Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 • Það var röskleg tekið á í hiaupinu, jafnt hjá þeim yngri sem þeim eldri. Morgunblaðið/SigurðurJonsson Víðavangshlaup íslands: Már Hermannsson og Hulda B. Pálsdóttir unnu Setfossi. MÁR Hermannsson frá Keflavík og Hulda Björk Pálsdóttir, Ár- manni, sigruðu i Víðavangshlaupi íslands sem fram fór á Brautar- -^►holti á Skeiðum á sunnudag. Skráðir keppendur voru 230, af þeim hlupu 170. Már hafði um- talsverða yfirburði í hlaupinu og var langt á undan næsta manni, Ágústi Þorsteinssyni, UMSB. Huida Björk þurfti að hafa meira fyrir sínum sigri því Steinunn Jónsdóttir, Ármanni, veitti henni harða keppni og leiddi hlaupið þar til í lokin að Hulda Björk náði yfirhöndinni. HSK sigraði í sveita- keppni í 5 flokkum af sjö, ÍR i einum flokki og USVH í einum. Brautin í hlaupinu var mjög erfið og er þá vægt til orða tekið. Hlaup- ararnir óðu blautt túnið, sem hlaupið var eftir, í ökkla og þar sem mesta vilpan var komust þeir í kálfa í drullu. Már, sigurvegari í karlaflokki, hafði þau orð að þetta hefði ekki reynt neitt á lungun, meira á fæturna. Keppni í yngri flokkunum var ekki síðri en keppni þeirra eldri. Krakkarnir létu það ekkert á sig fá þótt túnið væri blautt og þungt, það var bara látið vaða í pollana og gusurnar gengu yfir næstu hlaupara. Einn keppendanna, Orri Pétursson, Aftureldingu, var svo " >óheppinn að missa af sér annan skóinn í miðju hlaupi. Hann lét það ekki á sig fá heldur hljóp áfram á sokknum og náði öðru sæti í sínum flokki. Áhorfendur, sem sáu hvað gerðist, tóku skóinní sína vörslu og skiluðu til Orra í lokin. í kvennaflokki leiddi Steinunn Jónsdóttir, Ármanni, hlaupið mest- alla leiðina, en Hulda Björk Páls- dóttir úr sama félagi fylgdi henni eftir og sigraði með öflugum enda- spretti. Þessar tvær höfðu yfir- burði. Guðrún Erla Gísladóttir, HSK, varð þriðja og hljóp vel. Hún hélt þriðja sætinu allt hlaupið þrátt fyrir að sótt væri að henni. Þeir Ágúst Þorsteinsson, UMSB, og Jóhann Ingibergsson, FH, háðu harða keppni um annað sætið í karlaflokki, en Ágúst var sterkari þegar leið á hlaupið og náði að tryggja sér annað sætið. Hlaupið var heldur tilþrifalítið vegna færðar nema þegar kepp- endur óðu elginn forugir upp á mið læri. Nokkuð var um að menn hreinlega gæfust upp í brautinni og voru sumir býsna framlágir i lokin. — Sig. Jóns. KR stúkan rís hratt STÚKAN á KR-svæðinu er langt komin. í siðustu viku voru veg- geiningar reistar og þverbitar lagðir og að sögn Guðmundar Péturssonar, formanns hús- stjórnar og bygginganefndar KR, gengur byggingin samkvæmt áætlun, en stefnt er að því að stúkan verði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik KR í 1. deild í lok maí. Eftir á að leggja gólfeiningar í stúkuna og síðan verður salernis- aðstöðu komið upp. „Þetta er fjárfrekt fyrirtæki og fyrst verðum við að ná endum saman varðandi fyrsta hlutann áður en við hugum að öðru,“ sagði Guðmundur. Fjáröflun hefur annars gengið vel. Velviljuð fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum, félagsmenn greiða reglulega í sjóðinn og auk þess fékk KR styrk frá Reykjavíkurborg. En herslumuninn vantar og því ætla KR-ingar að halda sérstakan stúkufund síðasta vetrardag, mið- vikudaginn 22. apríl, og hefst hann á Hótel Sögu klukkan 20 og eru allir velkomnir. 1X2 •o iö (0 -Q c 3 O) O 5 > o Timinn c c 1 'a Dagur Ríkisútvarpið Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — Everton 2 2 2 2 2 X 2 2 2 2 2 — 0 1 10 Leicester — West Ham X 1 1 1 2 2 1 1 X 1 X — 6 3 2 Liverpool — Nott'm Forest 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — 11 0 0 Luton — Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — n 0 0 Man. City — Watford X X X 1 2 1 X 2 1 X 2 ■ 3 5 3 Newcastle — Man. United X X X 1 2 X 2 X X X 2 — 1 7 3 Norwich — Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — 11 0 0 QPR — Chelsea 2 1 1 X 1 1 1 2 X 2 X — 5 3 3 Wimbledon — Arsenal 2 X 1 2 2 X 2 X X 2 X — 1 5 5 Leeds — Ip&wich 1 1 1 1 X 1 1 1 X 1 X — 8 3 0 Reading — Portsmouth 2 2 1 2 1 2 2 X 2 2 X — 2 2 7 Sheff. United — Oidham X 1 X 2 X 1 1 X X X X — 3 7 1 Þorvaldur varð í þriðja sæti ÞORVALDUR B. Rögnvaldsson varð í þriðja sæti á Norðurlanda- mótinu í ólympískum lyftingum sem fram fór í Svíðþjóð um helg- ina. Þrfr íslendingar tóku þátt í mótinu og náði Þorvaldur bestum árangri. í 67,5 kg flokki snaraði Þorvald- ur 80 kílóum og jafnhattaði 110 og lyfti því samanlagt 190 kílóum sem dugði honum í þriðja sætið. Haraldur Ólafsson varð fimmti í 82,5 kg flokki, snaraði 125 kg og jafnhattaði 162,5 og fékk því sam- anlagt 287,5 kg. Haraldur var óheppinn því keppa átti í þessum flokki á sunnudaginn en móts- haldarar færðu keppnina fram um einn dag án þess að Haraldur fengi nokkuð um það að vita. Hann kom því á hlaupum til keppninnar og náði ekki að sýna sitt besta. Birgir Þór Borgþórsson keppti í 110 kg flokki og varð fjórði þar. Snaraði 140 kíló og jafnhattaði 182,5, eða samtals 322,5. Hann reyndi við 190 kg í jafnhöttun en mistóks og varð því að sætta sig við fjórða sætið. • Það er keppt í ýmsu á Tommahamborgarmótinu í Eyjum. Fót- boltinn er auðvitað efstur á blaði en einnig er keppt í að snæða hamborgara eins hratt og hægt er og mörgu fleiru. Styttist í Tommamótið í Eyjum STÓRMÓT Knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum og Tommaborgara fyrir 6.flokk verð- ur haldið i Vestmannaeyjum 24. til 29. júní í sumar. Þetta verður fjórða árið í röð sem Tommamót- ið er haldið og hefur það notið gífurlegra vinsælda meðal yngstu knattspyrnumannanna og hefur orðið að takmarka þátttöku liða. Mótið í sumar verður með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Knatt- spyrnumót úti og inni, skoðunar- farðir á sjó og landi, kvöldvökur, knattþrautir og margt fleira skemmtilegt. Eins og undanfarin ár verður óhjákvæmilegt annað en takmarka fjölda þeirra liða sem komast að i ár. Félögum er því bent á að taka nú fljótt við sér og tilkynna þátt- töku í síma 98-1754 (Lárus) sem allra fyrst. Sjóður stof naður til styrktar landsliðsfólki Grindavík. NÝLEGA stofnuðu eigendur tíu fiskvinnslustöðva sjóð til styrktar íþróttafólki innan Ungmennafé- lags Grindavíkur, sem valið er i landslið innan sinnar íþróttar til keppni erlendis. I sjóðnum eru eitt hundrað þús- und krónur. Eftirtaldin fyrirtæki eru aðilar að þessum sjóði: Fiskanes hf., Gjögur hf., Gullvík hf., Hrað- frystihús Grindavíkur hf., Hrað- frystihús Þórkötlustaða hf., Hópsnes hf., Hóp hf., Hælsvík sf., Mölvík sf. og Þorbjörn hf. Helsta ástæðan fyrir stofnun þessa sjóðs er sú staðreynd að val á Grindvíkingum í landslið, einkum í körfuknattleik, hefur auk- ist til muna. Ungmennin, sem verða fyrir valinu, verða að fjár- magna þessar ferðir sjálf og beinist fjáröflunin í fyrirtækin eftir styrk. Forráðamönnum fyrirtækj- anna þykja þessar heimsóknir hvimleiðar í bland með öðru fjáröfl- unarkvabbi ýmissa aðila og stofn- ana í þjóðfélaginu, sem rignir yfir fyrirtækin. Með þessari sjóða- stofnun vilja þeir taka íþróttafólkið út úr sérstaklega svo það líði ekki fyrir fjáröflunarkvabbið í öðrum aðilum. Upp úr áramótunum samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur samskon- ar fyrirkomulag varðandi styrk frá bænum í sama tilgangi og hefur þetta nýja fyrirkomulag þegar mælst vel fyrir og komið íþrótta- fólkinu til góða. Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.