Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Bjarnarf] örður; Tími þorrablóta Bjarnarfirði. TÍMA þorrablóta er nú að ljúka og þorraveðrið að taka við af góðviðrinu sem var í janúar. Þá kemur hver sveit saman út af fyrir sig og heldur uppi skemmt- an með átveislu mikilli. Síðustu helgina í janúar voru þannig haldin þorrablót í Hólmavík og Drangsnesi. Var þar mikil skemmtan með góðum mat og höfðu menn jafnframt á orði, að allt það sem væri fært til gaman- mála á þorrablóti, væri mönnum jafnframt fyrirgefið, að gamalli hefð. Hafði þetta heyrst í útvarpi, frá formanni fræðsluráðs Norður- lands eystra. Þá voru svo haldin þorrablót á Laugarhóli, fyrir Bjamarfjörð, og í Broddanesi við Kollafjörð, helgina fyrsta í febrúar. Þorrablótið í Bjamarfírði var jafnframt fjölskylduskemmtun og þar böm með foreldrum sínum. Að venju var súrmeti og það sem hér er nú helst kallað hvunndagsmatur á borðum, en þó var þar allt það, er annars staðar kallast þorramat- ur. Má að vísu segja að hákarl tilheyri ekki daglegum matseðli hér um slóðir. Er menn svo höfðu tekið vel til matar síns, upphófst skemmtan 'með upplestri, söng, leikjum og spilum. I upplestri lauss máls var minnst sveitarinnar í fomum lýsing- um. Þá voru ljóð sungin. Vitanlega bæði flutt og vom þau svo frumsamin af heimamönnum. Merkast var þar efni tveggja ljóða er sungin vom. Annað þeirra fjall- aði um það sem blasti við augum héraðshöfðingjans á Hóli, hvemig fólksflóttinn hefir verið úr sveitun- um og hve lítið þarf til að fullkomna hann á viðkvæmum stöðum. Þá var ljóð um hveijar breytingar hafa orðið á félagsstarfsemi og ung- mennafélögum á undanfömum áratug. Allt frá því að vinna grettistök, til þess að nú vantar grettistök í ýmsum málum á heimavelli. Vöktu þessi tvö ljóð óskipta athygli sam- komugesta, kannske eiga þau nokkuð við ástandið hér, nú á tímum, en ekki síður víða annars staðar á landinu og þá kannske sérstaklega hér á Vestfjörðum og á landinu norðanverðu. Að þessari skemmtan lokinni, var svo ýmist farið í leik með bömunum og/eða spilað, bæði á spil og lítils- háttar á hljóðfæri. Lauk þessu þorrablóti ekki fyrr en um miðja nótt og höfðu allir góða skemmtan af. Ekki var samt fluttur annáll ársins með skotum á náungann, heldur litið til vandamálánna í víðara samhengi. Fór því enginn heim með syndakvittun af þessu þorrablóti. — SHÞ Ju ncl 51 S IS01 BL 1 1 'SA Blitsa lökk á parketið og korkinn. Níðsterk gólflökk í sérflokki. LAðBr »sjidbaserel *andbaserfí fanckers Spurðu fagmanninn, hann þekkir Blitsa lökk, Þú færð Blitsa lökk hjá: 0 Byko, Kópavogi, Byko, Hafnarfirdi, Húsasmiðjunni, Litnum, Litaveri, Málaranum, Dúkalancli, Pétri Hjaltested, Dropanum, Keflavík, Skafta, Akureyri, Penslinum, ísafirði, S.G. Búðinn Selfossi Málningarvörum hf., Málningarþjónustunni, Kaupfélöginn um allt land. EGILLARNASONHF. f PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDREW WILSON Forsætisnefnd 27. þings sovéska konunúnistaflokksins þakkar traust, sem henni var sýnt við þing- setningu. í fremstu röð frá vinstri eru: Yegor Ligachev, annar flokksritari, Mikhail Gorbachev, aðalritari, og Andrei Gromyko, forseti. Gorbachev og lýðræðið ÞEGAR flokksþing sovézka kommúnistaflokksins féllst á hug- myndir Mikhails Gorbachev um að koma á lýðræðislegra skipulagi í Sovétríkjunum var það „spor í rétta átt“, segir andófsmaðurinn Roy Medvedev. í tveggja stunda viðtali sem greinarhöfundur átti við sagpifræðinginn í bókum hlaðinni vinnustofu hans í Moskvu, sagði Medvedev að fyrirætlanir um að fleiri en einn yrðu í framboði þegar kosið væri til helztu embætta flokksins, og að atkvæðagreiðsia yrði leynileg, væri „sigur fyrir Gorbachev, sér- staklega þegar haft er í huga að vinur hans, Alexander Yakovlev, náði kjöri sem fulltrúi í stjómmálaráðið, Politburo“. Yakovlev, yfírmaður áróðurs- deildar flokksins og ötull málsvari fyrir „glasnost" (hrein- skilni í upplýsingamiðlun) og „perestroika" (nýskipan) var kjör- inn varamaður — án atkvæðisrétt- ar — í þessa æðstu stjóm flokksins. Medvedev telur að Yakovelev eigi að sinna eftirliti með hug- myndafræði flokksins og taka við þeim störfum af Yegor Ligachev, sem almennt er talinn ganga næstur Gorbachev að völdum. „Ligachev er verkfræðingur," segir Medvedev. „Hann er ekki ýkja vel heima í fræðilegum atrið- um. Hann tók skýrt fram að hann tæki sennilega við umsjón efna- hagsstefnunnar — sem að sjálf- sögðu er afar þýðingarmikið starf.“ Hve langt gekk Gorbachev í gagnrýni sinni á Brezhnev? spurði ég- „Hann nefndi engin nöfn, hvorki Brezhnevs né Stalíns, en öllum í stjórnkerfinu var full íjóst að hveijum gagmýni hans beind- ist.“ Og flokksformaðurinn í Úkr- aínu, Vladimir Shcherbitsky — síðasti fulltrúi íhaldsafla Brezhn- evstímans, hvemig tókst honum að halda stöðu sinni? „Áframhaldandi seta Shcherb- itskys í stjómmálaráðinu var liður í óhjákvæmilegri málamiðlun. Shcherbitsky reyndist njóta meiri stuðnings í miðstjóminni en Gorbachev hafði reiknað með. Engu að síður kom Ligachev fram með harðorða gagnrýni á land- búnaðinn í Úkraínu, sem var bersýnilega beint gegn honum. Staðreyndin er sú að Gorbachev hætti ekki á harðar deilur um Shcherbitsky á flokksþingi þar sem taka varð ákvarðanir um mikilsverð stefnumál fyrir fram- tíðina. Honum var ljóst hvað var þýð- ingarmest, og hvað hafði minni þýðingu fyrir helztu stefnumál hans. Hann vildi samstöðu." Völdin í höndum flokksins Völdin verða áfram algjörlega í höndum flokksins, sagði Medvedev. En Gorbachev hefur komið á róttækum breytingum. „Eftir tuttugasta og sjöunda flokksþingið á síðasta ári skipti hann um menn í helmingi emb- ætta ritara miðstjómarinnar á öllum valdasviðum. Nú vill hann algjöra breytingu á embættaskip- aninni, alveg frá grunni. Þetta verður gert samkvæmt nýjum reglum um leynilegar kosn- ingar í stað handauppréttinga, sem Stalín kom á. Hann segist vilja, að þessar reglur gildi um kosningar til stjóma sovétlýðveld- anna en ekki til kosninga í miðstjóm að svo stöddu. Þetta er ein leið til að draga úr áhrifum nómenklátúra-kerfís- ins (valdakerfisins innan flokks- ins, þar sem hópur valdamanna ræður öllu og býður fram einn lista manna að sínu skapi til allra starfa) og binda enda á æviskipun í opinber embætti." Medvedev sagði að ekki kæmi til álita á þessu stigi að beita „lýð- ræðislegum" kosningum við kjör í áhrifamestu stöður flokksins, þar með talið til embættis aðalritara. „Með 20 ára feril að baki þarf Gorbachev að treysta á stuðning of margra sem kosnir voru sam- kvæmt gamla kerfínu. Ef leyni- legum kosningum hefði verið beitt fyrir tveimur ámm er trúlegt að Viktor Grishin, siðspilltur formað- ur flokksdeildarinnar í Moskvu, hefði verið kjörinn flokksleiðtogi en ekki Gorbachev.“ Einn tilgangurinn með að koma á lýðræðislegri kosningum er að vekja áhuga kjósenda á stjóm- málastarfínu. Almenningur hefur engan áhuga á stjórnmálum og veit raunar ekki hvað þau em í skilningi þeirra, sem við lýðræði búa. „En enginn veit hve langt Gorbachev ætlar að ganga. Nema hvað hann stefnir að „lýðræðisleg- um“ breytingum. „Við höfum hinsvegar fengið að sjá þrennt markvert — lausn Andrei Sakharov úr útlegð innan- lands, hreyfingu i þá átt að kveðja heim sovézka hermenn frá Afgan- istan, og umtalsverðar breytingar á ritaraembættum miðstjómar- innar,“ sagði Medvedev. „Gorbachev ætlar sér að vera áfram flokksleiðtogi, og hann mun fara sínu fram með gát. Eitt af því sem háir honum er skortur á kjama hæfra stuðningsmanna í embættum bæði innanlands og í utanríkisþjónustunni." Medvedev ber á móti því að ágreiningur ríki milli Gorbachevs og Ligachevs. En meðan Gorb- achev þarf að móta stefnuatriði varðandi hugmyndafræðina, fæst Ligachev meira við hagnýtari mál. Hann vildi gjaman taka til hendi við endurskipulagningu landbúnaðarins. Ligachev var ósveigjanlegri í skoðunum en Gorbachev, sagði Medvedev. Hann var drifQöðrin á bak við baráttuna gegn áfengis- vandamálinu. Hann var sagður standa að baki hræringa er mið- uðu að því að banna reykingar í landinu, og hann studdi ákvörðun- ina um að nema úr gildi bann við sýningum á kvikmyndinni „Iðr- un“, sem er gagnrýnin á Stalín. Var það ósigur fyrir Gorbachev að geta ekki tryggt Boris Yaltsin, nýjum formanni flokksdeildarinn- ar í Moskvu, sæti í stjómmálaráð- inu? „Nei,“ sagði Medvedev. „Sú stöðuhækkun hefði hvort eð er verið ótímabær. Hún mátti bíða, ef til vill þar til á næsta flokks- þingi, síðar á þessu ári.“ Þrátt fyrir andstöðu gegn lýð- ræðisáformum Gorbachevs frá mönnum sem vikið hefur verið úr framkvæmdanefndum flokksins í ýmsum bæjar- og sveitafélögum, em margir mennta- og listamenn þeirrar skoðunar að sovézka leið- toganum takist að útrýma íhalds- öflunum og tryggja framgang „glasnost“. Höfundur er Moskvu- fréttaritari brezka blaðsins The Observer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.