Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 17 Akumesingar kjósa um 5% álag á útsvar og aðstöðu- giald til næstu fimm ára Akranes: Fjármagninu verði varið til stækkun- ar dvalarheimilisins Höfða AKURNESIN G AR ætla að kjósa um fleira en væntan- lega alþingismenn í kosning- unutn í lok mánaðarins, því nú mun afráðið að kosið verði Ein mynda Hans á sýningunni. Hveragerði: Sýnir í safnaðar- heimilinu HANS Christiansen myndlist- armaður opnar sýningu á 35 vatnslita- og pastelmyndum í safnaðarheimili Hveragerðis- kirkju á skírdag, 16. apríl, kl. 20.00. Sýningin verður síðan opin daglega kl. 14.00-20.00 og lýk- ur henni að kvöldi annars páskadags. meðal bæjarbúa um það hvort þeir vilja taka á sig 5% álag á útsvar og aðstöðugjöld næstu 5 árin til að fjármagna hlut Akraneskaupstaðar í mjög brýnni stækkun dvalar- heimilisins Höfða. Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt samhljóða tillögu stjórnar dvalarheimilisins um slíka kosningu og hefur sú tillaga verið kynnt á fundi með fulltrúum um 30 félaga og félagasamtaka á Akranesi. Sá fundur sýndi svo ekki verður um villst að áhugi manna er mikill á þessu verkefni og eins að staðið verði að fjár- mögnun á þennan hátt. Það hefur lengi verið áhugi að stækka dvalarheimilið Höfða enda um mjög brýna framkvæmd að ræða. Aðeins hefur verið lokið fyrsta áfanga og í öðrum áfanga er gert ráð fyrir að vistrýmum fjölgi um 25-27. Stór hluti við- byggingarinnar fer undir félags- lega aðstöðu og þar er einnig gert ráð fyrir eldhúsi, borðsal og fleiru. Aætlaður byggingarkostn- aður hljóðar upp á um 100 milljón- ir króna og má ætla að þegar dregið hefur verið frá framlag ríkisins og lán frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins, sem stendur til boða, verði um 40 milljónir króna eftir og af því greiðir Akranes- kaupstaður 7/s hluta: Dvalarheimilið Höfði á Akra- nesi tók til starfa 1978. Eigendur Höfða eru Akraneskaupstaður að 78 hlut og hrepparnir sunnan Skarðsheiðar að Vs hluta. Fram- kvæmdir við fyrsta áfanga byggingarinnar stóðu yfir í rösk 7 ár, en undanfarin 9 ár hafa eig- endur ekki treyst sér til að hefja framkvæmdir við 2.áfanga. Bygg- ingarnefndarteikningar hafa þó verið gerðar, og samþykktar í byggingarnefnd í júní 1986. í október 1986 var skipuð 3ja manna framkvæmdanefnd sem jafnframt er fjáröflunarnefnd. Hún beitti sér strax fyrir því að fullnaðarhönnun var hafin á 2.áfanga hjá Verkfræði- og teikni- stofunni sf. og samningur gerður um verkið. Því verki er nú senn lokið. Stefnt er að því að 2. áfangi heimilisins verði byggður á næstu ljórum árum. Til þess að svo megi verða þarf öruggan tekjustofn og því er leitað til bæjarbúa á Akra- nesi um samþykki fyrir fyrr- nefndri tillögu um 5% álag á útsvar og aðstöðugjöld til 5 ára. Frá Akranesi. Gjald þetta verður nefnt Bygging- argjald Höfða. Ef tillagan verður samþykkt gæti þetta gjald numið 7-8 milljónum króna á ári. Kjós- endur verða beðnir að svara þessari spurningu á sérstökum atkvæðaseðli: Ert þú sammála því að næstu 5 árin (1987-1991) verði 5% gjald lagt á útsvar þitt til að ljúka byggingu Höfða? Hér yrði því ekki um lögboðna innheimtu að ræða, heldur beiðni um framlög til verkefnis, sem gera verður ráð fyrir að þorri manna hafi áhuga fyrir. Þetta er tillaga til að sameina bæjarbúa í einu átaki til lausnar á brýnu vandamáli. Margir hafa með ýms- um hætti lýst áhuga sínum, meðal annars með undirskriftum sem gengið hafa milli fólks. Með at- kvæðagreiðslu samhliða alþingis- kosningum fæst þessi vilji staðfestur. — JG ISLENSK LJOÐ í FRÖNSKU LISTARITI Frank SERSTAKUR kafli um bók- menntir og listir á Norðurl- öndum er í siðasta hefti tímatitsins FRANK, sem er alþjóðlegt rit um nútímabók- menntir og listir, gefið út á ensku í París í Frakklandi. A forsíðu tímaritsins er teikning eftir Helga Þorgils Friðjóns- son. Régis Boyer prófessor við Parísarháskóla skrifar inn- gang að Norðurlandakaflan- í Norðurlandakaflanum er úrval ljóða og sýnishorn lista- verka eftir íslenska, danska, sænska, norska, finnska og fær- eyska listamenn. Ljóð eru þar eftir Matthías Johannessen í þýðingu David Applefield og Forsíða 6-7 tölublaðs tímarits- ins Frank. Forsíðumyndin er eftir Helga Þorgils Friðjónsson en í tímaritinu eru meðal ann- ars ljóð og myndir eftir íslenska listamenn. Sigurðar Pálssonar, Thor Vil- hjálmsson, Sjón í þýðingu Hilmars Arnar Hilmarssonar, Sigurð Pálsson í þýðingu Martin Regal. Þa eru myndir af mál- verkum eftir Erro, Helga Þorgils Friðjónsson og Hallgrím Helga- son auk þess sem Hallgrímur skrifar hugleiðingu um list sína. Þá má geta þess að í norska kaflanum eru ljóð eftir Knud 0degárd forstjóra Norræna hússins í Reykjavík. Tímaritið FRANK var stofnað árið 1983 af rithöfundinum David Applefíeld. Tímaritið kemur út tvisvar á ári og er selt í 150 bókaverlsunum í Evrópu og Norður Ameríku og einnig í áskrift. er þeir yfírfærðu hlutveruleikann í kallígrafíunni í túski á silki á þann hátt, að menn fengu tilfinningu af vissu rými og fjariægðum. Framanskráð er öðru fremur dregið í dagsljósið til að undirstrika hve landslagið í sinni núverandi mynd er í raun og veiu tiltölulega ung og fersk listgrein á Vesturlönd- um. Og hér tóku íslendingar fljótt við sér, sem er eðlilegt og rökrétt, og hafa þannig séð verið samkvæmir sér og um leið í senn ferskir og nútímalegir með vísun til listasög- unnar og væru það allt eins þótt hlutkennda málverkið hefði ekki komið til skjalanna, svo fremi sem þeir hefðu haldið áfram að end- urnýja landslagsmálverkið. En það er hins vegar í ljósi fram- anskráðs alrangt að álíta landslags- málara gamaldags fyrir það eitt að halla sér að þessari hlið málverks- ins, því að hór skiptir höfuðmáli, sem fyrr, hvernig málverkið er málað, en ekki af hveiju. Á þetta Uigðu einmitt brautryðjendur nú- tímalistarinnar áherzlu. Allar tegundir málverksins geta orðið að tízkufyrirbæri, svo sem landslagsmálvcrkið var orðið í hefð- bundnu formi, en enginn skyldi fordæma listastefnuna fyrir það eitt. Þaó var þannig frekar íhaldssemi og þröngsýni en fijálslyndi að vilja útskúfa landslagsmálverkinu úr listinni og það reyndist einfaldlega Sigurður Sigurðsson ekki hægt frekar en raunin varð um fígúruna. Slagorðið „fígúran er dauð“ féll um sjálft sig líkt og allir dauðadómar yfir því sem lifír og grær í náttúrunni og endurnýjar sig. Rcyndist innantómt orðagjálfur ivlengdina enda eingöngu varpað fram til að hræra upp í hlutunum. En margur tók þetta bókstaflega og því má ætla að lengi vel hafi verið deilt út frá röngum forsend- um. Málarinn Sigurður Sigurðsson cr gott dæmi um mann, sem leggur út á listabrautina með landslags- málvcrkið að leiðarljósi og fer hina hefðbundnu leið, að stunda nám við listaháskóla sambandsríkisins, sem þá var í Kaupmannahöfn. Að fara þá námsbraut ber ekki heldur vott um íhaldssemi, frekar en að teldist bera vott um fijáls- lyndi að klofa beint til Parísar. Það sem máli skiptir jafnan, hvar sem gerandinn er staddur, er hvernig hann málar en ekki hvar. Hér má og vísa til þess, að einn af meistur- um aldarinnar á sviði nútíma skúlptúriistar, Alberto Giaeometti, teiknaði og málaði módel í heil átta ár í upphafi ferils sins. Ibúar meginlands Evrópu eiga ekki hinar bjiirtu og fögru sumar- nætur né hið magnaða og þung- lyndislega rökkur skammdegisins, sem einkennir og piýðir norrænar slóðir, frekar en við biirn norðursins eigum þeirra tempraðara belti, erfðavenjur og siði. Þetta greinist allt réttlátlega að frá hálfu skapar- ans, en við erum þó af sama stofni og skyldir um margt. Farsælast er þannig að báðir læri af hinum, en gleymi aldrei uppruna sínum. Ég held að Sigurður Sigurðsson hafi gengið þá braut sem honum var eðlisbundnust og um leið heil- brigðust, þótt um tíma hafi hann sjálfur verið í vafa, tekið hliðarspor og fjarlægst sjálfan sig um leið. Þetta kemur allt vel fram á sýn- ingu á verkum Sigurðar í Listasafni Islands, þótt ljóst sé að mögulegt hefði verið að setja saman enn sterkari og heillegri sýningu. En til bí'fði þurft lengri tíma og meiri fjárráð en listasafnið hefur yfir að ráða. Sýningin spannar allan feril Sigurðar eða frá sjálfsmynd hans gerðri í Kaupmannahöfn árið 1944 til mynda frá þessu ári, m.a. ljóðrænna abstraktsjóna, sem eru skynræn hughrif frá landslagi og með ríkum samhljómi með því sem listamaðurinn gerir í hreinu lands- lagi. Þegar fyrstu myndir Sigurðar sýna, að hann er undir sterkum áhrifum danskrar hefðar í málara- list líkt og Nína Tiyggvadóttir og Louise Matthíasdóttir voru í list sinni, þá staðfesta hinar síðustu að hann hefur fundið sjálfan sig — vitund sína í íslenzkum jarðvegi og hefð. Um það munu margir starfs- bræður Sigurðar sammála, er best þekkja til hans, að hann hafí aldrei málað betur en síðustu árin, en ein- mitt hefur hann þá fyrst getað helgað sig list sinni ðskiptur. Sig- urður starfaði í meira en þijá áratugi við Myndlista- og handíða- skólann og lengstuin scm yfirkenn- ari. Þeir vita og gleggst, sem við þann skóla hafa kennt, hve erfitt er að halda uppi rökréttu starfi í listinni utan hans svo sem skólinn hefur þróast í gcgnum árin. En síðan Sigurður hætti alveg hefur orðið mikil breyting á myndstíl hans í þá átt, að burðar- grindin er orðin einfaldari, fastmót- aðri og rismeiri, sem ber vott um að hann vinnur samfellt og rökvíst. Gengur að málaratrönum sínum dag hvern. Þetta hefði hann og einnegin getað gert allan tímann, ef landar hans hefðu haft til að bera þann kjark nýfijálsra menningarþjóða að treysta þjóðernið með því að stofna og reisa listaháskóla strax að fengnu frelsi. Lyft undir íslenzkan menningararf með því að gera hið færasta fólk í listum að prófessor- um á sínu sérsviði og veita með því nýju blóði í lifandi listir. Sigurður hefði átt skilið að vcra prófessor í íslenzku landslagsmálverki við Myr.dlistarháskóla íslands, a.m.k. síðasta áratug kennsluferils síns. Á þetta er öðru fremur minnst vegna þess að sýning eins og þessi á verkum Sigurðar Sigurðssonar er til hrópandi vitnis um, hve Islend- ingar hafa vanrækt margt í ís- lenzkri menningarhefð og sjálfír skapað þann glundroða, sem aldrei hefði orðið hefðum við tekið okkur til fyrirmyndar uppbyggingu hinna bróuðustu menningarríkja veraldar. Beinn kostnaður af því að gera það ekki beint og óbeint er vafalít- ið orðinn margfaldur, í senn andleg- ur og veraldlegur, en ég nefni ekki skaðann. Sýning verka Sigurðar Sigurðs- sonar í Listasafni Islands er í senn falleg og vönduð og í ríkulega myndskreyttri sýningarskrá em mikilsverðar upplýsingar um feril hans og list.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.