Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 40. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins ÍRAR AÐ KJÖRBORÐINU Þingkosningar voru á írlandi í gær og var útlit fyrir mikla kjör- sókn. Talning átti hins vegar ekki að hefjast fyrr en í dag og ekki er búist við, að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun. Slagur- inn stóð aðallega á milli Garret FitzGerald, forsætisráðherra og leiðtoga Fine Gael, og Charles Haughey, leiðtoga Fianna Fail. í skoð- anakönnunum hefur Haughey lengstum verið spáð góðum sigri en síðustu daga hefur dregið nokkuð saman með flokkunum. Myndin var tekin þegar Haughey greiddi atkvæði í gærmorgun. Víetnam: Tólf ráðherrum vikið úr stjórn Bangkok, Thailandi. AP. Reuter. TILKYNNT var í Víetnam í gær, að tólf ráðherrar hefðu verið rekn- ir og 18 nýir tilnefndir. Eru þetta mestu hreinsanir í landinu síðan kommúnistar komust þar til valda en meðal þeirra, sem vikið var frá, er varnarmálaráðherrann, Van Tien Dung, sem stjómaði sókn- inni gegn Suður-Víetnam. Ríkisútvarpið í Víetnam skýrði frá hreinsununum en til þeirra er gripið aðeins tveimur mánuðum eft- ir að þrír háttsettir menn í kommúnistaflokknum sögðu af sér. Eru þær augljóslega gerðar til að yngja upp í forystusveitinni, sem er komin að fótum fram, skipuð mönnum, sem hafa staðið í hemaði alla sína tíð og kunna lítt til stjóm- unarstarfa. Eftir að kommúnistar náðu völdum í öllu Víetnam hefur efnahag þjóðarinnar hrakað svo mjög, að nú eru þjóðartekjumar ein- hveijar þær lægstu, sem um getur. Sovétmenn hafa veitt Víetnömum mikinn íjárstuðning en vitað er, að þeir eru famir að ókyrrast yfir ástandinu og stöðnuninni í landinu. Ítalía: Craxi vill ekki sleppa stólnum Róm. Reuter. BETTINO Craxi, forsætisráð- herra Ítalíu, gaf í gær í skyn, að hann ætlaði ekki að standa við samning, sem ríkisstjórnar- flokkarnir gerðu með sér í ágúst sl. og á að tryggja stöð- ugleika í ítölskum stjórnmál- Samkvæmt samningnum á Craxi að afhenda forsætisráð- herraembættið í hendur manni úr Kristilega demókrataflokknum í apríl nk. og sá, sem við tekur, á að gegna því fram að kosningum á næsta ári. I sjónvarpsviðtali við Craxi í gær sagði hann, að þessi fyrir- huguðu skipti gerðust æ erfiðari og ólíklegri með degi hveijum. Kristilegir demókratar, sem líkar illa, að Craxi, leiðtogi Sósíalista- flokksins, skuli hafa farið með stjómarforystuna í hálft fjórða ár, hafa hins vegar alltaf litið svo á, að samningurinn væri óafturkall- anlegur. Stjómmálaskýrendur segja, að það fari nú eftir við- brögðum kristilegra demókrata hvort stjómin fellur og efnt verður til kosninga bráðlega. Sovétríkin: Kosningar verði lýð- ræðislegri SIÐAR á þessu ári verður efnt til kosninga sums staðar i Sovétríkj- unum og verða þær með öðru sniði og lýðræðislegra en áður hefur tíðkast. Skýrði Tass-frétta- stofan frá þessu í gær. A fundi í miðstjóm kommúnista- flokksins í síðasta máni'ði hvatti Mikhail Gorbachev, Sovétleiðtogi, til að efnt yrði til leynilegra kosninga og fleiri en einum manni leyft að bjóða sig fram. Sagði hann, að efna- hagsleg endurreisn í landinu væri undir þessum breytingum komin. Tass sagði, að nýju reglumar yrðu látnar gilda í kosningum til sumra sveitarstjóma á sumri komanda. Við öllu búnir íParís Réttarhöld eru nú að hefj- ast í París yfir líbanska hryðjuverkamanninum Georges Abdallah og er af þeim sökum mikill ör- yggisviðbúnaður í borg- inni. Þessi mynd var tekin á Saint Michel-torgi og eru lögreglumennimir augljóslega við öllu búnir. Líbanon: Barist um yf irráðin í Beirutborg Beirut. AP, Reuter. Grimmilegir bardagar geisa □ú í Beirut milli shíta annars vegar og ýmissa flokka vinstri- manna og drúsa hins vegar. Er tekist á um yfirráðin yfir Aust- ur-Beirut, borgarhluta múham- eðstrúarmanna. Nabih Berri, leiðtogi shíta, sagði í gær, að umsátrinu um flóttamannabúð- ir Palestínumanna yrði aflétt í dag. Talið er, að tugir manna hafi fallið og nokkur hundmð særst í blóðugum átökum milli amal- hreyfíngar shíta og kommúnista, sem njóta stuðnings drúsa. Er bar- ist hús úr húsi og segir fólk, sem flúið hefur vígvöllinn, að ekki sé hægt að segja um hveijum vegni betur því að einn stríðsmaður sé öðrum líkur. Shítar, sem Sýrlend- ingar styðja, eru nú einna valda- mestir meðal múhameðstrúar- manna í Líbanon og er talið líklegt, að í átökunum nú vilji kommúnist- ar og drúsar ekki aðeins lækka rostann í shítum heldur einnig Sýrlendingum. „Við erum búnir að fá okkur fullsadda af amal-liðum og ætlum okkur að hreinsa til í borginni," sagði einn þeirra. Nabih Berri, leiðtogi shíta, sagði í Damaskus í gær, að í dag yrði hætt umsátrinu um flóttamanna- búðir Palestínumanna í Beirut. Er þeirri yfirlýsingu þó treyst mátu- lega því að ekki er alveg ljóst hvort hann hefur fulla stjóm á sínum mönnum. Reuter Sovétríkin: Gennady Gerasimov, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í Moskvu, að hann vissi ekki hvort Koryagin væri nú þegar laus en sl. föstudag hefði ríkisstjórnin ákveðið að gefa honum upp sakir. „Hann verður látinn laus í dag eða á morgun," sagði Gerasimov. í viðtali við fréttamann AP sagði Greasimov, að auk Koryagins hefði Alexander Ogordnikov verið látinn laus en hann var dæmdur árið 1980 í sex ára nauðungarvinnu Gerasimov vildi ekkert um það segja hvort Koryagin yrði leyft að fara úr landi en kona hans, Gal- ina, býr í Hollandi. Varð hún að sjálfsögðu himinlifandi þegar hún frétti, að maður hennar yrði látinn laus en kvaðst ætla að bíða með yfírlýsingar þar til hún hefði náð tali af honum sjálfum. Koryagin er 48 ára gamall sálfræðingur og var dæmdur árið 1981 í sjö ára fangelsi fyrir að hafa komið á framfæri skýrslu um að andófs- menn í Sovétríkjunum væru lokaðir inni á geðveikrahælum. Kimnum andófs- mönnum sleppt Moskvu. AP, Rei'ter. SOVÉSK stjórnvöld hafa ákveð- ið að láta lausa andófsmennina Anatoly Koryagin og Alexander Ogorodnikov og „mjög líklega" verður gyðing- urinn Iosif Begun einnig látinn laus bráð- lega. Sovéskur embættismaður greindi frá þessu Anatoly í gær. Koryagin fyrir að stofna kristilegt félag seint á síðasta áratug. Gerasimov sagði, að nú hefðu 150 andófsmönnum verið sleppt úr fangelsi og að verið væri að endurskoða mál jafn margra. Sagði hann, að þeir, sem hefðu verið látnir lausir, hefðu heitið að láta af andsovéskri starf- semi en margir fanganna fyrrver- andi bera hins vegar á móti því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.