Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Italska knattspyrnan:
T ekst Maradona og
félögum að vinna
titilinn ífyrsta sinn
í sögu Napolí?
DIEGO ARMANDO Maradona,
stjama heimsmeistarakeppninn-
ar í Mexfkó sem leikur nú með
Napolí á Ítalíu, er á góðri leið
með að gera Napolí að ítölskum
meisturum í fyrsta sinn í 60 ára
sögu félagsins.
Maradona er fyrirliði Napoli og
leikur stórt hlutverk í liðinu eins
og nærri má geta. Þetta er annað
keppnistímabil hans hjá félaginu,
en hann var keyptur frá Barcelona
fyrir 7,5 milljónir dollara, sem sam-
svarar um 290 milljónum íslenskra
króna. Forráðamenn Napoli segja
að þessi peningar koma til með
að skila sér aftur í kassann og
gott betur, því á heimaleiki liðsins
4 San Paolo-leikvanginn komi að
meðaltali 70 þsund áhorfendur til
að horfa á snillinginn.
Háværar raddir um að
Napoli verði meistari
Eftir 4:0 sigurinn gegn Empoli á
sunnudaginn, þar sem Maradona
skoraði sitt fimmta mark í vetur,
eru enn háværari raddir um að
Napoii verði ítalskur meistari í
fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið
er nú í efsta sæti deildarinnar eft-
ir 10 umferðir, tveimur stigum á
undan Juventus. Forráðamenn
Napoli gera sér vonir um að liðið
auki forskot sitt um næstu helgi
þar sem þeir eiga að mæta Verona
á meðan Juventus fær mjög erfiða
andstæðinga, Roma, á útivelli.
Napoli var stofnað 1926 og hef-
ur leikið 50 ár í 1. deild. Stærsti
sigur liðsins var 1962 þegar þeir
urðu fyrsta 2. deildarliðið til að
vinna ítalska bikarinn. Þeir urðu
einnig bikarmeistarar 1976 en hafa
aldrei orðið deildarmeistarar. Liðið
hefur ekki komist í toppsæti deild-
arinnar í 11 ár en þangað komst
það eftir sigur á Juventus sem
þeir höfðu ekki unnið í 29 ár.
Milliríkjadómarar:
Þrír teknir
af listanum
Á stjórnarfundí Knattspyrnudóm-
arafélags íslands fyrir skömmu
voru þrfr dómarar teknir af milli-
rfkjalistanum vegna þess aö
frammistaða þeirra hefur ekki
verið nægjanlega góð.
Að sögn Inga Jónssonar, form-
anns KDSÍ, fengu Kjartan Ólafsson
Hlaupi
frestað
GÖTUHLAUPI þvf sem fram átti
að fara f Keflavík á laugardaginn
hefur verið frestað um viku vegna
ársþings FRÍ. Hlaupið fer því fram
laugardaginn 6. desember.
og Þorvarður Björnsson ekki góðar
einkunnir eftirlitsdómara á leikjum,
sem þeir dæmdu erlendis, og
sama væri að segja um dómara-
störf Þórodds Hjaltalíns innan-
lands. Því væri Ijóst að þeir fengju
ekki störf á mitliríkjaleikjum, sem
eftir er tímabilsins, en það rennur
út 1. júlí á næsta ári, og þess vegna
hefðu þeir verið teknir af listanum.
Guðmundur Haraldsson, Óli P.
Ólsen og Eysteinn Guðmundsson
hafa hins vegar fengið góða dóma
fyrir dómarastörf sín og eru áfram
á milliríkjalistanum. Ingi sagði, að
þeir, sem nú væru fallnir út, væru
ekki endanlega úti í kuldanum, því
ef þeir standa sig vel innanlands
til 1. júlí, þá eigi þeir möguleika á
að komast aftur inn á listann.
Þrjár breytingar frá
síðasta ári
Framkvæmdastjórinn, Ottavio
Bianchi, sem tók við liðinu á
síðasta keppnistímabili sagðist
ekki hafa breytt leikstíl liðsins.
„Þessi góði árangur liðsins er
vegna stöðugleika þess og trú leik-
manna á að þeir geti þetta,“ sagði
Bianchi. Hann hefur keypt þrjá
nýja leikmenn. Fernando De Na-
poli, einn besta leikmann ítalska
landsliðsins í Mexíkó, sem kom
inná miðjuna og í framlínuna komu
Andrea Carnevale frá Udinese og
Francesco Romano frá 2. deildar-
liðinu Triestina.
„Það eru 50 prósent líkur á því
að Napoli verður meistari," sagði
Sven Eriksson, þjálfari Roma, um
möguleika Napoli. „Liðið hefur
enga veika hlekki og svo hafa þeir
Maradona..."
• Diego Maradona og félagar í Napolí eru í efsta sæti ftölsku 1.
deildarinnar í knattspyrnu. Hér er snillingurinn f leik með liði sínu
gegn Juventus, en Napolí vann 3:1.
Stef nt að því að hafa
Getraunir ailt árið
„VIÐ stefnum að þvf að verða
með getraunir allt næsta sumar.
Það er allsendis óvíst hvernig það
tekst, en við munum láta reyna á
það“, sagði Birna Efnarsdóttir
framkvæmdastjóri Getrauna f
samtali við Morgunblaðið.
Víða erlendis, t.d. í Vestur-
Evrópu, er spilað í knattspyrnuget-
raunum allt árið og á sumrin eru
sett upp knattspyrnumót beinlínis
í þeim tilgangi að halda getraunum
Enska landsliðið:
Don Howe hafnað
ENSKA Knattspyrnusambandið
hefur hafnað tillögu Bobby Rob-
sons, landsliðsþjálfara, um að
Don Howe verði ráðinn ffullt starf
sem aðstoðarþjálfari landsliðs-
ins.
Fyrr í mánuðinum óskaði Rob-
son eftir því að Howe, sem verið
hefur aðstoðarmaður hans i hluta-
starfi undanfarin 6 ár, yrði fastráð-
inn í fullt starf, en Knattspyrnu-
sambandið ákvað í gær að verða
ekki við bón landsliðsþjálfarans.
Don Howe sagði framkvæmda-
stjórastarfi sínu hjá Arsenal lausu
í lok síðasta keppnistímabils eftir
að hafa stjórnað liðinu í um tvö
ár. Hann segist vera ánægður með
hlutastarfið hjá landsliðinu, en
Robson óttast að Howe neyðist
til að ráða sig í fullt starf erlendis.
Að undanförnu hefur hann þjálfað
í Saudi Arabíu og hefur verið beð-
inn um að halda þar áfram.
NÝR UMBOÐSMAÐUR Á AKRANESI
Kynning á @Husqvarna saumavélum laugardag kl. 12—16.
Husqvarna
saumavélar
borga sig.
Erla Ásgeirsdóttir kynnir 6 gerðir Husq-
varna saumavéla og þar á meðal nýjasta
undrið í saumavélalínunni frá Husq-
varna, PRISMA 990.
Verð á Husqvarna saumavélum
frá kr: 14.421,- stgr.
náMniarHgmstan tt
Stillholti 16 - Pósthólf 151 - 300 Akranes - Sími (93)1799
Gunnar Asgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200
gangandi. Frægast þessara móta
er Toto-keppnin , en í henni taka
þátt mörg fræg lið frá ýmsum lönd-
um .
„Ég á von á því að við verðum
fyrst og fremst með íslenska knatt-
spyrnu á getraunaseðlunum í
sumar", sagði Birna. „Það þýðir
að vísu að við verðum stundum
að vera með leiki úr fyrstu, ann-
arri og þriðju deild á seðlinum
vegna þess að hér eru stundum
svo fáir leikir um helgar. Ef til vill
neyðumst því til að leita út fyrir
landsteinana að einhverju leiti og
höfum nú þegar sett okkur í sam-
band við þá aðila sem standa að
Toto-keppninni. En núna er óvíst
hvað kemur út úr því", sagði Birna.
Almennt er búist viö því að
Lottóið verði til þess að draga eitt-
hvað úr áhuga fólks á getraunun-
um, þó svo um ólíkan leik sé að
ræða. En hafa getraunir nú þegar
fundið fyrir samkeppninni? „Nei,
ekki get ég nú sagt það," sagði
Birna. „Enda er Lottóið svo nýfarið
af stað. En við gerum okkur auðvit-
að grein fyrir því að þetta er á
vissan hátt samkeppni við okkur
og að við verðum að gera okkar
besta til að halda áhuganum á
getraunum vakandi. Meðal annars
þess vegna stefnum við að sumar-
getraunum",
Getrauna-
seðillinn
EFTIRTALDIR leikir eru á
islenska getraunaseðlinum
laugardaginn 29. nóvember
1986.
Gladbach - Köln
Aston Villa — Arsenal
Leicester — Chelsea
Liverpool — Coventry
Luton — Charhon
Man. City — Everton
Newcastle — West Ham
Norwich — Oxford
QPR — Sheff. Wednesdey
Southampton — Watford
Tottenham — Nott’m Forest
Wimbledon — Man. United