Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 40

Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Litli, ljúfi Lúkas Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Lúkas (Lucas). Sýnd í Bíóhúsinu. Stjömugjöf: ☆ ☆ >/2 Bandarísk. Leikstjórí og hand- ritshöfundur: David Seltzer. Framleiðandi: David Nicksay. Tónlist: Dave Grusin. Kvikmynda- taka: Reynaldo Villalobos. Helstu hlutverk: Cory Haim, Kerri Green, Charlie Sheen og Courtney Thorae-Smith. „Yfirborðslegt" er uppáhaldsorð Lúkasar. Amerískur fótbolti og klappstýrur er yfírborðslegt en skor- dýraveiðar og sinfóníur eitthvað dýpra. Þess vegna m.a. er Lúkas einn af þessum sem strítt er í skólan- um. Enda er hann einn af þeim sem stynur á síðasta degi sumarfrísins: „Æ, nú byijar skólinn á morgun." Lúkas er ekki eins og aðrir 14 ára krakkar. Hann hittir Maggie í sum- arfríinu og þau verða miklir vinir. Hún er hjartanlega sammála honum um þetta yfírborðslega í lífínu þar til þau byija í skólanum að Maggie gengur í klappstýruliðið og verður skotin í fyrirliða fótboltaliðsins. Þessi fyrsta bíómynd Davids Seltz- er lofar góðu um hann sem kvik- myndaleikstjóra en hann hefur áður fengist við heimildamyndagerð og skrifað kvikmyndahandrit. Lúkas er persónuleg mynd, stundum hlægileg og stundum sorgleg eins og gengur og gerist og með alvarlegum undir- tóni, sem brýst fram í kostulegu atriði þegar Lúkas litli hleypur í allt- of stórum fótboltabúningi inná völl- inn og ætlar að bjarga skólaliðinu frá niðurlægingu. Eins og Lúkas sjálfur er myndin aldrei yfírborðsleg. Seltzer fjallar á fallegan hátt og alvarlegan um titil- persónu sína án þess að týna nokkum tímann góðu skopskyninu og er dyggilega studdur í þeirri viðleitni af hinum unga leikara, Cory Haim, sem er þrælgóður og vorkunnsamur í titilhlutverkinu með alltof stór gler- augu og gapandi munninn. Lúkas er mynd um strák, sem er einmana og utanveltu af því hann er öðruvísi og hún er um heldur misheppnaðar tilraunir hans til að vera „eins og aðrir“ með því að ganga í fótboltalið skólans, sem er eins vonlaust fyrir hann og fótbrotinn mann að ganga upp í Drangey. í oft fyndnu handritinu leynist boðskapurinn um að best sé að vera maður sjálfur þótt maður sé álitinn skrítinn. Og það lýsir skemmtilega sambandi Maggie (Kerri Green), fyr- irliðans Cappie (Charlie Sheen) og Lúkasar. Allt eru þetta perluvinir en Cappie og Lúkas eru báðir skotnir í Lúkas reynir að komast i fót- boltaliðið í mynd Bíóhússins. Maggie og Lúkas skilur það ekki að Maggie skuli taka eitthvað eins lítil- Qörlegt og fótboltafyrirliða fram yfír hann sjálfan. Þetta er svolítið öðruvísi mynd og þótt hún sé kannski pínulítið væmin eins og efnið býður uppá passar Seltzer sig á að yfírkeyra það ekki og hann á auðvelt með að láta manni þykja vænt um bæði Lúkas og mynd- ina sína. Aðalumboðið hf. Eigum til fyrirliggjandi: Wagoneer LTD 1986 m/öllu: ss. 6 cyl., vökvastýri, litað gler, álfelgur, rafdrifnar rúður, raf- drifin sæti, 5 dyra, 6 Jensen-hátalarar, útvarp og segulband, fjarstýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálfvirkur hraðastillir, sentral- læsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, toppgrind. Selec Trac þróað- asta fjórhjóladrifið. Verð 1280 þús. Sýningarbíll á staðnum. Jafnframt fyrirliggjandi m/Intercooler Turbo diesel vél með sama útbúnaði. Verð 1320 þús. Getum útvegað allar gerðir bíla eftir óskum hvers og eins. Cherokee Chif með sama búnaði + sóllúgu. Verð 1180 þús. Upplýsingar gefur r v/Miklubraut . sími621055. Sveitakeppnin á Bridshátíð: Útlendingarn- ir röðuðu sér íefstu Brids Arnór Ragnarsson Sveit Steen Schou frá Dan- mörku sigraði af öryggi í sveitakeppni Bridshátíðar sem lauk sl. mánudagskvöld á Hótel Loftleiðum. Hlaut sveitin 148 stig af 175 mögulegum og má segja að sveitin hafi verið búin að vinna mótið fyrir síðustu umferðina. Danska sveitin spil- aði af miklu öryggi í mótinu. í næstsíðustu umferð mætti sveitin sænska landsliðinu og var sá leikur einstefna til Dan- anna og einsýnt að við þá yrði ekki ráðið. í sveit Danmerkur- meistaranna spiluðu ásamt Steen Johannes Hulgaard, Knut Aage Boesgaard og Peter Schaltz. Eins og áður sagði voru Danir nær öruggir með fyrsta sætið þegar einni umferð var ólokið en margir áttu möguleika á 2. og 3. sæti. Staðan var þá þessi: Steen Schou 129 Bergen Hansa 115 Atlantic 114 Alan Sontag 113 Svíþjóð 110 Zia Mahmood 109 Aðalsteinn Jörgensen 107 Ármann J. Lárusson 105 Delta 105 Magnús Torfason 102 Tvær efstu sveitimar spiluðu saman, þá spilaði Alan Sontag gegn Atlantic, Zia Mahmood spil- sætm aði gegn Svíunum og Aðalsteinn við sveit Armanns sem hafði stað- ið sig með miklum ágætum í mótinu. Alan Sontag sigraði Atl- antic með miklum yfírburðum og Svíamir sáu aldrei til sólar gegn Zia og virtust ekki hafa náð sér eftir slæmt tap gegn Dönum í 6. umferð. Danimir héldu upptekn- um hætti og unnu Norðmennina og sigruðu í mótinu með nokkmm yfírburðum. Lokastaðan: Steen Schou 148 Alan Sontag 137 Zia Mahmood 134 BergenHansa 126 Aðalsteinn Jörgensen 125 Sigfus Öm Ámason 122 Atlantic 120 Armann J. Lámsson 119 Samvinnuferðir/Landsýn 119 Delta 119 íslenzku sveitimar áttu enga möguleika á sigri í þessu móti. Það var ekki nóg með að etja kappi við þessi frægu nöfn í brids- heiminum heldur voru einnig með í keppninni þijár norskar sveitir sem allar voru erfiðar viðureignar auk ítölsku sveitarinnar sem reyndar olli vonbrigðum. Þá virð- ist sem breiddin í íslenzka bridsin- um virðist vera að aukast og enginn leikur unninn fyrirfram þeirra í milli. Verðlaun í sveitakeppninni vom þrenn. 1.200 dalir fyrir 1. sætið, 1.000 dalir fyrir annað sætið og 800 dalir fyrir 3. sætið. Auk þess fengu sigurvegaramir úr frá Grænlendingar mættu með sveit í keppnina og gekk vel framanaf en róðurinn þyngdist hjá þeim þegar leið á keppnina. Athugasemd frá leiklistardeild útvarpsins Vegna skrifa Ólafs M. Jóhannes- sonar í pistli hans í Morgunblaðinu Iaugardaginn 14. febrúar um að ekki hafi af hálfu leiklistardeildar verið staðið nógu vel að kynningu í dagblöðum á verðlaunaleikritinu 19. júní eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur skal eftirfarandi tekið fram: Auk rækilegrar kynningar á leik- ritinu bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi var dagblöðum send kynning á því ásamt mynd af nokkrum leikenda og leikstjóra. Í kynningunni var m.a. greint frá því að leikritið hefði hlotið 1. verðlaun í leikritasam- keppni RÚV 1986, auk þess sem tilgreind vom ummæli dómnefndar um það og sagt frá helstu hlut- verkaskipan, nöfnum leikenda, tæknimanna og leikstjóra. Morgunblaðið var eina dagblaðið sem ekki sá ástæðu til að birta þessa kynningu. Þess má geta að leiklistardeild sendir dagblöðum og Miðli, dagskrárkynningarblaði Þjóðviljans, reglulega kynningar á útvarpsleikritum, bæði á fímmtu- dagsleikritum, framhaldsleikritum og leikritum fyrir böm og unglinga, sem flutt eru síðdegis á laugardög- um. Með þökk fyrir birtinguna, Gyða Ragnarsdóttir, leiklistarfulltrúi. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.