Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 61
MORGUNlBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
61
4
Almenningsálitið hunsað
Kæri Velvakandi.
Það ætlar að fara líkt um niður-
stöður nefndar þeirrar, sem skipuð
var til að kanna viðskiptahætti Út-
vegsbankans og Hafskips, og
nefndarinnar sem skilaði skýrslu
um starfsemi Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
í báðum tilvikum er almennings-
álitið hunsað svo gjörsamlega, að
við því verður vart búist í framtíð-
inni að landsmenn taki hið minnsta
mark á því þótt skipaðar séu opin-
berar nefndir til að rannsaka hin
ýmsu mál sem upp koma og kunna
að þykja grunsamleg.
Að fordæmi stjómarmanna
Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem
samþykktu að víkja sjálfum sér
ekki frá störfum, vitna nú bæði
ráðherra og formaður bankaráðs
Útvegsbankans og segjast ekkert
athugavert sjá við það að banka-
stjórar bankans hafi setið sem
fastast meðan á rannsókn stóð!
Þeir bæta því raunar við að þeir
séu líka ósammála höfundum
skýrslunnar um Útvegsbankann í
veigamiklum atriðum. Þetta sögðu
þeir líka hjá Hjálparstofnun kirkj-
unnar. Og þegar fréttamenn spyija
nánar út í þessi atriði er þeim svar-
að næstum út í hött með orðunum:
„Bara ósammála nefndinni", basta!
Það var þá líka þörf að láta vinna
skýrsluna, samkvæmt lögum frá
því 24. desember sl. eða hitt þó
heldur! Ráðherra segir sem svo:
„ ... tiltekin atriði í skýrslunni sem
ég hefði haft öðruvísi...“! Því
fylgdist hann þá ekki með skýrslu-
gerðinni? Var það ofætlan?
Og hagsmunagæslu Útvegs-
bankans var þá í engum atriðum
ábótavant, eða hvað? En það er ein-
mitt gagnstætt því sem kemur fram
í skýrslu rannsóknamefndarinnar,
sem segir, að hagsmunagæslu
bankans hafi í mörgum atriðum
verið ábótavant! Þær ógöngur sem
Útvegsbankinn er kominn í eru sem
sagt engum að kenna, hvorki núver-
andi bankastjórum sem komu „svo
nýlega inn í störf sín“, né þeim sem
áður gegndu störfum.
Að vísu segir ráðherra, að málinu
sé enn ekki lokið og það sé enn í
höndum bæði skiptaráðanda og
rannsóknarlögreglu. Enginn skyldi
þó halda að niðurstöður þessara
aðila verði virtar að heldur, þegar
þar að kemur.
Það má setja stórt spuminga-
merki við þá spumingu fólks á
hvaða leið siðgæðið í þessu landi
sé og þá einkanlega hjá ýmsum
opinberum eða hálfopinbemm aðil-
um. Víst er um það að nú síðustu
mánuði hefir það goldið mikið af-
hroð, vegna framferðis ýmissa
aðila, sem gegnt hafa opinberum
eða hálfopinbemm embættum, í
nefndum og ráðum, og á sjálfri lög-
gjafarsamkundu þjóðarinnar,
Alþingi.
Mætti nefna mörg dæmi umfram
þau er koma fram í málefnum
Hjálparstofnunar og Útvegsbank-
ans. Brotthlaup þingmanna Banda-
lags jafnaðarmanna í aðra flokka
er eitt dæmið. En látið skal staðar
numið að sinni.
Borgari
'f
Hvað um fólkið
út á landi Ingvi
Hrafn?
Sigurbjörg hringdi:
Vegna ummæla Ingva Hrafns,
um að sjónvarpið hyggist segja upp
samningum við erlenda fréttastöð,
um útvegun fréttaefnis vil ég segja
þetta. Þó að Stöð 2 fái myndir frá
þessum sömu aðilum þá fáum við
sem eigum heima úti á landi ekkert
af þeim að sjá ef ríkissjónvarpið
ætlar að hætta með þær. Er nú
ekki kominn tími til að Ingvi Hrafn
átti sig á því að ríkissjónvarpið er
ekki aðeins fyrir Reykvíkinga og
nágranna?
Fann lyklakippu
Skilvís finnandi hringdi og
kvaðst hafa fundið lyklakippu með
íjórum húslyklum á. Eigandi hringi
í s.71503.
Týndi perlu-
armbandi
Kvenmaður hringdi:
Þann 14. nóvember sl. týndi ég
armbandsgullkeðju með perlum á.
Þetta var á Fógetanum eða í ná-
grenni hans. Finnandi vinsamlegast
hringi í s.83185.
Ríkissj ónvarpið
má ekki gleyma
landsbyggðar
fólkinu
Sigurbjörg hringdi:
Ég er afskaplega óánægð með
orð Ingva Hrafns um að segja eigi
upp samningum við World Televisi-
on. Við, sem ekki eigum heima á
útsendingarsvæði Rásar 2, viljum
fá áfram myndir frá þeim. Og ég
er ekki sannfærð um að fólk horfi
Ökumenn
Hafið bifreið ykkar ávallt í fullkomnu lagi. Dimmviðri og slæm
færð krefst aukinnar aðgæslu og minni hraða. Metið aðstæðumar
hveiju sinni og munið að endurkast ljósanna af blautum götunum
minnkar skyggni og krefst meiri varkámi.
ekki á báða fréttaþættina, það er
að segja það sem nær báðum út-
sendingunum. Þó samkeppnin sé
hörð má ekki gleymast að ríkissjón-
varpið hefur skyldum að gegna við
fleiri en íbúa Reykjavíkur.
Því ekki að láta
umboðslaunin
renna til
Krabbameins-
félagsins
og unglinga-
heimilis RKÍ?
Amma í úthverfi hringdi:
Rauði Krossinn hefur sýnt mik-
inn stórhug í því að reka neyðarstöð
í Reykjavík fyrir unglinga sem eiga
við vímuefna- eða önnur persónuleg
eða félagsleg vandamál að stríða.
Nú las ég um það í Morgunblaðinu
að þetta heimili, Rauða Kross hús-
ið, vanti fjármagn til áframhaldandi
rekstrar. En þörfin er brýn og þama
virðist eitthvað áþreifanlegt verið
unnið að þessum málum.
Áfengi er selt í einkasölu ríkisins
en umboðslaun fyrir hinar ýmsu
tegundir renna til einkaaðila sem
hvergi koma nærri afleiðingum af
neyslu vöm þeirra. Tillaga mín er
sú að umboðslaun fyrir tóbak renni
til Krabbameinsfélagsins og um-
boðslaun fyrir áfengi renni til
unglingaheimilis Rauða Krossins,
þar sem ógæfubraut ungra vímu-
efnanotenda hefst oftast á áfengis-
neyslu.
Svarið fyrir
ykkur Samvinnu-
bankamenn
Óánægður samvinnumaður
hringdi:
Það er til marks um sljóieika við-
skiptavina Samvinnubankans að
enginn virðist hafa neitt að athuga
við þá upplýsingu úr nýlegri könnun
að bankinn skeri sig úr með okur
á þeirri þjónustu sem hann lætur
fólki í té.
Við gamlir samvinnumenn og
viðskiptavinir Samvinnubankans
viljum gjama fá svör við því hvem-
ig á þessum niðurstöðum stendur?
Við teljum okkur raunar eiga inni
svör við þessu spursmáli. Vill nú
ekki bankastjórinn eða jafnvel sjálf-
ur formaður bankaráðs, Erlendur
Einarsson, gera svo vel að svara
spumingunni opinberlega - helst
hér í Velvakanda?
esta verðið
Já, nú borgar sig að lesa ef þig vantar góðan og
fallegan klæðaskáp með plastfilmu í viðarlitum
og hvítu.
10.380 I 12.980
Fura-eik-hvitt.
H.200 B.95 D.54
Fura-eik-hvitt
H.200 B. 142 D.54
Fura
H.200 B. 144 D.58
Rennihuröir.
9.990
H.200 B.96 D.58
Rennihurðir.
20.810
Fura — eik — hvítt
H.200 B.193 D.58
Rennihurðir.
X
Og margar aðrar
gerðir.
^ihúsgagnahöllin
lil-i -.T.-ÍJBILDSHÖFÐA 20— 112 REYKJAVÍK -91-681199og 681410