Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 31

Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 31 tiamáliim: önnuð - Kaffi- ir afslátturinn Refsiábyrgð ákærðu Ákærði Erlendur. Ákærði Erlendur var forstjóri SÍS á umræddu tímabili, en fyrir- tækið er eitt stærsta fyrirtæki landsins með fjölbreytta starfsemi, sem skiptist í margar deildir, m.a. innflutningsdeild með umfangs- miklum innflutningi. Eru fyrir hverri deild deildarstjórar, sem sjá um daglegan rekstur, og má af þessu álykta, að einstök atriði í daglegum rekstri hafi ekki verið borin undir forstjóra. Þrátt fyrir framangreint þykir sú fullyrðing ákærða Erlends afar ósennileg, að hann hafi ekki vitað, hvernig staðið var að hrákaffiinn- flutningum, tveim settum reikninga og miklum afslætti, sem gefinn var vegna viðskiptanna og leynt fyrir kaffibrennslunni. Var hér um að ræða óvanalega aðferð og afsláttur- inn auk þess óvenju mikill. Þá var hár um mikil innkaup að ræða, þótt ekki hafí verið um stærsta inn- flutningsflokkinn að ræða hjá fyrirtækinu. Verður að telja, að aðferðin við að halda afslættinum leyndum, hafi verið með þeim hætti, að hún hafi komið frá æðra settum aðiium í fyrirtækinu en þeim, sem stóðu að framkvæmd- inni, en fyrirmaður þeirra allra, nema ákærða Gísla, var ákærði Hjalti og ákærði yfirmaður hans. Enginn annarra ákærðu né vitni hafa hins vegar borið um það svo óyggjandi sé, að um bein eða óbein afskipti hafí verið að ræða af hálfu ákærða við framkvæmdina eins og hún fór fram og lýst er í ákærunni sem refsiverðri. Verður því ekki á slíku byggt um vitneskju ákærða um afslættina né fyrirmæli frá hon- um um framkvæmdina. Hins vegar hefur ákærði viðurkennt að hafa á árinu 1981 átt hlut að því að greiða Dráttarvélum hf. 120.000.000 gkr. af hagnaði Lundúnaskrifstofunnar. Hann kveðst hins vegar ekki hafa hugað að því sérstaklega, hvemig hagnaðurinn hafi verið tilkominn. Þessi fullyrðing ákærða, sem ekki er hægt að sýna fram á, að sé röng, getur þó ekki talist trúverðug, þeg- ar á það er litið, um hversu mikla Qárhæð var að ræða. Þá þykja við- brögð ákærða í maí 1981 fyrir aðalfund SÍS, þegar upplýst var um afsláttinn og meðferð hans, ekki til þess fallin að styrkja framburð hans að öðm leyti. Loks var ákærði í stjórn NAF á umræddu tímabili og sat fundi, m.a. í Brasilíu, þar sem rætt var um kaffímál og afslætti. Þegar allt er virt, sem nú var rakið, þykir þrátt fyrir það gegn neitun ákærða ekki alveg nægjan- legum stoðum rennt undir lögfulla sönnun fyrir sök ákærða. Verður ákærði að njóta þessa vafa og ber því að sýkna ákærða af því, sem honum er gefið að sök í ákærunni og refsivert er talið. Ákærði Hjalti. Bæði ákærði Sigurður Ámi og Amór hafa borið, svo og vitnin Sig- urður Gils og Snorri, að ákærði Hjalti hafí fylgst með og tekið ákvarðanir vegna hrákaffikaup- anna og framkvæmd þeirra, þ. á m. notkun vömreikninganna á þann veg, sem í ákæmnni greinir. Vegna stöðu sinnar sem æðsti yfirmaður innflutningsdeildar og framburðar áðurgreindra aðila um vitneskju ákærða um viðskiptin við kaffi- brennsluna og framkvæmd þeirra, telur dómurinn sannað, þrátt fyrir neitun ákærða Hjalta, að það hafi verið hann, sem átti hlut að því að leggja á ráðin um það, hvernig að viðskiptunum skyldi staðið. Varðar þetta notkun tvennskonar vöm- reikninga, launung á hinum mikla afslætti og óhóflegar vaxtatölur. Þessi háttsemi leiddi til þess, að SÍS náði undir sig afsláttunum og vöxtunum og að gjaldeyrisyfirvöld- um vom sendir vömreikningar vegna gjaldeyriskaupa vegna hverr- ar sendingar, sem vom hærri en raunvemlegri gjaldeyrisþörf nam. Þá telst ákærði ábyrgur samkvæmt framansögðu fyrir þeim blekking- um, sem beitt var vegna sendinga K-625 ’80 og K-365 ’81. Hefur ákærði með þessu brotið gegn 248. gr. og 158. gr. almennra hegningar- laga og 17. gr. laga nr. 63, 1979, sbr. 39. gr. reglugerðar nr. 519, 1979. Ákærði Sigurður Árni. Með játningu ákærða Sigurðar Áma, sem er í samræmi við annað, sem fram er komið í málinu, er sannað, að hann hafi átt hlutdeild í framangreindum íjársvika-, skjalafals- og gjaldeyrisbrotum. Skiptir eigi máli í því sambandi sá framburður ákærða, að hann hafí talið, að SIS bæri afslátturinn. Hér var um svo óvanalega viðskipta- hætti að ræða, að ákærða mátti ekki dyljast, að hér hlaut að vera um að ræða refsiverða háttsemi. Sök ákærða að því er snertir send- ingar K-625 ’80 og K-365 ’81, nær þó eingöngu til hinnar fyrri. Varða brot ákærða við sömu lagagreinar og brot ákærða Hjalta, allt sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningar- laga. Ákærði Gísli. Ákærði Gísli fékk senda til Lon- don tvo vörureikninga vegna hverrar kaffisendingar og hafði fyr- irmæli um það frá ákærða Sigurði Áma, að innheimta ætti eftir hinum hærri hjá KA. Við samanburð á reikningunum gat ákærða ekki du- list, að hér var ekki um eðlileg viðskipti að ræða. Samt sá ákærði ekki ástæðu til þess að ræða þetta við yfírmann sinn ákærða Erlend né ákærða Hjalta, sem yfírmann innflutningsdeildar, heldur stóð ákærði að sendingu reikninganna samkvæmt áðurgreindum fyrir- mælum. Þá reiknaði ákærði KA vexti í samræmi við hærri reikning- ana, en ekki hina lægri. Er ekki ljóst, hvaðan þau fyrirmæli komu, en telja verður, að þessi fram- kvæmd hafí verið óhjákvæmileg vegna hinnar fyrri. Þá leiddu þessar gerðir ákærða til þess, að skýrslur urðu rangar hveiju sinni um raun- vemlega gjaldeyrisþörf vegna hverrar hrákaffisendingar. Sam- kvæmt framansögðu verður að telja ákærða Gísla sekan um hlutdeild í fjársvikum og gjaldeyrisbrotum á ámnum 1979—1980, en sýkna ber hann af broti á 158. gr. almennra hegningarlaga, þar'sem hann hafði engin afskipti af sendingu K-625 ’80. Varða brot ákærða Gísla við 248. gr. almennra hegningarlaga og 17. gr. laga nr. 63, 1979, sbr. 39. gr. reglugerðar nr. 519, 1979, allt sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Arnór. Ákærði Amór tók við starfí ákærða Sigurðar Áma í ársbyijun 1981. Var þá búið að nota tvö sett af vörureikningum allt frá árinu 1979 og viðhalda leynd gagnvart KA allan þann tima. Ákærði stóð því að þessu leyti frammi fyrir gerð- um hlut. Hann stóð þó að því að viðhalda þessu áfram. Eftir að ákærði Amór tók við starfí deildar- stjóra í fóðurvömdeild var þó farið að greiða hluta af afslættinum til KA. Mátti þá forráðamönnum KA vera ljóst, að til vom að falla af- slættir. Aðgerðaleysi þeirra í því að fá upplýst, hversu mikill þessi afsláttur væri og hefði verið, breyt- ir ekki því, að leyndin um raun- vemlegar fjárhæðir afsláttarins var enn fyrir hendi, þar til síðar. Þá hafði ákærði afskipti af reikninga- gerðinni vegna sendingu á K-365 '81. Ennfremur var á árinu 1981 haldið áfram að senda gjaldeyris- yfirvöldum skýrslur á gmndvelli hærri reikninganna. Samkvæmt framansögðu verður ákærði Amór sakfelldur fyrir hlutdeild í fjár- svika-, skjaíafals- og gjaldeyris- brotum á árinu 1981. Varðar þessi háttsemi hans við 248. gr. og 158. gr. almennra hegningarlaga og 17. gr. laga nr. 63, 1979, sbr. 39. gr. reglugerðar nr. 519, 1979, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningar- laga. Samkvæmt sakavottorðum ákærðu hefur enginn þeirra áður sætt refsingum, sem skipta máli í sambandi við úrlausn þessa máls. Refsingar Við ákvörðun refsinga ákærðu verður höfð hliðsjón af því til þyng- ingar, að ákærðu stóðu saman að ólögmætri háttsemi, sem leiddi til ^ársvika, sem skiptu háum fjár- hæðum og að þau vom kerfísbundin og stóðu yfír í rúm tvö ár. Þá hefðu þessi svik ekki tekist nema með samvinnu fleiri aðila en eins. Þá er það refsingu ákærða Hjalta til þyngingar, að telja verður sannað, að vegna stöðu sinnar hafí hann átt upptökin að þeirri háttsemi, sem leiddi til fjársvikanna og gjaldeyris- lagabrotanna og í tveim tilvikum til brota á 158. gr. alm. hgl. Þá er það einnig refsingu ákærða Sigurð- ar til þyngingar, að hann stóð að brotastarfseminni allan tímann, sem hún stóð yfír. Það verður talið ákærðu öllum til mildunar, að enginn þeirra hafði sjálfur neinn persónulegan ávinning af brotunum, svo að kunnugt sé. Þá verður það talið ákærðu Sigurði Áma, Gísla og Amóri til mildunar, að þeir vom undirmenn og tóku við fyrirskipunum frá æðra settum að- ila í fyrirtækinu. Áttu þeir stöðu sinnar vegna í fyrirtækinu erfitt um vik að standa á móti fram- kvæmdinni eins og hún varð, svo og má segja, að ákærði Amór hafí staðið frammi fyrir hlut, sem við- gengist hafði um langan tíma. Loks er það öllum ákærðu til mildunar, að enginn þeirra hefur áður gerst brotlegur við hegningarlög, svo að kunnugt sé. Vegna fymingar sakar verður ákærðu ekki refsað fyrir brot á lög- um nr. 63, 1979 og reglugerð nr. 519/1979. Refsing ákærða Hjalta þykir hæfílega ákveðin fangelsi 12 mán- uði, ákærða Sigurðar Áma fangelsi 7 mánuði, ákærða Gísla fangelsi 3 mánuði og ákærða Amórs fangelsi 2 mánuði. Með hliðsjón af því, sem rakið var hér að framan til mildunar refs- ir.gum ákærðu, þykir mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingu ákærðu Sigurðar Áma, Gísla og Amórs og 9 mánaða af refsingu ákærða Hjalta, og skulu þær niður falla að 2 árum liðnum frá upp- kvaðningu dómsins að telja, haldi ákærðu hver um sig almennt skil- orð 57. gr. almennra hegningar- laga, sbr. 4. gr. laga nr. 22,1955. Sakarkostnaður Loks ber að dæma um sakar- kostnað samkvæmt 140. gr. og 142. gr. laga nr. 74, 1974 um með- ferð opinberra mála. Málsvamarlaun skipaðs veijanda ákærða Erlends, Jóns Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu Hjalti, Sigurður Ámi, Gísli og Amór, skulu hver um sig greiða skipuðum verjendum sínum hæstaréttarlögmönnunum Guð- mundi Ingva Sigurðssyni, Eiríki Tómassyni, Erni Clausen og Ragn- ari Aðalsteinssyni, 200.000 krónur í málsvamarlaun. Annan sakarkostnað greiði ríkis- sjóður að Vb hluta, en ákærðu aðrir en ákærði Erlendur óskipt að 4/6 hlutum, þar með talin saksóknar- laun, 200.000 krónur, er renni í ríkissjóð. Dómsorð: Ákærði, Erlendur Einarsson, er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í mali þessu. Ákærði Hjalti Pálsson, sæti fang- elsi í 12 mánuði, ákærði Sigurður Ámi Sigurðsson, sæti fangelsi í 7 mánuði, ákærði Gísii Theódórsson, sæti fangelsi í 3 mánuði og ákærði Amór Valgeirsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Fresta skal fullnustu refsinga ákærðu Sigurðar Áma, Gísla og Amórs og 9 mánaða af refsingu ákærða Hjalta. Skulu þær niður falla að 2 árum liðnum frá upp- kvaðningu dómsins að telja, haldi ákærðu hver um sig almennt skil- orð 57. gr. almennra hegningar- laga. Málsvamarlaun skipaðs veijanda ákærða Erlends, Jóns Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu Hjalti, Sigurður Ámi, Gísli og Amór, greiði hver um sig skipuðum veijanda sínum, hæsta- réttarlögmönnunum Guðmundi Ingva Sigurðssyni, Eiríki Tómas- syni, Emi Clausen og Ragnari Aðalsteinssyni, 200.000 krónur í málsvamarlaun. Annan sakarkostnað greiði ákærðu aðrir en ákærði Erlendur óskipt að 4/b hlutum, en ríkissjóður að '/6 hluta, þar með talin saksókn- arlaun, 200.000 krónur, sem renni í ríkissjóð. Sverrir Einarsson, Jón Þ. Hilmarsson, Sigurður Stefánsson. Stuðnings- yfirlýsing frá Norræna fóstruráðinu NORRÆNA fóstruráðið, en í því eru yfir 100 þúsund félagsmenn, hélt stjórnarfund i Reykjavík dagana 6.-7. febrúar sl. Þar voru mættir fulltrúar fóstra frá Danmörku, Finnlandi, Færeyj- um, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Samþykkt var einróma stuðn- ingsyfirlýsing til allra fóstra á íslandi og Fóstrufélags íslands í baráttu þeirra fyrir hærri launum og bættri vinnuaðstöðu. í yfírlýsingunni segir m.a.: „Það er alvarlegt áhyggjuefni að laun og vinnuaðstaða fóstra séu svo léleg að fóstrur snúi sér í æ ríkara mæli að öðrum störfum. Stjóm NFLS hvetur rekstraraðila til að axla ábyrgð sína, með því að bæta laun og starfsaðstöðu fóstra þannig að þær sjái sér fært að halda áfram í þeim störfum er þær hafa hlotið menntun til. Núverandi stefna yfirvalda í launamálum er ekki einhliða mál fóstra, heldur hafa afleiðingamar alvarleg áhrif á börn og foreldra. NFLS telur að öll böm eigi rétt á góðri dagvistun.“ Reyðarfjörður: Líflegt við höfnina Reyðarfjörður. MIKIL vinna hefur verið hér við höfnina að undanförnu. Keflavíkin var hér á fimmtudag og tók 3.000 tunnur af sild til Rússlands. Þá kom Dettifoss og tók 2.000 tunnur af síld til Svíþjóðar. Tvö færeysk skip komu með salt- farma og tóku kjöt og hey til baka. Þá kom Arnarfellið með fóður og um helgina var hér hollenskt skip að taka 1.500 tonn af loðnumjöli fyrir utan strandferðaskip sem hafa komið. Má því segja að mjög líflegt hafí verið hér við höfnina að und- anfömu. Reyðfirðingar sjá nú sólina og em búnir að drekka sitt „Sólar- kaffi". Snjórinn kom 6. febrúar og nú geta allir farið á skíði sem áhuga hafa enda vom margir á skíðum í góða veðrinu um helgjna þótt kalt væri, 11 stiga frost. Nú er farið að hlýna hér, 3 stiga frost í dag, þriðjudag, og stillt og bjart veður. Gréta. Kennarar á Vesturlandi: Slæmt málfar á myndböndum gag’nrýnt KENNARAR í íslensku við sam- starfsskóla í Vesturlandsum- dæmi hafa beint þeim tilmælum til menntamálaráðherra að eftir- lit með textum myndbanda verði stórhert. Ályktunin var borin upp á fundi kennaranna sem haldinn yar að Varmalandi í lok janúar. í henni segir að kennarar hafi margsinnis orðið vitni að því að textar mynd- banda séu á vondri íslensku, fullir af mál og stafsetningarvillum. Þá segir orðrétt: „Fundurinn lítur svo á að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir máltilfinningu íslenskra bama og unglinga, auk þess sem slík vinnubrögð eru afar slæmt fordæmi þeirri æsku sem á að erfa þetta tungumál."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.