Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 10

Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 Kvikmyndasjóður íslands: ÚtMutað á nýjum forsendum Þá er lokið þeirri úthlutun Kvik- myndasjóðs íslands sem beðið hefur verið með kannski hvað mestri eftirvæntingu til þessa og ekki að undra því að sjóðurinn úthlutaði nú í fyrsta sinn sam- kvæmt þeim lögum sem um hann voru sett 1984, þess efnis að til hans rynni allur söluskattur kvikmyndasýninga hér. Þannig komu til úthlutunar nú 47.800. 000 krónur af þeim 55 milljónum króna sem sjóðurinn fékk sam- kvæmt fjárlögum þessa árs og er það mikil aukning til saman- burðar við fjárveitingu 1986, en þá hlaut sjóðurinn alls 26 milljón- ir króna, 16 milljónir í fyrstu veitingu og 10 milljónir i aukafj- árveitingu til hans. Það urðu þvi margir úr hópi íslenskra kvik- myndagerðarmanna til að senda inn umsóknir að þessu sinni og bárust sjóðnum alls um 75 um- sóknir, þar af tæpar tuttugu til gerðar leikinna kvikmynda. Þeg- ar upp var staðið hafði úthlutun- arnefndin, sem i eiga sæti þeir Knútur Hallsson, ráðuneytis- stjóri, Birgir Sigurðsson, rithöf- undur og forseti Bandalags islenskra listamanna og Friðbert Pálsson, framkvæmdastjóri, ákveðið að veittir yrðu 19 styrk- ir, tíu til leikinna kvikmynda, sex til gerðar heimildamynda, einn til gerðar teiknimyndar og sitt hvor styrkurinn til kvikmynda- hátiðar og Kvikmyndasafns íslands. Stærri styrkir og færri „Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnar sjóðsins að veita nú færri myndum styrki en gert hefur verið til þessa og styrkja þær þá það rausnarlega að það sé ekki óðs manns æði að fara út í framleiðslu þeirra," segir Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, en tvær myndir hlutu stóra framleiðslustyrki, kvikmynd annars vegar kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar,„Tristan og ísold“ sem hlaut 15 milljón króna styrk og hins veg- ar „Foxtrot", kvikmynd Frostfilm, sem hlaut tíu milljón króna fram- leiðslustyrk. Aðrir styrkir til leikinna kvik- mynda eru talsvert lægri og er í flestum tilvikum um að ræða svo- nefnda undirbúnings-og handrita- styrki, að frátöldum 500.000 króna styrk sem veittur var Agústi Guð- mundssyni til að setja enskt tal á kvikmynd sína „Utlagann", Friðriki Þór Friðrikssyni, sem hlaut 1.800 króna viðbótarstyrk fyrir mynd sína „Skytturnar" sem hann er að full- vinna þessa dagana og ráðgert er að frumsýna þann 14. febrúar og Kristberg Óskarssyni, sem hlaut 200.000 króna styrk til að gera „Skyggni ágætt", stutta kvikmynd sem verður tekin í Kerinu í Grímsnesi. Þeir sem hlutu undirbúnings- og handritastyrki eru Eiríkur Thor- steinsson, Hilmar Oddsson, Þor- steinn Jónsson, Kristín Jóhannes- dóttir og Egill Eðvarðsson, sem nú kveðst ætla að leggja lokahönd á póginn við vinnslu handrits sem hann nefnir „KUML“ og hefur haft í smíðum undanfarin tvö ár, en hyggst gera talsverðar breytingar á. Leiðtogafundurinn skipti sköpum „Ég sótti um til sjóðsins í því skyni að nota þetta ár til að fara af stað í undirbúning, ráða tækni- fólk, leikara, vinna í staðháttavali, leikmynd, búningagerð og þess- háttar, fyrir utan að Ijúka endan- legri gerð handritsins," segir Egill, sem hlaut einnar milljón króna styrk. Hann kveður leiðtogafundinn á liðnu ári hafa mikið hjálpað sér að kristalla hugmyndina um handri- tið. „Þessi fundur skipti mig og handritið sköpum, eins og kannski marga aðra. Mér fannst ég komast þarna í snertingu við stærðir sem ég held að geri þessu handriti mínu gagn. Það opnuðust einhveijar flóð- gáttir þegar ósköpin dundu yfir sem á sinn hátt sýndu manni hveijir eru stórir og hveijir eru litlir og hveijir eru kannski ekki endilega svo stór- ir sem virðist." Egill er ekki sá eini sem ætlar að nota tímann til að fullvinna ver- kenfi sem þegar hefur verið hafist handa við, Kristín Jóhannesdóttir hlaut þriggja milljón króna undir- búnings-og handritastyrk til myndarinnar „Svo á jörðu sem á himni“, sem greint er frá annars staðar í þessarri umfjöllun. Skýjað í fleiri en einum skilningi Eiríkur Thorsteinsson hlaut tveggja milljón króna undirbún- ings-og handritastyrk fyrir myndin sem ber vinnuheitið „Skýjað" og verður væntanlega gerð árið 1988, samkvæmt handriti hans og Hilm- ars Amar Hilmarssonar, sem einnig kemur til með að annast tónsmíðar fyrir myndina og hljóðsetningu hennar. Eiríkur ætlar á hinn bóginn að leikstýra verkinu, en hann lauk námi í kvikmyndagerð í Frakklandi fyrir rúmum tveimur árum og hefur starfað síðan við fyrirtækið Norra s.f. sem hann rekur ásamt konu sinni, kvikmyndagerðarmanninum Sörmu. Eiríkur starfaði 1982 sem að- stoðarleikstjóri við mynd franska sjónvarpsins „Leiðin yfir ísland" „kvikmynd sem var afskaplega mis- heppnum sem slík, en mjög gefandi í reynslu," Spumingunni um það hvort vinnuheitið sé tilkomið af þankagangi um íslenskt veðurfar þannig svarar hann svo: „Jú það kemur úr íslensku veðurfari, þó líklega verði skýjað í fleiri en einum skilningi þegar þar að kemur." Undirbúningsstyrkur í stað framleiðslustyrks Ekki sóttu allir þeir um undirbún- ings-og handritastyrk sem fengu. Þannig sótti Hilmar Oddsson um framleiðslustyrk fyrir myndina „Meffí“, sem verður gerð eftir handriti hans og Jóhanns Sigurðar- sonar, leikara og kveðst Hilmar hafa verið reiðubúin að heija kvik- myndatökur í sumar hefði fengist til þess ijármagn. Hilmar hlaut hins vegar tveggja milljón króna styrk til frekari undirbúnings verksins, sem hann vonast til að geta þá hafist handa við árið 1988. „Meffí" er saga þriggja vina, að sögn Hilm- ars, örlagasaga sem spannar tveggja mánaða tímabil í þeirra lífi sem gerir þá að ekki sömu mönnum og fyrr. „Hugmyndin að þessu kviknaði í Loðmundarfirði á sínum tíma, en við Jóhann skrifuðum handritið á seinni hluta síðasta árs. Þetta verð- ur það sem kalla má „dramatíska spennumynd", en þó ólík fyrri mynd minni „Eins og skepnan deyr“ að því leyti að hún er léttari og auð- skildari, það er ekki beint verið að velta fyrir sér grunnhugmyndum tilverunnar, þó það sé alls ekki um gamanmynd að ræða.“ Hilmar seg- ir ólíklegt að hann heíjist handa við kvikmyndatökur í ár, en segist vona að styrkveitingin nú sé fors- mekkurinn að því sem koma skal. Gamanmyndir taldar borga sig Svipaða sögu er að segja um „Himnaríki h.f.“, kvikmynd sem Þorsteinn Jónsson, formaður félags kvikmyndagerðarmanna sótti um framleiðslustyrk fyrir. Þorsteinn hlaut einnar milljón króna styrk til frekari undirbúnings, en handrit hans, sem er frumsamið að gaman- mynd sern gerð verður bæði á íslandi og Ítalíu. Hljóðaði kostnað- aráætlun myndarinnar miðað við framleiðslu nú í ár upp á 18 milljón- ir króna. „Ég ákvað að gera gamanmynd, ekki síst af því að ég geri ráð fyrir að hún borgi sig, þetta er þannig efni,“ segir Þor- steinn, en tekur fram að með þessum orðum eigi hann ekki við að gamanmyndagerð sé á neinn hátt „ódýrari" en gerð dramatískra kvikmynda, né heldur að hann telji íslenska kvikmyndagerð eiga að halda sig í farvegi gamanmynda öðru fremur „þetta verður allt að vera með hveiju öðru." Þorsteinn kveðst vonast til að geta hafíð fram- leiðslu myndarinnar á næsta ári. Ástir, hvalir og eldgos Þá eru ótalin þau verkefni sem styrkt voru úr heimildamyndageir- anum, en þar ber hæst á fimm milljón króna styrk til heimildaþátt- araðar þeirra Jóns Hermannssonar og Guðmundar Sigvaldasonar,„Hin rámu regindjúp", sem vikið er að hér annars staðar. Næst stærsti heimildastyrkurinn kom í hlut Magnúsar Magnússonar, 1.200.000 krónur til gerðar myndar um Sjó- fugla, en Magnús hefur áður gert mynd af svipuðum toga um vatna- fugla við Mývatn. 500.000 krónur komu í hlut Önnu Björnsdóttur vegna heimildarmynd- arinnar „Ást og stríð" sem greinir frá afdrifum íslenskra kvenna sem giftust og fluttust til Bandaríkjanna í kjölfar hins svokallaða „ástands- tímabils" og sama upphæð var veitt Jóni Björgvinssyni til gerðar mynd- ar sem hann nefnir „88 gráður austur“. Páll Steingrímsson hlaut einnig 500.000 krónur til myndar sinnar „Hvalakyn, hvalaveiðar" og í hlut Filmusmiéjunnar h.f. komu 300.000 krónur vegna myndar sem ber heitið „Miðnesheiði". Kvikmyndasjóður á Laugaveg Þá veitti sjóðurinn nú í þriðja sinn styrk til gerðar teiknimyndar og kom hún í hlut Sigurðar Amar Brynjólfssonar, að upphæð 300.000 krónur. Til kvikmyndahátíðar runnu 1.500.000 og sama upphæð til Kvikmyndasafns íslands, en til kaupa á húsnæði fyrir safnið og Kvikmyndasjóð renna 4.6 milljónir króna og 2.6 milljónir til reksturs og síðari úthlutana. Kvikmynda- sjóður hefur nú þegar fest kaup á húsnæði við Laugaveg og er ráð- gert að koma þar fyrir skrifstofum hans, kvikmyndasafninu og vinnu- aðstöðu fyrir kvikmyndagerðar- menn. Engar skuldbindingar í undirbúningsstyrkjum Þá eru upptalin þau verkefni sem úthlutun Kvikmyndasjóðs íslands náði til að þessu sinni. Að sögn Guðbrandar Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins eru menn þar ánægðir með úthlutunina, en aðspurður um hvort að það að veita stóra undirbúnings- og handrita- styrki væri eins konar ávísun á frekari styrk til framleiðslu mynda segir hann: „Sjóðurin skuldbindur sig ekki frá ári til árs, enda koma nýjir menn árlega inn í úthlutunar- nefnd hans. Hins vegar kann viss vísbending að vera fólgin í að fólki séu veittir stórir undirbúningsstyrk- ir, um að álitið sé að það búi yfir góðum hugmyndum, hafi sett fram góð handrit og sé það mikið hæfí- leikafólk að því beri að hjálpa til að undirbúa verkefni sín enn betur.“ Um úthlutunina segir hann en- fremur „Eins og fram hefur er það einn af okkar reyndustu leikstjórum sem fær annan stóra styrkinn og síðan er hinn aðilinn fyrirtækið Frostfilm, sem hefur umtalsverða tæknilega- og listræna reynslu, en hefur ekki ennþá gert kvikmynd. Ég hef heyrt óánægjuraddir varð- andi suma þætti úthlutunarinnar, en almennt heyrast ánægjuraddir og það margar," segir Guðbrandur. Éitt af þeim atriðum sem flestum viðmælendum úr hópi kvikmynda- gerðarmanna bar saman um var ánægja með þá ákvörðun sjóðsins að flýta úthlutuninni, en til þessa hefur hún oft verið í aprílmánuði. „Það munar okkur miklu að fá að vita um úthlutunina þetta-snemma og gerir okkur kleyft að vinna bet- ur að undirbúningi en stundum hefur tíðkast í íslenskri kvikmynda- gerð, einfaldlega vegna þess að fólk hefur þurft að fara af stað með litlum fyrirvara," segir Karl Óskarsson. Kristín Jóhannesdóttir tekur í sama streng og segir ánægjulegt að sjóðurinn hafi tekið þá stefnu að veita ríflega undirbún- ingsstyrki. „Fólki hefur stundum verið ýtt fram af hengiflugi með styrkveitingu, en með þessu móti ætti slíkt að vera liðin tíð.“ Þó menn séu almennt sammála um þessi tvö atriði, þykja önnur gagnrýniverð og t.a.m. bendir Þor- steinn Jónsson, formaður félags kvikmyndagerðarmanna raddir hafi verið í hópi kvikmyndagerðar- manna um að þau verkefni sem hvað rækilegast séu auglýst í fjöl- miðlum fyrir styrkveitingu njóti góðs af. „Það hlýtur að vera um- hugsunarvert ef úthlutunarnefnd lætur slíka umfjöllun hafa áhrif á úrskurð sinn fremur en verðleika verkefnanna fyrst og fremst." Deilt á stærsta styrkinn Gagnrýni á úthlutun sjóðsins kom fram á fundi félags kvik- myndagerðarmanna 2. febrúar sl. vegna styrkveitingarinnar til „Tristan og ísold“, þar sem fundar- menn samþykktu einróma svohljóð- andi ályktun: „í ljósi úthlutunar Kvikmynda- sjóðs fyrir árið 1987 telja félags- menn að hagur íslenskrar kvikmyndagerðar hafi verið fyrir borð borinn með því að láta 15 milljónir eða 33% af ráðstöfunarfé sjóðsins í erlent samstarf án þess að setja skilyrði um að ákveðinn fjöldi íslendinga fái atvinnu við verkefnið. Fordæmi að slíkum skil- yrðum er að finna víða um heim. Er það krafa félagsmanna að þetta endurtaki sig ekki og að reglur verði settar um styrkveitingar til kvikmynda sem gerðar eru í sam- starfi við erlenda aðila.“ Um gagnrýni vegna þessa styrks segir Guðbrandur Gíslason, „Ég get ekki sagt annað um þetta mál en það að úthlutunamefndin lítur á þessa mynd Hrafns Gunnlaugsson- ar sem íslenskt fyrirbrigði í ljósi þess að handritahöfundur og leik- stjóri er íslenskur, yfirmaður leikmyndar er íslenskur sem og hljóðmaður og aðstoðarkvikmynda- tökumenn. Aðalleikarar eru íslensk- ir, myndin er tekin upp í islensku umhverfí og endurspeglar íslenskan raunveraleika. Á þessum forsend- um lítur úthlutunamefnd á „Tristan og Isold“ sem íslenska framleiðslu." Þar með er lokið þessari saman- tekt á úthlutun Kvikmyndasjóðs Islands, sem allir era þó sammála um að hljóti að vera byijunin á gróskumeiri tíð í íslenskri kvik- myndagerð í ljósi aukins fjármagns til ráðstöfunar nú og héðan í frá. Samantekt/Vilborg Einars- dóttir hvað breiðtjaldið varðar, en hann er menntaður í leiklist og kvik- myndagerð frá New York Uni- versity. Stjóm kvikmjmdatöku verður í höndum Karls Óskarsson- ar og verður það í fimmta sinn sem hann kvikmyndar íslenska mynd. Yfiramsjón með leikmynd hefur svo Geir Óttar Geirsson, en framkvæmdastjóri verkefnisins er Ásgeir Bjamason, sem m.a. fram- kvæmdastýrði myndinni Hvítum mávum á sínum tíma. Þessi ofantaldi hópur hefur á undanfömu hálfu ári unnið að verkefninu, en höfundur handrits- ins, sem hefur mikinn áhuga á „dramatíska forminu" og situr reyndar úti í Kalifomíu í Banda- ríkjunum við kvikmyndahandrita nám samfara handritaskrifum á íslensku, segir upphaf samvinn- unnar vera á þessa leið: „Ég hafði unnið með þeim Frostfilm mönn- um í öðrum verkefnum og líkað Frostfilm: Kvikmyndatökur af stað í júní Það er stundum minnst á að ein- hveijir aðilar í gerð auglýsinga hljóti að fara að leggja upp laup- ana, svo mikið sé orðið um slík fyrirtæki og samkeppnin fari harðnandi. Einu slíku fyrirtæki, Frostfilm verður harðlæst og lok- að nú í sumar, en ástæðan er þó ekki fyrmefnd samkeppni heldur sú að fyrirtækið og aðstandendur þess, Karl Óskarsson og Jón Tryggvason fengu tíu milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði til gerðar kvikmyndar sem ber vinnuheitið „Foxtrot" og verður kvikmynduð í sumar undir merkj- um Frostfilm. Fleiri koma þó við söguna myndarinnar sem er kom- in úr smiðju Sveinbjöms I. Baldvinssonar, rithöfundar og leikritaskálds, en hann hefur unn- ið að gerð handritsins á þessu ári og hyggst ganga endanlega frá því á næstu mánuðum í samvinnu við Láras Ými Óskarsson, kvik- myndagerðarmann, sem væntan- lega verður upptökustjóri myndarinnar. Leikstjóri hennar verður hins vegar Jón Tryggvason sem nú lætur til sín taka í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.