Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FÉBRÚAR 1987 29 * Irak: Forsetinn staðfest- ir sex dauðadóma Baghdad. Reuter. SADDAM Hussein, forseti íraks, hefur staðfest dauðadóma yfir sex mönnum, sem sakaðir voru um spillingu. Meðal hinna dauða- dæmdu er Abdul Mohammed Latif al-Mufti, fyrrverandi borg- arstjóri í Baghdad og þjóðhetja. íraska fréttastofan sagði, að for- „Gorbatschow“- vodka mótmælt Oberstdorf, Reuter. SOVÉSKUM íþróttamönnum á alþjóðlegu skíðamóti í Oberst- Alnæmi: Fórnar- lömbum fjölgar um heimallan Genf, Reuter. ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnunin hefur greint frá því að alnæmis- sjúklingum hafi fjölgað um tvö þúsund siðastliðinn mánuð. Nú eru því 40.536 alnæmissjúklingar í 91 landi. Fyrir mánuði síðan var vitað um 38.400 sjúklinga í 84 löndum. 29.500 manns í Bandankjunum hafa smitast af hinum banvæna sjúkdómi. í Evrópu hafa 4542 menn fengið alnæmi, flestir í Frakklandi, eða 1253. Vestur-Þjóðverjar og Bretar sigla í kjölfarið. Jonathan Mann, yfirmaður al- næmisdeildar heilbrigðisstofnunar- innar, sagði á blaðamannafundi að undanfama sex til níu mánuði hefði veira á sama meiði og alnæmisveir- an greinst í mönnum í Vestur- Afríku. dorf í Vestur-Þýskalandi var greint frá því á mánudag að auglýsingaspjöld fyrir „Gorb- atschow“-vodka, sem er þýsk stafsetning á Gorbachev, yrðu ekki tekin niður. Skíðasveit Sovétmanna fór fram að Alþjóða skíðasambandið (FIS) léti fjarlægja spjöldin vegna þess að þau væru ekki í samræmi við herferð Mikhails Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, gegn áfengis- neyslu. Auglýsingarnar hafa sést greini- lega í sjónvarpsútsendingum frá mótinu, sem hófst 11. febrúar og lýkur 21. Gianfranco Kasper, fram- kvæmdastjóri FIS, sagði að fyrir- t.ækið, sem framleiðir „Gorbatsch- ow“-vodka styðji mótið og hafi samningsrétt til að auglýsa vöru sína. Rússneskur útflytjandi í Berlín hóf að framleiða vodka undir vöru- merkinu „Gorbatschow" og var drykkurinn vinsæll meðal Rússa í borginni á fyrra hluta þessarar ald- ar. setinn hefði gefíð út tilskipun, þar sem staðfestir væru dauðadómar yfír borgarstjóranum fyrrverandi og fimm öðrum embættismönnum, sem höfðu með brúa- og vegagerð að gera undir stjórn Mufti. Mennirnir eru sakaðir um að hafa þegið mútur og umboðslaun af ótilgreindum erlendum fyrirtækj- um fyrir að veita þeim upplýsingar til að auðvelda forráðamönnum þeirra tilboðagerð. Irösk blöð sögðu, að mennirnir sex hefðu unnið með öðrum emb- ættismönnum, sem flúið hefðu land. Al-Mufti var sviptur embætti borgarstjóra í Baghdad og hand- tekinn í fyrra, skömmu eftir að hann tók við æðsta heiðursmerki Iraks, Rafidain-orðunni, fyrir yfir- umsjón með framkvæmdum við vamarvirki á fenjasvæðunum fyrir utan Basra. Blöðin sögðu, að mennirnir sex hefðu fengið „stórar upphæðir inn á bankareikninga sína erlendis“. Ekki var tilgreint, hvenær aftök- urnar fæm fram. Svíþjóð: Reuter Tígrisdýr hjá tannlækni Það er ekki á hveijum degi sem tannlæknar eru beðnir að draga tönn úr tígrisdýri. Á dögunum varð að draga tönn úr Reesha, átta ára og 570 punda Síberíutígur í dýraathvarfi í nágrenni Los Angeles. Tveir tannlæknar buðu sig fram til verksins sem gekk að óskum. Sýningu myndar um morðið á Palme frestað ERLENT Stokkhólmi, Reuter. AP. TALSMAÐUR sænska sjónvarps- ins sagði í gær, að það hefði ákveðið að fresta sýningum á hinni umdeildu sovésku kvik- mynd um morðið á Olof Palme. Formælandi sænska sjónvarpsins sagði að myndin yrði sýnd skömmu fyrir miðnætti 6. mars næstkom- andi. Sænska sjónvarpið hafði áætlað að sýna myndina þegar ár væri liðið frá morðinu, en Claes Palme, bróðir hins látna forsætis- ráðherra, fór þess á leit að sýning- unni yrði frestað. „Það væri ósæmilegt að sýna kvikmynd um morðið, sem enn hefur ekki tekist að upplýsa," hafði sænska blaðið Aftonbladet eftir Claes Palme í gær. Sjónvarpsmyndin er um 50 mínútna löng og nefnist „Hver myrti Olof Palme". Hún er leikin að hluta. Frestunin kemur í framhaldi af mótmælum bandaríska sendiráðs- ins í Stokkhólmi. Sendiráðsmenn höfðu samband við sænska sjón- varpið í síðustu viku og lýstu yfír áhyggjum sínum vegna myndarinn- ar. I henni er gefíð í skyn, að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi verið riðin við morðið. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐ- INGA OG HAGFRÆÐ- INGA HELDUR RÁÐSTEFNU UM SKATTAMÁL ÞANN 18. FEBRÚARíSÚLNASAL HÓTELS SÖGU OG HEFSTRÁÐSTEFNAN KL. 13.30. FUNDARSTJÓRI VERÐUR TRYGGVIPÁLSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS LANDSBANKA ÍSLANDS. Ráðstefnan er öllum opin GesturráðstefnunnarerJohn Norregárd hagfræðingurOECD og fjallar hann um alþjóðlega þróun í skattamálum. DAGSKRÁ RÁDSTEFNUNNAR ER SEM HÉR SEGIR: 13.30 Mæting 13.40 Setning ráðstefnunnar, Brynja Halldórsdóttir, varafor- maður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. 13.45 Erindi: John Norregárd, hagfræðingur hjá OECD, GeirH. Haarde, aðstoðarmaðurfjármálaráðherra, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. 15.00 Kaffi 15.20 Hringborðsumræður. Þátttakendur verða: Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar, verðurstjómandi umræðnanna, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, GeirH. Haarde, aðstoðarmaðurfjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðn- rekenda. LÖGÐ VERDUR ÁHERSLA Á FAGLEGA UMFJÖLLUN UM SKATTAMÁL OG FYRIRHUGADA BREYTIIMGU Á SKA TTLAGIMINGU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.