Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Samþykktin hafði
ekkert með atkvæða-
greiðsluna að gera
- segir Davíð Oddsson, borgarstjóri
Vagnstjórar hjá SVR hættu akstri ígærkvöldi
VAGNSTJÓRAR hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur hættu akstri kl. 21.00 í gær-
kvöldi og efndu til almenns fundar vagnstjóra
vegna samþykktar borgarstjórnar í gær um
launahækkanir til handa kvennastéttum um-
fram það sem kveðið var á um í samningi.
Þá samþykktu brunaverðir í Reykjavík
álytkun, þar sem skorað var á borgarstarfs-
menn að fella samningana.
Onnur myndin var tekin á fundi vagnstjóra
í gærkvöldi í mötuneytinu á Kirkjusandi og á
meðan stóðu strætisvagnar hreyfingalausir.
Atkvæðagreiðsla Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar:
Talningu frestað vegna
vinnubragða borgarráðs
Starfsmannafélaginu hefur ekki í annan tíma verið sýnd
önnur eins lítilsvirðing, segir formaður Starfsmannafélagsins
„SAMÞYKKT borgarráðs í gær
kemur atkvæðagreiðslu Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
ekkert við. Þessi samþykkt borg-
arráðs gat ekki haft áhrif á
atkvæðagreiðsluna til eða frá
enda þetta ekki gert af okkar
hálfu til þess að skipta okkur af
henni,“ sagði Davíð Oddsson,
borgarstjóri, í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
Hann sagði að borgarráð hefði
verið að ganga frá samningnum að
sínu leyti í gær enda hefði hann
ekki komið til afgreiðslu þess fyrr.
„Borgarstjóm gerði samþykkt fyrir
löngu síðan um að taka bæri tillit
til kvennastétta og erum við ein-
faldlega að fylgja eftir þeirri
samþykkt. Öll laun mega gjarnan
vera hærri, en ef ætlunin er að taka
tillit til kvennastétta, eins og verið
er sífellt að tala um, verða menn
að una því. Ef, aftur á móti, þær
Hag’virki:
Byggir skrif-
stofu- og versl-
unarhúsnæði
við Hverfisgötu
HAGVIRKI hf. í Hafnarfirði festi
nýveríð kaup á lóðinni skáhallt á
móti Þjóðleikhúsinu við Hverfis-
götu, en á henni eru nú bílastæði.
Hyggjast forráðamenn Hagvirkis
hefja þar byggingaframkvæmdir
strax í haust, en nú er unnið að
hönnun og teikningum.
Að sögn Jóhanns Bergþórssonar
forstjóra Hagvirkis er verið að teikna
um 3.400 fermetra skrifstofu og
verslunarhúsnæði á lóðinni. Bíla-
geymsla á að verða undir öllu húsinu
ennfremur að hluta á fyrstu hæð-
inni. Lóðin var í eigu Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis. Jóhann
kvaðst ekki geta gefíð upp kaup-
verðið.
„ÞETTA bréf breytir eingu,“
sagði Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra, en honum hefur
boríst bréf frá Jóni Magnússyni
hdl. þar sem óskað er eftir upp-
lýsingum um lánveitingar úr sjóði
sem fjármálaráðherra ræður
yfir, til Hallvarðs Einvarðssonar
ríkissaksóknara. „Ég lýsti þeirri
skoðun minni í gær að ekki værí
tilefni til að birta neina nafna-
lista. Fjárhagsmálefni einstakl-
inga eru friðhelg nema þau bijóti
í bága við lög og það er ekki
fyrir hendi. Þess vegna stendur
þessi ákvörðun mín óhögguð."
„Ég hef verið í veikindafríi þessa
daganna og þekki því ekki efni þessa
bréfs,“ sagði Hallvarður Einvarðs-
son ríkissaksóknari þegar bréf Jóns
Magnússonar hdl. til fjármálaráð-
herra var borið undir hann. „Þetta
erindi er stílað til fjármálaráðherra
og ætli hann svari því ekki. Ég get
ekki séð hvernig þessi mál tengjast
nema verið sé reyna að gera störf
mín tortryggileg í einhveijum óljós-
um samböndum."
Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði
að Hallvarður Einvarðsson hefði
hækkanir sem kvennastéttirnar fá,
eiga að ganga yfir alla, þá sitja
allir við sama borð eftir sem áður,“
sagði Davíð.
Borgarráð:
Fóstrur og
þroskaþjálfar
hækkaumtvo
launaflokka
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær tillögu Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra um að hækka
laun fóstra og þroskaþjálfa um
tvo launaflokka frá 1. maí næst-
komandi og að hækka laun
gæslukvenna á leikvöllum um
einn launaflokk frá sama tíma.
Tillagan var borin upp með hlið-
sjón af samþykkt borgarstjórnar
um að sérstakt tillit verði tekið til
kvennastarfa við samningagerð við
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar. Samþykkt tillögunnar er
bundin við, að heildarsamningur við
Starfsmannafélagið verði sam-
þykktur.
í framhaldi af samþykkt tillögu
borgarstjóra lagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir fram eftirfarandi bókun:
„Svo virðist sem sjálfstæðismenn
hafi séð að sér frá því nýgerður
kjarasamningur var undirritaður og
séu nú tilbúnir til að koma til móts
við fóstrur og aðrar kvennastéttir.
Það er full ástæða til að fagna þess-
um sinnaskiptum sem síður en svo
voru fyrirsjáanleg á síðasta fundi
borgarráðs. Þó ég hafði kosið að
borgaryfirvöld stæðu þannig að
málum að þau ræddu við fulltrúa
fóstra um stöðuna í kjaramálum
þeirra, þá dreg ég tillögu mína til
baka meðan fóstrur flalla um þá
nýju stöðu sem upp er komin.“
fengið lán frá Alberti Guðmundssyni
þáverandi íjármálaráðherra löngu
áður en Hafskipsmálið kom upp.
„Það er því úr lausu lofti gripið að
það geti spilað nokkuð inn á hans
hæfí eða vanhæfi sem saksóknara
í málinu," sagði Þorsteinn. „Enda
sjá menn það þegar málið er hug-
leitt að það er heilt embætti sem
verður undan að láta því Hallvarður
er ekki einn að vinn að þessu máli
og alveg út í hött að hann eða aðr-
ir lögfræðingar sem vinna að því
séu með einhveija greiðasemi. Þetta
liggur allt á borðinu og fer fyrir
dómstóla og mér fínnst því lítilsvert
að menn séu að velta fyrir sér hvort
Hallvarður eigi að víkja sæti eða
ekki. Það verður dómstólanna að
skera úr um.“
í bréfí Jóns Magnússonar til Þor-
steins Pálssonar fjármálaráðherra
segir: „Meðfylgjandi er bréf dags.
21. janúar 1987 sem sent var ríkis-
saksóknara og dómsmálaráðherra,
þar sem farið var fram á, að ríkis-
saksóknari viki sæti í málu umbjóð-
anda míns, Ragnars Kjartanssonar,
sem lýtur að meintu broti hans tengt
svonefndu Hafskipsmáli. Þeirri
kröfu var hafnað.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta
um óákveðin tima talningu í at-
kvæðagreiðslu Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar um
nýjan kjarasamning, vegna
Nú hefur ríkissaksóknari gefið
út ákæru á hendur umbjóðanda
mínum og fleirum vegna málsins.
Við meðferð málsins fyrir Saka-
dómi Reykjavíkur mun ég krefjast
frávísunar málsins. Vegna þeirrar
frávísunarkröfu er nauðsynlegt að
fá sem bestar upplýsingar fyrirfram
um tengsl ríkissaksóknara við alla
aðila sem málinu tengjast. Þetta er
nauðsynlegt vegna kröfu um opin-
bera rannsókn á meðferð málsins í
heild, sem sett veður fram innan
skamms.
Um hríð hefur verið í gangi þrá-
látur orðrómur þess efnis, að árin
1984 eða 1985 hafi Hallvarður Ein-
varðsson ríkissaksóknari fengið lán
úr hendi þáverandi fjármálaráð-
herra, úr sérstökum sjóði, sem
íjármálaráðherra, hefur með að
gera.
Hér með fer ég fram á það við
yður, herra fjármálaráðherra, að þér
upplýsið eftirfarandi af framan-
greindum ástæðum: 1. Fékk Hall-
varður Einvarðsson ríkissaksóknari
lán úr sjóði, sem fjármálaráðherra
ræður yfir á árunum 1984 eða 1985
? 2. Hver var fjárhæð lánsins og
greiðslukjör ?“
vinnubragða borgarráðs, sem
ákvað á fundi sinum í gær að
breyta einliliða kjarasamningn-
um á þann veg að veita fóstrum
og þroskaþjálfum tveggja launa-
flokka hækkun og gæslukonum
eins flokks hækkun umfram það,
sem kveðið er á um í samningn-
um. Síðari dagur atkvæða-
greiðslunnar var í gær og lauk
henni klukkan 21. Þá höfðu 1.504
greitt atkvæði af um 2.750 fé-
lagsmönnum.
„Ég kann engar skýringar á
þessari íhlutun borgarráðs. Ég held
að þetta sé algert einsdæmi og
ákaflega slysalega að verki verið.
Menn eru sammála um það hér að
Starfsmannafélaginu hafi ekki í
annan tíma verið sýnd önnur eins
lítilsvirðing, eins og gert er með
þessu," sagði Haraldur Hannesson,
formaður Starfsmannafélagsins í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kveldi.
Stjóm félagsins ályktaði um
málið í gær, þar sem mótmælt er
harðlega þeim vinnubrögðum borg-
arráðs að breyta einhliða undirrit-
uðum en óstaðfestum kjarasamn-
ingi milli Starfsmannafélagsins og
borgarinnar. Síðan segir: „Einkum
er vakin athygli á þeirri smekkleysu
að framkvæma slíka breytingu á
síðari degi allsheijaratkvæða-
greiðslu um kjarasamninginn.
Jafnframt ályktar stjómin að fresta
beri talningu atkvæða, meðan
kannað er hvort borgarráð óski
frekari breytinga á kjarasamningn-
um“.
Haraldur sagði að stjómin teldi
rétt að athuga það áður en lengra
væri haldið hvort borgarráð væri
tilbúið til þess að gera frekari breyt-
ingar á samningnum og það færi
eftir undirtektum borgarráðs hvort
sest yrði aftur að samningaborðinu.
Hins vegar væri úmögulegt að segja
hver þróun málsins yrði, en ákveðið
hefði verið að kalla saman fulltrúa-
ráð félagsins í dag, miðvikudag, og
skýra því frá stöðu mála. Hann
sagði að í samningaviðræðum við
Reykjavíkurborg hefu margoft ver-
ið settar fram kröfur um leiðrétt-
ingu til handa fóstrum og öðrum
hópum í félaginu.
Afmælisdag-
skrá til heið-
urs Halldóri
Laxness
Á SUMARDAGINN fyrsta, 23.
apríl nk., efnir menntamálaráð-
herra til afmælisdagskrár «
Þjóðleikhúsinu í tilefni af 85 ára
afmæli Halldórs Laxness.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, flytur þar ávarp,
Matthías Johannessen ávarpar af-
mælisbamið og loks flytur Sigurður
Pálsson afmæliskveðju frá Rithöf-
undasambandi Islands.
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Krist-
inn Sigmundsson flytja lög við ljóð
Halldórs við undirleik Önnu Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur og Jónasar
Ingimundarsonar, Herdís Þorvalds-
dóttir les kafla úr íslandsklukkunni
og loks verður leikið atriði úr
Kristnihaldi undir Jökli og eru flytj-
endur þeir Gísli Halldórsson, Jón
Sigurbjömsson og Jakob Þór Ein-
arsson. Umsjón með dagskránni
hefur Sveinn Einarsson.
Halldór Laxness og frú Auður
verða viðstödd afmælisdagskrána,
sem hefst kl. 14.00, og er öllum
heimil ókeypis aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Þorsteinn Pálsson um bréf Jóns Magnússonar:
Fjárhagsmál einstakl-
inga eru friðhelg
Nema þau brjóti í bága við lög og það er ekki fyrir hendi