Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 27 Reuter Myndrænasta kona í Bandaríkjunum? Ungfrii Georgia Sophia Bowen var kjörin myndrænasta stúlkan í keppni um hver er fegnrsta kona Bandaríkjanna. 52 stúlkur kepptu um hnossið og réðust úrslit í gær. Breyting á afstöðu Sovét- manna varðandi efnavopn Genf, AP. SOVÉTMENN tilkynntu í gær breytingu á afstöðu sinni að því er varðar einn þátt i þeim marg- hliða samningaviðræðum, sem staðið hafa yfir varðandi bann við efnavopnum. Af hálfu Banda- ríkjamanna hefur þessu verið lýst sem „mikilvægri breytingu" á afstöðu Sovétmanna. Yuri Nazarkin, aðalfulltrúi Sov- étmanna á 40 þjóða ráðstefnunni um afvopnun í Genf, lagði það til í ræðu, sem hann flutti í gær, að aðildarríkin að hugsanlegum samn- ingi um efnavopn, skuldbyndu sig til að tilkynna um magn og stað- setningu efnavopnabirgða sinna innan 30 daga frá því að slíkur samningur tæki gildi. Þetta er sama skilyrðið og Bandaríkjamenn báru fram tillögu um árið 1984 í uppkasti að samn- ingi um bann við efnavopnum. Fyrri afstaða Sovétmanna var á þann veg, að tilkynnt yrði í áföngum um birgðir efnavopna í tengslum við eyðileggingu þeirra, sem fram ætti að fara á tímabili, er stæði yfir frá 6 mánuðum til 10 ára, eft- ir að samningurinn tæki gildi. Thomas Bartheli, varaformaður bandarísku sendinefndarinnar, sagði í gær, að Sovétmenn „hefðu greinlega gert mikilvæga breytingu á afstöðu sinni, en við erum enn ekki vissir um, að hve miklu leyti hún fullnægir þörfum okkar. Við verðum því að kanna afstöðu þeirra gaumgæfílega." Hann kvaðst hins vegar fagna því, að Sovétmenn hefðu tekið afstöðu til atriðis, sem Bandaríkjamenn hefðu áhyggjur af. Á fundi með fréttamönnum sagði Nazarkin ennfremur, að Sovétmenn væru tilbúnir til að fallast á „sjálf- virkt eftirlit á staðnum," sem fram færi í tveimur áföngum í samræmi við hugsanlegan samning um efna- vopn. Talið að 40.000 selir hafi veiðst við Osló, frá fréttaritara Morgunblaðsins, J. E. Laure. UM 23.000 selir hafa nú verið veiddir í net fyrir utan strendur Noregs samkvæmt uppiýsing- um þeim, sem norska sjávarút- vegsráðuneytið hefur undir höndum. Ef reiknað er með því, að nær helmingur þeirra dýra, sem veiðast, falli úr netun- um og sökkvi til botns, þá hafa nær 40.000 selir nú látið lífið í netum við Noreg. Selamergðin veldur norsku stjórn- inni miklum áhyggjum. í fyrsta lagi eru aðildarlönd Evrópubanda- lagsins því andvíg, að Norðmenn veiði meira af sel. Samtök græn- friðunga hafa og lýst yfir stríði á hendur Norðmönnum vegna sel- veiðanna. Halda grænfriðungar því fram, að það sé sjómönnum sjálfum að kenna, að hundruð þúsunda sela leita nú upp að Nor- egsströndum. „Við erum sannfærðir um, að selirnir hafið leitað suður á bóginn vegna þess að skortur er á fæðu í hinu eðlilega umhverfí þeirra. Margir af þeim selum, sem veiðast í netin, er illa famir af hungri. Noreg Þetta stafar af því, að gengið hef- ur verið of nærri fiskistofnunum á Barentshafi og við Jan Mayen," segir Michael Gylling Nielsen, tals- maður grænfriðunga. Sjómennimir hafa hins vegar lagt hart að norsku stjóminni að auka selveiðikvótann. Vandamálið er hins vegar, að norski selveiði- flotinn hefur gengið úr sér á undanfömum árum. Því verði stjómin að auka stuðning sinn til þess að unnt verði að gera út fleiri selveiðiskip. Nicaragua: Einn leiðtoga contraskæruliða segir af sér Bandaríkjastjórn fagnar afsögninni San Jose, Costa Rica, AP, Reuter. ADOLFO Calero, einn þriggja leiðtoga contra-skæruliða, sem beijast gegn stjórn sandinista í Nicaragua, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum innan heildar- samtaka skæruliða. Kvaðst hann hafa „fómað“ stöðu sinni til að tryggja áframhaldandi stuðning Bandaríkjastjómar við skæruliðahreyfinguna. Tals- maður Reagans Bandaríkjafor- seta kvað ríkisstjórnina fagna afsögn Caleros og binda vonir við að hún muni styrkja and- stöðu við stjórn sandinista. Calero tilkynnti um afsögn sína á mánudag á blaðamannafundi í Miami í Bandaríkjunum. Heildar- samtök skæruliða í Nicaragua nefnast „Sameinaða andspymu- fylkingin" en Calero hyggst áfram stjóma „Lýðræðisfylkingunni" sem á aðild að samtökunum og kveðst hafa um 18.000 menn und- ir vopnum. Arturo Cmz, leiðtogi fylkingar hófsamra skæruliða, hafði hótað að segja af sér ef Calero léti ekki af störfum fyrir „Lýðræðisfylking- una“. Andstæðingar Caleros höfðu sakað hann um óhóflegt ráðríki og kváðust óttast að Bandaríkja- stjóm léti af stuðningi við hreyf- inguna ef hann yrði áfram leiðtogi skæruliða. Bandarískir embættis- menn óttuðust að að fulltrúar á Bandaríkjaþingi myndu reynast ófúsari en ella að veita contra- skæruliðum áframhaldandi fjár- stuðning ef innibyrðis deilur settu svip sinn á samtök þeirra. Banda- ríkjastjóm áætlar að veita 105 milljónum dala til skæruliða í Nic- aragua á þessu ári. Talsmaður Reagans forseta sagði Frank Carlucci, öryggisráðgjafa forset- ans, hafa hitt leiðtoga skæruliða að máli nýlega og rætt breytingar á forustuliði þeirra. Um leið og Calero tilkynnti um afsögn sína sagði hann að Pedro Joaquin Chamorro, fyirum ritstjóri dagblaðsins La Prensa, hefði tekið við af honum. Chamorro starfaði við blaðið fram til ársins 1984 en þá flúði hann til Costa Rica og hefur starfað að útgáfumálum fyr- ir contra-skæruliða. BAÐSÖNGVARAR! BLÖNDUNARTÆKIN SEM FULLKOMNA ÁNÆGJUNA! Danfoss baðblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Dan- foss heldur hitanum stöðugum. Danfoss blöndunartækin eru stílhrein og þau er auðvelt að þrífa. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.