Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
Reuter
Harmsaga oghetjudáð
Ungir drengir sitja hágrátandi við lík móður og frænku, sem hné niður örend eftir að hafa fram-
kvæmt mikla hetjudáð þegar eldur kviknaði í íbúð hennar í Chicago. Hin látna hét Johnnetta
Hodges og var 26 ára gömul. Hún bjargaði syni sínum og frænda út úr brennandi íbúð á þriðju hæð.
í annarri ferð inn í eldhafið kom hún móður sinni til bjargar og leiddi hana út. Þegar hún ætlaði
að fara inn í húsið þriðja sinni hné hún örmagna niður og dó. Hún var hjartaveik og barnshafandi
og komin fimm mánuði á leið.
Austur-Berlín:
„Múrbrj óturinn“
leiddur fyrir rétt
Berlín, AP.
HAFIN eru í Austur-Berlín réttar-
höld yfir 69 ára gömlum Banda-
ríkjamanni, sem hefur oftlega
haft í frammi mótmæli ofan á
Berlínarmúrnum. Hefur maður-
inn verið nefndur „múrbijótur-
inn“ sökum þessa athæfis.
Talsmaður bandaríska sendiráðs-
ins í Austur-Berlín sagði að réttar-
höldin hefðu hafíst á mánudag.
Austur-þýskir landamæraverðir
handtóku John Runnings 18 nóvem-
ber. Hafði hann þá klifrað upp á
múrinn vopnaður hamri, sem hann
lét dynja á steinsteypunni. Austur-
þýsku hermennimir kipptu honum
ofan af múmum og mun Runnings
hafa slasast lítillega við fallið sem
var um fjórir metrar. Landamæra-
verðir höfðu þá þrisvar handtekið
Runnings og skilað honum vestur
yfir.
Samkvæmt lögum í Austur-
Þýskalandi er hámarksrefsing við
óleyfilegum ferðum yfir landamærin
tveggja ára fangelsisvist. Jafnframt
er kveðið á um að þá sem gerast
sekir um ítrekuð brot megi dæma í
átta ára fangelsi. Ekki er vitað hvort
gefin hefur verið út ákæra á hendur
Runnings fyrir ítrekuð brot.
Bandaríkin:
13 deyja úr kulda
New York, AP.
SNJÓKOMA hefur valdið usla í
syðri hluta Bandarikjanna síðustu
daga og var ekkert lát á ofankom-
Undirbúningsfundur í Vínarborg:
Rætt um fyrirkomulag'
afvopnunarviðræðna
Vilji fyrir viðræðum um fækkun herafla í Evrópu
Vínarborg, Reuter, AP.
FULLTRÚAR ríkja Atlantshafs-
bandalagsins og Varsjárbanda-
lagsins áttu í gær klukkustundar-
langan fund í franska
sendiráðinu í Vínarborg. Ræddu
þeir hvemig haga skyldi nýjum
þætti afvopnunarviðræðna i stað
MFBR-viðræðnanna svonefndu
sem staðið hafa i 13 ár. Tómas
Á. Tómasson, sendiherra í
Moskvu, sat fundinn fyrir íslands
hönd.
Fulltrúar allra þeirra 23 ríkja,
sem aðild eiga að bandalögunum
tveimur sátu fundinn í gær og ríkti
bjartsýni í röðum þeirra að honum
loknum. NATO-ríkin lögðu til að
annar undirbúningsfundur yrði
haldinn og sagði fulltrúi Sovétríkj-
anna að austantjaldsríkin væru
hlynnt því þótt nokkrir dagar
myndu líða þar til þau gæfu form-
legt svar við þeirri málaleitan. Búist
er við að undirbúningsviðræðurnar
muni standa í sex mánuði.
Hingað til hafa MFBR-viðræð-
umar snúist um jafnan og gagn-
kvæman samdrátt venjulegs herafla
í Mið-Evrópu og hafa 19 ríki tekið
þátt í þeim. Komið hafa fram hug-
myndir um að hefja nýjar viðræður
um samdrátt hefðbundins herafla
sem taki til Evrópu allrar, frá Atl-
antshafi til Úralfjalla. Hafa bæði
Sovétmenn og Bandaríkjastjóm lýst
sig fylgjandi þessu ekki síst í ljósi
þess að MBFR-viðræðumar hafa
enn ekki skilað áþreifanlegum ár-
angri. Austantjaldsríkin hafa lagt
að til þau 35 ríki sem undirrituðu
lokasamþykkt Helsinki-ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu í
Evrópu árið 1975 eigi aðild að af-
vopnunarviðræðunum í Vínarborg.
Atlantshafsbandalagið hefur enn
ekki mótað sameiginlega afstöðu
til þessa. Fulltrúar ríkjanna áttu
klukkustundarlangan fund í gær-
dag og ræddu samningsstöðuna.
Fulltrúar hlutlausra ríkja sem
tóku þátt í ráðstefnunni í Helsinki
hafa þrýst á Atlantshafsbanda-
lagsríkin um þátttöku í viðræðum
um afvopnun í Evrópu. Claus Jiirg-
en Citron, aðalsamningamaður
vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar,
kvaðst telja ólíklegt að óháðu ríkin
myndu taka þátt í viðræðunum í
Vínarborg en bætti við að Atlants-
hafsbandalagsríkin myndu fræða
ríkisstjómir viðkomandi ríkja um
gang viðræðnanna.
Samkvæmt skýrslum Alþjóða
herfræðistofnunarinnar í London
hafa Varsjárbandalagsríkin rúmar
2,7 milljónir manna undir vopnum
í Evrópu en Atlantshafsbanda-
lagsríkin rúma 1,8 milljón manna.
Þá hafa Vasrsjárbandalagsríkin
einnig yfirburði á sviði skriðdreka,
flugvéla, sem bera ekki kjarnorku-
vopn, og hefðbundins herafla.
unni í gær. Varð meðal annars að
loka skólum í sjö ríkjum af völdum
snjókomunnar. Þrettán menn hafa
dáið af völdum veðursins.
Þá dró ekkert úr frosthörkunum
í norðausturríkjunum og var t.d. 23
stiga frost í efrihluta New York-
ríkis. Hins vegar hefur dregið úr
hvassviðri og kuldinn því ekki jafn
bítandi og um helgina.
í Charleston í Vestur Virginíu olli
snjókoman bilun í orkuveri með þeim
afleiðingum að rafmagn fór af 2.500
heimilum, meðal annars af embættis-
bústað ríkisstjórans, Arch Moore.
Á mánudagskvöld var 20 senti-
metra djúpur jafnfallin snjór í
suðvesturhluta Virginíu og meðal-
dýptin var 15 sentimetrar í Norður
Karólínu og Vestur Virginíu. Ekkert
lát var á hríðarveðrinu í gær og veð-
urfræðingar gerðu ráð fyrir áfram-
haldandi snjókomu.
Veðrið hefur valdið miklum sam-
gönguörðugleikum og hlutust
þúsundir umferðaróhappa af völdum
þess.
Finnland:
Samar fá útvarp
og" vilja sjónvarp
Gorbachev á ferð um
Eystrasaltsríkin
Fyrsti sovézki leiðtoginn sem þangað fer
Moskvu, Reuter. AP.
MIKHAIL S. Gorbachev, aðalrit-
ari Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, kom í gær til Riga í
Lettlandi í upphafi ferðar um
Eystrasaltsríki Sovétríkjanna.
Mun það vera í fyrsta sinn, sem
leiðtogi Sovétríkjanna heimsæk-
ir Eystrasaltsríkin frá því þau
voru innlimuð í Sovétríkin.
Útvarpið í Moskvu sagði að
Gorbachev vildi kynnast efnahags-
ástandinu og mannlífi í ríkjunum
þremur, Eistlandi, Lettlandi og Lit-
haugalandi, af eigin raun.
Eystrasaltsríkin hafa verið
fremri öðrum ríkjum Sovétríkjanna
á sviði efnahags- og atvinnulífs.
Er búizt við að leiðtogar þar muni
leggja að Gorbachev að veita sér
aukið sjálfsforræði í efnahagsmál-
um. Vilja þeir fá aukið olnbogarými
til að ráða sínum atvinnumálum
sjálfir og losna undan stjóm sér-
fræðinga í Moskvu, sem láti stjóm-
ast um of af ákvæðum fimm ára
áætlunarinnar. Eystrasaltsríkin
voru innlimuð í Sovétríkin árið
1939. Afkoma íbúa þar hefur verið
betri ön annars staðar í Sovétríkjun-
um. Tugþúsundir íbúa ríkjanna voru
fluttir nauðungarflutningum til
Síberíu í tíð Josefs Stalin og Rússar
fluttust þangað í staðinn, einkum
til Lettlands. Er nú svo komið að í
Riga, sem er 100.000 manna borg,
er aðeins um helmingur íbúa lettn-
eskir.
Meirihluti íbúa í Lithaugalandi,
sem liggur að Póllandi í vestri, er
kaþólskrar trúar og er draumur
þeirra að fá páfa í heimsókn. Búist
er við að Gorbachev hitti trúarleið-
toga í heimsókninni til Lithauga-
lands.
Gorbachev hélt ræðu á friðar-
þingi í Moskvu í fyrradag og sagði
talsmaður Bandaríkjastjómar í gær
að við fyrstu sýn virtist sem leið-
toginn hefði ekki haft neitt nýtt
fram að færa á sviði afvopnunar-
mála. Þó hefði ræða hans ekki verið
rannsökuð til hlítar.
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara
NEFND á vegum finnska ríkis-
ins og ríkisútvarpsins ályktaði í
gær að samar í Norður-Finnl-
andi ættu rétt á útvarpsstöð,
sem sendir út á þeirra eigin
máli, eins og aðrir borgarar.
Og í ráði er að þeir fái einnig
sjónvarpsútsendingar á
samísku.
Finnskir samar hafa haft eigin
útvarpsrás síðan í upphafi þessa
mánaðar. Helsta efni útvarpsins
hefur verið fréttir og fréttaskýr-
ingar á samísku. Næsta skref
verður að gera dagskránna fjöl-
breyttari og gera t.d. bama- og
unglingaþætti. Einnig á að hefja
sjónvarpsútsendingar.
Gert er ráð fyrir að fínnska
ríkisútvarpið og ríkissjóður beri
kostnað af samaútvarpinu. í upp-
hafi átti að stofna sérstakt út-
varpsfélag í hémðum sama, en frá
því var horfið vegna þess hversu
fámennir samar eru í Finnlandi,
eða um þrjú til flögur þúsund
manns.
Samar búa einnig í norðurhluta
Svíþjóðar og Noregs. Hafa samar
þegar fengið útvarp á samísku þar
og einnig hafa verið gerðir sjón-
varpsþættir handa heimamönnum.
Samar em að vísu tífalt fleiri í
Svíþjóð og Noregi en í Finnlandi,
en lifnaðarhættir þeirra og mál-
lýskur em frábrugðnar hverri
annarri. Því þarf samaútvarpið að
framleiða þætti á ýmsum mállýsk-
Morgunblaðsins.
um sama, sem geta verið gjörólík-
ar.
Morðið á Olof
Palme:
Þingnefnd vill
yfirheyra
Ingvar
Carlsson
Stokkhólmi, frá fréttaritara Morgun-
blaðsins, Erik Liden.
DEILUNUM í Svíþjóð varðandi
gang leitarinnar að morðingja
Olofs Palme ætlar seint að linna.
Nú hefur stjórnarskrárnefnd
þjóðþingsins ákveðið að kalla
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra fyrir sig til að gefa skýrslu
um afskipti ríkisstjórnarinnar af
rannsókn málsins.
Þá hafa þeir, sem nú hafa tekið við
yfirstjóm málsins, ákveðið að láta
kanna til hlítar ýmsar nýjar upplýs-
ingar, sem fram eiga að hafa komið
í því. Þeim lögreglumönnum, sem
vinna að rannsókn málsins, hefur
hins vegar verið fækkað vemlega
og em þeir nú um 70 en vom um
140 áður.