Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Lev Polugaevski heilsar Gunn- ari Hanssyni forstjóra IBM á íslandi við komuna til landsins. Milli þeirra stendur Mikhail Tal og lengst til hægri er Þráinn Guðmundsson, forseti Skák- sambands íslands. Lajos Portisch og Viktor Korchnoi. Morgunblaðið/Árni Sæberg IBM skákmótið hefst á fimmtudaginn: „Fólk segir að heppn- in fylgi þeim sterkasta“ - sagði Viktor Korchnoi við komuna til landsins í gærkveldi „Ég verð ekki alltaf jafnheppinn og ég var á Wijk aan Zee skák- mótinu. Ég var mjög heppinn á því skákmóti, en fólk segir að heppnin fylgi þeim sterkasta. Ég held ég verði ekki jafn heppinn aftur og ég verð að beijast af krafti til þess að ná góðum ár- angri," sagði stórmeistarinn Viktor Korchnoi, þegar Morgunblaðs- menn hittu hann að máli á Keflavíkurflugvelli í gærkveldi, við komu hans og fjögurra annarra stórmeistara til landsins til þess að taka þátt í IBM skákmótinu, sem hefst á fimmtudaginn. Mótið sem er í 14. styrkleikaflokki, er hið sterkasta sem haldið hefur verið hér á landi og eitt hið sterkasta sem haldið verður í heiminum í ár. Auk Korchnoi komu þeir Lajos Portisch frá Ungverjalandi, Mikh- ail Tal og Lev Polugaevski frá Sovétríkjunum og Simen Agde- stein frá Noregi. Jan Timman frá Hollandi var væntanlegur síðar í gærkveldi og seinnipartinn í dag koma síðustu tveir keppendumir, þeir Nigel Short frá Englandi og Ljubomir Ljubojevic frá Júgó- slavíu, en Korchnoi og Short voru saman í 1.-2. sæti á Wijk aan Zee skákmótinu í Hollandi, sem lauk fyrir fáum vikum. Helgi Ólafsson tók einnig þátt í því móti og hann, Jóhann Hjartarson, Jón L. Amason og Margeir Pétursson taka þátt í IBM mótinu fyrir íslands hönd. Aðspurður um andstæðingana nefndi Korchnoi sérstaklega þá Portisch og Ljubojevic og sagðist eiga þeim grátt að gjalda. „Þetta er mjög sterkt mót, en ég mun að sjálfsögðu reyna að sýna mitt besta og reyna að læra af því að etja kappi við svo öfluga andstæðinga," sagði Simen Agde- stein frá Noregi, sem er yngstur þeirra keppenda sem taka þátt í mótinu, aðeins 19 ára gamall, en þrátt fyrir það með næsthæstu skákstigatölu Norðurlandabúa. Agdestein sagði að hann hefði aldrei áður tekið þátt í jafn sterku skákmóti og aðspurður um sigur- möguleika sína taldi hann þá ekki mikla og sagði það stórviðburð ef hann ynni. Portisch sagðist ekkert vera far- inn að hugsa um möguleika sína á mótinu. Hann sagðist ekki hafa komið til íslands í 30 ár og kvaðst vilja hvílast næstu tvo dagana og átta sig á landinu áður en hann færi að hugsa um mótið. Portisch tefldi hér á 2. borði fyrir Ungveija á heimsmóti stúdenta árið 1957. Hann sagðist hafa búist við meiri kulda hér, en ekki þoku eins og algengt væri í Evrópu. Um erfíð- asta andstæðinginn sagði Portisch hlæjandi: „Ég sjálfur". „Þetta er mjög athyglisvert mót og verður erfítt. Ég get ekkert sagt um möguleika mína, en ég get svarað þeirri spurningu eftir tvær vikur. Andstaeðingamir eru mjög sterkir," sagði Mikhail Tal, aðspurður um möguleika sína. „Þetta er mjög sterkt mót og and- stæðingamir verða erfiðir,“ sagði Lev Polugaevski. „Ég hef oft teflt við íslensku stórmeistaranna. Þeir hafa mikla hæfileika til að bera og verða erfíðir andstæðingar," sagði hann ennfremur. Sjá einniggrein á bls. 20—21. Yfirmenn á kaupskipunum: Samningar undir- ritaðir um miðnætti NÝIR kjarasamningar yfirmanna á kaupskipum, nema skipstjóra, og viðsemjenda þeirra voru undirritaðir skömmu fyrir miðnætti í nótt. Gert hafði verið ráð fyrir að samningamir yrðu undirritaðir í gærdag, en þegar til átti að taka kom upp ágreiningsatriði um túlkun ákveðinna atriða og tók þennan tíma að jafna ágreining- inn, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSI. Félög bryta, loftskeytamanna, stýrimanna og vélstjóra eiga aðild að samningnum og verður allsherjaratkvæðagreiðsla um hann, sem gert er ráð fyrir að Ijúki eftir um það bil fjórar vikur. Viðræður við skipstjóra hefjast í næstu viku. Þórarinn sagði að samningurinn samningur kaupskipaútgerðarinn- væri mjög viðamikill og fæli í sér verulegar breytingar frá eldri samning. Launakerfíð væri ein- faldað og margar tilfallandi greiðslur færðar til fastra launa. Hann sagði að erfitt væri að áætla launakostnaðinn vegna samnings- ins, en búist væri við að hann kostaði svipað og nýgerður kjara- ar við Sjómannafélag Reykjavíkur, en gengið væri lengra í því að gera nútímalegan samning, eins og þann sem vinnuveitendur hefðu viljað gera við SFR. Samningurinn gildir í tvö ár og laun munu taka sömu breytingum og gerast á al- mennum vinnumarkaði. Fræðslustjóramálið: Vísað frá eða svæft í nefnd ALLT bendir til þess að frumvarpið um að Hæstiréttur skipi nefnd er rannsaki deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra verði annað hvort svæft í nefnd, eða að því verði vísað frá. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að frávísunartillagan verði samþykkt. Afstaða þingmanna Fram- sóknarflokksins ræður úrslitum hvað frávisun varðar, en einhverjir þeirra vilja heldur svæfa málið í nefnd en visa þvi frá, að sögn Steingríms Hermannssonar forsæ „Ég á ekki von á öðru en að frávísunartillagan verði samþykkt," sagði Þorsteinn í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég mun greiða frávísunartillög- unni atkvæði mitt,“ sagði forsætis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði það vera alveg ljóst að forsendur fyrir öðru væru brostnar, eftir að Sturla hefði stefnt í málinu og það væri þar með komið til dóm- stólanna. Eftir það væri óeðlilegt að Alþingi fjallaði frekar um málið. Forsætisráðherra var spurður hvort hann teldi að þingmenn Fram- sóknarflokksins myndu ekki verða við tilmælum hans að greiða frávís- unartillögunni atkvæði sitt: „Ég skipa þingmönnum ekki fyrir, en ég hef eindregið lagt til að þeir greiði frávísuninni atkvæði," sagði Steingrímur, „en það er rétt að það fer í taugamar á sumum þingmönn- um Framsóknarflokksins hvað hart sjálfstæðismenn ganga fram í þessu máli og gegn þeim Ingvari og Guð- mundi. Því eru sumir sem vilja fremur að málið verði látið daga uppi í nefnd, og ég persónulega sætti mig við hvora leiðina sem er.“ „Hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðumu - segir Ólafur Ragnar Grímsson, sem ræddi við Sakharov og Gorb- achev á Friðarráðstefnu í Moskvu Ólafur Ragnar Grímsson og Andrei Sakharov ræðast við í Kreml. „ÞAÐ að hitta þá báða, Sakh- arov og Gorbachev, í einni og sömu ferðinni og fylgjast með Sakharov taka virkan þátt í ráðstefnu sem þessari gefur ákveðna vísbendingu um að sovéska þjóðfélagið sé raun- verulega að opnast, enda hefði þetta verið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Ól- afur Ragnar Grímsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi við komuna heim frá Friðar- ráðstefnunni í Moskvu. Ólafur Ragnar var þar fulltrúi Þing- mannasamtaka um alþjóðlegar aðgerðir, en hann er sem kunn- ugt er einn af forsetum þeirra samtaka. „Það kom mér á óvart hvað Sakharov var hress og mikil orka í honum. Hann tók mjög virkan þátt í umræðum og því erfítt að gera sér grein fyrir að þessi mað- ur hefði fyrir nokkrum vikum losnað úr áralangri útlegð í Gorkí,“ sagði Ólafur Ragnar er hann var spurður hvað honum væri efst í huga eftir viðræðumar við Sakharov. „Hann sýndi af sér mikla persónu og ákveðni, en jafn- framt mikla mannlega hlýju, en maður sá þó að öðrum þræði var hann einn og hann átti greinilega dálítið erfítt með að tengjast þessu nýja alþjóðlega umhverfi sem hann var allt í einu kominn í, sem fullgildur fulltrúi. Hann hélt hins vegar sínum skoðunum eindregið á lofti, hvatti til áfram- haldandi lýðræðisþróunar í Sovétríkjunum og hann hikaði ekki við að láta í ljósi aðrar skoð- anir í afvopnunarmálum en stjóm- völd í Sovétríkjunum." Ólafur Ragnar kvaðst hafa hitt Sakharov tvisvar að máli og hefðu þeir bæði rætt um ofangreind at- riði og eins um tengsl hans við ísland en þau Sakharovhjónin hefðu lengi verið í vináttutengsl- um við §ölskyldu Lenu Berg- mann. Ólafur færði Sakharov bréf frá Lenu og ennfremur gaf hann honum tvenn pör af íslenskum ullarvettlingum sem Sakharov sagði að kæmu sér vel í kuldunum í Moskvu. Talið barst síðan að íslenskri ullarpeysu sem Sakharov hafði átt og haldið mikið upp á og sagði Ólafur Ragnar að ef til vill lýsti það best þeim breytingum sem orðið hafa á skömmum tíma í Sovétríkjunum að hann skuli hafa getað gengið um ganga Kremlar með Sakharov, rætt um þróunina í Sovétríkjunum, vini hans á íslandi og gamla lopapeysu og verða vitni að því stuttu síðar þegar Sakharov fagnaði fyrir- heitum Gorbachevs um áfram- haldandi lýðraeðisþróun og aukin mannréttindi. í þeim efnum væri greinilegt að andófsmaðurinn og þjóðarleiðtoginn væru orðnir sam- heijar gegn þeim öflum sem stæðu þar í veginum innan sov- éska valdakerfísins. Ólafur Ragnar átti þess einnig kost að ræða við þjóðarleiðtogann sjálfan í veislu að lokinni ræðu Gorbachevs á Friðarráðstefnunni. Talið barst að vonum að leið- togafundinum í Reykjavík og sagði Ólafur Ragnar að það hefði verið greinilegt að sovéski leið- toginn telji fundinn einn af mestu atburðum á sínum stjórnmálaferli og að hann hefði markað þátta- skil í afvopnunarumræðum. Ólafur Ragnar kvaðst þá hafa spurt Gorbachev hvemig honum litist á að koma aftur til Reykjavíkur og ljúka því verki sem þar var hafið. Hefði þá hið bjarta yfírbragð Gorbachevs horf- ið um stund og hann hefði hugsað sig vel um en síðan sagt: „Þess- ari spumingu get ég ekki svarað." Taldi Ólafur Ragnar að þessi við- brögð sovéska leiðtogans bæru þess vott að hann teldi spuming- una hugsanlega eiga rétt á sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.