Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 51

Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 51 þegar er atvikin höguðu því þannig til, að hann, þá aðeins tæpra 10 ára að aldri, varð aleinn að dvelja í Fjarðarseli í Kerlingarfírði fjarri mannabyggðum í fulla sjö sólar- hringa, eftir að föðurbróðir hans, Ari Guðmundsson, sem hann dvaldi hjá við fjárgæslu í selinu, hafði orð- ið úti í aftakaveðri við öflun matfanga, aðeins örfáa faðma frá Fjarðarseli. Ekki brást drengurinn þó mállausum skepnunum né því sem fyrir hann hafði verið lagt, þrátt fyrir myrkur og torkennileg hljóðin í vindinum, íjarri manna- byggðum. En þannig var afí alla tíð, traustur og ósérhlífínn. Stærsta gæfuspor sitt steig afí er hann kvæntist ömmu, Ásgerði Einarsdóttur, sem fædd er í Reykjavík, dóttir hjónanna Einars Ólafssonar og Þórstínu Gunnars- dóttur. Þau kynntust á Blönduósi, er afí starfaði þar sem einskonar apótekari hjá tveim landskunnum læknum, þeim Páli Kolka og Jónasi Sveinssyni. Amma stundaði þá nám við kvennaskólann þar í bæ. Þau giftu sig á Blönduósi 30. desember 1933 og héldu því hátíðlegt 50 ára gulibrúðkaupsafmæli sitt, nú fyrir rétt tæpum þremur árum. Sam- heldni þeirra afa og ömmu var einstök og ást og umhyggja gagn- vart hvort örðu áberandi í fari þeirra. Snemma á búskaparárum sínum fluttust þau til Akureyrar, þar sem afí var einn af stofnendum svifflug- félagsins og störfum tengdum fluginu helgaði hann stærstan hluta starfsævi sinnar, fyrst hjá Flugfé- lagi íslands á Akureyri, en þar hóf hann störf á lýðveldisdaginn 17. júní 1944. Síðar varð hann verk- stjóri hjá Flugfélagi íslands í Reykjavík, seinna Flugleiðum, og starfaði þar í ein 30 ár eftir að fjöl- skyldan fluttist suður. Bömin íjögur: Arnfríður, Einar, Karl og Jóhannes, slitu bamsskón- um fyrir norðan, þar til fjölskyldan fluttist suður 1951 og þau hjónin eignuðust hlýlegt og fallegt heimili að Neðstutröð 2 í Kópavogi. Alltaf mættu okkur bamabömunum ein- stök velvild og hlýja í „tröðinni" hjá ömmu og afa. Og ekki var hann hár í loftinu litli langafastrákurinn úr Keflavík þegar hann var farinn að átta sig á hvaða beygju átti að taka í Kópavoginn til langömmu og langafa og lét óspart í sér heyra, að þar skyldi beygt en ekki haldið áfram. Afí var ákaflega tónelskur maður og á kvöldin eftir annasaman vinnu- dag naut hann þess að halla sér aftur í stólnum sínum og hlusta á fallegan söng og góða tónlist. Hann afí var sérlega vinnusamur maður og fylginn sjálfum sér og er þó vægt til orða tekið, því ann- arri eins athafnaþrá hef ég sjaldan kynnst. Eftir að hann lét af störfum hjá Flugleiðum fyrir aldurs sakir lét hann sig ekki muna um að aka á milli Kópavogs og Keflavíkur, oft daglega í misjöfnu veðri, ef hann vissi um einhver verkefni sem hann gat leyst af hendi fyrir bömin sín eða bamabömin. Hann vildi helst vera þar sem eitthvað var að ger- ast og var jafnan fyrstur á staðinn, þar sem hans var þörf. Fjölmörg hin seinni ár þjáðist afi af þrálátum astma, en bugaðist lítt þótt á móti blési og beit á jaxlinn, eins og forðum daga í Fjarðarseli. Þrátt fyrir mikla vinnusemi afa var ijölskyldan alltaf aðaláhugamál hans og fylgdist hann alla tíð af lífí og sál með okkur bömunum í starfí og leik eins og sannkallaður ættarhöfðingi. Alltaf var hann afí góður vinur og félagi, og gott til hans að leita og þiggja af honum ráðleggingar. Þar ríkti ekkert kynslóðabil. Þær em ófáar ánægjustundimar sem við hjónin höfum átt með þeim afa og ömmu í Neðstutröðinni. Gaman höfðum við af því að hlusta á afa segja okkur sögur af því sem á daga hans hafði drifíð og aldrei leiddist okkur þá, þvi frásagnar- hæfíleikar afa vom miklir og stutt í glettnina. Oft var setið ffameftir kvöldi og spjallað og enduðu slíkar heimsóknir oftast þannig að við gistum næturlangt hjá þeim afa og ömmu. Nú er leiðir skilur að sinni viljum við þakka fyrir þau ár, sem við feng- um að njóta hans afa, fullviss um það að hann hefur átt góða heim- komu og að við munum hittast aftur síðar, þótt annars staðar verði. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja elsku ömmu, sem nú sér á eftir sínum trygga lífsfömnaut. Blessuð sé minningin um hann afa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Stefán G. Einarsson og fjölskylda. I dag verður jarðsunginn félagi okkar í Lionsklúbbi Kópavogs Ari Jóhannesson. Hann fæddist 2. febr- úar 1910 í Skálmardal í Barða- strandarsýslu, og var því 76 ára er hann lést 20. nóvember sl. Ari kvæntist eftirlifandi konu sinni Ás- gerði Einarsdóttur frá Reykjavík árið 1933. Bömin fy’ögur, Amfríð- ur, Einar, Karl og Jóhannes, eiga alls 22 böm og bamaböm. Ari var mikill félagsmálamaður og ætíð tilbúinn að leggja sitt af mörkum til góðra málefna. Þau Ari og Ásgerður bjuggu allmörg ár á Akureyri þar sem Ari var verkstjóri hjá Flugfélagi íslands. í þá daga var gott að eiga traustan starfs- mann sem gat gengið að hveiju sem þurfti. Hugur Ara stóð lengi vel til starfa sem flugliði, en á þeim ámm vom námsstyrkir takmarkaðir og ekki auðvelt að velja sem í dag um ýmis störf. Ari var um skeið for- maður í Svifflugfélagi Akureyrar. Ari og Ásgerður fluttust til Kópa- vogs 1951 þar sem þau hafa síðan átt heima að Neðstutröð 2. Þar bjuggu þau sér fagurt heimili og var ætíð gott að koma til þeirra, spjalla um málefni dagsins og und- irbúa ýmis störf á sviði félagsmála. Ari var í stjóm Rauða krossins í Kópavogi í nokkur ár. Árið 1959 þegar Lionsklúbbur Kópavogs var stofnaður var Ari meðal stofnfélaga. Hann var virkur félagi, var í mörgum nefndum klúbbsins og um skeið gjaldkeri. Góð umgengni, drífandi framtaks- semi og umfram allt góður drengur eru eiginleikar sem koma upp í huga okkar þegar Ara er minnst. Hann sótti síðast fund í klúbbnum 12. þ.m. Ari átti í mörg ár við veik- indi að stríða sem hann tók með karlmennsku og vildi sem minnst ræða um við aðra. Við félagamir í Lionsklúbbi Kópavogs höfum misst góðan og eljusaman félaga. Við vottum Ás- gerði og fjölskyldu dýpstu samúð um leið og við kveðjum mætan dreng og þökkum honum samfylgd- ina. Félagar úr Lions- klúbbi Kópavogs. Arnessýsla: Sauðfjárbændur funda um framleiðslumálin Greiðslur sláturleyfishafa mismunandi FÉLAG sauðfjárbænda í Árnes- sýslu hefur safnað saman upplýs- ingum frá sláturleyfishöfum um greiðslur og fyrirkomulag þeirra til bænda í haust. Samkvæmt yfirliti félagsins eru greiðslur með nokkuð mismunandi hætti, eins og rakið verður hér á eftir. Félagið heldur fund um fullvirð- isrétt og fullvirðis- og búmarks- mál sauðfjárbænda að Borg í Grimsnesi þriðjudaginn 2. des- ember næstkomandi og hefst hann klukkan 21. Bjami Guðmundsson aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra kemur á fundinn til að skýra úthlutun full- virðisréttar og svara fyrirspumum. Jóhannes Kristjánsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir frá umfjöllun stjómar samtakanna um markaðsmál og fleira. í frétt frá Félagi sauðfjárbænda í Ámessýslu kemur meðal annars fram að Kaupfélag Suðumesja (sláturhús í Grindavík) greiðir fullt grundvallarverð inn á reikninga innleggjenda þegar slátrun er lokið. Innleggjendur geta tekið innistæður sínar út eftir hentugleikum. Til frá- dráttar koma sjóðagjöld en hvorki flutningskostnaður né stofnsjóður. Hjá Höfn hf. á Selfossi er 80% grundvallarverð greitt inn á við- skiptareikning 1. október og síðan í upphafi hverrar viku á meðan slátmn fer fram. Fullnaðargreiðsla sem á samkvæmt lögum að fara fram 15. desember er háð fjár- hagslegri fyrirgreiðslu. Matkaup hf. (sláturhús á Minni-Borg) greiðir VERSLUNIN Gjafahornið var nýlega opnuð á Grettísgötu 46, horni Grettisgötu og Vitastígs, og verslar þar með leikföng, gjafavörur, jólavörur og allskyns vefnaðarvöru. Ætlunin er, að vera með kven- 1.750 krónur á hverja kind upp í afurðir í næstu viku eftir innlegg. Aðeins em dregin frá lögboðin sjóðagjöld. Sláturfélag Suðurlands hefur ekki svarað félaginu, en fram kemur að þar hafí verið greiddar 1.350 krónur á hveija kind og greiðslan lögð í banka í lok fyrstu viku eftir innlegg. fatnað og þá aðallega í yfírstærð- um, einnig að konur geti fengið saumað á sig fatnað úr efnum sem til sölu em í versluninni. Eigandi er Fjóla Einarsdóttir Hilmar, en samstarfskona hennar er Kristín J. Jónsdóttir. Fjóla Einarsdóttír Hilmar og Kristín J. Jónsdóttir í versluninni Gjafa- homið. Ný verslun á Grettísgötu Hudson-fatnaðurinn er þekkt þýsk gæða- vara. Jakkar, peysur, buxur, pils. Opið til kl. 16 laugardag. IvmpDli Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300 HERRAFÖT í ÚRVALI ^4C6íAií fudfátnÍAJcó H ERRADE I L D P&O’ Austurstræti 14, s: 12345.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.