Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 41
-'MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28.' NÓVEMBER 1986 41 Dagvistarmál Svar til Guðbjargar Ellertsdóttur eftir Elínborgu Jónsdóttur Svo má biýna að bíti segir þú, Guðbjörg. Það á ekki síður við um mig. Annars vil ég byija á að þakka þér fyrir innlegg þitt í þessar um- ræður í Velvakanda þann 15. nóvember síðastliðinn. Mér þykir hins vegar miður, að þú skulir í upphafí greinar þinnar tala um niðurrifsskrif. Ég tel, að grein mín, „Dagvist-dagmæður“, sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. október síðastliðinn, flokkist ekki undir það. Gagnrýni og umræða eru alltaf gagnleg. Ég tel, að starfsemi dag- mæðra sé ekki yfír gagnrýni hafín né eigi að láta hana afskiptalausa. Grein mín fjallaði aðallega um starfsemi dagmæðra og gjaldskrá þeirra. Það voru einkum fjögur at- riði sem ég gagnrýndi. RÁÐUNEYTIÐ hefur skipað eftir- talda aðila í manneldisráð sam- kvæmt lögum nr. 45/1978 frá og með 1. ágúst 1986 til jafnlengdar 1990: Snorra P. Snorrason, prófess- or og yfírlækni, sem jafnframt er formaður, Laufeyju Steingríms- dóttur, dósent, samkvæmt tilnefn- ingu Raunvísindadeildar Háskóla íslands, Hrafn Tulinius, prófessor, samkvæmt tilnefningu læknadeild- Ég gagnrýndi ekki launakröfur dagmæðra almennt. Ég vona að þú hafír tekið eftir því. Ég sagði hins- vegar, að greiðsla til dagmæðra fyrir gæslu, fæði og annan kostn- aði væri ansi þungur útgjaldaliður fyrir almennan launþega. Ég gagnrýndi tekjutryggingar- kröfur dagmæðra og færði rök fyrir því. Ég gagnrýndi eftirfarandi at- riði: 1. að greiða dagmóður tekjutrygg- ingu fyrir lengri tma en einn mánuð í senn, 2. að greiða fæði og annan kostnað þegar bamið er Qarverandi, - 3. að greiða dagmóður full laun fyrir skólaböm á meðan þau em í skólanum, 4. að greiða dagmóður laun áður en barnið byijar hjá henni. Þetta em allt kröfur sem hafa verið gerðar af dagmæðmm og verið studdar af meðlimum úr stjóm ".amtaka dagmæðra. Gjaldskráin ar Háskóla íslands, Brynhildi Briem, lyfjafræðing, og Elísabetu S. Magnúsdóttur, fæðisráðgjafa. Hlutverk manneldisráðs er að vinna að samræmingu rannsókna á fræðslu á sviði manneldisfræði, vinna að nánara samstarfi milli framleiðenda og neytenda og við heilbrigðisyfírvöld til ráðuneytis um manneldismál. og túlkun hennar er alfarið í hönd- um Samtaka dagmæðra, svo ekki þýðir að kvarta við umsjónarfóstrur um gjaldskráratriði. Það ættir þú að vita. Ég tel, að flestar þessar kröfur fái ekki staðist ef farið væri eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja gjaldskránni. Þess vegna er ekki óraunhæft að ætla, að dagmæður hafí komið sér saman um annað en stendur í gjaldskránni. Foreldrum er gert að greiða fyr- ir ónýttan gæslutíma til þess að halda plássinu. Ég benti á hvað pláss hjá dagmóður er ótryggt og því geta foreldrar ekki „tryggt“ sér það. Það er alveg sama hvað mikið foreldrar greiða í tekjutryggingu fyrir ónýttan gæslutíma, þeir geta aldrei tryggt sér plássið fyrir lengri tíma en einn mánuð í senn. Upp- sagnarfrestur dagmóður er einn mánuður. Þú segir, að ég fari ekki rétt með eða misskilji bara, þegar ég §alla um gjaldskrána. Þú segist ekki þekkja persónulega til þess að eftirvinnukaup sé tekið fyrir ums- aminn gæslutíma. í gjaldskránni stendur orðrétt: „eftirvinna er tekin fyrir óumsaminn tíma og tíma eftir klukkan 17 og fyrir klukkan 8“. Þú segir, að breytingin um end- urgreiðslu fæðis ef bam er veikt í langan tíma, hafi komið inn í gjald- skrána löngu fyrir 1. september ’86, en þú segir ekki hve löngu áður. Rétt mun vera, að það gerð- ist 1. júní ’86. Þú segist ekki skilja flutnings- dæmið, sem ég setti upp, og það er augljóst af viðbrögðum þínum. Þetta dæmi var búið til og lagt fyrir meðlimi úr stjórn Samtaka Elínborg Jónsdóttir „Ef tryg-gja á stöðu dagmæðra verður að tryggja stöðu foreldra að sama skapi. Réttindi og skyldur þurfa að vera gagukvæmar, svo allir geti vel við unað.“ dagmæðra til þess að fá fram ótví- ræða afstöðu þeirra. Við skulum því láta grunnhyggni mína liggja milli hluta. Þú segir, að dagmæður séu í sífelldri vörn gegn neikvæðum skrifum og þjóðfélagsálitinu. Ég spyr, hafa þessir gagnrýnendur allt- ajf rangt fyrir sér? Þú veltir því fyrir þér, hvort þeir foreldrar séu ekki til sem eru ánægðir með vistina hjá dagmæð- rum. Mér fyndist vel þess virði, að það yrði kannað nánar. Þú segir: „Þó eiga þessar konur að taka við þar sem borgin bregst." Hver segir, að þið eigið að gera það aðrir en þið sjálfar? Þú segir: „ .. . borgin er í raun versti óvinur dagmæðra". Þið eruð ódýr lausn fyrir borgina. Því í ósköpunum eru þið að gera ykkar versta óvini þennan greiða? Þú segir: „Við þurfum jú ein- hveija tekjutryggingu.“ Víst væri það æskilegt, en með því að sækja hana beint í vasa foreldranna kom- ist þið hjá þeim skyldum, sem fylgja slíkum réttindum. Það er ekki sann- gjamt gagnvart foreldrum. Ef tryggja á stöðu dagmæðra verður að tryggja stöðu foreldra að sama skapi. Réttindi og skyldur þurfa að vera gagnkvæmar, svo allir geti vel við unað. Markmiðið er, að það fari vel um börnin, og til að svo megi verða þurfa allir að vera sáttir við fyrir- komulagið. Hafa dagmæður barist fyrir því að verða ráðnar hjá borginni? Finnst dagmæðrum það fysilegur kostur? Foreldrar, sem þurfa á dagvistar- rými að halda fyrir bömin sín, hafa ekkert val. Þeir verða að taka það sem býðst á þeim kjörum sem upp eru sett. Dagmæður standa saman gegnum samtökin og eru því nán- ast í einokunaraðstöðu gagnvart foreldmm. Við slíkar aðstæður get- ur andrúmsloftið aldrei orðið gott. Þetta ástand er algjörlega óvið- unandi fyrir alla aðila. Skjótra úrbóta er þörf, ekki síst vegna dag- mæðranna sjálfra. Reykjavík, 22.11. 1986. Höfundur er fjósmóáir. Skipað í manneldisráð imaII/m ■x^irvwa MEIRA EN AUGAÐ GREINIR VINSÆLASTI HERRAFATNAÐUR í EVRÓPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.