Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 37 Tómlegt í framhaldsskólunum á Akureyri: Einn af fimmtíu fastráðn- um kennurum kenndi í VMA EKKERT var kennt við Mennta- skólann á Akureyri í gær. Allir fastráðnir kennarar skólans eru í verkfalli en þrír stundakennar- ar við skólann eiga að kenna. Aðeins einn af fimmtíu fastráðn- um kennurum við verkmennta- skólann kenndi í gær, Edda Magnúsdóttir, vélritunarkenn- ari, þar sem hún er ekki i HÍK, svo og stundakennarar, og var mæting í tímum hjá þeim nokkuð góð, að sögn Bernharðs Haralds- sonar, skólameistara VMA. Það var tómlegt um að litast er blaðamaður leit við í Menntaskólan- TRÉSMIÐAFÉLAG Akureyrar og Arvakur á Húsavík sömdu um laun félagsmanna við viðsemj- endur sina á fundi sem lauk á Akureyri um kl. eitt aðfaranótt mánudagsins. Samningarnir eru á sömu nótum og Trésmiðafélag Reykjavíkur og öll aðildarfélög Sambands byggingamanna að þremur undanskildum sömdu um fyrir helgina, að sögn Guðmund- §18.00 Frægð og frami (Rich and Famous). Bandarisk kvikmynd frá 1981 með Candice Bergen og Jacqueline Bisset í aðalhlutverk- um. 20.00 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 20.26 I návígi. Helgi Pétursson stjórnar umræðum um lyfjakostn- að. Þátttakendur eru Árni Johnsen alþingismaður og Guðmundur Steinsson lyfjafræðingur. 21.05 Klassapiur (Golden Girls). Bandarískur gamanþáttur frá framleiðendum Löðurs. um í gærmorgun. Fáeinir starfs- menn voru mættir til vinnu en enginn kennari þó sjáanlegur. En skólinn stendur opinn fyrir þá nem- endur sem vilja nýta sér það og voru nokkrir við nám í gær. 15 af 25 nemendum í 1. bekk F sátu í 2. stofu í gamla skóla og lásu ensku þegar blaðamaður bankaði upp á hjá þeim um hálftólf-leytið. Sögðust þau hafa kosið nefnd til að skipu- leggja starfið meðan á verkfalli stæði og hefði hún fyrst í stað skipulagt mánudag og þriðjudag. Einn úr bekknum sat virðulegur við kennaraborðið og lét sambekkinga ar Ómars Guðmundssonar hjá Trésmiðafélagi Akureyrar. Samningurinn gildir frá 1. mars síðastliðnum til áramóta. Guðmund- ur Ómar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samningur- inn fæli í sér talsverða breytingu á launum. Hann færði taxta að greiddum launum. „Samningurinn tekur fyrst og fremst á þeim launum §21.35 I sigurvimu (Golden Mo- ments). Bandarisk sjónvarps- mynd í tveimur þáttur. Fyrri hluti. Þegar Ólympíuleikarnir standa sem hæst hittast tveir íþrótta- menn, annar frá austri en hinn frá vestri, og fella þau hugi saman. Ástarsaga þeirra er sögð, en f hana fléttast hugsjónir, eldmóður og keppnisandi Olympluleikanna. §23.15 NBA-körfuboltinn. Atlanta- Boston. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 01.00 Dagskrárlok. sína lesa og þýða, en fyrr um morg- uninn sögðust þau hafa lært þýsku. „Við erum að rifja upp efni sem þegar var búið að fara í. Skóla- meistari bað okkur um að fá ekki eldri bekkinga til að kenna okkur heldur að rifja upp efni,“ sögðu krakkamir í gær. Þau voru stolt yfir samstöðunni í bekknum. „Þetta er besti bekkurinn í skólanum," sögðu þau. Við erum fyrirmynd íslenskra námsmanna, framtíð þessa lands, tjómi þjóðfélagsins samkvæmt félagsfræðikenningum Gunnars Frímannssonar kennara!“ A þessa lund voru lýsingar þeirra sem hér hafa gilt. Hann virkar því til leiðréttingar — til jöfnunar. Hér hefur verið nokkur launamunur og þeir lægstlaunuðu fá nú um 12% hækkun en lágmarkshækkun er 3,53%.“ Að sögn Guðmundar var launa- meðaltal hjá Trésmiðafélagi Akureyrar 260 krónur skv. gamla samningnum, „en ég hef það á til- finningunni að það verði 280—285 krónur,“ sagði hann. Grunnlaun trésmiða í byijun verða nú kr. 36.200 á mánuði, en kr. 43.187 með kostnaðarliðum — fatagjaldi, verkfæragjaldi og fleiru, þar á með- al kr. 4,50 í mætingargjald! Hæstu laun manna í félaginu verða nú, skv. samningnum, 51.114 krónur, en það fá flokksstjórar eftir þriggja ára starf. Inni í þeirri tölu eru kostn- aðarliðir. An þeirra eru launin, grunnlaun svokölluð, 44.128 krónur á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku. Guðmundur Ómar var spurður um álit á samningnum í gær og sagðist þá sjálfur hafa viljað hærri tölu miðað við þróunina almennt. „Það sem við náðum er það lægsta sem hægt var að sætta sig við. En það lá ljóst fyrir að við komumst ekki lengra. Þetta byggist mikið á á sjálfum sér. Hressir krakkar sem voru ákveðnir í að láta námið ekki sitja á hakanum þrátt fyrir verk- fall ... Jóhann Sigurjónsson, skóla- meistari í MA, sagði í gær að nemendur skólans segðu að hraði á yfirferð námsefnis hefði aukist tal- svert undanfarið, þó kennarar segðu það ekki vera. „Krökkunum veitir því sennilega ekki af smá tíma til að slaka á og rifja upp,“ sagði hann. jólaföstusamningnum og hann hef- ur gert okkur erfítt fyrir. Atvinnu- ástand hefur verið slæmt hér á undanfömum árum — menn hafa því ekki verið yfirborgaðir að neinu marki. Nú er hins vegar bjartara framundan, að minnsta kosti á þessu ári, og menn voru því vongóð- ir um að hægt væri að setja fram frekari kröfur.“ Guðmundur sagði hins vegar að ekki væri hægt að bíta meira frá sér eins og staðan er í dag. „Ég óttast að það hefði orðið tímasóun að fara í verkfall. Það var skynsemin sem réði í lokin — farið var bil beggja," sagði hann. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, kom norður og var á fundinum í fyrrakvöld þegar gengið var frá samningnum. Viðsemjendur Trésmiðafélags Akureyrar og Ár- vakurs á Húsavík em Meistara- og verktakasamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands. Samningurinn verður borinn undir félagsfund í Trésmiðafélagi Akureyrar á morgun, miðvikudag. Fundurinn hefst kl. 17.30 í Al- þýðuhúsinu við Skipagötu. Nú eru starfandi um 200 trésmiðir í Eyja- firði. Svæðisfélag HÍK á Norður- landi eystra: Upprunaleg- ar kröfur launanefnd- ar HÍK al- gjörar lág- markskröfur Félagar í HÍK á Norðurlandi eystra héldu almennan fund í húsakynnum Verkmenntaskól- ans á Akureyri á sunnudaginn og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt og var hún síðan send til samninganefndar HÍK: Almennur fundur svæðisfélags HÍK á Norðurlandi eystra, haldinn í sal VMA hinn 15. mars 1987, ályktar. Góð almenn menntun er hom- steinn efnahagslegrar og félags- legrar velgengni og því arðbærasta fjárfestingin. Ein aðalorsök erfiðleika og lé- legrar nýtingar í skólunum undan- farin ár (sbr. m.a. OECD-skýrsluna) er skortur á hæfu starfsliði og sífelld kennaraskipti f skólum, sem fyrst og fremst stafa af því að launakjör kennara eru langt undir kjömm annarra sambærilegra stétta. Bil þetta eykst stöðugt. Til að snúa megi þessari óheilla- þróun við telur fundurinn að líta verði á uppmnalega framsettar kjarakröfur launanefndar HÍK sem algjörar lágmarkskröfur, sem ófært sé að hvika frá, enda séu þær að- eins fyrsta skrefið á leið til nauðsyn- legrar leiðréttingar. Fiskmiðlun Norðurlands hf. Sjö manna undirbún- ing-sstjórn kjörin SJÖ MANNA undirbúnings- stjóm að stofnun Fiskmiðlun- ar Norðurlands hf. á Dalvík var kosin á laugardag á undir- búningsfundi. í stjóminni em eftirtaldir: Hilmar Daníelsson, Dalvík, Gunnar Sigvaldason, Ólafsfírði, Snorri Snorrason, Dalvík, Þor- I valdur Skaftason, Skagaströnd, Þorbergur Jóhannsson, Þórs- höfn, Valdimar Bragason, Dalvík og Sigurður Olgeirsson, Húsavík. Að sögn Hilmars Daní- elssonar verður stofnfundur haldinn laugardaginn 18. apríl og hafa undirtektir útgerðar- manna og skipstjóra við stofnun fyrirtækisins verið mjög góðar. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur Fiskmiðlun Norðurlands hf. þeg- ar boðið til sölu ársafla báts í Ólafsfirði og bámst fjögur tilboð í hann. Tilboðin vom opnuð á fostudag og farið í gegnum þau um helgina. Hilmar segir það líka markmið félagsins að selja unnnar afurðir í framtíðinni. „Það er verkefni sem skemmti- legt verður að takast á við. Frysting á flökum er sívaxandi um borð í skipum og skipin em ekki bundin sölusamtökum," sagði Hilmar. Trésmiðir sömdu í fyrrinótt: Launahækkanimar eru ábilinu 3,53 -12% Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 17. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.