Morgunblaðið - 17.03.1987, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
Jakob Gíslason fyrrver
andi orkumálastjóri
tæknifélags íslands um langt árabil
og vann félaginu mikið gagn. Hann
sótti fyrstur Islendinga alþjóðaráð-
stefnu um ljóstækni 1955 og ruddi
þar veg okkar að miklum upplýsing-
um og fróðleik á þessu sviði.
Kynni mín af Jakobi Gíslasyni
voru fyrst og fremst á vettvangi
þeirra tvennra félagssamtaka sem
ég hef hér lýst. En auk mikillar
þekkingar hans á raforkusviði,
fijórrar hugsunar og óvenjulegrar
framsýni við stofnun félagssamtaka
eru mér efst í huga prúðmennska
hans og hlýja í öllu viðmóti.
Um leið og mikilhæfur forystu-
maður og heiðursfélagi er kvaddur
bið ég frú Sigríði og fjölskyldunni
allri Guðs blessunar.
Aðalsteinn Guðjohnsen
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í fórina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræðuri
Og hægt hún fer, en færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
Þannig lýsir Tómas Guðmunds-
son, bekkjarbróðir Jakobs í Hinum
almenna menntaskóla í Reykjavík,
ferðinni með Lestinni miklu í Fögru
veröld. Að loknu stúdentsprófi skildi
leiðir félaganna og þeir sátu ekki í
sama klefa Lestarinnar eftir það.
Þeir fylgdust þó vel hvor með öðrum
og hittust, en undirritaðan, sem
kynntist þeim báðum, spurðu þeir
oft um líðan hins.
Farþegar Lestarinnar miklu eru
misjafnlega ötulir meðan á ferðinni
stendur. Jakob var meðal þeirra
farþega, sem notuðu tímann vel.
Hann fékkst við margt meðan á
ferðinni stóð, og með víðsýni, elju,
en þó með hæglátu, yfirveguðu og
virðulegu fasi varð honum mikið
úr verki. Hann á dijúgan þátt í
ýmsu því, sem farþegar Lestarinnar
njóta, þeir sem ferðast með henni
enn um stund, eða síðar, eiga eftir
að stfga um borð.
Með eftirfarandi orðum langar
undirritaðan til að minnast Jakobs
Gíslasonar fyrrum orkumálastjóra,
félaga í rafmangsverkfræðinga-
deild Verkfræðingafélags íslands
(RVFÍ) og orðanefnd hennar, en á
þessum vettvangi vorum við að
nokkru samferðamenn og klefa-
nautar.
Jakob Gfslason fæddist 10. marz
1902 á Húsavík. Foreldrar hans
voru Gísli Ólafur Pétursson héraðs-
læknir þar og síðar á Eyrarbakka
og kona hans Aðalbjörg Jakobs-
dóttir. Að loknu stúdentsprófi,
1921, hélt hann til Kaupmanna-
hafnar og lauk prófi í rafmagns-
verkfræði við Danmarks Tekniske
Hojskole árið 1929. Um áramótin
1929/1930 skipaði þáverandi at-
vinnumálaráðherra, Tryggvi Þór-
hallsson, raforkumálanefnd, sem í
sátu Geir G. Zoega vegamálastjóri,
Steingrímur Jónsson rafmagns-
stjóri og verkfræðingurinn ungi,
Jakob Gíslason.
Á fyrri hluta árs 1930 tók nefnd-
in til umræðu eftirlit með raforku-
virkjum. Geir G. Zoéga lagði, sem
ráðunautur Brunabótafélags ís-
lands, ríka áherzlu á nauðsyn þess,
að settar yrðu reglur um gerð og
frágang raforkuvirkja, sem giltu
um land allt, og að komið yrði á
ríkiseftirliti með raforkuvirkjum al-
mennt.
Eftir tillögum nefndarinnar var
þá þegar sett bráðabirgðareglugerð
um raforkuvirki, með heimild laga
frá 1926, og jafnframt byijað á
samningu ítarlegri reglugerðar. í
júní 1930 var Jakobi Gíslasyni raf-
magnsverkfræðingi falið „að safna
skýrslum um gerð, tilhögun og
rekstur raforkuvirkja víðsvegar um
land. Ennfremur eftirlit með frá-
gangi raforkuvirkja og rekstri, svo
og öllum raflögnum utanhúss og
innan."
Jakob hóf þegar í stað samningu
reglugerðarinnar. Varð hún allum-
fangsmikil, um 60 síður í stjórnar-
tíðindabroti, og hafði að geyma
allítarleg ákvæði um gerð og frá-
gang raforkuvirkja. Reglugerðin
var gefín út af atvinnu- og sam-
göngumálaráðuneytinu 14. júní
1933 og öðlaðist gildi 1. júlí sama
ár. Með gildistöku reglugerðarinnar
var að nokkru leyti staðfest það
starf að eftirliti með raforkuvirkj-
um, sem þegar var hafið, en með
henni var ennfremur markað starfs-
svið Rafmagnseftirlits ríkisins.
Jakob taldi gjaman að stofnunin
hefði tekið til starfa um leið og
reglugerðin öðlaðist gildi, 1. júlí
1933. Hann var jafnframt skipaður
fyrsti rafmagnseftirlitsstjóri ríkis-
ins.
Störf Rafmagnseftirlits ríkisins
urðu æ umfangsmeiri eftir því sem
árin liðu undir stjóm Jakobs. Leiddi
það að lokum til þess, að samin
vom og samþykkt raforkulögin
1946, sem fjölluðu um skipulagn-
ingu á raforkumálastjóm ríkisins.
Rafmagnseftirlit ríkisins varð hluti
af Raforkumálaskrifstofunni, en
Jakob tók við embætti raforkumála-
stjóra. Því starfí gegndi hann til
1. júlí 1967, þegar orkulög tóku við
af raforkulögunum frá 1946. Með
útgáfu orkulaga varð þó engin vem-
leg breyting á stjóm eða skipulagi
Rafmagnseftirlits ríkisins. Stofnun-
in varð deild innan Orkustofnunar,
en Jakob var valinn til að gegna
starfí orkumálastjóra. Jakob gegndi
því starfi þar til hann var orðinn
sjötugur, árið 1972, að hann lét af
embætti fyrir aldurs sakir. Raf-
magnseftirlit ríkisins varð að sjálf-
stæðri stofnun á ný árið 1979.
Reglugerð Jakobs um raforku-
virki, sem hann skóp á ámnum
1930—1933, ber það með sér að
hún var samin af vandvirkni og
framsýni. Mörg ákvæði hennar eiga
við enn í dag. Hún er undirstaða
þeirrar reglugerðar um raforku-
virki, sem í gildi er nú. Málfar
hennar er líka vandað. Jakobi var
annt um íslenzkt mál, og hann vildi
ekki skilja við reglugerðina nema á
lýtalausu íslenzku máli. Á síðasta
ftindi orðanefndar Verkfræðingafé-
lags íslands, sem haldinn var í
febrúar 1933, var fjallað um „raf-
yrði“ reglugerðarinnar. Þar var
Jakob að sjálfsögðu staddur. Orða-
nefndin hafði hafíð störf í október
1919 og var skipuð mætum mönn-
um, Guðmundi Finnbogasyni
prófessor og síðar landsbókaverði,
Sigurði Nordal prófessor og Geir
G. Zoéga vegamálastjóra. Það er
störfum nefndarinnar og ýmsum
áhugamönnum að þakka, að íslenzk
tunga eignaðist þegar á fyrstu ára-
tugum aldarinnar fjölmörg íslenzk
orð á sviði rafmagnsfræði og
-tækni. Störf orðanefndar Verk-
fræðingafélagsins lögðust því miður
niður eftir að nefndin hafði fjallað
um orðaval reglugerðar um ra-
forkuvirki. Jakob átti þó eftir að
láta að sér kveða á þessu sviði, eins
og svo mörgum öðrum, eins og vik-
ið verður að.
í febrúar 1941 stofnuðu 13 raf-
magnsverkfræðingar deild innan
Verkfræðingafélags íslands. Jakob
var meðal stofnendanna, og hann
var kjörinn fyrsti formaður deildar-
innar. Það hafa sennilega verið
óskráð lög frá upphafí, að enginn
félagsmaður gegndi störfum for-
manns oftar en einu sinni eða sæti
lengur en eitt ár. Á þessu hvoru
tveggja er þó ein undantekning í
46 ára sögu deildarinnar: Jakob
Gíslason var aftur kosinn formaður
deildarinnar árið 1954.
Jakobi hlotnaðist líka sá heiður
að verða kjörinn heiðursfélagi raf-
magnsverkfræðingadeildar (RVFÍ)
eins og raunar svo margra annarra
félaga og samtaka. Verður það
ekki talið upp hér.
Tilviljun ræður því, að undirritað-
ur er formaður deildarinnar, þegar
Jakob stígur út úr Lestinni miklu.
Jakob er kominn á áfangastað, en
Lestin heldur áfram.
Skömmu eftir stofnun RVFÍ var
skipuð þriggja manna nefnd innan
deildarinnar til orðasöfnunar úr
raffræði, orðanefnd RVFÍ. í nefnd-
ina völdust Steingrímur Jónsson,
rafmagnsstjóri í Reykjavík, Gunn-
laugur Briem, síðar póst- og
símamálastjóri, og Guðmundur
Marteinsson, síðar rafmagnseftir-
litsstjóri ríkisins. Fljótlega bættist
Jakob í nefndina og voru nefndar-
menn fjórir í fjölmörg ár.
Orðanefnd RVFÍ hefur starfað
óslitið síðan hún var stofnuð, árið
1941, og er elzt allra starfandi orða-
nefnda. Hún hefur sent frá sér 3
raftækniorðabækur með alls um
6.400 uppflettiorðum á íslenzku, en
nærri 6.000 orð bíða útgáfu.
Jakob starfaði óslitið með orða-
nefnd frá fyrsta starfsári þar til
þrek hans og heilsa leyfðu ekki
lengur. Hann varð formaður orða-
nefndar 1963 og gegndi því starfí
til 1984, þegar hann baðst eindreg-
ið undan endurkosningu, og undir-
ritaður tók við starfí hans.
Mannaskipti urðu nánast engin
fyrstu 28 ár starfsemi orðanefndar.
Það var fyrst árið 1969, sem ég
og tveir aðrir ungir verkfræðingar
bættust í hóp nefndarmanna. Sem
formaður mótaði Jakob þá starfs-
hætti, sem hafðir voru um hönd,
og þann anda, sem ríkti á fundum
orðanefndar. Að þeirri mótun býr
nefndin enn.
Þegar litð er til baka til þeirra
stunda, sem ég átti því láni að fagna
að vera samferðamaður Jakobs og
klefafélagi í Lestinni miklu, er
margt, sem upp í hugann kemur.
Fyrstu kynni urðu ekki fyrr en á
árunum 1966/67, þegar ég kom
heim til íslands eftir langvarandi
dvöl erlendis við nám og störf. Ég
tók eftir „öldungunum" á fundum
RVFÍ. Þeir sóttu fundi félagsins og
sýndu því ræktarsemi með nærveru
sinni og virkri þátttöku. Þetta voru
yfírleitt virðulegir menn, rólegir,
háttvísir og yfírvegaðir í fasi og
framkomu allri. Meðal þeirra
manna, sem þessi lýsing átti við,
var Jakob Gíslason. Þannig var líka
breytni hans á fundum orðanefnd-
ar. Hann stjómaði þeim með
ljúfmennsku en skipulega, úrræða-
góður og tilbúinn til að hlusta á
skoðanir annarra og röksemdir. Frá
honum stafaði hlýju og vináttu.
Hann var alvömgefínn, en hafði þó
gaman af glettum og kýmni. Hann
léði fundum nefndarinnar þann svip
í hugum manna, að þeir sóttust
eftir að koma á fundina til að ræða
áhugamálin, orðasmíð og vemdun
íslenzks máls, og hitta um leið góða
vini.
Hve upp til yðar fyr
með aðdáun ég leit.
Þér fluguð sveit úr sveit
og áttuð svör við öllu,
sem unglinshjarta spyr,
Þessar ljóðlínur Tómasar úr
Sumargestum virðist mér eiga við,
þar sem Jakob var.
Svo margt var það, sem Jakob
fékkst við í Lestinni miklu, að langt
yrði upp að telja. Samferðamönnum
hans á öðmm sviðum treysti ég
betur en mér til að fjalla um þá
þætti. í Verkfræðingatali er að
fínna helztu atriði úr lífí Jakobs
fram til ársins 1981 í þurri upptaln-
ingu.
Hjá Rafmagnseftirliti ríkisins
starfar enn fólk, sem hóf störf þar
meðan Jakob var rafmagnseftirlits-
stjóri, en síðan hann lét af því
starfí em liðin 40 ár, eins og fram
kemur af því, sem áður er sagt.
Þetta fólk hugsar með hlýhug til
baka um störf sín með honum sem
yfirmanni.
Starfsmenn Rafmagnseftirlits
ríkisins, félagar Jakobs í rafmagns-
verkfræðingadeild VFÍ og félagar
hans í orðanefnd RVFÍ senda hon-
um hinztu kveðjur og þakka honum
góðar minningar frá kynnum sínum
við hann.
Hver kynslóð er örstund ung
og aftur til grafar ber,
en eilífðaraldan þung
lyftir annarri á brjósti sér.
Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar —
en kynslóð nýja til starfa kallar
sá dagur, sem órisinn er. (TG)
Seinni konu Jakobs, Sigríði Ás-
mundsdóttur, bömum og öðmm
ástvinum votta ég samúð mína og
konu minnar.
Bergur Jónsson
Jakob Gíslason fyrrverandi orku-
málastjóri lést hinn 9. þessa
mánaðar.
Ég ætla ekki að rekja hér í þess-
um fáu línum uppmna né námsferil
Jakobs, það munu aðrir, sem kunn-
ugir em þeim þáttum, gera. Fyrstu
kynni mín af Jakobi hófust á ámn-
um 1933—35, m.a. vegna réttinda-
mála rafvirkja. Skólaárin 1935—36
og 36—37 var hann yfírkennari við
rafmagnsdeild Vélskólans, sem þá
var nýstofnaður og ég sótti um.
Var það einróma álit okkar nem-
enda sem stunduðum nám í
rafmagnsdeildinni, þessa tvo vetur,
að deildin hafí átt að skipa slíkum
úrvalskennumm með Jakob Gísla-
son í fararbroddi að vart varð á
betra kosið. Að lokinni skólagöng-
unni hvarf ég til starfa tengdum
iðninni. Síðla árs árið 1941, en þá
var ég starfsmaður Rafveitu Hafn-
arfjarðar, fór Jakob þess á leit við
mig að ég gerðist starfsmaður Raf-
magnseftirlits ríkisins. Ég taldi það
nokkmm vandkvæðum bundið með
því að ég hafði fyrir skömmu síðan
tekið við rafmagnseftirlitsstarfí hjá
rafveitunni. Það varð þó niðurstaða
þessa máls eftir viðræður við ráða-
menn rafveitunnar að ég réðst til
Rafmagnseftirlits ríkisins.
Okkar samstarf hélst ýmist beint
eða óbeint f '26 ár undir hans yfír-
stjóm, fyrst hjá Rafmagnseftirliti
ríkisins og síðar Rafmagnsveitum
ríkisins. Eftir að aðskilnaður varð
á milli Rafmagnsveitna ríkisins og
Raforkumálastjóraembættisins
vegna lagabreytinga árið 1967 átt-
um við þó áfram allmikil samskipti
varðandi raforkumálin. Engan
Lokað
Orkustofnun verður lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudag-
inn 17. mars, vegna jarðarfarar JAKOBS GÍSLASONAR,
f.v. orkumálastjóra.
Orkumálastjóri.
Lokað
eftir hádegi þriðjudaginn 17. mars vegna jarðarfarar
JAKOBS GÍSLASONAR, fv. orkumálastjóra.
Samband íslenskra rafveitna.
Lokað
verður eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 17. mars, hjá
Rafmagnseftirliti ríkisins, Síðumúla 13, vegna jarðarfarar
Dr. JAKOBS GÍSLASONAR, fyrrverandi orkumálastjóra.
Rafmagnseftirlit ríkisins.
mann hefí ég metið meira til sam-
starfs á vettvangi raforkumála á
45 ára starfsferli mínum en Jakob
Gíslason og þá er ekki hallað á
neinn af mörgum ágætismönnum á
þessari vegferð um frumgskóg raf-
orkumálanna á íslandi. Þegar Jakob
kom frá verkfræðinámi sínu árið
1929 fól þáverandi ríkisstjóm hon-
um að gera áætlanir um raforkuver
og rafmagnsveitur. Árið 1930 var
honum falið eftirlit með raforku-
virkjum í landinu og skipaður
forstöðumaður Rafmagnseftirlits
ríkisins þegar það var stofnað 1.
júlí 1933. Hann hafði unnið að
samningu reglugerðar um starfs-
svið Rafmagnseftirlits ríkisins, sem
gefín var út með gildistöku þennan
sama dag. Við samningu þessarar
relugerðar hafði Jakob hliðsjón af
dönsku reglugerðinni um sama efni.
Þessi reglugerð hélt velli í 39 ár,
lítt breytt en með viðaukum og
minniháttar breytingum í gegnum
árin m.a. vegna breytinga á efni
og vinnubrögðum. Má ljóst vera
hversu framsýnn og vandvirkur
Jakob hefur verið við samningu
þessarar reglugerðar. En þannig
reyndist hann í öllum sínum störfum
að raforkumálunum svo og öðrum
sem ég þekkti til. Á fyrstu árum
sínum í starfí sem rafagnseftirlits-
stjóri ferðaðist hann mikið um
landið til þess að líta eftir raforku-
virkjum og kanna ásigkomulag
þessara mála á hinum ýmsu stöð-
um. Það hafa sagt mér eldri menn
sem störfuðu við rafveitur sveitarfé-
laganna á þeim árum að fljótlega
hafí Jakob haft á orði hversu aðkall-
andi væri að hefyast handa um
samtengingar á hinum einangruðu
rafveitusvæðum. Við það skapaðist
aukið öryggi og betri hagnýting á
vélaafli.
Á sínum langa starfsferli vann
Jakob ötullega að þessum þáttum
í rafvæðingarmálum landsins, stór-
um virkjunaráföngum og samteng-
ingu notkunarsvæðanna.
Hann fagnaði því af heilum hug
þeim stóra áfanga í rafvæðingu
landsins þegar hringtengingunni
(byggðalínunum) var lokið, heildar-
samsetning landskerfísins orðin að
veruleika. Þá hafði Jakob mikinn
áhuga fyrir almennri rafvæðingu
sveitanna. Hann kynntist því á eft-
irlitsferðum sínum um landið fyrr
á árum hversu mikils virði ábúend-
um á sveitabýlum var að eiga kost
á raforku til nota við heimilis- og
bústörfín.
Árið 1946 tóku gildi svonefnd
raforkulög. Minnist ég þess að
marga stundina, jafnt að degi til
sem að kvöldi og um helgar, sátu
þeir Jakob og Ólafur Jóhannesson,
prófessor, yfír þessari lagasmíð.
Með þessum lögum var formlega
stofnað til Rafmagnsveitna ríkisins
og Héraðsrafmagnsveitna ríkisins.
Eitt meginhlutverk þeirra síðar-
nefndu skyldi vera rafvæðing
dreifbýlisins. Var mjög myndarlega-
að þessum þætti í rafvæðingu
landsins staðið á næstu árum og
áratugum og eftir á að hyggja
næstum ótrúlegt hversu hratt og
að flestu leyti vel þetta gekk. Áttu
þar margir góðir menn hlut að
máli en verk Jakobs hér að lútandi
má segja að hafí verið að marka
stefnuna og fylgja málum eftir.
Jakob hafði mikla trú á hagkvæmni
stórra rekstrareininga, m.a. í raf-
orkuiðnaðinum. Þannig taldi hann
að raunveruleg „Landsvirkjun" eða
„íslandsvirkjun" væri æskilegasti
kosturinn í raforkuframleiðslunni
þar sem landsmenn allir sætu við
sama borð í þessu efni. Jakob var
mikill áhugamaður um alla þætti
raforkumála landsins og lét sér fátt
óviðkomandi í þvi efni. I starfí sínu
stóð hann alla tíð fyrir miklum og
margvíslegum rannsóknum á orku-
lindum, vatnsorku sem hitaorku,
hvort sem hann bar titilinn raf-
magnseftirlitsstjóri, raforkumála-
stjóri eða orkumálastjori. Hann
hvatti ávallt til skynsamlegrar hag-
nýtingar á þessum landsins gæðum.
Aðrir samferðamenn Jakobs
munu gera þessum þáttum skil nú
að leiðarlokum.
Að lokum votta ég eftirlifandi
eiginkonu hans, frú Sigríði Ás-
mundsdóttur, og fjölskyldu mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðjón Guðmundsson