Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 50

Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Kyrrlát kvöldstund á Hótel Hjartabrot _ Morgunblaðifl/Þorkell Ásmundur Jónsson og Hilmar Örn Hilmarsson skála fyrir plötunni nýútkomnu. Síðastliðinn fímmtudag var gef- in út piatan „Kyrrlát kvöld- stund á Hótel Hjartabrot". Á henni er tónlist úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Skyttumar", sem sýnd er í Háskólabíói um þess- ar mundir. Höfundur tónlistarinnar er Hilm- ar Öm Hilmarsson, en það er hljómsveitin Omamentals, sem flyt- ur. í henni em auk Hilmars þau David Ball og Rose McDowall. Upp- tökur plötunnar fóm fram í Lundúnum, nánar tiltekið í Paradise og Southem Studios, en Hilmari innan handar var fyrmefndur David sem er einna þekktastur fyrir að vera fyrmm helmingur hljómsveit- arinnar Soft Cell. Utgefandi plöt- unnar er Grammið. Af þessari plötu hefur lagið „No Pain“ hljómað töluvert í útvarpi að undanfömu og má í því, auk fyrr- nefndra.heyra Einar Öm Bened- iktsson lesa upp texta og þeyta trompet. Þess má geta að líkur standa til þess að hljómsveitin Omamentals haldi til San Fransisco í byijun mars, en þar munu m.a. koma fram þeir Frank Zappa og David Byme. íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa áður heyrt kvikmyndatónlist Hilmars Amar, en hann samdi tón- listina við sjónvarpsleikrit Nínu Bjarkar Ámsidóttur, „Líf til ein- hvers". Lið Menntaskólans í Reykjavík fagnar sigri þegar úrslitin eru ljós. Frá vinstri eru þeir niugi Jökulsson, Sveinn Valfells HI., Auðunn Atlason og Birgir Ár- mannsson. „Menn skyldu ekki leggja eyrun við því hégómlega falsi, sem and- stæðingar okkar bera á borð fyrir fundargesti...“ Illugi Gunn- í ræðustól. I I i Morgunblaðið/Einar Falur í ræðukeppni geta handahreyfingar og annað látbragð haft mikið að segja. Böðvar Jónsson í Fjölbrautaskóla Suðumesja kann augljós- lega tökin á hvomtveggja. Hér er brúðkaupsmyndin af Paulu og Bob. Standandi era frá vinstri: Johhny Fingers og Garry Roberts úr Boomtown Rats, Toney Hadley (Spandau Ballet), John Taylor og Simon LeBon (Duran Duran) Martin Kemp (Spandau Ballet), George Michael (fyrrverandi helmingur WHAMI), Gary Kemp og Steve Norman (Spandau Ballef), og Aled Jones, en hann er velskur kórdrengur, sem söng við brúðkaupið. Sitjandi em frá vinstri: Midge Ure (Ultravox), John Keeble (Spandau Ballet), brúðurin og brúðguminn, og loks David Bowie. Tekið skal fram að brúðarkjóllinn er úr rauðu silki í samræmi við húðflúrið. Bob Geldof ekki eins heilagur og haldið var? Nú er mikið rættum hversu skothelt hjónaband þeirra Bob Geldofs og Paulu Yates er, því að breska síðdegispressan hefur að undanfömu birt fréttir þess efnis að hann hafí verið í tygjum við Emmu nokkra Mclntosh, en stúlkan sú er 21 árs gömul gengilbeina á bar í miðborg Lundúna. Það var Emma sjálf, sem skýrði frá þessu, en samkvæmt henni kynntust þau Bob fyrir réttu ári og áttu í ástarsambandi þar til ör- skömmu fyrir brúðkaup hans og Paulu, en þau höfðu þá búið saman um langt skeið. Meðal annars út- listaði Emma það nákvæmlega hvemig hún og Bob hefðu notið ásta í tilteknum legubekk í húsi rokkstjömunnar og Paulu í Chelsea. Paula tekur þessum sögusögnum af lítilli alvöm. „Upp á æru og trú! Ég skil bara ekíci hvemig Bob hef- ur haft nokkra orku eftir handa annarri konu. Auðvitað hef ég allt- af vitað að Bob er óknyttadrengur. Þess vegna elska ég hann!“ Bob fínnst þetta hins vegar ekki jafnfyndið og Paulu. „Það er rétt að við Emma þekkjumst, en við vomm bara vinir. Ég vona að hún hafí fengið vel greitt fyrir að segja þessa hluti, en ég ætla ekki að tjá mig frekar um málið. Það munu lögfræðingar mínir gera.“ Og þá er bara að bíða eftir fram- haldinu. Gibba gibb Gibb-bræðumir Áströlsku, sem Halli og Laddi sungu svo fjálg- lega um um árið, hafa nú sameinast að nýju í hlómsveitinni Bee Gees. Það er Barry Gibb, sem hefur orðið fyrir þeim, en tvíburabræð- umir Robin og Maurice, em hljóð- látari. „Við ætlum okkur að slá í gegn á ný!“ segir Barry. „Við gerð- um það hér áður fyrr og munum gera það aftur." Barry segir a> þeir bræður hafí gert sér grein fyr- ir að þeir hafí orðið „of vinsælir", þ.e.a.s. að neytendur hafi einfald- lega fengið sig fullsadda af þeim eftir að lög þeirra höfðu tröllriðið hljóðhimnum hins frjálsa heims og hluta hins ófíjálsa. „Áheyrendumir þurftu að hvfla sig á okkur, svo að það vomm við sem tókum okkur hvíld". Nú em bræðumir í hljóðnámu og vinna að nýrri plötu í samvinnu við útsetjarann gamalreynda, Arif Mardin. Það eitt gefur til kynna að þeir hafi lagt diskóið á hilluna, en Barry segir: „Það verða ein- hveijar falsettu-raddanir á plöt- • unni, en að uppistöðu til verður hér um eitthvað í ætt við harðan rytmablús að ræða.“ Þá em bræð- umir búnir að ráða almagnaðan foringja til þess að sjá um mynd- böndin við plötuna — þann sama og stjómaði gerð myndbanda við „Billie Jean", „Take On Me“ og „Money for Nothing". Að sögn verður engin sykureðja á þeim vígstöðvum heldur, því myndböndin eiga öll að vera í hrollvekjustfl. Gamlir aðdáendur geta því búist við ýmsu frá Bee Gees á árinu. Gib-bræður komnir i stellingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.