Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
33
Morgunblaðið/Sigrún
Frá síðustu sýningu Leikfélags Hveragerðis, sem var „Til söngs“, bókmenntasýning eftir Jónas Árnason.
Skipulagstillögur um
gamla Vesturbæinn
TILLÖGUR að hverfisskipulagi
fyrir gamla Vesturbæinn verða
kynntar á fundi íbúasamtaka
Vesturbæjar 19. febrúar. Fund-
urinn verður haldinn í Hlað-
varpanum á Vesturgötu 3 og
hefst klukkan 20.30.
Kynnendur verða Guðrún Jóns-
dóttir arkitekt og samstarfsmenn
hennar sem unnið hafa að tillögum
þessum. Meðal annars verður fjall-
að um utivistarsvæði í hverfinu,
umferðarmál, húsverndun og
hverfisþjónustu opinberra aðila og
einkaaðila. Þá verða sýndar tillög-
ur að deiliskipulagi fyrir einstaka
reiti í hverfinu.
Uppdrættir sem sýna tillögur
um ofangreinda þætti hafa verið
til sýnis í Hlaðvarpanum að undan-
förnu og í dag, miðvikudaginn 18.
febrúar, kl. 17.00—18.30. Hægt
verður að spyrja höfunda nánar
um tillögurnar í Hlaðvarpanum.
Leikfélag Hveragerðis 40 ára
Hveragerði.
"LEIKFÉLAG Hveragerðis á 40
ára afmæli þ. 23. febrúar næst-
komandi. Hyggst leikfélagið
halda veglegan afmælisfagnað í
Hótel Örk þ. 20. febrúar til að
fagna þeim áfanga. Þar verður
ýmislegt til gamans gert og er
'von forráðamanna félagsins að
sem flestir velunnarar félagsins
mæti til fagnaðarins.
Fréttaritari Morgunblaðsins hitti
formann leikfélagsins, Valdimar
Inga Guðmundsson, að máli og bað
hann fara nokkrum orðum um sögu
leikfélagsins. Hann sagði svo frá:
„Það var 23. febrúar 1947, sem
13 áhugamenn um leiklist tóku sig
saman og stofnuðu Leikfélag
Hveragerðis, en í nokkur ár hafði
Ungmennafélagið staðið fyrir sýn-
ingum. Strax þetta vor leit fyrsta
uppfærslan dagsins ljós, en það
voru tveir einþáttungar — „Á þriðju
hæð“ og „Box og Cox“.
Síðan þá hefur margt á daga
félagsins drifíð. Félagið hefur átt
sín góðu og slæmu ár eins og geng-
ur, þó hafa góðu árin verið mun
fleiri og vonandi verður svo í fram-
tíðinni.
Leikfélag Hveragerðis hefur á
stuttum en litríkum æviferli sett
upp 39 leikrit, þ.e. hefðbundin Ieik-
verk. Þá eru kabaréttsýningar,
bókmenntakynningar, barna-
skemmtanir og skemmtidagskrár
fyrir ýmsa aðila talið í hundruðum.
Oft hefur verið unnið við þröngan
kost, en alltaf hafa félagarnir í leik-
GOSPEL-TÓNLEIKAR verða
haldnir í kvöld, miðvikudaginn
18. febrúar kl. 21.00, í Broad-
way. Þar kemur fram úrvalslið
kristinna tónlistarmanna m.a.
Þorvaldur Halldórsson, Hellen
Helgadóttir, Guðný og Elísabet
Eir ásamt Magnúsi Kjartanssyni,
Gunnbjörg Óladóttir, Hjalti
Gunnlaugsson og Helga Bolla-
dóttir, dúettinn TAKK þ.e.
Halldór Lárusson og Árný Jó-
hannsdóttir og söngkórinn
Ljósbrot.
Munu þau m.a. flytja lög af nýtú-
komnum hljómplötum. Tónleikamir
era haldnir til styrktar byggingu
JÓHANN Hjartarson, stórmeist-
ari, sigraði glæsilega á hraðskák-
móti DV síðastliðinn laugardag,
þar sem tóku þátt sextán fremstu
skákmenn landsins. Hlaut Jó-
hann 14*/2 vinning í 15 umferð-
um.
Verðlaun vora samtals 65 þúsund
krónur en að auki styrkti DV Skák-
samband íslands sérstaklega í
tilefni mótsins.
félaginu haft stoltið og metnaðinn
að leiðarljósi og engin laun nema
ánægjuna.
Meðal verkefna Leikfélagsins má
nefna Fjalla-Eyvind, Ævintýri á
gönguför, Deleríum Búbónis, og í
samvinnu við Leikfélag Selfoss
Skálholt, Skugga-Svein og Atóm-
stöðina. Allt era þetta nöfn sem
vekja Ijúfar minningar, bæði hjá
leikendum og áhorfendum.
Leikfélagið ætlar að halda hátíð-
Á tónleikunum í Broadway verða flutt lög af nýútkomnum plötum
kristinna tónlistarmanna.
Grospel-tónleik
ar í Broadway
lega uppá afmælið þ. 20. febrúar í
Hótel Órk og er það von okkar í
stjórninni að sem flestir félagar og
gestir komi og samgleðjist okkur á
40 ára afmælinu í hinum nýju og
stórglæsilegu salarkynnum Hótel
Arkar.“
í stjórn LH era: Valdimar Ingi
Guðmundsson formaður, Margrét
Ásgeirsdóttir gjaldkeri og Gunnar
Jónsson ritari.
— Sigrún
Þá vekja íbúasamtök Vestur-
bæjar athygli á námskeiðinu Gamli
bærinn í Reykjavík, en þar verður
fræðst og rölt um Vesturbæinn og
miðbæinn klukkan 18.00—19.30 á
þriðjudögum, alls fímm skipti.
Guðjón Friðriksson leiðbeinir á
námskeiðinu og verður fyrsta skip-
tið hinn 24. febrúar.
(Úr fréttatilkynningu.)
A»
^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
íS?
J
J
yi
«3
biblíuskóla sem samtökin Ungt fólk
með hlutverk byggja á jörð sinni,
Eyjólfsstöðum á Héraði. Biblíuskól-
inn er nú fokheltur og bíður þess
að verða fullgerður að innan. Ætl-
unin er að gera mikið átak í
byggingunni í sumar og mun m.a.
koma hópur frá Bandaríkjunum til
þess að aðstoða við bygginguna.
Ætlunin er að á biblíuskólanum
geti fólk fengið þjálfun til þess að
taka þátt í kristilegu starfí en nú
er orðin btýn þörf fyrir slíkan skóla
hér á landi.
Tónleikarnir munu hefjast eins
og áður sagði kl. 21.00, miðar verða
seldir við innganginn.
(Fréttatilkynning)
Jóhann Hjartarson sigraði
á hraðskákmóti DV
Úrslit urðu sem hér segir:
1. JóhannHjartarson I4V2
2. Jón L. Ámason IOV2
3. Helgi Ólafsson 10
4. Margeir Pétursson 9V2
5.-6. Guðmundur Sigutjónsson 9
5.-6. Karl Þorsteins 9
7. Hannes Hlífar Stefánsson 7V2
8. Friðrik Ólafsson 7
9. Ingvar Ásmundsson 6V2
10. SævarBjamason 6
Stjórnunðrfélag Islands
m
mm
V
'A
ÞJALFUNARBRAUT TOLVUSKOLANS
Þau notendahugbúnaðarkerfi (ritvinnsla), töflureiknar, gagnasafnskerfi sem notuð
eru í dag eru mjög öflug. Notendur nota hins vegar yfirleitt ekki nema hluta kerf-
anna, það sem á vantar eru yfirleitt þeir hlutar kerfanna sem mesta vinnu spara. Á
stuttum námskeiðum ná þátttakendur ekki að tileinka sér þessa flóknu hluti. Nú er í
boði námsbraut þar sem nemendur eru þjálfaðir í notkun þessara kerfa. Þessi
braut er ætluð fólki í atvinnulífinu sem vill ná færni á þessu sviði. Og með færninni
margfaldast afköstin. Þessi braut er því tilvalin fyrir nýtt starfsfólk fyrirtækja.
Námið er byggt upp sem 4 sjálfstæðir áfangar. Eftir að hafa tekið fyrsta áfang-
ann, GRUNN, er hægt að taka þá áfanga af hinum þremur sem henta.
ÁFANGAR: 1. GRUNNUR
Kynning á einkatölvum. Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll
helstu hjálparforrit þess. Kynning á ritvinnslukerfi, töflureikni og
gagnasafnskerfi. Þetta er sami áfangi og áfangi 1 i Forritunar- og
kerfisfræðibraut Tölvuskólans. Þetta er besta byrjendanámskeið um
einkatölvur sem völ er á. Þrisvar til fjórum sinnum lengra og itarlegra
en önnur byrjendanámskeið. 40 klst.
2. RITVINNSLA
Nemendur fá þjálfun i notkun ritvinnslu. Farið verður í uppsetningu
bréfa og skjala, helstu staðla, dreifibréf, samruna skjala og fleira.
Nemendur velja annað hvort ritvinnslukerfanna Word eða Orðsnilld
(WordPerfect). 32 klst.
m
íéé
3. TOFLUREIKNAR
Þjálfun i notkun töflureikna. Helstu notkunarsvið, s. s. uppsetning
likana, áætlanagerð, bókhald og töluleg úrvinnsla. Myndræn fram-
setning gagna. Nemendur velja á milli kerfanna Lotus 1-2-3 og
Multiplan. 32 klst.
4. GAGNASAFNSKERFI
Þjálfun i notkun gagnasafnskerfisins dBase III + . Uppbygging gagna-
safna, fyrirspurnir, skýrslugerð og póstlistar. Forritun i dBase III + .
Einnig verður farið i flutning gagna milli kerfa t. d. úr dBase III + yfir i
töflureikni eða ritvinnslu. 36 klst.
m
1^1
Fyrsti GRUNN-áfanginn hefst 23. febrúar 1987.
Kennt verður á morgnana, frá kl. 8 til 12. Tveim hópum verður kennt samhliða,
hvor hópur um sig verður 3 daga aöra hvora viku og 2 daga hina vikuna.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans,
Magnús Ingi Óskarsson, í síma 62 10 66.
AStjórnunarfélag Islands
TÖLVUSKOLI
I Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 I
11
sp
1
|
f
1
1
*
I
i