminn hefur ofið utan um þetta merka hús á einni öld. Hér verður þó aðeins stiklað á stóru og tínd saman brot, aðallega úr kirkjuskoðunarbók og gjörðabók sóknarnefndar. Fyrir rúmri öld var að finna í Grýtubakkahreppi §órar kirkjur. Á Þönglabakka, í Laufási, á Grýtu- bakka og í Höfða. Kirkjan á Grýtubakka var lögð af 1875 og 1893 var kirkjan á Höfða svo illa farin af fúa að ljóst var að henni yrði ekki við haldið. Sfðasta kirkjuskoðun í Höfða var gerð 6. júlí 1885 af Kjartani Ein- arssyni prófasti. Þá var þetta bókað: „ — ráðgert er að rífa hana (þ.e. kirkjuna) á næsta sumri og nú þegar gjörður undirbúningur til að reisa nýja kirkju í prestakall- inu.“ Ekki er fullljóst hvers vegna kirkjunni var valinn staður hér. En þar hefur trúlega ráðið miklu að ábúendur kirkjujarðarinnar Höfða, Þórður og Baldvin Gunnarssynir, áttu Grenivík. Þessum tveimur jörðum var síðan makaskipt árið 1891, enda svipaðar að dýrleika. Þannig komst Höfði í eigu ábúenda sinna en Grenivík varð kirkjujörð. Veturinn 1885—1886 var svo kirkja reist í Grenivík. Til verksins var fenginn Snorri Jónsson frá Oddeyri. Tók hann það að sér upp á akkorð fyrir 869 kr. Þegar kirkj- an stóð tilbúin sumarið 1886 hljóðaði byggingarreikningurinn upp á kr. 2472,25. Hann sundurliðast þannig: Tijáviður 1185,49 saumur 58,00 farviogolía 28,03 ýmislegur kostnaður 127,73 Innifalið í honum var m.a. fæði fyrir Jón Ásmundsson múrara kr. 8,80 og vinnulaun við málningu kr. 3 sem hefur samsvarað 1,5 dagsverki. Þess má geta að kirkjan var aðeins máluð utan. Var reynd- ar ekki máluð innan fyrr en níu árum síðar, 1895. Til að standa straum af kostnaði við bygginguna voru notaðar eign- ir Grýtubakka- og Höfðakirkna. Þær voru sem hér segin 1. Sjóður Grýtubakkakirkju 1415,64 2. Andvirði kirkjuklukku sem seld var Lundarbrekkukirkju 50,00 3. Andvirði Grýtubakkakirkju 107,91 4. Andvirði Höfðakirkju sem seld var órifín á uppboði Birni á Ljósavatni 385,00 5. Sjóður Höfðakirkju 343,00 6. Gömul messuklæði seld á uppboði 12,20 7. Afgangur af kirkjuviðum seldur á uppboði 48,83 (2462,60) Skuld við sóknarprest 9,65 2472,25 Þessi skuld við sóknarprestinn að upphæð 9,65 kr. var eina skuld kirkjunnar að lokinni byggingu. Ekki var hin nýja kirkja ríkmannlega búin. Hún var ómáluð innan, þar var engin altaristafla, enginn ljósahjálmur, enginn ofn tií upphitunar. Eignum kirkjunnar er lýst í vísitasíugjörð Benedikts Kristjáns- sonar prófasts í Múla 22. júní 1888. Þar stendur þetta: Messuskrúði kirkjunnar.; 1. Altarisklæði fomt og slitið úr silki með upphleyptum rauðum rósum á gulu borði. 2. Altarísdúkur úr hvítu lérefti með kögri. 3. Nýlegur messuserkur. 4. Tveir höklar úr flaueli, annar með gulum vírkrossi og borðum umhverfís, en hinn sem er fom er með hvítum atlaskkrossi og borðum. Kirkjuáhöld: 1. Þrír ljósastjakar allstórir og fomir úr drifnu látúni. 2. Fjögur ljósaspjöld hvert með tveimur ljósapfpum allt úr pjátri. 3. Skímarfat og kanna úr tini. 4. Tveir kaleikar úr silfrí gylltir innan með tveimur patínudisk- um úr silfri og er annar þeirra gylltur að ofan með tveimur patínudúkum. 5. Þijár klukkur allstórar og hljómgóðar, eru tvær af þeim á ramböldum úti i klukknaporti, sem þarf bráðrar aðgjörðar sök- um fúa sem kominn er í stöpla þeirra. I bókum á kirkjan tvær Wesen- hússbiblíur, fomar og slitnar, nótnabók P. Guðjónsens, fjórar sálmabækur, tvær af hinum elstu og tvær af hinni nýjustu, sem kirkj- unni hafa verið gefnar af forstöðu- mönnum lestrarfélags í Grýtu- bakkahreppi. Mest af þessum munum sem upp eru taldir munu hafa komið úr Höfðakirkju. Þar á meðal klukknaportið. Það stóð reyndar ekki lengi, það fauk og brotnaði í spón 1890 og annað var byggt í staðinn fyrir kr. 51,17. Árið 1895 er kirkjan máluð og er henni svo lýst í vísitasíu Áma prófasts Jónssonar 21. júlí 1897. Að innan er hvelfingin dökkblá, veggir bleikir, súlur og loft neðan hvftt, sæti og bekkir eikarmálaðir, prédikunarstóll og altari kamb- málað með gylltum listum, gesims hvítt með brúnum listum og gluggar hvítir. Að utan er kirkjan grá með hvítum krossi. í sömu vísitasíugerð er þess get- ið að söfnuðurinn hafi gefið kirkj- unni nýtt og vandað orgel sem notað sé við guðsþjónustuna. Þann 26. sept. 1906 vísiterar Ámi prófastur Jónsson enn. Þá er þetta bókað: Ein af konum safnaðarins, Þóra Jónsdóttir á Kljáströnd, hefur gefið kirkjunni vandaða söngtöflu á síðastl. ári en nú í ár hafa konur safnaðarins gefið kirkjunni mess- inglampa með 7 ljósum, fagran og vandaðan og sömuleiðis olíumálaða altaristöflu í eikarramma, gjörða eftir málverki C. Block, „Komið til mín allir þér sem erfiðið" o.s.frv. Gripir þessir munu hafa kostað allt að kr. 300,00 og ber að votta gefendunum þökk og virðing fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Árið 1912 er ráðist í það að byggja forkirkju og tum. Þá er klukknaportið rifið og sett sáluhlið í staðinn en klukkunum komið fyr- ir í tuminum. Húsið er einnig málað utan, veggir hvítir og tumþak grátt. Þess sér víða stað í vísitasíu- gjörðum og fundargjörðum sóknar- nefndar og safnaðarfunda að mikið er rætt um nauðsyn þess að kaupa ofn í kirkjuna. Alltaf steytti þó umræðan á sama skerinu. Fjár- skorti. Vemlegur skriður komst fyrst á það mál 1924 þegar Ingi- mundur Ámason gaf organistalaun sín það ár, 50 kr. í ofnsjóð. Ofninn var keyptur tveimur áram seinna og kostaði uppkominn með skor- steini á sjöunda hundrað króna. Næstu 35 ár eða svo verða eng: in stórtíðindi í sögu kirkjunnar. í febrúar 1957 brotnaði tumspíran af í ofviðri. Gert var við hana til bráðabirgða en ljóst var að hér þyrfti meira við. Farið var að bera á fúa í tumi, einnig stoðum og fótstykki, einkum á norðurhlið. Snorri Guðmundsson byggingar- meistari á Akureyri var fenginn til að athuga kirkjuna og gera tillögur um endurbætur. í samráði við Snorra tóku Þóroddur Jónsson og Ingólfur Benediktsson að sér að framkvæma gagngerða viðgerð á henni sumarið 1960. Tum var að mestu leyti end- umýjaður, skipt um viði og klæðningu á norðurhlið og nýjar stoðir settar, pappaklædd súð sett undir þakjám, gólf í kór endumýj- að, skipt um alla glugga og hvelf- ing klædd innan. Allt málað utan og innan. Kirkjan var síðan endurvígð 23. okt. 1960 og um leið haldið upp á 75 ára afmæli hennar. í því tilefni bárast henni margar góðar gjafir. Skímarfontur, sálmanúmeratafla, ljósakróna og Ijósprentuð Guð- brandsbiblía svo eitthvað sé nefnt. í sambandi við endurbætur kirkj- unnar 1960 var mikið rætt um stækkun á henni. Vora gerðar tvær tillöguteikningar um stækkun, en af framkvæmdum varð þó ekki. Mun mönnum hafa þótt í heldur mikið ráðist fyrir kirkju sem átti enga sjóði. En þegar fór að nálgast 100 ára afmæli var aftur farið að tala um stækkun. Og á aðalsafnaðarfundi 28. okt. 1984 var samþykkt tillaga þess efnis að byggður verði nýr kór við kirkjuna og verði því verki lokið 1986. Það er mikið vandaverk að byggja við 100 ára gamla kirkju svo vel fari. Þess verður vel að gæta að engu sé spillt hvað varðar útlit og samræmi og byggingarstíl sé í engu misboðið. Þess vegna var strax leitað til þeirra tveggja manna sem við vissum færasta til að taka að sér verkið. Báðir hafa um árabil unnið við endumýjun og viðhald gamalla húsa, oft í góðri samvinnu, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Sverrir Hermannsson byggingarmeistari. Nú þegar þessari viðbyggingu er lokið er vandséð að hægt hefði verið að fá aðra betri til þessa starfs. Það er einróma álit manna að handbragð Sverris og félaga hans á þessari byggingu sé ein- stakt, enda er hvert þeirra handtak unnið með þeirri virðingu fyrir við- fangsefninu sem aðeins góðirsmið- ir hafa til að bera. Aðrir sem hafa unnið að þessu verki era Kristján Benediktsson sem sá um málningu með sínum mönnum og þeir bræður Jón og Friðrik Þorsteinssynir sem steyptu grunn. Öllum þessum mönnum og öðr- um sem við sögu hafa komið skulu hér þökkuð góð störf og vel af hendi leyst. Áfanga er lokið, en fyrir liggur að á næsta ári verði að halda áfram. Skipta þarf um klæðningu á öllu húsinu, einangra það og styrkja stoðir. Glugga þarf að setja með uppranalegu sniði. Þegar þessu er lokið mun kirkjan okkar komin í það horf að hún ætti hæglega að geta staðið í 100 ár í viðbót. Hér hefur verið stiklað á stóra í sögu Grenivíkurkirkju, en aðeins talað um húsið sjálft, tæpast minnst á þá marglitu sögu sem þar hefur gerst innan veggja. Sögu sem eðli sínu samkvæmt hefur spannað allt frá mestu gleði til dýpstu sorg- ar. Þá sögu er ekki ástæða til að rekja hér, enda ekki hægt. En þó verður ekki komist hjá því að minnast þeirra manna og kvenna sem starf kirkjunnar hefur þyngst hvílt á þessi 100 ár, organ- ista og presta. Orgel var fyrst keypt í kirkjuna 1895 eða 96. Ekkert er vitað með vissu um það hver fyrstur lék á það orgel eða hver gegndi störfum organista fyrstu 12 árin. Á safnaðarfundi 7. júní 1908 bauð sóknarpresturinn, sr. Ámi Jóhannesson, að synir hans Þór- hallur og Ingimundur skyldu spila í kirkjunni án endurgjalds eins og sl. ár. Á þessu má sjá að Þórhallur hefur verið 16 ára þegar hann byij- aði að spila í Genivíkurkirkju en Ingimundur 12 ára. Á sama fundi var samþykkt að greiða í orgelsjóð 50 kr. sem jafnað yrði niður á sókn- arböm. Nýtt orgel var keypt 1912. Þá var það gamla selt fyrir 50 kr. sem voru síðan notaðar til að stofna Orgelsjóð Grenivíkurkirkju. Dætur sr. Áma, Gunnhildur og Steingerður, gegndu einnig organ- istastörfum ásamt þeim bræðram og hélst svo allt til 1928 er sr. Ami var látinn og fjölskyldan flutti burt. Á 20 ára organistasögu þeirra Grenivíkursystkina mun hlutur Ingimundar hafa verið lang stærst- ur. Áhrif hans á sönglíf hér í sveit vora mikil og varanleg og vilja ýmsir meina að við lifum á þeim enn. Árið 1928 var Jóhanna Guð- mundsdóttir á Lómatjöm ráðin organisti og starfaði í eitt eða tvö ár. Þá tók við Jóhann J. Kristjáns- son læknir í Grenivík og gegndi organistastarfi til 1937. Næstu 10 ár var Anna Jónsdóttir á Sunnu- hvoli organisti en þá tók við starfinu Baldur Jónsson á Grýtu- bakka. Fyrstu árin þar á eftir mun Anna hafa spilað tíma og tíma til skiptis við Baldur, en frá 1955 sá Baldur alveg um starfið þar til hann varð bráðkvaddur við orgelið í fermingarmessu á skírdag 1979. Margir söfnuðir eiga við þann vanda mestan að stríða að eiga í sífelldum erfiðleikum með að ráða organista. Hér gegnir öðra máli. Allt frá því er Ingimundur Ámason settist fyrst I orgelstólinn 12 ára gamall hefur það sæti verið vel skipað. Við hið sviplega fráfall Baldurs Jónssonar 1979 óttuðust margir að nú mundi leggjast af hið blóm- lega sönglíf sem hér hafði lengi verið. Þá vildi það okkur til happs að Björg Sigurbjömsdóttir var ný- lega flutt hingað. Hún tók að sér organistastarfið með svo til engum fyrirvara, þá reynslulaus I kór- stjóm, en hefur nú f 7 ár skilað prýðilegu verki og haldið merki forvera sinna vel á lofti. Ef segja má að við höfum verið heppin með organista þá er ekki síður hægt að segja að við höfum haft góða presta. Sumir hafa að vísu stoppað stutt hjá okkur en aðra höfum við haft þeim mun lengur. Á 100 áram hafa aðeins 6 prestar þjónað Grenivíkurkirkju. Hinn fyrsti var jafnframt síðasti prestur f Höfða, sr. Gunnar Ólafs- son. Hann þjónaði hér í 6 ár. Hann var orðinn nokkuð við aldur þegar kirkjan var flutt hingað frá Höfða og fékk lausn frá embætti 1892. Þá tók við ungur prestur, sr. Ámi Jóhannesson og kom frá Þönglabakka. Sr. Ámi er eini prest- urinn sem setið hefur í Grenivík. Hann var prestur hér til dauðadags 1927, eða 35 ár. Þá var Grenivíkur- prestakall lagt niður og sóknin lögð undir Laufásprestakall og hefur svo verið siðan. Það má segja að spor sr. Áma sjáist að vissu leyti enn. Hann hafði til að bera persónu sem sópaði að og sat þennan stað með mikilli reisn. Hans verður lengst minnst fyrir tvennt. Hann var söngmaður mikill og orðlagður hestamaður. Glögglega má heyra á því fólki sem enn man sr. Ama hve allir hafa virt hann og dáð. Eftir sr. Áma kom Þorvaldur G. Þormar. Sr. Þormar var vinsæll maður og skemmtilegur og góður félagi. Hann var prestur okkar í 31 ár eða þar til hann varð að láta af embætti vegna heilsubrests. Sr. Birgir Snæbjömsson var kos- inn prestur hér 1959, en var kallaður til sinnar heimabyggðar á Akureyri strax árið eftir. Næsti prestur gerði hér einnig fremur stuttan stans. Það var sr. Jón Bjar- man. Hann var hér í fimm ár, 1961-1966. Núverandi prestur sr. Bolli Gústavsson hefur verið hér í 20 ár og er þar með kominn í hóp hinna þaulsætnu presta, sr. Áma og sr. Þormars. Enn á hann þó nokkur ár í það að þjóna jafn lengi og þeir, en það er heldur ekkert fararsnið að sjá á honum. Margt fólk hefur lagt fram krafta sína til að gera safnaðar- starf hér mögulegt þessi 100 ár. Öllu þessu fólki er okkur sem nú byggjum Grenivíkursókn skylt að þakka hér og nú, jafnt þeim sem famir era héðan af heimi sem hin- um. Prestunum sem hafa borið okkur dropa af hinu lifandi vatni, prest- konunum sem hafa staðið við hlið þeirra í öllu þeirra starfi. Organist- um og söngfólki sem hefur lagt fram mikið og óeigingjamt starf. Sóknamefndarmönnum sem jafiian hafa leitast við að gera hlut kirkj- unnar sem bestan. Fólkinu sem hefur haldið uppi safnaðarstarfínu hér með því að mæta í kirkju. Því hvað gagnaði að hafa góðan prest og góðan kirkjukór ef enginn mætti í messu? Síðast en ekki síst vil ég þakka ykkur sem komuð og tókuð þátt í þessum fagnaði í dag og gerðuð með því daginn eftirminnilegan. Hundrað ár era liðin. Ef við lítum til baka sjáum við að í þessum söfn- uði hefur ríkt eining og friður. Megi sá friður vara.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.