Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Systir mín. +
Axelta Jónsdóttir,
frá Köldukinn,
lést þann 25. nóvember í sjúkrahúsi Stykkishólms.
Siguröur Jónsson,
Köldukinn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BJÖRN BERGSTEINN BJÖRNSSON,
Sólheimum 30,
lést af slysförum 26. þessa mánaðar.
Ólöf Helgadóttir
og börn.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGURÁSTAR STURLAUGSDÓTTUR,
Hjaltabakka 12,
áður húsfreyja að Nýp á Skarðsströnd, fer fram frá Lágafells-
kirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins-
félagið.
Rannveig Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Vilborg Kristjánsdóttir,
Björn Kristjánsson,
Herberg Kristjánsson,
Ásta K. Skúladóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÆMUNDA ÞORVALDSDÓTTIR,
Silfurgötu 28,
Stykkishólmi,
veröur jarðsungin laugardaginn 29. nóvember frá Stykkishólms-
kirkju kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hinnar látnu vinsamlega láti Hjartavernd
njóta þess.
Páll Oddsson,
Áslaug Pálsdóttir, Ólafur Gústafsson,
Sesselja Pálsdóttir, Þorbergur Bæringsson,
Ásgerður Pálsdóttir, Rósa Marinósdóttir,
Þorvaldur Páisson
og barnabörn.
+
Útför eiginmanns míns,
RAGNARS GUÐMUNDSSONAR,
Núpi,
Vestur-Eyjafjallahreppi,
fer fram frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00.
Valgerður Einarsdóttir.
+
Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ARI L. JÓHANNESSON,
fyrrum verkstjóri hjá Flugleiðum,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. nóvember
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Ásgerður Einarsdóttir,
Einar Arason,
Karl Arason,
Jóhannes Arason,
Arnfríður Aradóttir,
Haukur Matthíasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
fráfall og útför
EYJÓLFS ÞÓRARINSSONAR,
Lagarási 2,
Egilsstöðum.
Ingibjörg Einarsdóttír,
Þórhallur Eyjólfsson,
Þórey Eyjólfsdóttir,
Bergþóra Eyjólfsdóttir,
Sigurður Eyjólfsson,
Einar Eyjólfsson,
Björgvin Eyjólfsson,
Sigurbjörg Alfreðsdóttir,
Benedikt Steindórsson,
Anders Karlsson,
Margrét Petersen,
Guðný Einarsdóttir,
Ólöf Elfasdóttir,
Metúsalem Þórarinsson.
Minning:
AriL. Jóhannesson
fv. yfirverkstjóri
Fæddur 2. febrúar 1910
Dáinn 20. nóvember 1986
Ari L. JóhannesSon, fyrrverandi
yfírverkstjóri, lést 20. þessa mánað-
ar á 77. aldursári. Með honum er
genginn einn af frumheijum í flug-
sögu okkar íslendinga, mikill
persónuleiki og virtur vel af sam-
starfsmönnum sínum. Hann var um
36 ára skeið verkstjóri og síðan
yfírverkstjóri hjá Flugfélagi íslands
hf. og síðar Flugleiðum hf., og má
nærri geta að á frumbýlingsárum
flugsins hafí oft þurft að taka
snöggar ákvarðanir þegar veður
gerast válynd og ekki var í nein
hús að venda með þann flugvéla-
kost sem notaður var. Sagði hann
okkur margar sögur af því þegar
farið var út í Kötumar á Akureyrar-
polli eða þegar binda þurfti niður
Douglas-ana á Melgerðismelum
vegna veðurofsa sem oft geisuðu
inni í Eyjafirði og þegar keyrt var
í kapp við vélamar inn á Melgerði.
Allt þetta leysti hann vel af hendi
og naut hann mikils trausts flug-
manna sem nutu þjónustu hans og
hans góðu konu, Asgerðar Einars-
dóttur, sem hefur alla tíð staðið við
hlið manns síns í starfí hans og
þegar hann veiktist fyrir um það
bil 20 árum. Þá sýndi Ari hve mik-
ið þrekmenni hann var — alltaf
reis hann upp aftur og var ekki í
rónni fyrr en hann var kominn til
starfa á ný. Eftir að hann lét af
störfum, fyrir aldurs sakir, fór hann
að vinna við atvinnurekstur sona
sinna í Keflavík og hafði yndi af
því, því ekki var honum að skapi
að setjast í helgan stein, enda alinn
upp við að taka til hendinni eins
og títt var um ungmenni á önd-
verðri öldinni. Voru þau látin vinna
hin ýmsu verk sem til féllu.
Ari fékk ungur áhuga á flugi og
gekk til liðs við nokkra unga áhuga-
menn á Akureyri og stofnuðu þeir
Svifflugfélag Akureyrar og vom í
þeim hópi menn eins og Jóhannes
R. Snorrason, Aðalbjöm Kristbjam-
arson og Viktor Aðalsteinsson, svo
nokkrir séu nefndir. Allir vom þeir
alla tíð miklir vinir Ara og mat
hann þá mikils.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast samstarfs okkar, sem varði
í 22 ár. Var hann mér ætíð sem
besti vinur og miðlaði mér af þekk-
ingu sinni sem hann hafði öðlast í
farsælu starfí sem hann lagði alla
tíð mikla rækt við og þótti vænt
um. Ég sakna þess að fá ekki leng-
ur að njóta samverustunda og
viðræðna um flugmálin sem vom
honum hugleikin enda starfsvett-
vangur hans í nærri 4 áratugi og
á þeim ámm hefur orðið mjög ör
þróun, sem hann upplifði, frá
Norseman, Kataiinum, Douglas-
vélunum og Boeing-þotunum.
Ég vil að endingu þakka alla þá
tryggð og vináttu sem hann sýndi
mér og votta ég Asgerði og sonum
þeirra og dóttur og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Aðalsteinn Dalmann Októson
Gamals vinar og drengskapar-
manns er hér minnst með nokkmm
orðum.
Ari L. Jóhannesson, fyrrv. verk-
stjóri í hlaðdeild Flugfélags íslands
hf. og síðar Flugleiða hf., verður í
dag borinn til hinstu hvflu. Hann
lést í Landspítalanum að kvöldi 20.
þ.m. eftir örstutta legu þar. Hann
hafði um margra ára skeið átt við
vanheilsu að stríða, en bar ávallt
höfuðið hátt, barmaði sér aldrei og
var sístarfandi meðan hann hafði
fótavist. Hann var harðger og
sterkur að eðlisfari. Ari fæddist
þann 2. febrúar 1910 að Skálmar-
dal í Múlahreppi, Barðastrandar-
sýslu, sonur hjónanna Oddnýjar
Guðmundsdóttur og Jóhannesar
Guðmundssondar bónda, sem lengi
bjuggu að Ingunnarstöðum í sama
hreppi. Foreldrar Ara eignuðust 13
böm sem flest komust til fullorðins-
ára og var Ari fjórði í röðinni. Eins
og þá háttaði til í sveitum landsins
vöndust bömin snemma til vinnu
og aðstoðar við fjölbreytileg störf
bæði innan heimilis og utan. Bar
Ari þess glögg merki að hann var
vinnuhagur vel og dugmikill til allra
verka. Honum var ógeðfellt að láta
hlutina drabbast niður, tók heldur
til verka og lauk því sem gera
þurfti án tafar.
Merk saga hefír varðveist frá
æskuárum Ara. Hann var um skeið
í seli með frænda sínum og nafna
við fjárgæslu, alllangt frá byggð í
Múlahreppi, en selið var frá bænum
Firði. Frændinn brá sér til byggða
og skildi 10 ára snáðann einan eft-
ir hjá fénu, enda hugðist hann koma
samdægurs til baka í selið. Hríðar-
veður var og kuldi þennan dag og
varð hann úti nokkum spöl frá sel-
inu. Drengurinn mátti því dúsa einn
með fénu, og hagamúsunum í
myrkrinu þar til farið var að undr-
ast um ferðir fjárgæslumannsins
og leitarmenn fundu líkið og dreng-
inn einan í selinu. Voru þá liðnir 7
dagar og matur á þrotum. Þrek og
kjarkur drengsins vakti mikla at-
hygli og þótti hann sýna einstæða
hugarró og þolgæði með því að
reyna ekki sjálfur að komast til
byggða eftir að sýnt var að eitthvað
hafði hent frænda hans. Hann gekk
að öllum störfum í selinu eins og
þeir vom vanir frændumir og naut
hlýjunnar af fénu á nóttunni. Þetta
litla ævintýri í uppvextinum sýndi
svo ekki varð um villst hvað bjó í
Ara, hann var alla tíð kjarkmaður
og hljóp ekki hugsunarlaust út í
óvissu.
Eftir að hafa um skeið búið í
Hafnardal og Hnífsdal fluttist Ari
með fjölskyldunni til ísafjarðar og
mun þá hafa verið um fermingar-
aldur. Þar dvaldist hann nokkur ár
og stundaði m.a. bifreiðaakstur, var
einn með fyrstu bifreiðastjórunum
þar. Um tvítugsaldur brá Ari sér í
vinnumennsku að Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal en þaðan lá leiðin til
Blönduóss þar sem hann gerðist
aðstoðarmaður tveggja lands-
kunnra lækna, vom það Páll Kolka
og Jónas Sveinsson. Ari var nokk-
urs konar apótekari á Blönduósi á
þeim ámm, lærði að vinna hin
ýmsu verk sem tengdust viðamiklu
og vandasömu starfi héraðslækna
þess tíma. Minntist hann oft ferða-
laga með læknana er hann ók með
þá um héraðið, stundum við afar
erfíð skilyrði. Mátti hann þá oft
aðstoða við aðgerðir sem aðeins
menntað og þjálfað hjúkmnarfólk
annast í dag. Á þessum ámm
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni, Ásgerði Einarsdóttur, ættaðri
+
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför fööur
okkar,
HELGA TRYGGVASONAR,
Þingvallastrœti 4,
Akureyri.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helga Helgadóttir,
Tryggvi Helgason,
María Helgadóttir.
úr Borgarfírði, en hún var þá við
nám í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi. Ari kunni alla tíð vel að meta
hina frábæm og góðu húsmóður,
sem hefír verið honum stoð og
stytta, ekki síst eftir að heilsan fór
að bila. Þau vom alla tíð mjög sam-
hent og heimili þeirra til fyrirmynd-
ar. Eftir nokkurra ára dvöl á
Blönduósi fluttist Ari með brúði sína
til Akureyrar og vann til að byija
með hjá Kaupfélagi Eyfírðinga.
Hann var einn af stofnendum Svif-
flugfélags á Akureyri og þá hófust
kjmni okkar sem aldrei bar skugga
á upp frá því. Heimili Ásgerðar og
Ara hefír verið mér afar kært allt
frá þeim ámm er þau bjuggu á
Akureyri, var annálað fyrir gest-
risni og hlýju og áttum við flug-
mennimir þar ávallt notalegt
athvarf. Fljótlega gerðist Ari starfs-
maður Flugfélags íslands á Akur-
eyri, annaðist afgreiðslu flugvél-
anna og akstur með farþega milli
bæjarins og Melgerðismela. Munu
margir minnast hans frá þeim
ámm. Ari og Ásgerður eignuðust 3
sjmi, Einar og Karl sem báðir em
verktakar og Jóhannes niðursuðu-
fræðing. Aliir hafa sjmimir rejmst
foreldrum sínum vel og var Ara
afar annt um þá og studdi eftir
bestu getu. Eina dóttur eignaðist
Ari á Vestfjarðaárunum. Er það
Amfríður, gift Hauki Matthíassyni
lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Hef-
ir alla tíð verið náið samband milli
heimilanna og mat Ari ávallt mikils
hina glæsilegu dóttur. Hefír hún
erft marga góða kosti föðurins.
Ari Jóhannesson var einn af þeim
mönnum semn alltaf virtist eiga
tíma aflögu ef rétta þurfti með-
bræðmnum hjálparhönd, var greið-
vikinn og hlýr við þá sem minna
máttu sín og þurftu á stuðningi að
halda. Það er ekki síst þess vegna
að margir munu í dag sakna góðs
vinar. Flugmenn fyrri ára áttu mik-
il og góð samskipti við Ara, ekki
síst meðan flugbátamir vom í för-
um, að ógleymdum ámnum meðan
Melgerðismelar vom aðalflugvöliur-
inn norðanlands. Hleðsla flugféla
er vandaverk með hliðsjón af
þungamiðju. Ari bar mjög gott
skynbragð á þá hluti og af með-
fæddri samviskusemi fórst honum
það svo vel úr hendi að við voram
famir að treysta tölum sem upp
vom gefnar án þess að vigta far-
angur, hann hafði vogina inn-
byggða í hendi sér.
Ari vann öll störf af trúmennsku
og ósérhlífni, taldi ekki eftir sér að
vaka jrfir flugvélunum þegar illa
viðraði og ætlaðist þá einnig til
þess að aðrir starfsmenn sýndu í
verki vilja sinn um að félaginu vegn-
aði vel sem þeir unnu hjá og
verðmæta væri vandlega gætt.
Hann var dugmikill verkstjóri, vildi
hafa hlutina í lagi og geri ég ráð
fyrir að undirmenn hans hafí kunn-
að vel að meta það og þá ekki síður
forráðamenn þeirra flugfélaga sem
hann vann hjá. Þegar nú að leiðar-
lokum vegir skiljast um stund er
mér efst í huga þakklæti fyrir hálfr-
ar aldar vináttu og samstarf. Ég
og fjölskylda mín sendum öllum
ættingjum Ara innilegar samúðar-
kveðjur. Megi hinn látni hvíla í
Guðs friði.
Jóhannes R. Snorrason
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
, Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hann afí, sem var einn af mínum
kæmstu og bestu vinum, er nú far-
inn í sitt hinsta ferðalag. Hann sem
var svo frískur að morgni var horf-
inn okkur að kvöldi. Með honum
er genginn stórbrotinn drengskap-
armaður og víst er um, að það
skarð, sem hann skilur eftir sig,
verður seint fyllt.
Hann afí, Ari L. Jóhannesson,
fæddist 2. febrúar 1910 í Skálmar-
dal í Barðastrandarsýslu. Hann var
sonur hjónanna Jóhannesar Guð-
mundssonar og Oddnýjar Guð-
mundsdóttur, einn af 13 systkinum.
Trúmennska og hugrekki vom hon-
um í blóð borin og sýndi sig þá