Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 48

Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 48 Minning: Elín Kristjáns- dóttir Hafnarfirði Nú er hún Elín langamma okkar dáin og eigum við erfitt með að sætta okkur við það. En við trúum því að nú sé hún komin til guðs og laus við allar þjáningamar. í um það bil þrjá mánuði barðist hún hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu í miklum veikindum, ásamt læknum og hjúkrunarliði á St. Jósepsspítal- anum í Hafnarfirði og á Borgarspít- alanum, þar sem hún lá mest allan veikindatímann. Gekk hún í gegn- um tvo stóra uppskurði sem lömuðu þrek hennar. En hún trúði því alltaf að hún kæmist aftur á fætur þótt ótrúlegt væri, komin hátt á níræðis- aldur, styrkurinn og lífsviljinn var svo mikill. Okkur fannst svo gaman að koma í heimsókn til langömmu og langafa á Hringbrautina. Þau röbb- uðu við okkur og hann gæddi okkur stundum á konfekti og sýndi okkur myndir úr safninu sínu, og hún var svo fljót að laga súkkulaði og bera það fram með kleinunum og pönnu- kökunum sínum góðu ásamt fleira góðgæti. Þau voru bæði alltaf glöð og ung í anda þrátt fyrir aldurinn, samhent voru þau ætíð og hjálpuðu hvort öðru. Við heimsækjum þau ekki framar á Hringbrautina og tregum við það og mæður okkar Svandís og Fríða einnig, því þær eiga elskulegar minningar eins og við um trygg- lynda og Ijúfa ömmu. Viljum við öll þakka henni allt hið góða, er hún veitti okkur. Við biðjum guð að styrkja langafa í -íiknuði hans og góða verndarengla, ■ð leiða elsku langömmu í hennar \ju heimkynnum. Elín Þóra, Eyrún Ásta og Thelma litla. Þann 10. febrúar andaðist tengdamóðir mín, Elín Kristjáns- dóttir, sem búsett var á Hringbraut 19 í Hafnarfirði. Það mun margur sakna þess að geta ekki lengur komið við á Hring- brautinni hjá Elínu og Lárusi og notið hlýleika þeirra og gestrisni, því þaðan mátti enginn fara nema hann hefði þegið góðgerðir. Heimili þeirra Lárusar var fallegt og sér- lega snyrtilegt enda var Elín myndarleg húsrnóðir. Hún var líka sérstaklega gestrisin, ræðin og skemmtileg. Hagmælt var hún líka eins og flest hennar systkini og góður upplesari. Enda kom það oft íyrir er við litum inn að við fengum að heyra vísu eða stutta kafla úr bókinni sem hún var að lesa í það skiptið. Frá unga aldri hafði Elín verið starfsöm og lét ekki undan síga þó aldurinn færðist yfir. Ég man t.d. að hún tók enn upp úr kartöflugarð- inum sínum þegar hún var orðin 83 ára. Elín var líka mikill náttúiuunn- andi og ferðuðust þau Lárus tölu- vert um landið meðan þau höfðu heilsu til. Þá höfðu þau mikið yndi af að dvelja í Galtalæk með góðum vinum. Elín átti ættir að rekja úr Árnes- sýslu og hélt mikið upp á Gullfoss. Hann var fossinn hennar. Það var því ánægjulegt að geta farið með þeim hjónum upp að Gullfossi, einn sumardag fyrir nokkrum árum. Sagðist hún þá hafa séð fossinn fcgurstan og þannig vildi hún muna hann. Einnig var Elín sérstaklega góð móðir og amma. Alltaf var hún til- búin til hjálpar með biirnin þegar þau voru yngri og hún fullfrísk, enda hafa bamabörnin sótt til þeirra og sakna hennar nú. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana að tengdamóður, og Lárusi tengda- föður mínum votta ég innilega samúð. J.J. Amma okkar, Elín Kristjáns- dóttir, lést í Borgarspítalanum í Rcykjavík aðfaranótt 10. febrúar síðastliðins, áttatíu og sjö ára að aldri. „Eitt sinn skal hver deyja“ stend- ur á fornri bók. Einhvem veginn hafði ég þó aldrei íhugað þann möguleika neitt alvarlega að amma mín myndi deyja einn góðan veður- dag. I einfeldningslegum huga bams- ins var tilvist hennar og Lárusar afa á hæðinni fyrir neðan okkur á Hringbraut 19 jafnóumbreytanlegt náttúrulögmál og nótt fylgir degi, og þó skilningurinn ykist með aldr- inum voru þau amma og afi alltaf stór hluti af þeirri kjölfestu lífsins sem fylgdi mér úr föðurgarði. Það leitar margt á hugann þegar minningar tengdar ömmu eru rifl- aðar upp. Ein af sterkustu minningunum er kleinuilmurinn. Allt frá því ég man eftir og fram á síðustu ár var amma að baka kleinur fyrir Góð- templararegluna (Templarastúk- una) í Hafnarfirði. Svona tvisvar, þrisvar í mánuði mátti finna lokk- andi kleinuilminn leggja út um eldhúsgluggann hjá ömmu og léti maður undan freistingunni og guð- aði á gluggann var aldeilis ekki komið að tómum kofunum. Amma ýmist rétti okkur hveija kleinuna á fætur annarri út um gluggann eða bauð öllum hópnum inn í eldhús og það var sæll og saddur krakkaskari sem þakkaði fyrir sig þegar veisl- unni lauk. Það voru ekki bara kleinurnar sem hurfu ofan í þakklát barna- bömin því amma var mjög gest.risin og það fór enginn með tóman maga út úr eldhúsinu hjá henni fengi hún einhveiju þar um ráðið, og skipti þá engu hver gesturinn var. Amma hefur alla tíð látið sér annt um okkur bamabörnin og fylgst með hvað við höfðum fyrir stafni. Eftir að ég hvarf að heiman til að skoða heiminn og heimsókn- irnar á Hringbraut 19 urðu stopulli urðu viðtökurnar innilegri og kveðj- urnar erfiðari. Þessi umhyggja veitti manni aukið öryggi og sjálfs- traust í utanferðunum og brýndi mann jafnframt í að gæta varkárni í útlandinu til að valda þeim ömmu og afa ekki óþarfa sorg og áhyggj- um. Amma var falleg kona og bar aldurinn vel. Hún hugsaði vel um útlit sitt og oftar en ekki fylgdust bamsaugun lotningarfull með því þegar amma sat á stólnum fyrir framan spegilinn og greiddi sítt hárið og fléttaði af fimi og list. Glæsilegust var hún þó 'í íslenska búningnum sem hún bar með reisn, bein í baki eins og ung kona. Nú þegar amma mín er öll verða þessar minningar og margar fleiri dýrmætari og þær munu geymast en ekki gleymast í huga mínum. Fyrir mína hönd og systkina minna, Jóns Ragnars, Elínar, Hólm- fríðar og Einars Bjarka, vil ég votta afa okkar og nafna mínum okkar dýpstu samúð vegna andláts ömmu. Blessuð sé minning hennar. Lárus Jón Guðmundsson Hún getur stundum orðið erfið gangan síðasta spölinn á lífsbraut- inni þegar kraftar dvína og veikindi lama lífsorkuna. Þá er ekki eftir neinu að bíða. Þá má hver og einn lofa guð fyrir að vera leystur úr viðjum þessa lífs svo leiðin geti orð- ið greið inn í annað líf og betra. Þannig var það með Elínu Krist- jánsdóttur. Hún var búin að lifa langa ævi við góða heilsu fram eft- ir árum, þar til nú hin nokkur síðustu árin að að henni sóttu veik- indi, sem að síðustu varð ekki við ráðið. Hún lézt í Borgarspítalanum aðfaranótt hins 10. febr. 1987. Hún verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 18. febr. Elín Kristjánsdóttir fæddist 15. júní 1899 á Langholtsparti í Flóa. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum og systkinum, en þau voru 12 talsins. Af þeim stóra hópi eru enn 7 á lífi. 16 ára að aldri fór Elín að heiman og þá til Reykjavík- ur og gerðist þar vinnukona eða þjónustustúlka eins og það var kall- að. Þar lærði hún fatasaum og fór síðan á Hússtjórnarskólann, en sá skóli þótti þá góður skóli fyrir ung- ar stúlkur. Fæddur 18. febrúar 1887 Dáinn 13. júlí 1974 Áhugi einkenndi pabba, áhugi og elja. Hann sagði oft: „Sanna valútan er tíminn, hann endurtekur sig ekki og það þarf að nota hann vel.“ Hann var áhugasamur í störf- um sínum sem prentari, bóndi, skrifstofumaður, kaupfélagsstjóri, forstjóri, endurskoðandi og sem sjálfboðaliði fyrir ungmennafélags- starfsemi, Framsóknarflokkinn, Tímann, skógrækt, flugmál, svif- flug og Lionshreyfinguna. Jafn- framt hjálpaði hann einstaklingnum og hikaði ekki við að leita til ann- arra, ef það gæti leyst vandamál. Hann taldi sig gæfumann og þakk- aði það Guði, mömmu, §ölskyldunni og sínum góðu vinum. Hann var hrókur alls fagnaðar, naut allra lista og bókmennta og leit á björtu hlið- ar lífsins. í alþingishátíðarblað Tímans 1930 ritaði hann: „Aldrei hefur nokkur maður haft eins ríka ástæðu til að gleðjast yfir því að vera til og íslendingurinn á 20. öld- inni.“ Hann virti foreldra sína, Austur- Skaftfellinginn Magnús Jónsson, bónda, verkamann og sjómann, og Hallfríði Brandsdóttur, ljósmóður. Hún var af Strandamönnum ættuð, en þegar hún gifti sig var faðir hennar prestur á Ási á Mýrum. Eftir nokkur ár þar eystra fluttu ungu hjónin að Éossi á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð. Þau eignuðust þrettán böm, en aðeins fimm náðu fullorðinsaldri og var pabbi þeirra elstur. Um fermingu fór hann í prentnám til Austrafólks á Seyðis- firði, sem reyndust góðir kennarar. Síðan vann hann hjá prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, en kom til Reykjavíkur 1906 og vann í ísafoldarprentsmiðju til 1914, nema hvað hann dvaldi á lýðháskól- anum Valdenkilde í Danmörku veturinn 1907. Á þessum árum var hann í Ung- mennafélagi Islands og eignaðist þar góða vini upp á lífstíð, þ.á m. Ónnu og Tryggva Þórhallsson, Soffíu og Magnús Kjaran, Dóru og Ásgeir Ásgeirsson, Sigríði og Jón Árnason, Jóhannes Kjarval og Sig- ríði og Jakob Lárusson, en hjá hans fólki leigði pabbi á Spítalastíg 6. Árið 1925 réð Elín sig í kaupa- vinnu að bændaskólanum á Hvanneyri. Þar steig hún sín ör- laga- og gæfuspor. Meðal nemenda skólans var ungur og frískur piltur, sem heitir Láms Jón Guðmundsson og er að einhveiju leyti breiðfirskr- ar ættar. Er ekki að orðlengja það, að þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband í Reykjavík árið 1928. Síðan fylgdi Elín manni sínum vest- ur á firði og settust þau að í Vinaminni á Bakka í Árnarfirði. Þama bjuggu þau við sjósókn og landbúnað í 20 ár og þama eignuð- ust þau bömin sín þijú. Elst þeirra er Ásta Guðríður, þá Guðmundur og yngst Guðrún. Öll eru þessi systkini vel af guði gjörð og listræn hvert á sínu sviði. Hjá þeim hjónum ólst upp að miklu leyti piltur sem Þórður Friðriksson heitir og lét Elín sér mjög annt um hann. Árið 1947 tóku þau sig upp og fluttu frá Arn- arfirði til Hafnarfjarðar og hafa þau búið þar síðan, lengst af á Hring- braut 19. Alla tíð, alla sína löngu starfs- ævi, hefur Elín unnið hörðum höndum við hin margvíslegustu störf. Hún bjó fjölskyldu sinni fal- legt heimili og lagði mikla natni við uppeldi barna sinna. Þá eins og nú hrukku laun eins manns ekki fyrir lífsframfæri heillar Qölskyldu. Élín vann því úti samhliða heimilisstörf- unum eins og títt er um margar húsmæður. Vann Elín í físki og við ræstingar eftir því sem til féll. Það munaði um störf hennar hvar sem hún lagði hönd að verki. Auk allra þessara starfa tók Elín mikinn þátt í félagsmálum. Hún gekk í stúkuna Þegar séra Jakobi var veitt Holts- prestakall undir Eyjafjöllum varð pabba að ósk sinni, þegar hann gerðist bóndi á einum þriðja hluta jarðarinnar. En aftur var hann fluttur til Reykjavíkur, þegar Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður 1916. Jónas Jónsson, sem pabbi leit upp til sem vinar og gáfu- manns, bað hann að verða ritstjóri málgagns hins nýja flokks, Tímans, þar til tilvonandi ritstjóri lyki námi innan nokkurra mánaða, og úr því varð. Frá Holti hafði pabbi stundum talað til Vestmannaeyja og þá tekið eftir hinni fallegu og glettnu rödd símastúlkunnar þar. Síðar hittust þau í Reykjavík og giftu sig 1918. Hún var Guðrún Matthildur Kjart- ansdóttir, sem alin var upp á Búðum og Stapa á Snæfellsnesi, dóttir Kjartans Þorkelssonar, bónda, org- anista og hugsjónamanns frá Staðarstað, og Sigríðar Kristjáns- dóttur frá Arnartungu. Afi reyndi að reka útgerð og verslun á Búðum, en það gekk ekki. Til þess að geta gengið í Kvennaskólann réð mamma sig í kaupavinnu á sumrin og í Reykjavík vann hún sér inn peninga með því að merkja heiman- mund heldri manna dætra. Hún var mannkostum gædd og þau hjón styrktu hvort annað í meira en hálfa öld (58 ár) og létust sama árið. í brúðkaupsferð sigldu þau til Kaupmannahafnar með frænda pabba og vini, Vilmundi Jónssyni og Kristínu Ólafsdóttur, konu hans, sem voru að fara í framhaldsnám. Síðan vann pabbi á skrifstofu stjómarráðsins þar til 1920, að stjóm sambandsins sendi hann sem kaupfélagsstjóra austur í Hallgeirs- eyjarhjáleigu, en þá voru Landeyj- amar afskekktar vegna óbrúuðu ánna á Suðurlandsundirlendi. Þarna vom verkefnin endalaus, en unga parið barðist fyrir fram- förum á meðan brimið lamdi hafnlausu strandlengjuna. Langt var á milli leiða, en þegar þau gáf- ust tókst skipstjórum Eimskips og Vestmannaeyjabáta að leggja skip- um sínum fyrir utan brimgarð og grynningar. Þaðan reru bændur á tíæringum sínum og skipuðu upp nýjum vamingi, sem þeir síðan báru frá flæðarmálinu upp á kambinn. Daníelsher nr. 4 árið 1948 og hafði öll stig Góðtemplarareglunnar. Elín sat í embætti í stúkunni í marga áratugi og var stundum fulltrúi þennar á hinum ýmsu þingum Regl- unnar. Hún talaði skýrt og vandað mál og flutti mjög vel allt sem hún tók að sér að flytja á fundum stúk- unnar til fróðleiks eða skemmtunar. Elín var vönduð kona til orðs og æðis. Hún hafði ákveðnar skoðanir á öllum höfuðmálum og reyndi aldr- ei að fela þær fyrir neinum. Hún var hrein og bein, heiðarleg og ákveðin. Nú er Elín Kristjánsdóttir farin frá okkur. Við njótum ekki lengur samveru hennar eins og áður, við drekkum ekki oftar súkkulaði með heimabökuðum kökum við stofu- borðið hennar á Hringbraut 19. En við minnumst svo ótal margra un- aðsstunda sem við áttum öll saman síðan við fluttum í Hafnarfjörð. Þeir gleymast aldrei sólardagarnir sem við áttum á Þingvöllum, upp undir Keili að ógleymdum vikunum á hvetju sumri við störf og leik á bindindismótunum í Galtalækjar- skógi. Þessar samverustundir gleymast aldrei. Þetta eru dýrmæt- ar minningar sem við hjónum eigum um Elínu Kristjánsdóttur og Lárus J. Guðmundsson mann hennar. Við þökkum Elínu fyrir langt og heilla- ríkt samstarf og fyrir alla hennar vináttu og tryggð, sem hefur verið okkur svo óendanlega mikils virði. Blessuð sé minning hennar. Guð gefi henni fagra framtíð. Eftirlifandi manni hennar og bömum vottum við samúð okkar. Stefán H. Halldórsson Þar biðu hestar með vagna og klif- bera og fluttu vörumar upp í pakkhús. Þaðan höfðu þeir flutt fram í sand ullar-, kartöflu- eða rófupoka o.fl. sem út var skipað. Lífsbaráttan var þarna hörð eins og annars staðar fyrir vélvæðingu. Það tók sífellt strit að halda hring- rás hverrar jarðar gangandi. En þarna bjó duglegt fólk og þama eignuðust foreldrar mínir sanna vini eins og Valdimar á Álfhólum, Helgu og Ágúst í Miðey, Sigurð á Brún- um, Guðrúnu og Guðjón í Hallgeirs- ey, Jóhann á Amarhóli og Sigríði dóttur hans og Fagurhólsfólkið. Hjá þessu fólki urðu sumarheimili okkar krakkanna lengst. Þama reið pabbi sínum gáfaða Skjóna, sem bar hann margar ferð- ir til Reykjavíkur. Þegar við vomm flutt þangað 1928 var. Skjóni skot- inn. Pabbi grét. — Þegar ég fyrir nokkmm ámm fletti upp Hallgeirs- eyjarhjáleigu í skrá yfir bæi og ábúendur þeirra sá ég, að fyrir aft- an pabba nafn stóð: hann flutti fyrstu hlandforardæluna í Landeyj- ar. I næstu tuttugu og átta árin stjómaði hann Áfengisverslun ríkis- ins og var þakklátur fyrir góða starfsmenn. Síðast vann hann sem endurskoðandi Landsbankans í þó nokkur ár og naut þess að heim- sækja útibúin, enda hafði hann yndi af ferðalögum, innanlands sem utan. Aldarminning: Guðbrandur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.