Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 60
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
VJterkarog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Dæmt í kaffibaunamálinu í sakadómi Reykjavíkur;
Fj órir dæmdir en for-
Vetrar-
vertíð
erhafin
sljórinn var sýknaður
DÓMUR í kaffibaunamálinu var kveðinn upp í sakadómi Reykjavík-
ur í gær. Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri SÍS var sýknaður
að fullu en Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri verslunardeildar SÍS
hlaut 12 mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna.
Aðrir starfsmenn fyrirtækisins hlutu dóma sem hér segir: Sigurður
Árni Sigurðsson 7 mánaða dóm, Gísli Theódórsson 3ja mánaða dóm
og Arnór Valgeirsson 2ja mánaða dóm. Refsing Sigurðar Arna, Gísla
og Amórs er skilorðsbundin til tveggja ára. Hjalti áfrýjaði dómnum
til Hæstaréttar þegar í gær en aðrir tóku sér frest.
Málið Qallar um innflutning SÍS
i' juá kaffí fyrir Kaffíbrennslu Akur-
eyrar 1979-1981. Notaðir voru tveir
vörureikningar fyrir hverja send-
ingu. Tók skrifstofa SÍS í London
lán fyrir lægri reikningnum, en
sendi þann hærri til Kaffíbrennsl-
unnar, en mismunurinn rann til
SIS. Sagði í dóminum að talið væri
sannað að um fjársvik hafí verið
að ræða.
Sýknað var af ákæru um skjala-
fals þar sem báðir vörureikningam-
ir voru gefnir út af sama aðila og
■íifkki breytt síðar. Þá hafí ekki verið
um ranga tilgreiningu í blekkingar-
skyni að ræða. Loks hafí rangar
upplýsingar til gjaldeyrisyfírvalda
ekki leitt til þyngri refsingar en
sekta og sök því fymd.
Olíufélögin
undirbúa hækk-
unarbeiðni:
Bensín-
lítrinn
í 27,70
krónur?
FULLTRÚAR olíufélaganna
eru að undirbúa beiðni til
verðlagsyfirvalda um verð-
breytingar á olíuvörum.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins telja þeir
þörf á að hækka bensín um
rúm 5% og svartolíu um rúm
10% frá 1. mars næstkomandi.
Ekki er búið að ganga endan-
lega frá hækkunarbeiðni olíufé-
laganna en búist er við að það
verði gert í vikunni og beiðnin
lögð fram í lok vikunnar. Miðað
við verð á birgðum í dag er tal-
in þörf á hækkun bensínlítrans
úr 26,30 í 27,70 krónur, eða um
5,3% og á svartolíutonninu úr
5.700 krónum í 6.300 krónur,
eða um 10,5%.
Gasolíulítrinn kostar nú 6,90
kr. og getur það verð haldist í
rúman mánuð, á meðan núver-
andi birgðir endast. Hins vegar
er von á tveimur gasolíuformum
í þessum mánuði, sem væntan-
lega verða á talsvert hærra
verði, og hefur því komið til
tais hjá olíufélögunum að fara
fram á hækkun gasolíuverðsins
um næstu mánaðamót til að
jafna verðsveiflumar út á lengri
tíma.
Varðandi þátt Erlendar sagði að
það væri ósennilegt að hann hafí
ekki vitað hvemig staðið var að
innflutningnum, tveim settum
reikninga og afslætti. Enginn hafí
þó borið um það svo óyggjandi
væri, að um bein eða óbein afskipti
forstjórans hafí verið að ræða. Þá
væri ósennilegt að Erlendur hafi
ekki hugað að því hvemig hagnaður
skrifstofunnar í London myndaðist
og viðbrögð hans, þegar upplýst var
um afsláttinn og meðferð hans,
ekki til þess fallin að styrkja fram-
burð hans. Þrátt fyrir þetta þyki
dómnum ekki nægjanlegum stoðum
skotið undir sönnun fyrir sök Er-
lendar og bæri því að sýkna hann.
Um Hjalta Pálsson sagði að
vegna stöðu hans og framburðar
annarra væri sannað að hann hafí
átt hlut að því að ákveða fram-
kvæmd viðskiptanna, sem hafi leitt
til þess að SÍS náði undir sig afslátt-
unum og vöxtunum og að gjaldeyr-
isyfírvöldum vom sendir hærri
vömreikningamir.
Dómurinn sagði sannað, með
játningu Sigurðar Áma, að hann
hafí átt hlutdeild í fjársvikum,
skjalafalsi og gjaldeyrisbrotum.
Honum hafí ekki mátt dyljast að
um refsiverða háttsemi var að ræða.
Varðandi Gísla sagði að honum
hafí ekki getað dulist að um óeðli-
leg viðskipti var að rasða þegar
hann starfaði í London og hann
væri sekur um hlutdeild í fjársvik-
um og gjaldeyrisbrotum
1979-1980.
Amór var sakfelldur fyrir hlut-
deild í fjársvikum, skjalafalsi og
gjaldeyrisbrotum á árinu 1981, þar
sem hann hélt við notkun tvöfaldra
vömreikninga og leynd gagnvart
Kaffibrennslunni með starfí sínu.
Dóminn kváðu upp Sverrir Ein-
arsson sakadómari og endurskoð-
endumir Jón Þ. Hilmarsson og
Sigurður Stefánsson.
Sjá endurrit af niðurstöðum
sakadóms Reykjavíkur á
miðopnu, bls. 30 og 31.
Vetrarvertíðin er alls
staðar komin í fullan
gang og sá guli hefur
verið að gefa sig í netin.
Skipverjar á Gullfara
sjást hér handleika gol-
þorska í Grindavíkur-
höfn eftir velheppnaðan
róður.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Versti slysakaflinn í Norð-
urárdal byggður upp í vor
BIRGIR Guðmundsson umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar í
Borgamesi, segir að hringvegarkafli sá í Norðurárdal, þar sem um
200 umferðarslys hafa orðið síðustu tvö ár, sé á langtímavegaáætlun
og verði að öllum líkindum byggður upp fyrir árið 1990. í vor verð-
ur versti hluti vegarins endurbyggður.
Vegarkafli sá sem um ræðir er
um 20 kílómetra langur og nær frá
enda bundins slitlags við bæinn
Klettstíu að Fomahvammi. í gær
var í Morgunblaðinu haft eftir
Sverri Guðmundssyni í Hvammi að
um 200 umferðaróhöpp hefðu orðið
á þessum kafla síðustu tvö ár, þar
af 25-30 í þessum mánuði. Birgir
Guðmundsson sagði aftur á móti
að 23 umferðaróhöpp á þessum
vegarkafla hafí verið skráð í lög-
regluskýrslur á síðasta ári. Þó
sagðist hann ekki vilja rengja tölur
Sverris því mörg þessara óhappa
væru sjálfsagt ekki þess eðlis að
lögreglu þyrfti að kalla til.
Birgir sagði að verið væri að
vinna að vegaáætlun núna og ekki
orðið ljóst hvemig hún verður end-
anlega en samkvæmt langtíma-
áætlun fyrir tímabilið 1987—1990
er gert ráð fyrir að vegurinn um
Norðurárdal verði byggður upp.
Birgir sagði ekki ósennilegt að það
næðist að laga verstu kaflana á
þeim tíma og alversti kafíinn færi
raunar af í sumar því nýbúið er að
bjóða út tæplega 4 kílómetra langan
kafla við Litluá og eiga fram-
kvæmdir að hefjast þar í vor.
Birgir var spurður hvort Vega-
gerðin hefði ekki reynt að þrýsta á
um að fá fé til endurbóta á þessum
vegarkafla, og hvort tilgáta Sverris
Guðmundssonar um að vegurinn
hefði orðið útundan hjá þingmönn-
um kjördæmisins væri rétt. Birgir
sagði að það væri örugglega engin
tilviljun að vegaspottar út úr kjör-
dæmum yrðu útundan, og benti á
veginn um Hvalfjörð og Oxnadals-
heiði í því sambandi. Hinsvegar
hefði Vegagerðin miðað við að þessi
vegarkafli yrði endurbyggður fyrir
1990 samkvæmt langtímaáætlun
og talið sig geta við það unað.
„Það eru margir um hituna sem
vilja fá veg og vegir eru víða slæm-
ir hér í umdæminu, meðal annars
á Snæfellsnesi. Við höfum síðan
þurft að líða fyrir stórframkvæmd-
ir, eins og Borgarfjarðarbrúna og
veginn fyrir ólafsvíkurenni, sem
komu niður á öðru vegakerfí hér.
Samt getum við ekki kvartað því í
fyrra fengum við í okkar hlut tæpa
70 kílómetra af bundnu slitlagi svo
við erum í miðju kjördæma hvað
lengd vega með slitlagi varðar, og
við erum mun betur settir nú þegar
þessar stóru framkvæmdir eru að
baki," sagði Birgir Guðmundsson.