Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
„ Sektar dóm-
Alþingi“
ur á
eftir Benedikt
Sigurðarson
Vegna þess fáheyrða atburðar
er ríkisstjóm íslands og verulegur
hluti þingmanna neðri deildar Al-
þingis „dæmdi" Sverri Hermanns-
son og embættisfærslu hans í
svokölluðu „fræðslustjóramáli" fer
ekki hjá því að við, sem störfum í
skólunum fyrir norðan, höfum feng-
ið nýja vídd inn í umræðuna. Hvað
sem líður dæmalausu inngripi for-
sætisráðherra og símaboðum frá
forseta hæstaréttar — sem vonandi
teljast til eindæma um langa hríð
— þá voru þingmenn að greiða at-
kvæði um allt annað málefni en
dómstólar verða kvaddir til að fjalla
um. Stefna lögmanns Sturlu Krist-
jánssonar vegna réttarstöðu hans —
sem einstaklings og þolanda í mál-
inu svo og mögulegar miskabætur
honum til handa, komu frumvarpi
Ingvars Gíslasonar o.fl. ekkert við
eins og það lá fyrir Alþingi. Ingvar
lagði til að Hæstiréttur fengi það
hlutverk eitt (skv. frv.) að tilnefna
menn til að annast hlutlausa úttekt
á málinu eins og það hefur legið
fyrir um árabil og löngu áður en
ráðherrann tók Sturlu af — enda
málið aldrei einangrað við hans
persónu þó ráðherrann hafi kosið
að „hoppa á mannorði" hans sér-
staklega. Ráðherrann hefur reynd-
ar alltaf látið eins og hann væri
að fást við „vonda rnenn" og hér
væri ekki verið að ræða um rök-
semdir eða málafylgju er snerti
ramma laga og fýrirmæli reglu-
gerða.
Dómstólar koma ekki til með að
ijalla um samskipti fræðsluyfir-
valda á Norðurlandi eystra né
framkvæmd grunnskólalaganna í
kjölfar stefnu lögmanns Sturlu.
Stefnan var auk heldur lögð fram
m.a. vegna þess að stefndi — Ijár-
málaráðherra — sýndi ekki þá
venjulegu kurteisi að svara boði
lögmannsins um samninga vegna
hinnar fyrirvaralausu brottvikning-
ar — mér er tjáð að samningaum-
leitanir s£u venjulega reyndar hvað
sem Þorsteini Pálssyni gengur til.
Öll þau álitamál, sem komið hafa
upp vegna framkvæmdar grunn-
skólalaga svo og vegna embættis-
færslu einstakra deilda mennta-
málaráðuneytisins, verða ekki tekin
til meðferðar af dómstólum eins og
nú standa sakir.
Það var því Alþingis að kanna
sérlega þessa þætti alla, sem
ábyrgðaraðili grunnskólalaganna
og sá aðili er ráðherra þiggur vald
sitt frá:
Alþingi ber alla ábyrgð á starf-
semi ráðuneyta og stjómardeilda
er ekki starfa eftir skýrum vinnu-
fyrirmælum laga og reglugerða.
„Sekt“
Varla er hægt að hugsa sér ótví-
ræðari yfirlýsingu um „sekt"
Sverris er að neita frv. Ingvars og
félaga um þinglega meðferð. Það
getur hæglega falist í slíkri af-
greiðslu að vitað sé að málsmeðferð
ráðherrans þoli ekki dagsljósið eða
skoðun á þingi. Um leið getur þetta
verið yfírlýsing um að Alþingi vilji
komast hjá umfjöllun um óþægileg-
ar staðreyndir er snerta mismunun
manna og landsvæða við fram-
kvæmd nær 13 ára gamalla laga.
Það vekur einnig athygli að á
sama tíma og þetta gerist á þingi
fær Sverrir ákúrur frá samráðherra
sínum í ríkisstjóm fyrir að snið-
ganga ákvæði grunnskólalaganna
um fræðsluráð með samningi við
Reykjavíkurborg á sl. ári (þ.e.
skólamálaráð undir forsæti Ragn-
ars Júlíussonar).
Að breyta lögnm eftirá
Ráðherrann sýnir þó e.t.v. minnsta
kurteisi og minnsta lagavirðingu
með því að leggja nú fram fmm-
varp til gerbreytinga á grunnskóla-
lögunum — fmmvarp sem hann
„átti í pöntun" hjá Páli nokkmm
Dagbjartssynj, Ragnari Júlíussyni
og fleimm. í fmmvarpi þessu er
gert ráð fyrir að aðilar á borð við
fræðsluráðin og aðrir, sem ráð-
herrann hefur lýst sig á öndverðri
skoðun við, verði þurrkaðir út (sál-
fræðingar t.d). Fræðslustjóramir
verða gerðir valdalausir en þó er
verst að hér virðist það staðfest að
ráðherrann hefur verið með einhver
allt önnur lög í huga en þau sem
gilda þegar hann svarar okkur norð-
anmönnum skætingi vegna sér-
kennslumálefna, rekur fræðslu-
stjóra og afneitar fræðsluráðum (í
Reykjavík að þyí er virðist einkum
fyrir það að Áslauga Brynjólfs-
dottir fræðslustjóri þjónar ekki valdi
Sj álfstæðisflokksins).
Eyðilegging fræðsluráða og
fræðsluskrifstofa svo og þau
ákvæði í frv. ráðherra sem gera ráð
fyrir að allt ákvörðunar- og úr-
skurðarvald verði flutt suður í
ráðuneyti og því ekki lengur falið
aðilum nærri vettvangi — eða bund-
ið vinnufyrirmælum reglugerða —
öll þessi ákvæði ganga gegn um-
ræðu um valddreifingu í stjómkerf-
inu. Það ber einnig að undirstrika
að jöfnuður verður ekki lengur
tryggður í löggjöf og „duttlunga-
vald“ pólitíkusanna fær Iausan
tauminn. Hvers mætti þá vænta af
ráðherrum sem skortir allan skiln-
ing á lagaformum og virðingu fyrir
leikreglum sem þrískipting valdsins
setur?
Valddreifing afnumin
— miðstjórnarvald hert
Ákvæðin um fræðsluráð,
fræðslustjóra og fræðsluskrifstofur
í gildandi lögum eru einu alvöru
tilburðimir til valddreifíngar í
stjómkerfí menntamála. Það verður
þó að viðurkenna að þessi ákvæði
hafa ekki verið virt sem skyldi af
ráðuneytinu sjálfu. Þar hafa menn
verið að vasast í rekstrarmálum
skólanna án grundvallarþekkingar
á viðfangsefninu skóli. Álls konar
menn í ráðuneytinu hafa með duttl-
ungakenndum niðurskurði og
vefengingu á valdsviði fræðslu-
stjóra torveldað skilvirka fram-
kvæmd. Þeim hefur hins vegar láðst
að sinna því meginhlutverki að
tryggja jöfnuð við framkvæmd laga
og kynna skólum og einstaklingum
rétt sinn t.d. með sívirkum saman-
burði og upplýsingum.
Óvinum gmnnskólalaganna frá
’74 hefur því miður orðið nokkuð
ágengt upp á síðkastið enda í góðri
aðstöðu, en ég vil leyfa mér að full-
yrða að á meðan við höfum ekki
fengið að sjá grunnskólalögin í
fullri framkvæmd er engin skyn-
samleg röksemd til breytinga á
þeim.
Skemmdarstarfseminni verður
að linna.
Valdshyg-gja —
fyrirlitning á
skoðunum annarra
Hvað sem líður lagabreytingum
eftirá og siðferði þess ama fínnst
mér ástæða til að spyrja: Kannast
menn ekki við að hafa heyrt um
svoddan vinnubrögð frá öðmm
tímum og öðmm löndum?
Valddýrkendur hafa aldrei spurt
um lög heldur aðeins hvað þeir
komist upp með. Verði siíkir menn
ekki stöðvaðir í tæka tíð tekur ekk-
ert við annað en ógnarstjóm. Á
slíkri stjóm verður því betur oftast
endir, en venjulega hefur hún áður
kostað mikið „blóð“ og mikið tjón
verið unnið menntun og menningu
þjóða. Þeir sem vilja njóta sviðsljós-
anna einir em allajafna í hættu
staddir ekki síst ef þeim er sama
hvort þeir lenda í ljósum fjölmiðl-
anna fyrir axarsköftin ein og æsast
jafnvel og eflast við réttmæta gagn-
rýni.
Ég get ekki neitað því að aðfarir
menntamálaráðherrans og yfírlýs-
ingar hans vegna margra mála em
með þeim hætti að fyllir mig skelf-
ingu. Mér fínnst þær bera vott um
valdhroka og fyrirlitningu á öllum
sem em á einhvem hátt öndverðrar
skoðunar. Ég get heldur ekki fallist
á að það sé smekklegt af þeim, sem
skal vera í forsvari fyrir menningu
og menntun hinna ungu, að hæla
sér af að vera „blóðugur upp að
öxlum" í niðurskurði á þeirri þjón-
ustu sem ætlað er að skila okkur
vel menntaðri þjóð til næstu fram-
tíðar.
Það vekur athygli að þeir menn,
sem nýlega stóðu að vöm fyrir
Sverri á Alþingi, neyddust til að
biðjast afsökunar á framgöngu
hans á erlendum vettvangi — þingi
Norðurlandaráðs. Ég fæ ekki betur
séð en þeir Ólafur G. Einarsson og
Halldór Ásgrímsson t.d. hafí með
slíku lýst því yfír að hugmyndir
Sverris séu „ónothæfar til útflutn-
ings enda aðeins ætlaðar til
heimabrúks".
Hafði ráðherrann ekki minnst
einu orði á að hann ætlaði að gefa
sjónvarpssamstarfí við hin Norður-
löndin langt nef?
Alþýðubandaíagið gekk
til liðs við Sverri
Eins og minnst var á hér að fram-
an var atkvæðagreiðsla í n.d.
Alþingis einn miðvikudag í vetur
einstæð fyrir margra hluta sakir.
Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins
gengu til liðs við Sverri Hermanns-
son. Einn þeirra var að vísu búinn
að fá frí frá þingstörfum og var
ekki bara að skrópa. Hann vissi
samt fullvel hver staðan var. Hann
hefur nú reynt að gera grein fyrir
atkvæði sínu í fjölmiðlum. Hjörleif-
ur Guttormsson, við áttum ekki von
á þessu frá þér.
Mér sýnast þeir Guðmundur J.
Guðmundsson og Garðar Sigurðs-
son vilja innleiða hér annars konar
réttarkerfí en gilt hefur í landinu
lengi. Eða hafa þeir ekki tekið eftir
því að menntamálaráðherrann „tók
sér dómsvald" með hinni einstæðu
brottvikningu 13. jan. sl. Ráðherr-
ann „tók sér líka vald til að
upphefja" lögin um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins — nr.
38/54. Ekki er heldur ástæða til
að gleyma því að ráðherrann hefur
sýnt af sér einstakan ósið með
framkomu sinni og ummælum um
einstaklinga. Ég kann ekki að velja
ummælum hans um Sturlu Krist-
jánsson hæfilegra nafn en „mann-
orðsþjóftiað" — hvort sem þau voru
viðhöfð úr ræðustól á þingi eða í
fjölmiðlum og endurtekin í síbylju.
Hið nýja réttarfar
Það réttarfar, sem innleitt hefur
verið í málefnum fræðslustjóra hér
fyrir norðan, og þær hótanir, sem
hafðar voru í frammi við aðra, eru
gersamlega í andstöðu við megin-
venjur siðaðra samfélaga. Hver
maður skal saklaus þar til sekt
hans hefur verið sönnuð fyrir dóm-
stólum.
Héðan í frá hlýtur Alþingi að
lýsa blessun yfír því réttarfari sem
Benedikt Sigurðarson
„Það réttarfar, sem
innleitt hefur verið í
málefnum fræðslu-
stjóra hér fyrir norðan,
ogþær hótanir, sem
hafðar voru í frammi
við aðra, eru gersam-
lega í andstöðu við
meginvenjur siðaðra
samfélaga. Hver maður
skal saklaus þar til sekt
hans hefur verið sönn-
uð fyrir dómstólum.“
gerir valdsmönnum kleift að fara
sínu fram gagnvart borgurum
landsins — og borgurunum verður
þá gert að sanna sakleysi sitt. Við
slíkar aðstæður stendur eftir það
sem enginn má líta framhjá; — í
mörgum tilfellum mun mönnum
reynast ómögulegt að hrinda af sér
áburði, rógi og níði á borð við þann,
sem mér sýnist ráðherra mennta-
mála hafa farið með á hendur
Sturlu og okkur hinum sem höfum
leyft okkur að vera á annarri skoð-
un en Sverrir Hermannsson í þessu
máli.
Auðvitað tekur út yfír þegar yfír-
maður mennta og menningar í
landinu hagar sér eins og hér hefur
gerst — og verst er að Alþingi og
stærsti stjómmálaflokkurinn í
landinu lýsa velþóknun á öllu saman
— þó ekkert væri nú nema orð-
bragðið. (Um framgöngu Sjálfstæð-
isflokksins í menntamálaráðuneyt-
inu má skrifa heilar bækur en ég
hef ekki skap til að eyða orku í að
festa svo dapurlega lesningu á
blað.)
Hvað þarf að fela?
Meirihluti þingmanna í neðri
deild Alþingis hefur lýst velþóknun
á framkomu ráðherrans en um leið
hefur hann dæmt hann þeim dómi
sem ekki verður áfrýjað. Þingmenn
hafa líka sagt að embættisfærsla
ráðherrans og samskipti ráðuneyt-
isins og fræðsluyfírvalda hér fyrir
norðan þoli ekki dagsljósið á þingi.
í þessu gæti einnig falist að þess-
ir þingmenn vilji ekki bara verja
Sverri heldur einnig það kerfí sem
þeir kannski vita að hefur brotið á
okkur. Þeir vilja e.t.v. veija kerfíð
gegn þeim sem em talsmenn vald-
dreifingar í raun. Þeir vilja kannski
verja kerfíð gegn formælendum
þess að rammi laga og reglugerða
skuli vera svo skýr að duttlunga-
vald embættismanna — fyrir-
greiðsla og pólitísk mismunun —
fái ekki þrifíst.
Einhveija hagsmuni er verið að
veija en ríkisstjómin tók versta
kostinn eins og stundum fyrr.
Steingrímur J. Sigfús-
son „stunginn í bakið“?
Ekki er auðvelt að trúa að Garð-
ar Sig. og Guðmundur J. hafi verið
að greiða atkvæði um aðra hluti
en athugun á embættisfærslu
Sverris Hermannssonar og starfs-
háttum í ráðuneyti hans. Eg neita
því samt ekki að sá gmnur hefur
læðst að mér að nú þyki Guðmundi
sem hann hafí náð sér dulítið niðri
á Steingrími J. Mér skilst að
Steingrímur hafí staðið fastur á því
— sl. sumar — að rétt væri að hirta
Guðmund þennan fyrir að taka við
peningum frá Alberti, Hafskipi og
Eimskipi. Ýmsir hér fyrir norðan
láta sér líka detta í hug að Guð-
mundur þykist nú hafa goldið
alþýðubandalagsfélögum á Akur-
eyri „kinnhestinn" frá í sumar —
en þeir höfðu leyft sér að veita
honum opinberar ákúmr vegna
tengsla við „hin sökkvandi skip“.
Garðar Sigurðsson hefur líklega
ekki ruglað saman afstöðu einstakl-
inga til setu hans í bankaráði
aldarinnar — Útvegsbankans — og
hins um hvað deila okkar skóla-
manna að norðan við ráðuneyti
menntamála snerist? Alþýðubanda-
lagið endurkaus þig til að annast
hagsmuni almennings og viðskipta-
vina Útvegsbankans enda vomð þið
búnir að standa ykkur svo vel.
Skiptir þá nokkm máli hveijir-vom
með því og hveijir á móti?
Það getur vel verið að þessar
hugrenningar séu ljótar og varla
við hæfí, en hinu verður ekki neitað
að þessir þingmenn hafa ekkert
sagt eða gert sem bendir til að
þetta sem hér fer að ofan gæti
ekki staðist.
Mér fínnst að þingmenn ættu
allajafna að hafa fyrir því að styðja
ákvarðanir sínar skynsamlegum
rökum — þá fengi enginn flugur í
kollinn á borð við þær sem hér
hafa birst.
Að kynna sér málin
Áðumefndir tveir þingmenn
ásamt Guðrúnu Helgadóttur hafa
ítrekað látið í ljós að „þau séu nú
raunar alveg sammála Sverri" og
nauðsynlegt sé að hirta embættis-
menn. (Það getur vel verið rétt að
embættiskerfíð þurfí ráðningu, en
það er ekki sama hvemig og hvað
mönnum er gefíð að sök enda lög
í landi sem segja hvað beri að gera
við slíkar andstæður.) Þessir þing-.
menn hafa hlustað á íjölmiðlaháv-
aðann í ráðherranum en ekki lagt
eymn við röddum að norðan. Guð-
mundur og Guðrún virðast ekki
heldur hafa heyrt til félaga sinna í
Reykjavík og minnihluta flokkanna
í borgarstjóm varðandi lögleysuna
í skólamálaráði.
Hún Guðrún virðist líka leggja
dálítið sérkennilegt mat á mann-
réttindi opinberra starfsmanna, sem
hefur verið vísað úr „herþjónustu í
heimalandi" — vísað úr starfí vegna
þess að þeir hafí sett hag fatlaðra
bama og hagsmuni skólahalds f
dreifbýli ofar einkahagsmunum.
Það er skv. þessu rangt að upplýsa
skjólstæðinga um rétt sinn til
menntunar — eða sérkennslu — og
rétt skóla til forsvaranlegra að-
stæðna svo eitthvað sé nefnt. (Það
þótti til skamms tíma sjálfsagt hjá
tryggingastofnun að upplýsa al-
menning um réttindi sín — ef ég
man rétt.)
Ég gruna þig, Guðrún, um að
hafa ekki velt því fyrir þér að þetta
mál hefur aldrei snúist um fjárlaga-
hlýðni fræðslustjóra. Þetta hefur
alltaf snúist um jafnrétti gagnvart
framkvæmd laga. Það verður að
vera sama hvar á landinu við búum
— rétturinn skal sá sami. Fræðslu-
stjóramir em ekki að vinna við
úthlutun peninga — heldur ber
þeim að sjá um að kennsla fari fram
eins og Iög og reglur mæla fyrir
,um. Kennslu verður svo auðvitað
að greiða skv. kjarasamningi þeirra
sem hana inna af hendi; — eins og
þér og félögum þínum innan BSRB
að fomu og nýju er auðvitað löngu
ljóst. Það skiptir því engu máli
hvemig flárlög em villt með of lág-
um tölum.
í grunnskólanum er
bara einn herra
Allt tal um að fræðslustjórum sé,
í grunnskólalögunum, ætlað að
þjóna tveimur herrum er rakalaus
vitleysa. Eins og gildandi lög gera
ráð fyrir er það samstarfsverkefni
fyrir ríki og sveitarfélög að halda
gmnnskóla. Um það gilda — ein
lög — og þau eru húsbóndi bæði
menntamálaráðherra og ráðu-
neytis hans — fræðslustjóranna,
sveitarstjómanna og okkar allra
sem erum að vinna á þessum