Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Staðgreiðslan hefur þingstuðning: Annmarkar á efnisatrið- um skattafrumvarp a - segja þingmenn stjórnarandstöðu Fyrstu umræðu um frumvörp ríkisstjómarinnar að skatt- kerfisbreytingu [staðgreiðslu skatta og einföldun álagning- arreglna] lauk klukkan hálf tólf í fyrrakvöld. Fmmvörpin ganga nú til athugunar í þingnefnd. Sljómarandstæðingar lýstu sig fylgjandi staðgreiðslu opinberra gjalda og einföld- un álagningarreglna, en höfðu sitt hvað við frumvörp ríkisstjóraarinnar að athuga. Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagði Alþýðuflokkinn styðja staðgreiðslu skatta og framgang slíks fyrirkomulags á þingi. Hins vegar væri sitt hvað óljóst í skattafrumvörpum stjómarinnar sem og um framkvæmdina, sem skýra þyrfti betur. Hann spurði hvað fýrirhugað væri um tekju- sköttun fýrirtækja, sjálfstæðra atvinnurekenda og af eigna- tekna. Hann taidi frumvörpin ganga á Qárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga, einkum hinna smærri. Eiður kvaðst fagna því að ve- rið væri að loka smugunum til undanskota hjá framteljendum. Það sama þyrfti hinsvegar að gera hvað fyrirtækjaskatta varð- ar. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði Samtök um Kvennalista styðja stað- greiðslu. Staðgreiðsla fylgi hagsveiflunni, taki meira til sín í góðæri en sé hófsamari í efna- hagslægðum. Hinsvegar séu ýmsir vankantar á frumvörpum stjómarinnar. Þar hafi menn flýtt sér um of, máske vegna þess að nú sé kosningaár. Þá geti verið hagkvæmt að gefa á garðann eitt skattlaust ár. Þingmaðurinn minnti á þing- sályktun um að fella niður tekjuskatt af almennum launa- tekjum í áföngum. Fmmvörp þessi staðfesti en afnemi ekki tekjusköttun. Hún gagnrýndi og ýmis efnis- atriði frumvarpanna, m.a. að hafa eitt skattþrep en ekki tvö. í Bretlandi sé frádráttarliðum haldið við, þrátt fyrir stað- greiðslu. Hér sé staðgreiðslan notuð sem skálkaslqól til annarra skattlagabreytinga. Hún hafði og sitt hvað að athuga við vaxtaákvæði, ákvæði um náms- Auxnci frádrátt og ákvæði um að aðeins megi flytja 4/5. af persónuafs- lætti milli hjóna. Hún taldi að konur væru þama metnar sem fjórir fímmtu af persónu. Jón Kristjánsson (F.-Al.) lýsti þeirri skoðun þingflokks framsóknarmanna, að hér væri gott mál á ferð, sem fá þyrfti góðan framgang í þinginu. Því miður væri stuttur timi til um- fjöllunar þess, en sitthvað sem skoða þurfi vel, t.d. ákvæðin um eitt skatthlutfall, tekjur sveitar- félaga einkum hinna smærri - þar sem margir væm undir skattleysismörkum -, vaxtafrá- drátt eða húsnæðisbætur o.fl. Hann fjallaði og um mikilvægi framkvæmdar laganna og skatt- eftirlit, sem styrkja þurfí skatt- stofur til að sinna betur. Stefán Benediktsson (A.- Rvk.) sagði Alþýðuflokkin styðja staðgreiðslu og einföldun skatta. Staðhæfíngar um að flokkurinn hyggist tefja þetta mál í þinginu væm rangar. Annað mál sé að ástæða væri til að betmmbæta frumvörp stjómarinnar. Staðgreiðsla hefur lengi verið til umræðu, sagði Stefán. Það er fyrst þegar aðilar utan þings, ASI og VSI, knýja á, að stjóm- málamenn taka af skarið. Þetta er íhugunarefni. Ef löggjafar- samkoman treystir sér ekki til að taka á málum án utanaðkom- andi þrýstings af þessu tagi er eitthvað ábótavant við stjómar- far okkar. Meginmálið fyrir skattborgar- ann er þó, hvemig kemur hið nýja kerfí við afkomu mína og minna? í því efni þurfí línur að vera ljósar, svo sýnt sé, hver er stefnt. Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Nv.) kvað ánægjulegt, að þingmenn allra flokka hefðu lýst yfír stuðningi við meginstefnu fmmvarpsins. Málið fengi nú ýtmstu skoðun í fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar, þar sem sérfræðingar fjármálaráðu- neytisins og skattayfírvalda myndu sitja fyrir svömm. Þing- maðurinn taldi að skattalaga- breytingamar mætti kenna við byltingu og þar sem komið hefði í ljós að þjóðarsátt væri um meg- instefnuna hlytu þingmenn að geta ráðið fram úr minni háttar ágreiningsefnum. Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra tók á ný til máls og fagnaði því, hve þingmenn hefðu sýnt eindreginn vilja til að greiða fyrir framgangi skatta- frumvarpanna. Hann vék síðan að einstökum aðfínnslum þing- manna við efnisatriði frumvar- panna. Hann lýsti andstöðu við hugmyndir um, að skattahlutföll yrðu fleiri en eitt, enda gengi slík skipan þvert á einföldunar- hugmyndina að baki breyting- unni. Þá taldi hann ekkert óeðlilegt þótt breytingar á skött- um fyrirtækja og skattlagningu eignatekna biðu fram á haust, þar sem um flókið efni væri að ræða. Hann hefði talið óveijandi að fresta skattabreytingum laun- þegum til handa af þessum sökum. Fjármálaráðherra kvað það rangt, að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélög um skattabreytinguna. Fulltrú- um þeirra hefði verið gerð grein fyrir væntanlegum breytingum þegar á frumstigi málsins og síðan kynnt á vinnslustigi og m.a. verið tekið tillit til íjöl- margra ábendinga frá Samtök- um sveitarfélaga. Ráðherrann sagði það rangt, að hin nýju lög skertu sjálfstæði sveitarfélaga. Sú skipan héldist áfram, að sveit- arfélögin ákvæðu eigin útsvör í samræmi við lög. Þá sagði hann, að staðgreiðsla útsvara myndi bæta aðstöðu sveitarfélaga, þar sem þau fengju nú verðtryggðan tekjustofn. Ásta Ragnheiður dóttir Jóhannes- Nýr vara- þingmaður ÁSTA Ragnheiður Jóhannes- dóttir tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær. Ásta Ragnheiður er varamað- ur Haraldar Ólafssonar (F.-Rvk.), sem er erlendis í opin- berum erindum. Útflutningslánasj óður: „Ríkisstarfsemi með tak- markaðri ábyrgð - RTA“ varpi til breytinga á lögum um Utflutn- ingslánasjóð, sem viðskiptaráð- herra hefur lagt fram, skal Alexander Stefásson: Hækkun íbúðar- verðs er 18-20% ALEXANDER Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, sagði á Alþingi í gær, þegar álit milli- þinganefndar um húsnæðismál var til umræðu, að íbúðarhús- næði hefði hækkað um 18-20% á siðustu 5-6 mánuðum eða frá því nýja húsnæðislöggjöfin tók gildi. Þetta kvað hann jafngilda 11% hækkun á föstu verðlagi. Ráðherra vísaði á bug skrifum í blöðum, þar sem fullyrt er að þessi hækkun nemi 30%. Alexander upplýsti, að umsókn- ir hjá Byggingarsjóði ríkisins um lán til kaupa á notuðum íbúðum eða nýbygginga hefðu verið 4.260 á tímabilinu 1. september til 31. desember 1986. í janúar á þessu ári hefðu bæst við um 500 um- sóknir. Meðalupphæð lána væri 1,6 milljón króna og með 15% af- föllum mætti gera ráð fyrir því að útgjöld Byggingarsjóðs yrðu 5,8 milljarðar króna vegna láns- fyrsta grein laganna hljóða svo: „Heimilt er að stofna sjóð er nefnist Útflutningslánasjóður. í heiti sinu er sjóðnum rétt og skylt að hafa orðin „ríkisstarf- semi með takmarkaðri ábyrgð", eða skammstöfunina „RTÁ“, Stofnaðilar sjóðsins eru Seðla- banki íslands, Landsbanki íslands og Iðnlánasjóður. Þeir sem leggja sjóðnum til fé fara með stjóm hans og ijármál. í ákvæði til bráðabirgða segir að stofnaðilar beri ótakmarkaða ábyrgð á þeim skuldbindingum sjóðsins, sem stofnað hefur verið til fýrir 1. jan- úar 1986. Hezlt hin ótakmarkaða ábyrgð unz þessum skuldbinding- um er lokið. Frumvarpið er flutt að ósk stjómar Útflutningslánasjóðs. Frumvarpið fjallar sum sé um tak- markaða ábyrgð sjóðsins og skyldu þessefnis að hún komi fram í heiti hans. Verkunarskipting sjávarafla 1986: Stóraukinn ferskfiskútflutningnr Herzla dregst verulega saman. Heildarbolfiskafli 1986 var 630 þúsund tonn. Þar af vóru 106 þúsund tonn seld erlendis (40,000 tonn úr fiskiskipum, 62,500 tonn úr gámum og 3,500 tonn úr flugvélum). Verkunarskipting bolfískaflans 1986 var annar sem hér segir (sambærilegar tölur frá 1982 í svigum): ísfískur erlendis 106,000 tonn (45.000), fryst um borð í togurum 28,000 tonn (2,500), fryst í landi 328,000 tonn (354,000), söltun 155,000 tonn (192,000), herzla 5,300 tonn (88,400), heill fískur til bræðslu 700 tonn (3,100), önnur verkun 7000 tonn (3,600). Framanritað kom fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um úr- vinnslu sjávarafla, útflutning á ferskfíski o.fl. á Alþingi í vikunni. Það, sem vekur athygli, er stór- aukinn útflutningur ferskfísks og frysting um borð í veiðiskipum. Herzlan sýnist hinsvegar á veruleg undanhaldi. Það hallar og á fryst- ingu í landi. Alexander Stefánsson umsókna á síðasta ári. Stofnunin hefur hins vegar aðeins 4,5 millj- arða til ráðstöfunar og vantar því 1,3 milljarða upp á að endar nái saman. Félagsmálaráðherra sagði hins vegar, að áhyggjur manna af því að húsnæðislánakerfíð væri að hrynja væru á misskilningi byggð- ar. Þegar á næsta ári mætti vænta þess að lífeyrissjóðimir fengju stóraukið ráðstöfunarfé, sem þeir myndu leggja í húsnæðiskerfíð. Þetta fé kæmi til vegna hækkunar iðgjalda og væri meira en sjóðim- ar hefðu reiknað með. Alexander Stefánsson varaði við ótímabærri gagnrýni á nýja húsnæðiskerfíð, sem hann kvað geta haft slæmar afleiðingar. Hvatti hann menn til að geyma stórar fullyrðingar um þetta efni þar til meiri reynsla væri komin á kerfíð. Nauðsynlegt væri, að menn stæðu saman um að veija það gegn áföllum. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj-: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.