Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 35

Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 35 •• Ongulstaðahreppur: Sýna „Láttu ekki deig- an síga, Guðmundur“ Sóknarpresturinn er í aðalhlutverkinu LEIKFÉLAG Öngulstaða- hrepps frumsýnir á föstudags- kvöldið leikritið Láttu ekki deigan síga, Guðmundur eftir Hlín Agnarsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur. Leikstjóri er Svanhildur JÓhannesdóttir. Tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Stúdentaleikhúsið sýndi þetta verk við gífurlegar vinsældir fyrir fáeinum árum. Aðalhlutverkið, Guðmund, leik- ur Hannes Örn Blandon, nýi sóknarpresturinn í Öngulstaðar- hreppi. A meðfylgjandi mynd, sem tekin var á æfingu nýlega, er hann í miklum kvennafans - en leikritið fjailar einmitt að vissu leyti um lífsuppgjör hans með öll- um þessum konum. Leikritið spannar 20 ár, frá menntaskóla- árum Guðmundar á Bítlatímabil- inu fram á daginn í dag. Menntamálaráðuneytið: Fyrstu stöðurnar vegna hákólakennslu auglýstar MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nú auglýst fyrstu stöðurn- ar vegna fyrirhugaðrar háskóla- kennslu á Akureyri. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist næsta haust. Stöðumar sem sem hér um ræð- ir em staða námsbrautarstjóra í hjúkrunarfræðum og staða náms- brautarstjóra í iðnrekstrarfræði. Er ætlunin að þeir undirbúi nánar kennslu í þessum námsbrautum, sem fyrirhugað er að hefjist á Akur- eyri nú í haust. íþróttafélag Menntaskólans 50 ára: Félagar hlaupa frá Húsavík til Akureyrar ÍÞRÓTTAFÉLAG Menntaskól- ans á Akureyri, ÍMA, verður 50 ára í dag. í tilefni dagsins ætla 15 félagar í ÍMA að hlaupa frá Húsavík til Akureyrar - og hafa þeir safnað áheitum vegna hlaupsins. Snemma morguns verður lagt af stað í langferðabifreið frá Akureyri tii Húsavíkur og síðan hlaupið til baka, eins og áður sagði. Reiknað er með að hlaupagikkimir fari gegnum miðbæinn á Akureyri milli klukkan 14.00 og 14.30 í dag. Hlaupið verður norður Skipagötu, suður göngugötuna, upp kirkju- tröppurnar og upp í skóla. Sam- koma verður í Möðruvallakjallara, í raungreinahúsi MA, eftir að hlaup- ararnir koma þangað . Jóhann Sigurjónsson, skólameistari, og Díana Gunnarsdóttir formaður ÍMA, flytja þar ávörp. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir em vel- komnir í Möðmvallakjallara sem lengi sem pláss er. Dalvíkingar hafa enn hug á að koma á fót uppboðsmarkaði: Skammsýni að tala um fjar- # skiptamarkað sem einu lausnina - segir Jóhann Antonsson, sem sæti á í Fiskmarkaðsnefnd Dalvíkur Sjónvarp Akureyrí MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar § 18.00. Sjónhverfing (lllusions). Bandarisk kvikmynd frá 1983 með Karen Valentine, Brian Murrey og Ben Masters í aðalhlutverkum. Virtur tískuhönnuður (Valentine) leitar eiginmanns síns, sem sagð- urer látinn ÍFrakklandi. (leit sinni kemst hún að því að eiginmaöur hennarvar ekki sá sem hann sagðist vera. Leikstjóri er Walter Grauman. 19.35.Teiknimynd. Glæframúsin (Dangermouse). 20.00. Bjargvættrinn (Equalizer). Menn fagna og gera sér glaðan dag í brúðkaupsveislu þegar hryðjuverkamenn ráðast inn og taka alla gesti í gíslingu. §20.50. Tiskuþáttur. Umsjónarmaður er Helga Benediktsdóttir. §21.20. Húsiöokkar(OurHouse). David lendir í klandri þegar hann ætlar að vinna sér inn vasapen- inga. §22.15. Flugslys 77 (Airport 77). Bandarísk kvikmynd frá 1976 með Jack Lemmon og James Stewart í aðalhlutverkum. Flugvél full af farþegum lendir í sjþnum í hinum fræga Bermunda þríhyrning. Skrokkur vélarinnar helst heill. Þeir sem lifa af eiga litlar birgðir af súrefni og verða að bjarga sér á eigin spýtur því sambandslaust erviðumheiminn. 00.10. Dagskrárlok. SJÁVARGULL nefnist ný versl- un sem opnaði í Brekkugötu 7b um síðustu helgi. Eigendur eru hjónin Þráinn Lárusson og Ingi- björg Baldursdóttir. Hér er um að ræða „fisk- og sælkeraversl- un,“ eins og Þráinn lýsti því í samtali við Morgunblaðið. „Ég held ég geti fullyrt að ég sé með eitt mesta úrval landsins af fiski. Ég flyt hann hvaðan sem er af landinu því til að fólk geti treyst á verslunina verður fískur- inn alltaf að vera til. Það hafa nefnilega alltaf verið vandræði með hráefnisöflun í fiskverslunum ÞRÁTT fyrir hugmyndir Hilmars Daníelssonar um stofnun hiutafé- lags um fiskmiðlun á Dalvík er fiskmarkaðsnefnd Dalvíkur ákveðin í því, eftir sem áður, að koma upp uppboðsmarkaði í bæn- um. Það er þvi þriðji markaðurinn sem unnið er að stofnun í Eyja- firði. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu vinna Akur- eyringar að stofnun „fjarskipta- markaðar" og Hilrnar Daníelsson á Dalvík að fiskmiðlun - kaup færu í gegnum telefax og síma, og seljandinn landaði hjá viðkom- andi kaupanda. „Akureyringar segja að útgerðar- og fiskvinnslumönnum sem þeir hafi haft samband við á svæðinu hafí ekki litist á að fá landmarkað á Akureyri og það passar einmitt við þau svör sem við höfum fengið því menn tala um að. ef og þegar land- markaður komi upp á svæðinu sé Dalvík ákjósanlegasti staðurinn," sagði Jóhann Antonsson, sem sæti á í nefndinni, í samtali við Morgun- hér á Akureyri. Ég ákvað því að hafa alltaf fisk á boðstólum, þó ég þurfi að flytja hann langt að. Hann er dýrari þannig an það kemur ekki niður á verðinu í versl- uninni." Hjá Þráni eru einnig ýmsar aðrar matvörur á boðstóln- um. Þráinn er lærður kokkur og sajjjðist veita viðskiptavinunum faglegrar ráðleggingar í matar- gerð. Þess má geta að í versluninni býður hann upp á tilbúna fiskrétti - og áður en langt um líður ætlar hann einnig að vera með tilbúna kjötrétti, á föstudögum og laugar- dögum. blaðið. Johann sagði að sér fyndist augljóst að ekki væri hægt að byggja upp eitt kerfi fyrir sunnlendinga og annað fyrir Norðlendinga varðandi fiskmarkaðsmál. „Verðlagsráðskerf- ið, sem unnið hefur verið eftir í mörg ár, er nú að líða undir lok. Það er verið að þreifa sig inn í nýtt kerfí í Hafnarfirði og Reykjavík, þar sem verið er að undirbúa landmarkaði, og ég tel að við getum aldrei verið nema hluti af því kerfi. Sams konar háttur verður að vera, í grófum drátt- um, á öllu landinu. Heyrst hafa efasemdarraddir eftir utgerðarmönn- um og fiskverkendum um að þeir muni setja sinn fisk á markað en ég held að þegar reynsla verður komin á þetta á suðurlandi komi þörfín jafnt upp hér og þar. Viðhörf munu þá breytast eins og gerst hefur í Hafnar- fírði. Hvaleyri og Sjólastöðin ætla til dæmis að landa á markaðinn og kaupa síðan hráefni þaðan; með þessu ætla fyrirtækin að ná upp sér- hæfíngu í vinnslunni - sérhæfíngu með tegundir og jafnvel stærðir. Síðan er hægt að greiða liærra hrá- efnisverð þegar sérhæfingin hefur náðst.,“ sagði Jóhann. Hann sagði það sína skoðun að hér nyrðra yrðu menn að ná fram sams konar sérhæfingu í vinnslunni. „Það er skammsýni að tala um fjar- skiptamarkað sem einu lausnina. Þeir sem tala um slíkt sjá ekki þróun- ina sem á eftir að verða. í báðum hugmyndunum, Hilmars og Akur- eyringanna, eru hlutimir teknir úr samhengi við sýnilega þróun. En vafalítið á eftir að koma upplýsinga- kerfi, í sama dúr og Akureyringamir eru að tala um - en þá fyrir allt landið," sagði Jóhann. Aðspurður sagði Jóhann nauðsyn- legt að byggja hús fyrir fískmarkað- inn á Dalvík og það væri mjög dýrt. „En þetta er ekki komið á fram- kvæmdastig ennþá. Við ætlum að bíða og sjá hvemig nýja kerfíð kem- ur út fyrir sunnan. Við erum að bíða eftir upplýsingum að sunnan eftir að línumar fara að skýrast - þegar þær koma getum við farið að skipu- leggja okkar markað endanlega." Jóhann kvaðst á þeirri skoðun að „fjarskiptamarkaður" yrði fyrst og fremst til að hjálpa til við gámaút- flutning en ekki til að skapa miðlun - yrði ekki til þess að vinnslan gæti „unnið sig inn í framtíðina". Jóhann sagði hugmynd dalvísku nefndarinnar að stofnað yrði rekstr- arfélag um markaðinn, þar sem hagsmunaaðilar ættu hlut, en annað aðskilið hlutafélag yrði stoftiað um fasteignina. Samgöngur eru taldar skipta miklu ntáli þegar fiskmarkaður er settur. Johann sagði nefndina telja flutningaleiðir góðar, bæði á sjó og landi. „Sjávargull“ í Brekkugötunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.