Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 37 > * Brisbane, Ástralíu. Reuter. LÖGREGLAN í Brisbane í Ástr- alíu birti í gær myndir af konu, sem komst í heldur óhugnan- legt návígi við dauðann fyrir um þremur vikum þegar hún var stödd í banka, sem verið NA VIGIVIÐ DA UÐANN var að ræna. Bankaræninginn, með hettu yfir höfðinu eins og sjá má á myndun- um, beindi hlaupstýfðum riffli að konunni og sneri sér síðan að því að troða peningunum í tösku, sem hann hafði meðferðis. Eittlivað fór þó úrskeiðis hjá ránsmanninum því skyndilega reið skotið af og straukst kúlan rétt við vinstri vanga konunnar. Á annarri mynd- inni sést hvemig kúlan þyrlar upp hárinu en á hinni hefur konan gripið um andlit sér skelfingu lost- in. Það er af ræningjanum af frétta, að hann komst á brott og hefur ekki náðst enn. Suður-Afríka: Kirkj uleiðtogar hunsa andófsbann stiómvalda Höfdaborg. Reuter. Suður-af rískir kirkjuleiðtog- ar, sem andstæðir eru aðskilnað- arstefnu minnihlutastjórnar landsins, hafa heitið að hunsa bann stjómvalda við andófsað- gerðum í þágu þeirra, sem hnepptir hafa verið í fangelsi í skjóli neyðarástandslaganna. Stjómvöld, sem mætt hafa sterkri andstöðu mannréttindasam- taka og blaða, sem gefin eru út á enskri tungu, hafa reynt að gera lítið úr banninu. Fulltrúar stjóm- valda hafa sagt, að ekki hafi verið ætlunin að bannið næði til bæna- samkoma né framboðsfunda vegna kosninga hvíta minnihlutans 6. maí. „Ég mun hvetja söfnuð minn til að taka þátt í friðsamlegri baráttu fyrir lausn þessa fólks, hverjar sem afleiðingarnar verða fyrir mig,“ sagði Desmond Tutu erkibiskup og nóbelsverðlaunahafi við guðsþjón- ustu í Höfðaborg á sunnudag. Kirkjugestirnir, sem flestir voru hvítir, klöppuðu ákaft fyrir Tutu, þegar hann sagðist ætla að fara fram á það við stjórnvöld, að þau létu lausa alla fanga, og spurði fólk- ið, hvort það styddi hann í því. Edward Perkins, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku — sem er blökkumaður — var þung- orðari um stefnu suður-afrískra stjórnvalda en nokkru sinni fyrr og lýsti yfir, að Bandaríkjastjóm mundi halda áfram að mótmæla handtökunum. Mannréttindasamtök halda því fram, að 30.000 manns hafí verið hneppt í fangelsi í landinu, frá því að neyðarástandslögin voru sett í júnímánuði síðstliðnum. Stjómvöld hafa nt fngreint 13.000 fanga, þar á meðal börn undir 11 ára aldri. Samkvæmt banninu, sem stjórn- völd settu nýlega, varðar við lög að skora á fólk að votta föngum virðingu, mótmæla fangelsun aðgerða til að láta í ljós samstöðu þeirra, hvetja til lausnar þeirra eða með þeim. efna til hvers konar táknrænna Söluskattsmálið í Japan: Nakasone fær stuðning frá flokknum Tokyo. Reuter. Stjórnarfiokkurinn í Japan, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vottaði Yasuhiro Nakasone for- sætisráðherra traust sitt með því að ákveða að falla ekki frá hug- myndum hans um söluskatt, sem mælst hefur illa fyrir, og sam- þykkja að afgreiða fjárlög fljót- lega. Ríkisstjórnin og framkvæmda- nefnd Fijálslynda lýðræðisflokksins lýstu yfir stuðningi sínum við þessa ákvörðun. Var hún tekin á fundi átta forystumanna flokksins á sunnudagskvöld eftir umtalsvert fylgistap í sveitarstjómarkosning- unum. Stjórnarandstaðan hefur sagt, að niðurstöður kosninganna spegli óánægju kjósenda með söluskatts- hugmyndir forsætisráðherrans. Skatturinn á að vera þungamiðja í þeirri ráðagerð Nakasones að breyta skattakerfínu og afla ríkinu aukinna tekna. Á tekjuaukinn að gera ríkisstjóminni kleift að örva efnahagslíf landsins án þess að þurfa að treysta á sívaxandi tekjur af útflutningsstarfseminni. Með þessum ráðstöfunum hyggst Naka- sone verða við kröfum viðskipta- landa Japana. Þar sem nýi söluskatturinn er hluti af fjárlagafrumvarpinu, kæmi sér vel fyrir Nakasone, að það hefði hlotið fullnaðarafgreiðslu fyrir Bandaríkjaför hans 29. apríl. Þar ætlar japanski forsætisráðherrann að leggja áherslu á þann ásetning stjórnar sinnar að auka innlenda eftirspum í Japan í því skyni að létta á viðskiptasamkeppninni við Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja, að stjómarflokknum, sem hefur 304 af 512 þingsætum í neðri deild jap- anska þingsins, ætti að vera leikur einn að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn, ef innanflokksetjum væri ekki til að dreifa. Mjög hefur dregið úr vinsældum Nakasones, frá því að hann leiddi flokks sinn til metsigurs í þing- kosningunum fyrir tæpu ári. Vestur-Berlín: Honecker ekki við hátíðahöld Austur-Berlín, Reuter. ERICH Honecker, leiðtogi Aust- ur-Þýskalands, ætlar ekki að vera viðstaddur þegar 750 ára afmæli Berlínar verður fagnað í vesturhluta borgarinnar í sumar, að því er austur-þýsk yfirvöld greindu frá í gær. Vestrænir stjórnarerindrekar í Austur-Berlín hafa haldið því fram að ráðamenn í Moskvu væru andvígir því að Honecker yrði við- staddur af ótta við að það myndi veikja stöðu þeirra í borginni og einnig gagnvart Bretum, Banda- ríkjamönnum og Frökkum, sem ásamt Sovétmönnum gæta þar ör- ýggis. Sovétmenn viðurkenna ekki að Vestur-Berlín sé hluti af Vestur- Þýskalandi og vitna þar í samkomu- lag bandamanna eftir heimsstyij- öldina síðari. Tilkynning FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS OG ÞJÓÐHAGSSTOFNUN í dag miðvikudaginn 15. apríl flytur Pjóðhagsstofnun í nýja Seðlabankahúsið og fær um leið nýtt símanúmer 699500. Nýtt símanúmer Seðlabankans verður frá sama tíma 699500, en bankinn flytur þá að hluta í nýja húsið. Gjaldeyriseftirlit og Ríkisábyrgðasjóður verða um sinn áfram í Austurstræti 14 svo og afgreiðslur bankans í Hafnarstræti 10 og verður tilkynnt um flutning þessara deilda síðar. Nýtt póstfang Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar er: Kalkofnsvegur 1, 150 Reykjavík. 15. apríl 1987 SEÐLABANKI ÍSLANDS ÞJ ÓÐH AGSSTOFNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.