Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
Vestmannaeyjar:
Kaupmenn óhressir
með verðkönnun
Verðlagsstofnunar
Vestmannaeyjum.
ATHYGLI hefur vakið könnun Verðlagsstofnunar á verðlagi mat-
vara á Isafirði og i Vestmannaeyjum sem sagt var frá í Morgun-
blaðinu fyrir helgina. Segir Verðlagsstofnun þessa könnun staðfesta
að verðlag sé mun hærra á þessum stöðum en hægt sé að skýra
með flutningskostnaði og birgðahaldi. Fréttaritari leitaði álits for-
svarsmanna tveggja matvöruverslana og einnar heildverslunar á
þessari könnun.
„Eg er ósáttur við þessa útkomu.
Mitt fyrirtæki hefur starfað hér í
yfir 50 ár og er það vissa mín að
þetta fyrirkomulag, birgðahald fyrir
innlenda framleiðendur og beinn
innflutningur á ýmsum vörum, er
til mikillar hagsbótar fyrir verslun
og verðmyndun hér,“ sagði Krist-
mann Karlsson stórkaupmaður.
Kristmann sagði að af þeim 34 fyr-
irtækjum sem fyrirtæki hans
annaðist sölu fyrir greiddu nú 26
fyrirtæki allan kostnað við að koma
vörunni til Vestmannaeyja.
„Fulltrúar verðlagsstjóra, sem
komið hafa nokkuð reglulega í
heimsókn til okkar, hafa ekki gert
athugasemdir við verðlag eða verð-
myndun hjá mér og ég sagði það
við verðlagsstjóra og fulltrúa hans,
þegar ég heimsótti þá í haust, að
ég ætti erfitt með að svara ásökun-
um stofnunarinnar um þessi mál
þegar einu upplýsingarnar sem full-
trúar hans gefa mér væru að ekkert
væri athugavert og verðlag í góðu
lagi." Kristmann sagðist hafa ýmis-
Brú kynnir
hjálparstarf
Rauða krossins
RAUÐI kross íslands tekur þátt
í alþjóðlegu hjálparstarfi auk
starfseminnar hérlendis. Um
þetta hjálparstarf verður haldinn
kynningarfundur í fundarsal
RKÍ að Rauðarárstíg 18 (áður
Hótel Hof) fimmtudaginn 19.
febrúar kl. 20.30.
Fundarboðandi er Brú, félag
áhugamanna um þróunarlönd.
Erindi flytja þessir aðilar frá
Rauða krossinum: Jón Ásgeirsson,
Jakobína Þórðardóttir, Pálína Ás-
geirsdóttir og Sigríður Guðmunds-
dóttir. Þær Pálína og Sigríður eru
nýkomnar heim frá hjálparstarfi á
vegum Alþjóða Rauða krossins,
önnur frá Thailandi og hin frá Súd-
an. Að loknum erindum verða
pallborðsumræður undir stjórn
Bemharðs Guðmundssonar blaða-
fulltrúa þjóðkirkjunnar. Við pall-
borðið sitja auk framsögumanna
Guðjón Magnússon formaður RKÍ
og Jóhannes Reykdal Dagblaðinu.
Fundarstjóri verður Andrés
Svanbjömsson verkfræðingur.
Veitingar verða í boði RKÍ og
er fundurinn öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
legt annað út á fullyrðingar Verð-
lagsstofnunar að setja. „Það er von
mín að verðlagsstjóri og hans full-
trúar geri sér dagamun og komi í
heimsókn með allar niðurstöður og
haldi fund með okkur.“
Gísli Geir Guðlaugsson hjá Tang-
anum sagði að í verðkönnun sem
gerð var í haust hefði komið fram
að meðalverð á matvöru og gosi í
Eyjum hefði reynst 5,8% hærra en
á höfuðborgarsvæðinu. Hluti af
þeim verðmismun, um 2%, væri
óhjákvæmilega vegna flutnings-
kostnaðar.
„Það er augljóst mál að staðir
með lítinn markað hljóta að leggja
í mun meiri rekstrarkostnað á
hvetja einingu en þeir sem við
stærri markaðssvæði búa. Það verð
ég að segja að tilgang þessarar
könnunar skil ég ekki, þar sem allt
það svartasta er fram dregið en
ekki getið um þær vörutegundir
sem ódýrari eru hér en á höfuð-
borgarsvæðinu. Það er ekki verið
að upplýsa verslanir um það sem
bætur mætti fara í eistaka liðum,
svo þeir aðilar sem við þessa þjón-
ustu starfa gætu lagað sitt starf
eftir því.“
Guðmundur Búason kaupfélags-
stjóri sagðist út af fyrir sig geta
tekið undir þau rök Verðlagsstofn-
unar að verslanir væru of margar.
„Ég tel það ekki óeðlilegt að ein-
hveiju muni á verðlagi hér og á
höfuðborgarsvæðinu vegna flutn-
ingskostnaðar, svona 2-3%. Stór-
markaðirnir bjóða ýmsar vörur á
mun lægra verði en verslanir al-
mennt í Reykjavík sem lækkar þá
meðalverðlag þar. Við eigum í vissri
samkeppni við stórmarkaðina og fer
talsverð verslun héðan til
Reykjavíkur. Það gerir afkomuna
því lakari hjá okkur. Við verðum
nú að leggja allt kapp á að ná nið-
ur vörubirgðum, minnka birgða-
kostnaðinn og auka veltuhraðann."
— hkj.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Konurnar hafa verið harðsæknar á sjóstangaveiði-
mótum og slegið mörgum karlinum við. Hér hefur
Þuríður Bemódusdóttir innbyrt vænan ufsa og
er lukkuleg með afrekið.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Magnús Magnússon með þann stóra. Er þetta ekki
draumur allra sjóstangaveiðimanna?
Vestmannaeyjar:
25 ár frá stofnun SJÓVE
Vestmannaeyj um.
SIÐAR í þessum mánuði munu
sjóstangaveiðimenn í Vest-
mannaeyjum halda það hátiðlegt
með veglegum fagnaði, að liðin
eru 25 ár frá stofnun SJÓVE,
Sjóstangaveiðfélags Vestmanna-
eyja. Talsverður hópur fólks,
bæði karlar og konur, hefur lagt
rækt við þessa íþrótt sem krefst
af iðkendum þolinmæði, þraut-
seigju, leikni með stöng og
umfram allt sjóhreysti. Árlegt
hvítasunnumót félagsins er
löngu orðið að einum þessara
föstu punkta í tilverunni hjá
Eyjabúum.
Magnús Magnússon veit allt um
SJÓVE og hefur verið mótsstjóri
hjá félaginu svo lengi sem saga
þess hermir, aðeins fellt niður störf
í fáein skipti þá hann hefur tekið
sér stöng í hönd og róið á miðin.
Fréttaritari fékk hann í stutt spjall.
Sagði Magnús að Jóhann Sig-
urðsson, umdæmisstjóri Flugleiða í
London, hefði átt hugmyndina að
fyrsta sjóstangaveiðimótinu í Eyj-
um og hefði Flugfélag íslands
haldið mótið 1960. Flugfélagið hélt
„Nei, góði besti, konur hafa ve-
rið með frá byrjun á stóru mótun-
um. En það var ekki fyrr en á
hvítasunnumótinu 1979 að kven-
fólkið okkar fór að láta að sér
kveða.“
— Ætlið þið að halda uppá tíma-
mótin?
„Við verðum með góða afmælis-
veislu að sjálfsögðu, tilefnið er fyrir
hendi. En fyrst og fremst ætlum
við að minnast afmælisins með því
að gera hvítasunnumótið í ár sér-
lega veglegt. Við eigum von á öllum
helstu sjóstangaveiðmönnum lands-
ins og erlendum veiðigörpum líka.
Amar Ingólfsson, mikill völundar-
smiður, hefur tekið að sér að smíða
verðlaunagripi, sem munu vinnast
til eignar."
Magnús Magnússon sagði að fé-
lagið hefði í sínum röðum mikið af
dugnaðarfólki sem ætíð væri tilbúið
að sinna kalli félagsins og félagið
hefði í gegnum árin notið vináttu
og vinsemdar margra. Þar vildi
hann sérstaklega tiltaka formenn
og bátaeigendur, sem hefðu lagt
félaginu til báta sína við mótahald.
Núverandi formaður SJÓVE er Pét-
ur Steingrímsson.
— hkj.
Þessi mynd var tekin þegar aflinn var veginn á hvítasunnumótinu
1963. Þorsteinn Guðjónsson og Adólf Bjarnason telja og vigta en
Hrafn Johnsen tannlæknir (t.h.) skráir.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Undanþágur að baki og komnir með próf upp á vasann. Frá vinstri talið: Sigurgeir Jónsson kennari,
Óskar P. Friðriksson, Guðmundur Pálsson, Ingi Páll Karlsson, Björgvin Sigurjónsson, Haraldur Trausta-
son, Ingibergur Vestmann, Sigurður Jónsson, Friðrik Ásmundsson skólastjóri.
Skipstjórar á undan-
þágum öðlast réttindi
ein þrjú slík mót og komu margir
útlendingar til Eyja til þátttöku í
mótinu. Það var svo í febrúar 1962
að nokkrir Eyjamenn tóku sig sam-
an og stofnuðu SJÓVE og voru
þeir í fyrstu stjórninni Þórhallur
Jónsson verkfræðingur, Axel Ó.
Lárusson kaupmaður og Steinar
Júlíusson umdæmisstjóri Flugfé-
lagsins. Mörgum þótti þetta hálf-
gerð fíflalæti, að róa til fískjar með
veiðistöng. Mönnum voru hugleikn-
ari öflugri veiðarfæri. Þetta átti
allt eftir að breytast og nú er litið
á þetta sem íþrótt, meira að segja
keppnisíþrott. Ég leyfí mér að draga
í efa að nokkur eða fá íþróttamót
hérlendis séu betur undirbúin en
sjóstangaveiðimótin og óvíða eru
verðlaunagripimir fleiri eða glæsi-
legri.
— Og þetta er ekki bara karla-
klúbbur?
V ost mannaeyj u m.
NÝLEGA lauk réttindanám-
skeiði fyrir skipstjórnarmenn á
undanþágum sem haldið var á
vegum Stýriinannaskólans í
Vestmannaeyjum. Sjö menn sóttu
námskeiðið og stóðust þeir allir
prófið með láði. Hafa þeir því
öðlast 80 rúmlesta skipstjórnar-
réttindi.
Námskeiðið hófst um miðjan
október og var skólasókn sérlega
góð og áhuginn á náminu mikill.
Flestir luku náminu með framhalds-
einkunn sem gefur þeim möguleika
á að sækja átta vikna framhalds-
námskeið sem veitir 200 rúmlesta
réttindi.
Hæstu einkunn á námskeiðinu
hlaut Guðmundur Pálsson, 9,45,
sem er ágætiseinkunn. Óskar P.
Friðriksson hlaut einnig ágætisein-
kunn, 9,10, og þriðji varð Haraldur
Traustason með 8,73.
— hkj.
Guðmundur Pálsson varð efstur
á réttindanámskeiðinu. Hér tek-
ur hann við prófskírteininu úr
hendi Friðriks Ásmundssonar
skólastjóra.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 32 - 17. febrúar 1987
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 39,150 39,270 39,230
St.pund 59,990 60,173 60,552
Kan.dollari 29,340 29,430 29,295
Dönskkr. 5,7342 5,7517 5,7840
Norskkr. 5,6262 5,6435 5,6393
Sænskkr. 6,0496 6,0681 6,0911
Fi. mark 8,6615 8,6881 8,7236
Fr.franki 6,4952 6,5151 6,5547
Belg. franki 1,0451 1,0483 1,0566
Sv.franki 25,6050 25,6835 26,1185
Holl. gyllini 19,1546 19,2133 19,4303
V-þ.mark 21,6418 21,7081 21,9223
ít.lira 0,03039 0,03049 0,03076
\usturr.sch. 3,0754 3,0848 3,U41
Port. escudo 0,2779 0,2787 0,2820
Sp. peseti 0,3067 0,3076 0,3086
Jap.yen 0,25575 0,25653 0,25972
Írsktpund 57,554 57,731 58,080
SDRISérst) 49,3436 49,4946 50,2120
ECU, Evrópum. 44,6056 44,7423 45,1263