Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 77 Morgunblaöiö/Einar Falur • „Hér kemur hann, maður mótsins, stigahæstur, hrikalegur, hrikalegur....*1 Setningar á borð við þess- ar heyrðust ósjaldan á kraftlyftingamótinu þegar Magnús Ver Magnússon var á sviðinu. íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum: íslandsmet Körfubolti: Þau eru best Á lokahófi körfuknattleiks- manna sem haldið var um helgina voru veitt mörg verð- laun eins og við sögðum frá í gær. Hér á eftir fer listi yfir þá körfuboltamenn sem urðu í þremur efstu sætunum í því sem veitt voru verlaun fyrir. Úrvalsdeild Besti leikmaður: 1. Pálmar Sigurðsson, Haukum 2. Guðni Guðnason, KR 3. Valur Ingimundarson, UMFN Besti nýliði: 1. Falur Harðarsson, ÍBK 2. Svali Björgvinsson, ÍBK 3. Tryggvi Jónsson, Haukum Besti varnarmaður: 1. Tómas Holton, Val 2. ísak Tómasson, UMFN 3. Henning Henningss, Haukum Prúðasti leikmaður: 1. Guðni Guðnason, KR 2. Tómas Holton, Val 3. Auðunn Elíasson, Fram Stigahæsti leikmaður: 1. Pálmar Sigurðsson, 499 2. Guðni Guðnason, 453 3. Valur Ingimundarson, 414 Besta vítahittni: 1. Pálmar Sigurðsson, Haukum 99/82, 82.83% 2. Gylfi Þorkelsson, ÍBK 57/44, 77.19% 3. Kristinn Einarsson, UMFN 48/36, 75,00% Flestar 3-stiga körfur: 1. Pálmar Sigurðsson, 77 2. Guðjón Skúlason, 36 3. Valur Ingimundarson, 27 Besti dómarinn: 1. Kristbjörn Albertsson. 2. Kristinn Albertsson. 3. Jón Otti Ólafsson Mestar framfarir hjá dómara: 1. Ómar Scheving 2-3 Kristinn Albertsson 2-3 Kristbjörn Albertsson. 1. deild kvenna: Besti leikmaður: 1. Linda Jónsdóttir, KR 2. Anna M. Sveinsdóttir, ÍBK 3. Marta Guömundsd., UMFG Stigahæsti leikmaður: 1. Linda Jónsdóttir, 404 2. Anna M. Sveinsdóttir, 251 3. Marta Guðmundsdóttir, 236 Besta vítahittni: 1. Anna M. Sveinsdóttir, ÍBK 62/39, 62.90% 2. Linda Jónsdóttir, KR 79/49, 62.03% 3. Sóley Indriöadóttir, Haukum 139/86, 61.67% Firma- keppni í tennis TENNISDEILD ÍK gengst fyrir firmakeppni í tennis um páskana. Keppt verður í einliða- og tvíliða- leik og leikið verður með forgjöf þannig að búast má við jafnri og spennandi keppni. Leikið verður í Digranesi og hefst mótið á morgun, því verður siðan fram haldið á laugardaginn og klárað á mánudaginn. Spörtumótið: KR-ingar sigursælir KR-INGAR voru sigursælir á Spörtumótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Keppt var í meistaraflokkum karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna og 2. flokki karla. KR-ingar unnu í öllum flokkum. I meistaraflokki karla vann Jó- hannes Hauksson Tómas Sölva- son 21:17 og 21:16 og þeir Hilmar Konráðsson úr Vikingi og Örn Fransson úr KR urðu jafnir í þriðja sæti. Hjá konunum vann Elísabet Ól- afsdóttir úr KR Fjólu Lárusdóttur úr UMSB 21:16 í tveimur lotum og Elín Eva Grímsdóttir varð þriðja. Valdimar Hannesson vann 1. flokk karla eftir mikla baráttu við Davíð Pálsson úr Erninum. Valdi- mar vann 27:25 og 21:15. Anna Þórðardóttir vann 1. flokk kvenna, sigraði Ásdisi Smáradóttur úr Víkingi í úrslitaleik 21:14 og 21:17. Snorri Briem vann Sigurð Bolla- son í úrlsitaleiknum í 2. flokki karla. „ÉG átt allt eins von á að bæta mig þetta mikið, var búinn að setja stefnuna á það takmark," sagði Magnús Ver Magnússon, kraftlyftingamaðurinn frá Seyðis- firði, sem á mótinu skipaði sér i hóp stigahæstu íslensku lyftinga- manna með 3. besta árangur íslendings frá upphafi. Magnús, sem nú er búsettur í Reykjavík, byrjaði að æfa lyftingar á heima- slóðunum 19 ára gamall, þá 88 kg að þyngd. Nú, um sex árum Ellefu ÞAÐ voru lítil 12.782,5 kíló sem 27 keppendur á íslandsmeistara- mótinu í kraftlyftingum lyftu á sviðinu í Bæjarbíói i Hafnarfirði á laugardag og voru 11 íslandsmet sett, auk tveggja íslandsmeta í unglingaflokki. Maður mótsins var að samdóma áliti viðstaddra Magnús Ver Magnússon. Hann keppti í 125 kg flokki og bætti sig um 100 kg samanlagt frá síöasta móti, með 915 kg nú, en hann lyfti síðar mætti hann til leiks 120,7 kg að þyngd og sigraði eftirminni- lega í 125 kg flokki. „Mér þykir mjög vænt um þenn- an árangur, því þetta var fremur erfitt mót, sérstaklega af því að það gekk mjög hratt fyrir sig og lítill tími gafst til að hita upp á milli greina," sagði Magnús. Hann kvaðst ekki ætla að lofa 100 kg árangri í hverju móti, en hann stefnir á að keppa næst í desem- ber hér og taka þátt í Víkingaleik- unum í millitíðinni. 215 kg í bekkpressu, 335 í rétt- stöðulyftu og 365,5 i hnébeygju. Tók þar með íslandsmetið af Jóni Páli Sigmarssyni og bætti það um hálft kíló. Þess má geta að heims- meistarinn í kraftlyftingum ungl- inga, Torfi Ólafsson tók ekki þátt i mótinu. Auk Magnúsar sigruðu í sínum flokkum á mótinu þeir, Aðalsteinn Kjartansson í 67,5 kg flokki með 395 kg samanlagt, þar af 145 í hnébeygju, 65 í bekkpressu og 185 í réttstöðulyftu. í 75 kg flokki sigr- aði Már Óskarsson með 530 samanlagt, þar af 200 kg í hné- beygju, 110 í bekkpressu og 220 í réttstöðulyftu. Jón Gunnarsson sigraði í 82 kg flokki, lyfti 730 kg samanlagt, 295 í hnébeygju, 155 í bekkpressu og 280 í réttstöðu- lyftu, en annar í sama flokki varð Bárður Ólsen, sem einnig setti tvö íslandsmet unglinga, lyfti 260 kg í réttstööulyftu og setti einnig met í samanlögðu, með 627,5 kg. . Halidór Eyþórsson sigraði svo í 90 kg flokki með 750 kg sa- malagt, 310,5 kg í hnébeygju sem er nýtt íslandsmet, 157,5 í bekk- pressu og 282,2 í réttstöðulyftu. i 100 kg flokki sigraði svo Gunnar Hreinsson, lyfti 730 kg samanlagt, þar af 280 í hnébeygju, 160 í bekk- pressu og 290 í réttstöðulyftu. I kvennaflokki sigraði Sjöfn Jóns- dóttir í 52 kg flokki, lyfti 100 kg í hnébeygju, sem er íslandsmet, 47.5 kg í bekkpressu og 105 i rétt- stöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 257.5 kg og bætti þar með eigið íslandsmet. Unnur Sigurjónsdóttir sigraði í 56 kg flokki með 230 kg samanlagt, lyfti 80 kg í hnébeygju, 50 í bekkpressu, sem er íslands- met og 100 í réttstöðulyftu. Nína Óskarsdóttir sigraði í 60 kg flokki, lyfti 100 kg í hnébeygju, 60 í bekk- pressu, sem er íslandsmet og 140 í réttstöðulyftu, sem er einnig ís- landsmet, samanlagt 300 kg. I 67.5 kg flokki sigraði Sigurbjörg Kjartansdóttir með 367 kg saman- lagt. Hún bætti eigið íslandsmet í hnébeygju, lyfti 135 kg, setti ís- landsmet í bekkpressu með 85 kg og lyfti 145 i réttstöðulyftu, sem er jöfnun á íslandsmeti Elín Ragnarsdóttir sigraði svo í 75 kg flokki, lyfti 360 kg samanlagt,^ 130 í hnébeygju, 70 í bekkpressu' og 160 í réttstööulyftu, sem er enn eitt íslandsmet kraftlyftingakvenn- anna. Magnús Ver Magnússon: Maður mótsins Skíðamót íslands 1987 Dagskrá mótsins: Miðvikudagur 15. apríl Kl. 18.00 fararstjórafundur. Kl. 21.00 mótið sett. Fimmtudagur 16. apríl Kl. 11.00 stórsvig karla fyrri ferð. Kl. 12.00 stórsvig kvenna fyrri ferð. Kl. 13.00 stórsvig karla seinni ferð. Kl. 14.00 stórsvig kvenna seinni ferð. Kl. 11.00 5 km ganga stúlkna 16 ára og eldri. Frjáls aðferð. Kl. 11.00 10 km ganga pilta 17—19 ára. Frjáls aðferð. Kl. 12.00 15 km ganga karla 20 ára og eldri. Frjáls aöferð Föstudagur 17. aprí) Kl. 11.00 boðganga kvenna 3x5 km. Frjáls aðferð. Kl. 11.00 boöganga karla 3x10 km. Frjáls aðferð. Laugardagur 18. apríl Kl. 11.00 svig kvenna, fyrri ferð. Kl. 12.00 svig karla, fyrri ferð. Kl. 13.30 svig kvenna, seinni ferð. Kl. 14.30 svig karla, seinni ferð. Kl. 11.00 skíðastökk. Kl. 14.00 10 km ganga, norræn tvíkeppni (frjáls aðferð) Sunnudagur19. aprfl Kl. 11.00 samhliðasvig kvenna. Kl. 13.00 samhliðasvig karla. Kl. 11.00 7,5 km ganga, stúlkur 16 ára og eldri. Hefðbundin aðferð. Kl. 11.00 15 km ganga, piltar 17—19 ára. Heföbundin aðferð. Kl. 12.30 30 km ganga, karlar 20 ára og eldri. Hefðbundin aðferð. Fararstjórafundir verða alla mótsdagana kl. 18.00. Skíðaþing verð- ur haldið föstudaginn 17. aþríl. Skíðamót Islands sett í kvöld Frá Val Jónatanssynl, blaöamanni á isafirði SKÍÐAMÓT íslands verður sett með viðhöfn á ísafirði f kvöld. Keppni hefst síðan á Seljalands- dal á morgun og lýkur á páska- dag. Um þúsund gestir eru komnir til ísafjarðar annaðhvort til að fylgjast með mótinu eða til að heimsækja vini og vandamenn og eyða páskleyfinu á skíðum í faðmi fjalla biárra. Skíðamót íslands veröur sett með lúðrablæstri, söng og flug- eldasýningu í miðbæ ísafjarðar, Silfurtorgi, í kvöld kl. 21. Þar mun lúðrasveit Tónlistarskólans leika, Óli M. Lúðvíksson, mótsstjóri, flyt- ur ávarp, Karlakór ísafjarðar og Karlakórinn Ægir úr Bolungarvík syngja. Forseti bæjarstjórnar, Kristján Jónasson, setur mótið og síðan verður flugeldasýning. Keppendur eru um 70 og eru frá Akureyri, Dalvik, Ólafsfirði, Reykjavík, Siglufirði og ísafirði. Síðast var Skíðamót íslands haldið á ísafirði fyrir fjórum árum. Undirbúningur heimamanna hefur staðið síðan í ncvember. Um sjötíu manna starfslið mun sjá um að ekkert bregði útaf á Seljalands- dal mótsdagana. Mjög góð að- staða er fyrir keppendur og áhorfendur á „Dalnum" og ekki mun væsa um þá sem vilja fylgjast með mótinu. Allt okkar besta skíðafólk mætir til leiks. Þar á meðal verða göngu- mennirnir Einar Ólafsson, sem dvalið hefur í Svíþjóð í vetur, og Haukur Eiriksson frá Akureyri sem einnig hefur dvalið erlendis. Spennandi verður að fylgjast með keppni þessara göngumanna því þeir hafa ekki mæst í keppni fyrr í vetur. í alpagreinum verða þeir Daníel Hilmarsson, Dalvík, Akureyring- arnir Guðmundur Sigurjónsson og Valdimar Valdimarsson, Guð- mundur Jóhannsson, ísafirði, og Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, að teljast sigurstranglegastir. Ungu mennirnir, Ólafur Sigurðs- son, ísafirði, og Vilhelm Þorsteins- son, Akureyri, gætu einnig blandað sér í baráttuna. í kvennaflokki eru landsliðskon- urnar Guðrún H. Kristjánsdóttir, Bryndís Ýr Viggósdóttir og Anna María Malmqvist sigurstrangleg- astar. Ingigerður Júlíusdóttir, Dalvík, og Ásta Halldórsdóttir, ísafirði, gætu veitt þeim harða keppni. Mótsstjórn Skíðalandsmótsins skipa Óli M. Lúövíksson, sem jafn- framt er mótsstjóri, Arnór Jóna- tansson, Björn Helgason, Gylfi Guðmundsson og Halldór Mar- geirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.