Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Stórmót IBM: af 15 mögulegum sem verður að teljast mjög sómasamlegur árang- Sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Norðurlöndum Á fimmtudaginn kemur hefst á Hótel Loftleiðum langöflugasta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi og raunar á Norður- löndunum öllum. Það er IBM á íslandi sem heldur rnótið í tilefni af afmæli fyrirtækisins í samvinnu við Skáksamband íslands. Eins og allir vita er IBM stærsta tölvufyrirtæki í heimi. Það hefur oft stuðlað að aukinni útbreiðslu skáklistarinnar, frægust eru IBM mótin í Hollandi sem haldin voru mörg ár í röð í Amsterdam. Þau mót hættu fyrir u.þ.b. fimm árum, en í fyrra hélt IBM stórt opið mót í Vín í Austurríki. Nú nýtur islenska skákhreyfingin síðan velvilja fyrirtækisins og mun þetta vera öflugasta mót sem IBM hefur haldið. Meðalstig keppenda á IBM mót- inu verða 2582 stig og er mótið í 14. styrkleikaflokki FIDE. Það er það öflugasta sem haldið hefur verið í heiminum það sem af er árinu og er ekki vitað um að önnur sterkari mót séu á döfinni á næst- unni. Öflugustu mót sem haldin hafa verið hér á landi voru í 11. styrk- leikaflokki. Það voru Reykjavíkur- skákmótið 1978, þar sem meðalstigin voru 2522 og Afmælis- mót Skáksambands íslands 1985 þar sem meðalstigin voru 2518. Sterkasta skákmót sem haldið hef- ur verið á Norðurlöndum fram að þessu var minningarmótið um Nimzowitsch sem fram fór í Næstved í Danmörku haustið 1985. Það komst í 13. flokk og meðalstig- in voru 2553. Keppendur á mótinu: stig: aldur: Viktor Korchnoi 2625 55 Ljubomir Ljubojevic 2620 37 Nigel Short 2615 21 Lajos Portisch 2610 49 Mikhail Tal 2605 50 Jan Timman 2590 35 Lev Polugajevsky 2585 52 SimenAgdestein 2560 19 Helgi Ólafsson 2550 30 Jóhann Hjartarson 2545 24 Jón L. Árnason 2540 26 Margeir Pétursson 2535 26 Það hefur aldrei áður verið hald- ið mót hér á landi með jafnfáum innlendum þátttakendum, en samt sem áður eru það íslensku keppend- urnir §'órir sem eru stigalægstir og það þótt þeir ú'órir myndi lands- lið sem í Dubai var metið það sjötta sterkasta í heimi. Þetta segir sitt um styrkleika gestanna og það er ljóst að íslendingamir hafa aldrei lent i eins mikilli eldraun og þess- ari. Hvemig svo sem þeim vegnar í baráttunni verða þeir a.m.k. reynslunni ríkari þegar upp verður staðið. Það er orðið erfitt að ímynda sér stórmót í Reykjavík haldið á öðmm stað en Hótel Loftleiðum, þó salim- ir hafi stundum reynst of litlir þegar spennan í mótum fer að auk- ast. Vænta má að fyrri aðsóknar- met verði slegin á IBM mótinu, um næstu helgi er t.d. að vænta all- margra sænskra skákáhugamanna sem koma gagngert til að horfa á. Skákskýringar í hliðarsölum og sjónvarpskerfí ættu þó að tryggja að allir geti fylgst með lokamínút- unum, þó ekki komist nema takmarkaður fyöldi inn í skáksalinn sjálfan. Það eru engir aukvisar sem sækja okkur heim að þessu sinni, enda gerðu fulltrúar IBM strangar kröfur um stigahæð þátttakenda. Það eru einungis íjórir stigahæstu skákmenn heims sem vantar og á það sér eðlilegar skýringar. Kasp- arov, heimsmeistari, hafði lýst vilja sínum til að tefla á íslandi, en vegna enn eins heimsmeistaraein- vígis sem í vændum er á þessu ári, mun hann lítið tefla á mótum á næstunni. Þeir Karpov og So- kolov eru að hefja einvígi um áskorunarréttinn á Kasparov og Jusupov, sem er fjórði stigahæstur, gekk illa hér á landi 1985, svo ekki var talið að þýddi að bjóða honum. Hér á eftir er farið stuttlega yfír feril hvers af erlendu gestun- um: Viktor Korchnoi Korchnoi er stigahæsti þátttak- andinn og jafnframt aldursforseti mótsins, fæddur í Leningrad 23. marz 1931. Hann var ekki undra- bam, en vann sig hægt og bítandi upp í raðir fremstu skákmanna Sovétríkjanna. Hann komst fyrst í úrslit á Skákþingi Sovétrílq'anna árið 1952 og náði þá sjötta sæti sem þótti frábært hjá nýliða. Árið eftir varð hann alþjóðlegur meist- ari og 1954 varð hann í öðru sæti á sovézka meistaramótinu. Þar með hafði hann unnið sér farmiða á alþjóðleg mót og hann nýtti tæki- færin vel. Fyrst sigraði hann á alþjóðlegu móti í Búkarest 1954 ogum áramótin 1955/56 varð hann fyrst þekktur hér á íslandi þegar hann varð efstur ásamt Friðrik Ólafssyni á jólaskákmótinu í Hast- ings. Fyrir þessa sigra var hann útnefndur stórmeistari á þingi FIDE í lok ársins 1956. Það var ekki fyrr en 1960, er Korchnoi var tæplega þrítugur, að stóra stökkið kom og hann varð skákmeistari Sovétríkjanna. Hann komst síðan á áskorendamótið í Curacao 1962 og varð í fímmta sæti af átta keppendum. Sama ár varð hann aftur Sovétmeistari. Um frekari frama var þó ekki að ræða í bili, því þá þegar var komið í ljós að lífsmáti og skapgerð Korchnois átti ekki samleið með kerfinu eystra, þá þegar var orðið erfítt fyrir hann að fá leyfí til að tefla á Vesturlöndum. Það var t.d. ekki fyrr en 1966 að hann var fyrst valinn til að tefla í Ólympíuliði Sovétmanna. Árið 1968 sannaði Korchnoi svo ekki varð um villst að hann væri í hópi 3-4 beztu skákmanna í heimi, er hann komst í úrslit áskorenda- einvígjanna. Þar varð hann að lúta í lægra haldi fyrir Spassky. í næstu keppni, árið 1971, var hann sleginn út í undanúrslitum af Tigran Petr- osjan, fyrrum heimsmeistara. 1974 náði hann að hefna sín og slá Petr- osjan út í sögulegu einvígi sem leiddi til fulls íjandskapar með þeim tveimur. í úrslitakeppninni um rétt- inn til að skora á Bobby Fischer, þáverandi heimsmeistara, tapaði hann naumlega fyrir nýrri stjömu, Anatoly Karpov. Korchnoi þótti forráðamenn sovézku skákhreyfingarinnar mjög vilhallir Karpov og hafði óneitan- lega mikið til síns máls. Sem fyrr var hann óhræddur við að segja meiningu sína og það leiddi til enn meiri samskiptaörðugleika. Korch- noi flýði síðan land árið 1976, á meðan IBM mótið í Amsterdam stóð yfír. Hann settist fyrst að í Hollandi, síðan í Sviss, þar sem hann er búsettur nú. Barátta Korchnois við sovézka kerfíð var þó rétt að byija, því kona hans og sonur fengu ekki að fara úr landi fyrr en árið 1983. Á meðan virtist sem sú barátta veitti honum aukið afl við skákborðið. I heimsmeist- arakeppninni 1977 vann hann þijá Sovétmenn í frægum einvígjum, fyrst Petrosjan, síðan Polugajevsky og loks Spassky. Árið eftir mætti hann síðan Karpov í hinu fræga heimsmeistaraeinvígi í Baguio á Filippseyjum. Þar átti hann undir högg að sækja lengst af. Karpov komst í 5-2, en sá sem fyrstur vann 6 skákir taldist sigurvegari. Öllum á óvart náði Korchnoi að jafna, 5-5, en þá varð hann of bráð- ur á sér, tefldi alltof djarft með svörtu og tapaði. Árið 1981 tefldi hann annað heimsmeistaraeinvígi við Karpov, en var þá langt frá sínu bezta og átti aldrei verulega möguleika á að ná titlinum. Síðan þá hefur hon- um ekki tekist vel upp í heimsmeist- arakeppninni. 1983 var hann sleginn út í undanúrslitum af Gary Kasparov og 1985 náði hann ekki að komast í einvígin. Undanfarin ár hefur Korchnoi verið fremur mistækur, stundum hefur honum gengið hroðalega illa og fengið slæma skelli gegn sér miklu lakari mönnum. Hann varð t.d. neðstur í Tilburg sl. haust. Síðustu mánuði hefur hann hins vegar náð sér vel á strik. Fyrst varð hann í öðru sæti á eftir Kasparov í sterku móti í Brússel í desember og í janúar sigraði hann ásamt Short á al- þjóðlega mótinu í Wijk aan Zee. Vegna landflótta síns hefur Korchnoi sett met sem seint verður slegið, hann hefur fjórum sinnum orðið skákmeistari Sovétríkjanna, einu sinni Hollandsmeistari og þrí- vegis skákmeistari Sviss. Það sem fyrst og fremst ein- kennir stíl Korchnois er hve mikill baráttumaður hann er. Hann minnir á Lasker, fyrrum heims- meistara, að því leyti að hann tekur stundum á sig lakari stöðu til að geta síðar flækt taflið. Hann tekur nú í fyrsta sinn þátt í móti á íslandi. Ljubomir Ljubojevic Þessi hvassi júgóslavneski stórmeistari er fæddur í Belgrad 2. nóvember 1950. Miklir hæfíleik- ar hans komu fljótt í ljós. Tvítugur að aldri varð hann alþjóðlegur meistari og aðeins ári seinna stór- meistari. Vegna frábærs árangurs á mótum á þessum tíma varð hann strax næstum sjálfsagður arftaki Gligorie sem fremsti skákmaður Júgóslava. Til hans hafa því verið gerðar miklar kröfur heima fyrir og það má segja að hann hafí stað- ið undir þeim flestum, nema hvað heimsmeistarakeppnina snertir, þar hefur hann ávallt verið sleginn út í millisvæðamótum. Á þeim vett- vangi virðast álög hafa verið á honum. Strax árið 1973 tók hann snemma örugga forystu á milli- svæðamótinu í Petropolis í Brazilíu, en í staðinn fyrir að fara með lönd- um gegn Sovétmönnunum, ætlaði hann sér ekki af og tapaði fyrir þeim Geller, Smyslov og Bronstein. Á millisvæðamótinu í Manila 1976 var hann of óöruggur, tapaði fjór- um skákum og var vinningi frá því að komast upp. Eftir það mót gegndi hann herþjónustu og er hann hóf taflmennsku að nýju tók það hann töluverðan tíma að ná fyrri styrkleika. Það tókst þó um síðir og allan þennan áratug hefur Ljubojevic óumdeilanlega verið í hópi tíu beztu skákmanna heirns. Landar hans hafa gífurlegt álit á honum, en í heimsmeistarakeppn- inni hefur hann fram til þessa brugðist trausti þeirra. Síðustu at- lögu sína gerði hann á millisvæða- mótinu í Biel 1985 þar sem hann virtist lengst af eiga frátekið sæti. Undir lokin virtust taugamar hins vegar ekki vera í lagi, þá tefldi hann t.d. fræga maraþonskák við Margeir Pétursson, sem endaði með patti eftir 127 leiki og 14 tíma taflmennsku. Á síðasta ári tókst Ljubojevic vel upp, hann hækkaði um 15 stig á árinu og sigraði á stórmótum í Reggio Emilia og á OHRA mótinu í Amsterdam. Á mótinu í Wijk aan Zee í janúar olli hann hins vegar vonbrigðum með því að ná aðeins 50% vinninga. Hann teflir nú í fyrsta sinn á íslandi og áhorfendur hér munu áreiðanlega kunna að meta frumlega og hvassa tafl- mennsku hans Nigel Short Þrátt fyrir að Short sé aðeins 21 árs gamall, fæddur í Leigh 1. júní 1965, hefur hann í meira en áratug verið í sviðsljósinu í ensku skáklífi. Hann er frægasta undra- bamið frá því Fischer var og hét og sló hvert aldursmetið á fætur öðm. Það þarf sterk bein til að þola jafnmikla umijöllun og Short fékk sem bam og unglingur, um tíma var það t.d. eitt helsta um- fjöllunarefni brezkra skákrita, hvort Short hefði kastað hæfileik- um sínum á glæ með því að stunda skólanám og spila á gítar í frístund- um. Þrátt fyrir þetta tók Short jöfn- um framfömm og náði efsta sæti á brezka meistaramótinu aðeins 14 ára gamall, þó ekki hreppti hann titilinn. Alþjóðlegur meistari varð hann ári seinna. Næsta stóra stökk kom 1982 er hann sigraði óvænt ásamt Hort á sterku opnu móti í Amsterdam og náði áfanga að stór- meistaratitli. 1984 varð hann brezkur meistari og sama ár var hann útnefndur yngsti stórmeistari í heimi. Hann vann sér síðan rétt til að tefla á millisvæðamótinu í Biel 1985. Eftir slaka byijun þar sýndi hann hvað í honum býr með því að vinna hættulegustu keppi- nauta sína á endasprettinum. í aukakeppni vann hann sér síðan sæti á áskorendamótinu í Mont- pellier. Þar fékk hann 7 vinninga ur. Short gekk síðan mjög vel á ár- inu 1986, hann byijaði á því að sigra með yfirburðum á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee og á Ólymp- íumótinu í Dubai átti hann hvað stærstan þátt í að Englendingar hrepptu silfrið. Þótt Short virðist hár á stigum gæti hann verið enn- þá hæm, hefði hann ekki í upphafí Ólympíumótsins þegið það boð FIDE að láta ekki reikna árangur sinn til stiga. Short hóf árið 1987 á því að sigra í Wijk aan Zee annað árið í röð og virðist stefna hraðbyri að því að verða öflugasti skákmaður utan Sovétríkjanna. Lajos Portisch Portisch er fæddur 4. apríl 1937 í ungverska bænum Zalae- gerszeg. Hann var orðinn u.þ.b. tvítugur þegar hann fór að vekja verulega athygli sem skákmaður. Ein af hans fyrstu alþjóðlegu keppnum var stúdentamótið 1957, sem fram fór í Sjómannaskólanum í Reykjavík. Þar var frammistaða hans aðeins í meðallagi og í þau þijátíu ár sem síðan eru liðin hefur hann ekki komið til íslands. Þátt- taka Ungveijanna á mótinu varð söguleg af þeirri ástæðu að fyrsta- borðsmaður þeirra, Pal Benkö, baðst hér hælis eftir mótið sem pólitískur flóttamaður. Allt frá fyrstu tíð hefur Portisch verið afar vandaður stöðuskákmað- ur og styrkleiki hans liggur e.t.v. fyrst og fremst í gífurlegri byijana- þekkingu og miklum sjálfsaga. Framfarir hans voru hægar en ör- uggar. Hann varð fyrst skákmeist- ari lands síns 1958, en alls hefur hann unnið titilinn níu sinnum. Sama ár varð hann alþjóðlegur meistari og stórmeistari varð hann 1961. Árið 1962 tók hann við af Szabo sem fyrstaborðsmaður í Ól- ympíusveit Ungveija og því sæti hefur hann haldið æ síðan, þrátt fyrir að öflug ný kynslóð ung- verskra stórmeistara hafí komið fram á sjónarsviðið. Frá 1961 hefur Portisch verið með í hverri einustu heimsmeist- arakeppni. Strax á millisvæðamót- inu í Stokkhólmi 1962 var hann mjög nálægt því að komast áfram og síðan 1964 hefur hann ávallt komist áfram, fyrir utan árið 1970. í fyrstu áskorendakeppni sinni beið hann afhroð gegn Tal, og 1968 var hann einnig sleginn út í fyrstu umferð, en tapaði þá fyrir Larsen með minnsta mun. Á þessum árum náði hann einnig mjög góðum árangri á mótum og var almennt viðurkenndur sem þriðji sterkasti skákmaðurinn utan Sovétríkjanna, á eftir Fischer og Larsen. Árið 1974 var Portisch í þriðja sinn sleg- inn út í fyrstu umferð áskorenda- einvígjanna, þá tapaði hann fyrir Petrosjan með minnsta mun. 1977 komst Portisch loks í und- anúrslit áskorendaeinvígjanna með því að sigra Larsen örugglega í fyrstu umferð, en var þá sleginn út af Boris Spassky. Árið eftir átti hann stærstan þátt í Ólympíusigri Ungveija í Buenos Aires. 1979 sigraði hann ásamt Petrosjan og Hiibner á millisvæðamótinu í Ríó, en eftir að hafa hefnt sín á Spassky í fyrstu umferð áskorendaeinvígj- anna, var hann óvænt sleginn út af Robert Hubner. 1982 sigraði hann ásamt Torre á millisvæðamót- inu í Toluca, en var svo óheppinn að þurfa að mæta Korchnoi í fyrstu umferð einvígjanna og náði sér aldrei á strik. 1985 komst Portisch einnig áfram, en var ekki farsæll á áskorendamótinu í Montpellier og komst ekki í einvígin. Portisch nýtur geysimikillar virðingar í skákheiminum sem byij- anafræðingur og frá honum hafa komið aragrúi merkilegra hug- mynda. Þrátt fyrir að nýir ungir menn komi sífellt fram á sjónar- sviðið heldur hann stöðu sinni á toppnum, þó hann hafí reyndar oft

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.