Morgunblaðið - 17.03.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.03.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRHXJUDAGUR 17. MARZ 1987 23 ára Keflavík urmær Ungfrú Suðurnes 1987 Keflavík. KRISTÍN Jóna Hilmarsdóttir úr Keflavik var valin Ungfrú Suður- nes 1987 í Stapa á laugardaginn. Kristin er 23 ára og stundar hún nám í Verslunarskóla íslands. Foreldrar hennar eru Hilmar R. Sölvason og Björg B. Jónsdóttir. Mikill áhugi var meðal Suður- nesjamanna fyrir þessari keppni og komust færri að en vildu í Stapan. Að titlinum kepptu 9 stúlkur sem komu fyrst fram í sundbolum og síðan í kvöldkjólum. Að því loknu völdu stúlkumar vinsælustu stúlk- una úr sínum hópi og þann titil hlaut Kristín Gerður Skjaldardóttir úr Vogum sem er 17 ára. Næst var besta ljósmyndafyrirsætan valin og þann titil hlaut Berta Gerður Guð- mundsdóttir sem er 20 ára Njarðvíkingur. Páll Ketilsson rit- stjóri Víkurfrétta sem hefur séð um ljósmyndun og kjmningu á stúlkun- um stóð að valinu ásamt dómnefnd- inni. Hápunktur kvöldsins var svo þegar Kolbrún Gunnarsdóttir Ungfrú Suðumes 1986 lét titilinn af hendi til Kristínar Jónu Hilmars- dóttur sem verður fulltrúi Suður- nesja í keppninni um Ungfrú ísland 1987. Kristín hlaut margvíslegar gjafir og má þar nefna 40 þúsund frá Sparisjóðnum í Keflavík og sól- arlandaferð frá ferðaskrifstofunni Terru. - BB Stúlkurnar komu fyrst fram í sundbolum, þær eru frá vinstri: Kristín Vilhjálmsdóttir Vogum, Kristín Gerður Skjaldardóttir Vogum, Kristín Jóna Hilmarsdóttir Keflavík, Ingigerður Sæmundsdóttir Njarðvík, Hafdís Kjærnested Finnbjörnsdóttir Garði, Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir Sandgerði, Guðbjörg Jóns- dóttir Keflavík, Berta Gerður Guðmundsdóttir Njarðvík og Aðalbjörg Drífa Aðalsteinsdóttir Keflavík. Kristin Gerður Skjaldardóttir úr Vogum var valin vinsælasta stúlkan. Berta Gerður Guðmundsdóttir Ungfrú Suðurnes 1987, Kristín úr Njarðvík var valin besta (jós- Jóna Hilmarsdóttir úr Keflavík. myndafyrirsætan. Dömur og herrar: Nú drífíð þið ykkur í leikfími! Tímar við allra hæfi 5 vikna námskeið byrjar 23. mars Þarftu að missa 15 kíló? Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi. mýkjandi. styrkj- 'andi ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Fnbxraðsbða Brautryðjendur Júdódeild Ármanns, sem verður 30 ára á þessu ári, er brautryðjandi í frúarleikfimi. Mörg hundruð, ef ekki þús- undir kvenna, hafa tekið þátt i starfi okkar- viltu ekki slást í hópinn? Fyrsti prufutíminn ókeypis. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma Nýtt! Bjóðum nú einnig músík- leikfimi Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru í hádeginu. Ljósalampar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilislegri setu- stofu. Islandslax hf.: Ný heitavatns- hola boruð Sparnaður um 26 milljónir króna á ári Grindavík. HJÁ íslandslax hf. í Grindavík hefjast borunarf ramkvæmdir við aðra heitavatnsholu í vikunni. Áætlaður sparnaður við eigin holu er 26 milljónir króna á ári miðað við kaup á heitu vatni frá Hitaveitu Suðurnesja. Þessa dagana er unnið að undir- búningi borunarframkvæmdanna hjá íslandslax hf. Verið er að leggja 500 metra langan veg út í hraunið frá heitavatnsholunni sem fyrir er að nýja virkjunarstaðnum. Einnig er lögð um 2 kílómetra löng leiðsla frá ferskvatnsbrunni stöðvarinnar fyrir kælivatn á borinn. Að sögn Jóns Þórðarssonar fram- kvæmdastjóra íslandslax hf. verður þessi hola 800 metra djúp og er fjárfesting upp á 20 milljónir króna. „Alls mun þessi virkjun kosta okkur 5 milljónir króna á ári miðað við afskriftir. Úr holunni þurfum við að ná 1,1 milljón tonnum af heitu vatni á ári. Spamaður fyrirtækisins verður því 26 milljónir króna á ári miðað við að kaupa vatnið frá Hita- veitu Suðumesja fyrir utan kostnað íif heitavatnslögn frá þeim sem við yrðum að borga sjálfír. Með þessu erú við að fá meiri orku og eignast varaholu én nýlokið er viðgerð á heitavatnsholunni okkar eftir að gat kom á fóðringu," sagði Jón að lok- um. Eins og kunnugt er af fréttum urðu miklar deilur er íslandslax hf. fékk leyfi frá landbúnaðarráðuneyt- inu til eigin vatnstöku eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Hitaveitu Suðumesja um verð- lagningu heitavatnsins 1985. Kr.Ben. Samningar bygging- armanna samþykktir Félagar í Trésmiðafélagi Reykjavík- ur samþykktu samhljóða á flöl- mennum félagsfundi á laugardag- inn nýgerða kjarasamninga við Meistarasamband byggingar- manna, Verktakasamband Islands og Vinnuveitendasamband íslands. Samningamir voru einnig sam- þykktir á félagsfundi í Félagi byggingariðnaðarmanna í Ámes- sýslu á sunnudaginn með 19 atkvæðum gegn 8 og 9 sátu hjá. Talsverð óánægja kom fram á fund- inum með samningana, að sögn Gylfa Guðmundssonar, formanns félagsins. Reiknað er með fundum í öðrum félögum byggingarmanna um miðja vikuna, þar sem samning- amir verða bomir upp til samþykkis eða synjunar. Tónleikar á Isafirði TÓNLISTAilSKÓLI og Tón- listarfélag ísafjarðar efna til tónleika fimmtudaginn 19. mars. Þar koma fram tveir fyrrverandi nemendur Tón- listarskólans á ísafirði, Björk Sigurðardóttir og Kristrún H. Bjömsdóttir, en þær hafa stundað framhaldsnám við Tónlistarskólann í Reykjavík á undanförnum ámm. Tónleikamir verða haldnir í sal Grunnskólans á ísafirði og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk fyrir píanó og þver- flautu eftir Hjálmar H. Ragnars- son, C.Ph.E. Bach, J.S. Bach, Paganini, Liszt og G. Paggi- Björg leikur á píanó en Kristrún á þverflautu, en þær ljúkabáðar kennaraprófí í vor frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Björk er uppalin á ísafírði og Kristrún var búsett þar í nokkur ár og eru þær í hópi tónlistarmanna sem notið hafa handleiðslu Tón- listarskólans á ísafírði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.