Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
Að skapa mynd
má líkja
yið ferðalag
Rætt við Jóhönnu Bogadóttur myndlistarmann
Blaðamaður þrýstir fingr-
inum á útidyrabjölluna og
bíður eftir suðinu, sem
heyrist í þessum rafknúnu
hurðum, sem eru í hveiju húsi háu
sem lágu. Hann hrindir hurðinni
upp í flýti hræddur um að þessi
lágværi niður stöðvist áður en hon-
um hefur tekist að opna. Það kemur
stundum upp í honum undarleg til-
finning, þegar hann ýtir á svona
sjálfvirkar hurðir. Hann eins og
dettur inn í ævintýri, sem hann las
fyrir löngu. Ævintýrið
um hellinn, sem laukst
upp er ýtt var á stein-
hellu....bergið opnast og
hann stendur í dimmum
gangi og fikrar sig upp
þrepin... „Ég er héma
uppi“, heyrir hann kallað
hátt yfir höfði sér. Blaða-
maður flýtir sér í átt til
raddarinnar um leið og
hann hristir minninguna
af herðum sér.
Á efsta stigapallinum
stendur grannvaxin,
fíngerð kona með jarpt
slegið hár, í brúnu pilsi
og skyrtu með ljósgræna
pijónatreyju á öxlunum
og réttir fram höndina
og segir: „Sæl, ég heiti
Jóhanna Bogadóttir."
Hún býður honum að
ganga inn í forstofu og
síðan inn í stofu þar sem
stendur hringborð með
könnum og tekatli á því
miðju og stólar eru í
kring.
I stofunni eru falleg
blóm og sófi, sem sveip-
aður er ljósu klæði. Þama
era líka borð með
blúndudúkum og á veggj-
um bókahillur og myndir.
En þessi stofa er ekki
bara venjuleg stássstofa
heldur líka vinnustofa,
því í þeim hluta hennar, sem glugg-
inn er stærstur hefur verið stúkuð
af vinnuaðstaða með ljósu tjaldi.
Þar hanga uppi ófullgerðar myndir
málaðar á striga og steinn er á
gólfínu.
„Ég er fædd og uppalin í Vest-
manneyjum," segir hún þegar við
höfum komið okkur fyrir. „Ég
dvaldi líka oft á sumrin á Siglufirði
þaðan, sem móðurættin er. Það má
því segja að ég sé alin upp á tveim
verstöðvum.
-Engan fisk er þó að sjá í mynd-
um þínum?
„Nei, ég ræ á önnur mið, segir
hún af umburðarlyndi, því auð vitað
er það ekki sjálfgefið að myndefnið
snúist um fisk þó listamaðurinn
hafi alist upp í sjávarplássum. Hún
heldur áfram með frásögnina í lág-
um tóni: „En það var svo eftir
stúdentspróf, að ég ákvað að fara
í myndlistamám. Ég byijaði í Mynd-
lista- og handíðaskólanum en hætti
til að vinna fyrir utanferð. Ég hélt
til Frakklands árið 1966 og sótti
listaskóla bæði í Suður- Frakklandi
og París. Eftir það lá leiðin til Kaup-
mannahafnar þar sem ég nam við
Akademíuna í einn vetur. Fór síðan
til íslands og eignaðist hana dóttur
mína. Ég var fimm ár heima en
hélt svo aftur til Frakklands og
nokkra síðar til Svíþjóðar þar sem
ég stundaði myndlistamám í þtjú
ár við Akademíuna í Stokkhólmi.
í þessum skólum lagði ég stund
á fijálsa myndlist og síðustu árin í
Svíþjóð stundaði ég einkum grafík
og það gerði ég einnig eftir að ég
kom heim en hef síðan farið smátt
og smátt meira út í málverkið og
teikningar."
- Hvað ræður vali á lífsstarfi-,
klassísk spuming en nauðsynleg?
„Hjá mér var ekki beinlínis um
val að ræða heldur þörf,“ segir
hún. „Ég var alltaf að fikta við
myndlist en síðan varð þetta stöð-
uga fíkt alvara, sem ég gat ekki
bægt frá. Ég ólst upp í stórfjöl-
skyldu, í Hlíðarhúsi í Vestmanna-
eyjum, þar sem þótti sjálfsagður
hlutur að teikna og búa til hluti,
lagfæra og gera ýmislegt skapandi.
Reyndar var á heimilinu föðurbroð-
ir minn, sem vann ýmsar skreyting-
ar fýrir bæjarbúa, skrautskrift og
fleira."
-Hvað gerir það að verkum að
einn leggur fyrir sig skapandi störf
en aðrir venjubundin störf?
„Það geta verið margar ástæður
fyrir því. En eitt af því sem mér
fínnst hafa verið kveikjan að því
að ég valdi þetta starf er hrifning
á náttúranni og af mikilfengleika
lífsins, sem mig langaði til að túlka
á einhvem hátt og sameinast. Skap-
gerðin hefur líka mikið að segja,
en þeir sem fara út í myndlist sem
aðalviðfangsefni þurfa að vera full-
ir bjartsýni."
-Á þetta ekki við um allt?
„Jú, en myndlistarstörf hafa þá
sérstöðu að listamaðurinn stendur
alveg einn, hefur ekkert til að styðj-
ast við.“
-Gerðir þú þér grein fyrir þessari
hlið á starfínu í upphafi?
„Já, en ég var ekki að hafa
áhyggjur af því hvort ég yrði skuld-
um vafinn eftir sýningu og ætti
ekki fyrir litum og penslum. Ég
held að flestir ungir listamenn hugsi
þannig. Þeir láta bara hveijum degi
nægja sína þjáningu, það er ekki
um annað að ræða. Én stundum
hugsa ég, þarf þetta að vera svona?
'Ætti þjóðfélagið ekki að
auðvelda listamönnum
lífsafkomuna?"
-Er sjálfsagðara að
styrkja listamenn en aðr-
ar stéttir?
„Já, vegna þess að
störf listamanna falla
hvorki undir launuð störf
í þjóðfélaginu né mark-
aðslögmál neyslunnar en
allir njóta þeirra. Fólk
gerir sér kannski ekki
alltaf grein fyrir því, hve
lífsnauðsynlegt það er að
menningin fái að blómg-
ast. Það er hins vegar
erfitt að segja um hveijir
era hinir raunveralegu
vaxtarsprotar en við
verðum að gefa öllum
tækifæri til að vaxa og
sýna hvað í þeim býr.“
-Finnst þér þú hafa
fengið þín tækifæri?
„Já, það finnst mér og
ég er þakklát fyrir það.“
Jóhanna Bogadóttir
hefur sýnt bæði hér og
víða erlendis. Hún hefur
verið með einkasýningar
og tekið þátt í samsýn-
ingum og á verk á ýmsum
listasöfnum, til dærnis
Atheneum listasafninu í
Helsinki, Alvar Alto safn-
inu, Listasafni Islands og
Nútímalistasafninu í New
York.- Við spyijum hana um gildi
þess að sýna utan heimalandsins?
„Það er mikilvægt að fá viðbrögð
frá ólíkum og stærri þjóðfélögum
en við búum við hér. Hafa þessar
sýningar verið geysilega uppör-
vandi fyrir mig. En þó að ágætt
sé að sækja næringu erlendis þá
fínnst mér alltaf gott að vera hér
heima í ró og næði. Hér á ég mínar
dýpstu rætur og hér höfðar náttúr-
an sterkast til mín. Hingað sæki
ég efniviðinn í myndir mínar að
miklu leyti.“
Hesturinn og hús hestsins.
Kartöflurnar, sem vaxa í jörðinni
fyrir utan
Hafið, stormurinn og lognið, á
eftir
Eldfjallið, sem bærir á sér, fjal-
lið, lækurinn, sem rennur.
Vatn, glerbrot, spýtur, tijábútar,
sem brenna.
Eldurinn, lífíð, dauðinn, baráttan
fyrir voninni, þessi fagra veröld.
Þetta era yrkisefni Jóhönnu eins
og hún lýsir þeim í riti sænska
gfaríktríennalsins.- Hvemig verða
hugmyndir hennar til?
„Þær verða til á löngum tíma,“
segir hún. „Það geta liðið tvö til
þijú ár frá því að fyrsta skissan
verður til, tími ótal rissa og próf-
mynda áður en verkið er tilbúið.
Venjulega er ég að vinna að fleiri
myndum samtímis. Það er eins og
myndefnið þurfi að geijast með
mér. Ákveðin hugmynd verður til,
sem byijar að vaxa stundum eins
og illgresi, en það verður að fá að
skjóta rótum líka. En hvaðan hug-
myndirnar koma og hvers vegna
þær verða til er ekki gott að segja.
Kannski endurpegla þær eitthvað
af Iífsundrinu. Ef til vill er myndlist-
armaðurínn að reyna að komast á
staði, sem hann hefur ekki dvalið
á áður. Að skapa myndverk má líkja
við ferðalag og mér þykir gaman
að ferðast.“
-Það eru mikil átök í myndum
Jóhönnu og margt að gerast, við
spyijum hvort hún sé mikill átaka-
maður?
„Þeir sem þekkja mig lítið verða
stundum hissa, þegar þeir sjá
myndirnar mínar,“ segir hún. Én
ég hef orðið vör við, að þær vekja
oft sterk viðbrögð og hafa stundum
verið umdeildar og má ég vera án-
ægð með það, því það tilheyrir held
ég minni leið í myndlistinni að vekja
viðbrögð og ekki vill maður falla inn
í eitthvert fyrirfram tilbúið kerfí
heldur leita eigin leiða. Hitt er svo
annað mál, hvort maður gerir nógu
vel eða gæti lagt sig meira fram,
unnið meira?"
-Hvaða kröfur gerir þú til mynd-
listagagnrýni?
„Mér þætti æskilegt að umfjöllun
um myndlist beindist að því að auka
skilning og áhuga á henni. En með
þeim skrifum, sem tíðkast hér á
landi ber meira á því að gagnrýn-
endur séu að dæma verkin og finnst
mér eins og að í gegnum þessi skrif
séu þeir stundum að reyna að upp-
hefja sjálfa sig. Það er auðvitað
fyrir neðan allar hellur. Þar að auki
era aðeins örfáir menn, sem fást
hér við myndlistargagnrýni og það
era alltaf þeir sömu ár eftir ár svo
gagnrýnin er orðin einhæf að mínu
mati. Þetta getur haft óeðlileg áhrif
og skapað fordóma og viðhaldið
þeim. Umræðan þyrfti að vera mik-
ið fjölbreyttari. Én það er sjálfsagt
erfítt að fá fólk til að skrifa um
listir í dagblöðin í þessu litla þjóð-
félagi þar sem allir þekkja alla.“
-Hvernig litist þér á að tekin
væri upp stjörnugjöf í myndlist líkt
og Stöð tvö hefur viðhaft við mat
á bókmenntum og tónlist?
„Væri þá ekki tilvalið að útbúa
sérstakar úlpur fyrir listamenn, sem
Jóhanna Bogadóttir í vinnustofu
sinni. Ljósmynd Ólafur K. Magn-
ússon.
hægt væri að stimpla á stjömur,
nokkurs konar stjörnuúlpur. Mikil-
vægt væri þó, að stjörnurnar væru
stórar og greinilegar, jafnvel sjálf-
lýsandi svo hægt væri að telja þær
á löngu færi. Svo öllum hégóma sé
sleppt þá tel ég æskilegast að hægt
væri að fjalla um verkin frá ýmsum
hliðum án þess að komið væri með
niðurstöðu. Því ef fólk er að skoða
sýningar truflað af því að skilgreina
og dæma í stað þess að njóta fer
svo margt forgörðum."
-Ýmislegt í störfum þínum hefur
beinst að því að færa listina nær
fólkinu, finnst þér myndlistin gerð
fólki óaðgengileg?
„Já, en ég tel þó, að hér sé nokk-
uð breiður hópur, sem sýni myndlist
áhuga en þessi áhugi gæti verið
almennari. Mér finnst myndlistar-
menn starfa á nokkuð lokuðum
básum en tel öllu fólki eðlilegt að
tjá sig með höndum og á skapandi
hátt án þess að telja sig endilega
listamenn. Þegar ég starfaði á
myndverkstæðinu Umhverfi 80,
varð ég vör við, að fullorðnum ekki
síður en bömum fannst ákaflega
gaman að spreyta sig. En það var.
eins og þeim fyndist það ekkert
sjálfsagt, því iðullega var spurt:
Má ég líka? Margir spurðu líka verð-
ur ekkert framhald á þessu?
-Nú era alls kyns myndlistarná-
mskeið í í gangi liggur ekki beinast
við að fólk sæki þau, ef áhugi er
fyrir hendi?
„Jú, en það mættu vera til mögu-
leikar á fijálsara fyrirkomulagi, því
á namskeiðum er fólk bundnara og
oft era meiri væntingar til þess.
Gjarnan er spurt, ætlar þú að verða
listamaður? Én það er margt í þjóð-
félaginu, sem gerir fólk hrætt við
að vinna að einhveiju skapandi.
Mála myndir eða skrifa ljóð. Því
nám og annað beinist svo mikið að
nytsemisgildinu. Fijáls tjáning þyk-
ir því ekki sjálfsögð. Þess í stað er
fólk matað á hlutum, sem það gæti
annars gert sjálft- það er meira að
segja farið að dansa fyrir fólk í sjón-
varpinu um áramótin."
-Þú hefur starfað töluvert að frið-
armálum og meðal annars með
samstarfsnefnd friðarhreyfinga og
samtökum um kjamorkuvopnalaust
ísland, hvíla þessi mál þungt á þer?
„Já þau hljóta að gera það, því
um leið og manninum fínnst hann