Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
45
Skírdags-
skemmtun
Barðstrend-
ingafélagsins
Skírdagsskemmtun verður
haldin fyrir eldri Barðstrendinga
í Domus Medica við Egilsgötu
fimmtudaginn 16. apríl og hefst
kl. 14.00.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Flestir þeirra 145 nemenda, sem útskrifuðust af námskeiði fyrir fiskvinnslufólk á ísafirði, mættu til að taka við skírteinum sinum ásamt
forráðamönnum fiskvinnslunnar og kennurum á námskeiðinu.
Isafjörður:
Fiskvinnslufólk á skólabekk
145 nemendur útskrifast
ísafirði.
Á þessari skemmtun gefst gott
tækifæri til að hitta gamla kunn-
ingja og sveitunga og rifja upp
gamlar minningar af æskuslóðum.
Guðrún Tómasdóttir söngkona
skemmtir gestum. Ef til vill verður
fleira á dagskrá.
Kvennadeildin, sem hefur veg og
vanda af þessum skemmtunum, vill
þakka þeim fjölmörgu skemmti-
kröftum sem komið hafa fram á
þessum skemmtunum og oftast
gefið vinnu sína.
(Fréttatilkynning)
Frá skírdagsskemmtuninni 1985.
í kjarasamningum sem gerðir
voru í febrúar 1986 var samið um
að starfsfólki í fiskiðnaði gæfist
kostur á námskeiði um fisk-
vinnslu. í október sl. hófst fyrsta
námskeiðið á ísafirði. Um síðustu
mánaðamót lauk námskeiðahald-
inu og föstudaginn 3. apríl voru
145 nemendur útskrifaðir úr skól-
anum á hátíðarsamkomu sem
haldin var í félagsheimilinu í
Hnífsdal.
Skólastjórar voru Einar Ingyars-
son, starfsmaður BEIS, og Óðinn
Baldursson, starfsmaður Alþýðu-
sambands Vestfíarða. Hver þessara
145 nemenda sótti 10 fjögurra
stunda námskeið sem haldin voru í
vinnutíma starfsmanna á kostnað
fyrirtækisins. Auk bóklegs námsefn-
is, sem kennt var í húsakynnum
Vinnuveitendafélags Vestfjarða, var
verkleg kennsla þar sem starfsmenn
voru látnir skoða allar vinnslurásir í
fyrirtækinu. Taka þar til hendi og
fá gagnrýnd störfin. Það voru verk-
stjórar fiskvinnslustöðvanna fjög-
urra: Hraðfrystihússins í Hnífsdal,
Hraðfrystihússins Norðurtanga, ís-
húsfélags Isfirðina og Sunda sem sáu
um þann þátt mála, auk þess sem
þeir skipulögðu þátttökuna í nám-
skeiðunum þannig að vinnsla félli
ekki niður í húsunum.
Tíu námsgreinar
Það sem kennt var á bóklegu nám-
skeiðunum var: Fiskurinn — meðferð
hans og gæði, kennarar Jón Jóhann-
esson og Pétur Geir Helgason.
Vinnuvistfræði (líkamsbeiting) —
Sigurveig Gunnarsdóttir og Steinunn
Ólafsdóttir. Öryggi á vinnustað —
Jóhann Ólafsson. Hreinlæti og gerla-
gróður — Jón Jóhannesson og Pétur
Geir Helgason. Skipuleg starfsþjálf-
un í fiskverkun — Karitas Pálsdóttir
og Pétur Geir Helgason. Kjarasamn-
ingar og lög — Pétur Sigurðsson.
Launakerfi í fískvinnslu — Einar
Ingvarsson og Óðinn Baldursson.
Verkunaraðferðir og vinnslurásir —
Pétur Geir Helgason. Afurðir og
markaðir — Jón Jóhannesson og
Pétur Geir Helgason. Samskipti og
samvinna á vinnustað — Ingþór
Bjamason og Pétur Sigurðsson.
í veglegu kaffisamsæti þegar
prófskírteini voru afhent fluttu ávarp
Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu-
sambands Vestíjarða, og Jón Páll
Halldórsson, formaður Vinnuveiten-
dasambands Vestíjarða.
Nýta tæknina fyrir
alla aðila
Pétur Sigurðsson sagði að tilgang-
urinn með námskeiðinu væri að gera
starfsmenn hæfari til starfa, að þeir
fengju meiri tilfinningu fyrir því sem
væri verið að fást við og til að efla
meðvitund starfsmanna fyrir mikil-
vægi hlutverks þeirra í þjóðlífínu.
Hann sagði að mikilvægt væri að
hafa fólk sem væri st-olt af starfi
sínu og skildi tilgang þess í afkomu
þjóðarinnar.
Þetta er stærsti hópur sem útskrif-
ast hefur í einu lagi úr skóla á
íslandi, sagði Pétur, og bætti við að
kennarar væru ánægðir með útkom-
una og segðu námið hafa einkennst
af áhuga nemenda og fullyrti að
þama hefði ekkert kynslóðabil verið
þrátt fyrir mjög misjafnan aldur þátt-
takenda.
Þá gat hann þess að nemendur
væm víða að, m.a. frá Svíþjóð, Pa-
lestínu og Jamaika.
í framtíðinni verður byggt á fiski
á íslandi eins og hingað til. Miklar
tæknibreytingar verða líklega á
næstu ámm, sagði Pétur, og þá verða
starfsmenn fiskiðnaðarins að vera
tilbúnir til að takast á við hin nýju
vinnubrögð og nýta tæknina til hags-
bóta fyrir alla aðila.
Endurmenntun
nauðsynlegt
Jón Páll Halldórsson sagði að er-
fitt væri oft að sjá hvaða þættir
mörkuðu tímamót þegar þeir gerð-
ust. Tók hann sem dæmi að á árinu
1936 gerðust þrír atburðir á ísafirði.
íshúsfélag Isfirðinga hóf hraðfryst-
ingu fiskafurða fyrst fiskvinnlu-
stöðva við Djúp. Niðursuða
kampalampa hófst og stofnað var
félag matvömkaupmanna. Aðeins
stofnun kaupmannafélagsins var þó
skráð á spjöld sögunnar. Hin tvö
atriðin ollu nánast byltingu í atvinnu-
sögu ísfirðinga og reyndar vom
þama að gerast hlutir sem áttu eftir
að breyta allri afkomu þjóðarinnar.
Þá vom 40% af útflutningi þjóðarinn-
ar saltfískur, 16% ísfískur og 1%
freðfiskur. í dag em 54% af útflutn-
ingnum freðfiskur, 19% saltfiskurog
8% ísfiskur.
Kampalampinn sem áður var talað
um er nú í daglegu tali kallaður
rækja, en upphaf rækjuveiða á ís-
landi vom einmitt á Isafirði og fyrstu
áratugina var hún einungis veidd í
Isafjarðardjúpi, en er nú veidd hring-
inn í kringum landið og veitir
hundruðum manna atvinnu.
Námskeiðin marka
tímamót
Jón Páll sagðist vera sannfærður
um að námskeið þau sem nú væm
í gangi fyrir fiskvinnslufólk ættu
eftir að marka tímamót í atvinnusögu
okkar. Breytingar á atvinnuháttum
kalla sífellt á endurmenntun og það
væri hættulegur misskilningur að
halda að þetta eigi aðeins við þá sem
starfa við tölvur.
íslendingar munu auka vinnslu
fiskafurða á komandi ámm, það mun
kalla á meiri sérhæfingu og breytt
vinnubrögð og er skólinn m.a. til
þess að undirbúa það.
Þá benti Jón Páll á það, að ótti
fólks við útflutning á ferskum fiski
væri ástæðulaus. A sl. 50 ámm hef-
ur hlutdeild ísvarins fisks í útflutn-
ingi okkar lækkað úr 16% í 8%. Það
væri aðeins eðlilegur liður í útflutn-
ingi þjóðarinnar, að hluti aflans færi
úr landi óunninn.
Menn voru í
hátíðarskapi
Einar Ingvarsson skólastjóri las
upp nöfn þátttakenda og verkstjórar
húsanna afhentu nemendum inn-
rammað skírteini um þátttöku í
námskeiðinu, en auk þekkingarinnar
gefur námskeiðið um 1.500 króna
launahækkun á mánuði miðað við
fulla dagvinnu. Mjög góð stemmning
var í salnum og klappað fyrir mörg-
um vinnufélögum, mesta klappið
fékk þó Magnús Amórsson, starfs-
maður íshúsfélags ísfirðinga, þegar
hann fór í hljóðnemann eftir að veitt
skírteini sínu viðtöku og hvatti menn
til að skella upp balli. Hann sagði
að nóg af músíköntum væru á staðn-
um vildi fá Pétur Geir Helgason, einn
af kennurunum, til að stofna hljóm-
sveitina og að Lára Veturliðadóttir,
þekkt gamanvlsnasöngkona frá fyrri
árum, syngi gamanvísur.
Af því varð þó ekki, enda margir
e.t.v. orðnir þreyttir eftir erfiða
vinnuviku og hvíldinni fe'gnir. Þó er
Kklegt að yngra fólkið haldi upp á
daginn með eitthvað lengra sam-
komuhaldi.
— Úlfar
Dagsbrún krefst endurskoðunar samninga:
Opinberir starfsmenn fá
10-12% umfram verkafólk
HÉR fer á eftir í heild greinargerð verkamannafélagsins Dags-
brúnar með bréf i til vinnu veitenda, þar sem kraf ist er endurskoðun-
ar á gildandi samningum, en það var samþykkt á fundi stjómar
félagsins á föstudaginn var.
„Þegar kjarasamningar Dags-
brúnar og VSÍ voru gerðir þann
11. janúar sl. var ein megin for-
senda þeirra sú að ná fram eins
miklum launahækkunum og fram-
ast var kostur, án þess að sprengja
af sér verðlags- og gengisforsend-
ur stöðugs efnahagslífs. Dagsbrún
taldi sér ekki hag í því að knýja
fram með verkfalli launahækkanir
sem ekki væri hægt að borga nema
með hækkun á verðlagi eða skött-
um eða gengislækkun. Slíkar
launahækkanir væru hefndargjöf
þegar til lengdar léti. VSÍ var
þessu í meginatriðum sammála og
var reynt að reikna út kostnaðar-
þol atvinnuveganna, kaupmáttar-
stig og væntanlega verðlagsþróun.
Við samningagerð ASÍ/VSI-VMS
og síðan Dagsbrúnar/VSÍ-VMS
var fallist sameiginlega á forsend-
ur sem innsiglað var með uppá-
skrift ríkisstjómar íslands. Þær
forsendur voru tengdar ákveðnu
framleiðni- og skipulagsstigi at-
vinnuveganna, en hvort tveggja
má bæta stórlega með meiri hag-
kvæmni og betra skipulagi. Talið
var frá upphafi að ASÍ/VSÍ-VMS-
samningamir hafi jafngilt um 3%
kostnaðaríþyngingu atvinnuveg-
anna. Eftir að þeir komu til
framkvæmda var þó sýnilegt að
þetta var ofmat, því launaskriðið
í lægstu flokkunum hafði verið
meira en menn ætluðu í fyrstu. í
samningi Dagsbrúnar og VSÍ/
VMS var reynt að stoppa í göt og
fylla í þær eyður sem myndast
höfðu svo og að taka tillit til sérað-
stæðna félagsins. Erfítt er að meta
hve heildarhækkun taxta félagsins
var mikil en við teljum að hún
hafi verið á bilinu 8—12% á árinu
1987, þó misjöfn eftir greinum,
og eru þá áfangahækkanir ASÍ-
samningsins meðtaldar.
Að undanförnu hafa fjármála-
ráðherra og sveitarfélög gert
kjarasamninga við félög opinberra
starfsmanna, sem hafa falið í sér
launahækkanir á einu ári á bilinu
20—35%. Það eru hækkanir sem
hafa í för með sér allt annars kon-
ar kostnaðaríþyngingu fyrir at-
vinnuvegina en samningar
Dagsbrúnar. Það er líka ljóst að
þessar hækkanir eru langtum
hærri en þær forsendur leyfðu sem
gengið var út frá við gerð samn-
inga Dagsbrúnar og VSÍ. Munur-
inn er það mikill að hann virðist
jafngilda 10—12% launamun opin-
berum starfsmönnum í hag
umfram ófaglært verkafólk. Þar
við bætist að allar almennar launa-
hækkanir sem verkafólk kann að
ná fram á árinu 1988, koma nán-
ast sjálfkrafa til framkvæmda hjá
opinberum starfsmönnum. Lau-
namunurinn verður því ekki leið-
réttur á næsta ári. Við þetta verður
að sjálfsögðu ekki unað. Ekkert
er eðlilegra í breytilegu þjóðfélagi
en að einstaka starfshópar og
stéttir þurfi eitthvað mismiklar
launahækkanir. Það er líka fagn-
aðarefni ef ríkissjóður og sjóðir
sveitarfélaga geta tekið á sig svo
miklar kauphækkanir, án þess að
hækka skatta eða aðrar tekjur.
Því miður virðist staða ríkissjóðs
vera afar veik eftir tveggja ára
hallarekstur og þriðja árið að bæt-
ast við. Því er erfitt að koma auga
á þá varasjóði sem hægt er að
ganga í til að greiða þessi auknu
útgjöld. Kannski fjármálaráðherra
ætli að borga þessa reikninga með
erlendum lánum, nema svo ólíklega
vilji til að hækka eigi skatta að
kosningum loknum? Hvort tveggja
þurfa Dagsbrúnarmenn að borga
og því krefjast þeir hærri launa.
Annaðhvort höfðum við gengið út
frá röngum forsendum og hljótum
því að krefjast leiðréttingar þar á
eða að sameiginlegar forsendur
eru brostnar og það kallar einnig
á endurskoðun, því við ætlum okk-
ur ekki að borga þennan brúsa
einir. Hvað sem öðrum fullyrðing-
um líður standa atvinnuvegimir
mun bétur að vígi fjárhagslega en
ríkissjóður.
Á haustmánuðum 1984 reyndu
VMSÍ/VSÍ að finna lausn á kaup-
máttarvanda láglaunafólks, með
aðgerðum sem ekki þurftu endi-
lega að hafa í för með sér miklar
og almennar kauphækkanir. Hefð-
bundnar leiðir hárra kauphækkana
hefðu við þáverandi aðstæður virk-
að eins og olía á verðbólgubálið.
Því miður mistókst sú tilraun.
Aðilar hins opinbera launakerfís
sömdu um 22—24% kauphækkun.
Samningar ASÍ/VSÍ-VMS sem
komu í kjölfarið fólu í sér sömu
kauphækkanir. Þetta leiddi til um
50% verðbólgu á næstu mánuðum
með gengisfellingu og öðrum gam-
alkunnum eftirköstum. Á eftir
stóðu allir fátækari. Með febrúar-
samningunum 1986 og síðan
des./jan. ’87-samningum ASÍ-
félaganna var reynd ný leið út úr
ógöngunum, leið sem virtist vera
að heppnast þegar saman fór
kaupmáttarbati og lækkandi verð-
bólga í stöðugu atvinnuástandi.
Nú í annað sinn á tæpum þrem-
ur árum virðast samningar ríkis-
valdsins sprengja forsendur
almennrar samningagerðar verka-
lýðsfélaga láglaunafólks. Við
stöndum því frammi fyrir því, að
samningsaðilar í hinu opinbera
launakerfi móta allt aðra og mun
hærri launastefnu en samningsað-
ilar á almennum vinnumarkaði.
Það er einnig ljóst að við getum
ekki búið við tvær launastefnur í
landinu annars vegar hjá hinu op-
inbera og hins vegar á almennum
markaði. Hærri launastefnan hlýt-
ur að mega sín meira þrátt fyrir
óvissar afleiðingar.
Verkamannafélagið Dagsbrún
mun ekki una þessu misgengi á
launamarkaði og fer því fram á
tafarlausar viðræður við VSÍ/VMS
um hækkun á launalið samning-
anna og komi þær hækkanir til
framkvæmda á núverandi samn-
ingstíma.“