Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
67
ótrúlegan styrk og annaðist hún
hann af mikilli natni og ástúð.
Þegar sterkir persónuleikar
kveðja — jafnvel, þótt aldnir séu
að árum, verður tómarúmið mikið
og söknuðurinn sár — en eitt sinn
skal hver deyja.
Við fjölskyldan í Bauganesi 14
þökkum Guðrúnu samfylgdina og
minnumst hennar með hjartans
þakklæti og söknuði, og biðjum
henni Guðs blessunar á eilífðar
braut.
Kveikt er ljós við ljós
burt er sortans svið.
Angar rós við rós
opnast himins hlið.
Niður stjðmum stráð
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal)
Jónína S. Snorradóttir
í dag er til moldar borin Guðrún
Þórðardóttir, Túngötu 30 hér í bæ,
ekkja Eggerts heitins Kristjánsson-
ar stórkaupmanns og aðalræðis-
manns, en hann lést 28. september
1966.
Guðrún lést 8. apríl sl. á 65 ára
brúðkaupsdegi þeirra hjóna. Hún
hafði fulla andlega heilsu þrátt fyr-
ir háan aldur en hafði nokkur síðari
ár átt við töluverð veikindi að stríða
sem hömluðu að miklu leyti gangi
og hreyfingum hennar.
Guðrún var fædd í Vogsósum í
Selvogi 29. maí 1901, dóttir Þórðar
Eyjólfssonar sem þar bjó og Guð-
rúnar Sæmundsdóttur frá Vind-
heimum í Ölfusi. Bæði voru þau
hjón af traustu bændafólki komin
úr Arnessýslu.
Mér, sem þessar línur ritar, auðn-
aðist því miður ekki að kynnast
Þórði, hann var látinn áður en ég
kynntist fjölskyldunni, en Guðrúnu,
konu hans, kynntist ég og börn
mín vel. Var hún einhver sú hugljúf-
asta, gömul kona sem ég hef á
ævinni kynnst. Hún var sólargeisli
okkar hjóna og barna okkar í hvert
skipti sem við hittumst og þó sér-
staklega þegar hún kom í heimsókn
til okkar. Þá varð hátíð. Hún andað-
ist 30. apríl 1961 á nítugasta og
öðru aldursári.
Þórður og Guðrún fluttu stuttu
eftir fæðingu Guðrúnar að Vind-
heimum í Ölfusi og þar átti Guðrún
Þórðardóttir sín bemskuár. Varð
staðurinn þar henni mjög kær og í
margar pílagrímsferðir fór hún
þangað síðar meir.
Þann 8. apríl 1922 giftist Guðrún
Eggerti Kristjánssyni bóndasyni frá
Dalsmynni á Snæfellsnesi, harð-
duglegum, kappsmiklum og kröft-
ugum ungum manni. Með þeim
tókust einlægar ástir sem urðu upp-
spretta velgengni og hamingju alla
þeirra sambúð. Hann var atorku-
mikill athafnamaður alla sína
lífstíð, en hún bjó honum rausnar-
legt og yndislegt heimili sem hún
stjómaði af fyrirhyggju og rögg-
*r
mikil kona, sem hafði góðan skiln-
ing á mannlegu eðli og viljastyrk
til að koma góðum áformum í höfn.
Mann sinn, Andrés, missti Ingi-
björg árið 1970. Hann var tæpum
30 árum eldri en hún og kominn á
níræðisaldur þegar hann lést.
Nokkm síðar flutti Ingibjörg í
Eskihlíð lOa, þar sem hún var heim-
ilisföst til dauðadags. Heimilisfólki
hafði nú fækkað, Andrés og Ólafía
látin og dæturnar fluttar að heim-
an. Heimilisbragur var þó hinn sami
og áður, gestrisni og myndarskapur
í öndvegi, og áfram var Ingibjörg
miðpunktur fjölskyldulífsins.
Síðustu æyiár Ingibjargar vom
henni erfið. Árið 1978 lést dóttir
hennar, Sigrún, aðeins 34 ára göm-
ul frá þremur ungum bömum. Upp
úr 1980 fór heilsu Ingibjargar að
hraka og síðustu þrjú árin dvaldi
hún langdvölum í sjúkrahúsi.
Það var í ágætu samræmi við líf
hennar allt að til hinstu stundar
snemst hugsanir hennar um velferð
bama og bamabama. Hún spurði
reglulega um líðan og gjörðir hvers
einstaks í fjölskyldunni.
Ég er þakklátur forsjóninni fyrir
að hafa fengið að njóta samvista
við Ingibjörgu þessi ár.
Blessuð sé minning hennar.
Ossur Kristinsson
semi, en þó með þeirri ráðdeild sem
til þurfti og var arfur beggja frá
bændauppeldi þeirra.
Með þeim var mikið jafnræði sem
að sjálfsögðu leiddi til velgengni og
góðrar afkomu og vom margir ætt-
ingjar og vinir sem nutu þessa með
þeim og marga hef ég síðan hitt
og vissi til um að þau hjón höfðu
aðstoðað án þess að tíunda.
Árin 1928 og 1929 reistu þau
'njón stórhýsi á Túngötu 39 og það
varð þeirra heimili til æviloka. Stór-
hug hefur þurft til að ráðast á
þessum ámm í slíka framkvæmd,
en samstarf og samhugur dugnað-
arfólks yfirstígur alla erfiðleika og
sigur vinnst.
Á heimilinu á Túngötu 30 eiga
þau hjón sín manndómsár. Hún býr
manni sínum fallegt og kærkomið
heimili, sem var dáð af öllum sem
til þekktu, en ráðdeild húsmóður-
innar var þannig að aldrei vom
neinar öfgar, allt nýtilegt var nýtt.
Gestir urðu hér margir, ríkir og
fátækir, þjóðhöfðingjar og bændur,
og allir nutu sama atlætis og viður-
gernings húsráðenda — en allt
húshald var þó með alveg sérstök-
um ráðdeildarbrag.
Ég, sem þessar línur rita, átti
því láni að fagna að kynnast þeim
hjónum þá ég var á unga aldri og
fór að draga mig eftir eldri dóttur
þeirra sem síðar varð eiginkona
mín. Svo einkennilega vildi til að
brátt myndaðist milli mín og Guð-
rúnar sérstök vinátta og trúnaðar-
traust, sem varði allt fram að láti
hennar, og aldrei skyggði á þessa
vináttu nokkur dökkur díll. Vinátt-
an náði ekki eingöngu til mín,
heldur einnig til foreldra minna og
systkina, og jafnvel annarra ætt-
ingja. Tryggðin og trúnaðartraustið
jókst jafnvel heldur með hveiju ári
sem leið. Margar ánægju- og gleði-
stundir höfum við átt saman, bæði
einslega og í frænda og vina hópi.
Nú fínn ég til söknuðar, en ég vona
að hún hafí fundið þakklæti mitt,
eða hún finni það nú.
Strax árið 1933 keyptu þau hjór.
sumarbústað við Laxá í Kjós.
Snemma vors tók fjölskyldan sig
upp og flutti þangað yfir sumar-
mánuðina og átti þar rausnarlegt
og myndarlegt heimili. Sveitakyrrð-
in laðaði þau bæði að sér.
Þar var einnig mikil rausn og
margir eru þeir sem notið hafa þar
veitinga og gleðifunda í skauti
sveitasælu íslenskrar náttúru. Oft-
ast var þar á borðum er gesti bar
að nýveiddur lax sem húsbóndinn
hafði þá nýlega dregið og Guðrún
síðan framreitt á sinn sérstaka og
smekklega hátt.
Fyrstu sumrin eftir giftingu okk-
ar hjóna bjuggum við þarna hjá
þeim yfir sumarmánuðina ásamt
fleiri meðlimum fjölskyldunnar og
má heita að tvö elstu börn okkar
hafi að mörgu leyti verið alin þarna
upp. Árið 1961 byggðum við svo
lítið hús rétt við þeirra. Upp frá
því var að minnsta kosti yfir sumar-
mánuðina nábýli við þau. Eftir
fráfall Eggerts hélt Guðrún sumar-
dvöl sinni þar hvert eitt sumar.
Alla tíð var mikið nábýli og mik-
il tengsl okkar á millum. Ég ók á
milli Reykjavíkur og Kjósarinnar
daglega og verður með ógleyman-
legt hve vel Guðrún fagnaði mér
nær alltaf við heimkomuna síðla
dags.
Við hjón, en þó sérstaklega börn
okkar, munum geyma með okkur
minningar úr Kjósinni, sambýlið við
þau hjón og síðar Guðrúnu, allt til
æviloka. Og viss er ég um að börn-
in okkar eiga eftir síðar meir að
ylja sér við minningar frá þeirri tíð.
Guðrún var fríð kona sýnum, blá-
eygð, með stórt og fagurt enni og
með mikið ljóst hár sem hún bar
með afbrigðum vel til síðasta dags.
í framgöngu bar hún sig sem tign-
arkonu sæmir og alls staðar sem
hún kom var henni veitt athygli
fyrir skörulega framkomu og hve
vel hún bar sig.
íslenski þjóðbúningurinn klæddi
hana með afbrigðum vel og öll
framkoma hennar, sérstaklega
glaðlegt yfirbragð, heillaði alla sem
til þekktu.
Tvö systkini á Guðrún enn á lífi,
Minning:
Hans A. Svane
fv. apótekari
Fæddur 3. mars 1896
Dáinn 9. apríl 1987
Nýlega er látinn í Nyköbing á
Sjálandi Hans Albert Svane fyrrum
apótekari í Stykkishólmi og á
ísafirði. Góður vinur okkar frá ísa-
fjarðarárunum.
Fyrst kynntumst við honum árið
1932 er við bjuggum nokkra mán-
uði í Stykkishólmi. Síðan fluttust
þau til ísafjarðar hann og kona
hans ásamt dóttur þeirra Guðnýju,
kölluð Guja, og syninum Hans Al-
bert. Eru þau bæði búsett í
Danmörku.
Fljótlega myndaðist góð vinátta
milli heimilanna sem haldist hefur
æ síðan þó vík hafi verið milli vina.
Þau hjónin reyndust okkur vel, voru
sannir og tryggir vinir. Urðum við
heimagangar hvert hjá öðru. Þau
hjón voru bæði óvenju gestrisin og
skemmtileg heim að sækja. Er við
fluttum suður fyrir tuttugu og fjór-
um árum fluttu þau til Danmerkur
enda böm þeirra bæði búsett þar.
Þau settust að í Marsdal en þaðan
voru þau bæði ættuð. Þar lést Frida
fyrir mörgum árum en Hans Svane
fluttist til Nyköbing þar sem sonur
þeirra, Hans Albert yngri, var yfir-
læknir. Þangað heimsóttum við
hjónin hann einu sinni og tóku þeir
feðgar jafnvel og myndarlega á
móti okkur sem forðum heima á
ísafirði. Áttum við þar dásamlegan
dag. Eftir það urðu bréfaskriftir og
stundum símtöl sem okkur fór á
milli.
Hans A. Svane var em eftir
aldri. Hann varð níutíu og eins árs
þriðja mars síðastliðinn. Þau hjónin
áttu sumarbústað í Tungudal eins
og við og þangað komu oft á sumr-
in sonar- og dótturdætur þeirra frá
Danmörku. Hans átti þijár dætur
með Áslaugu konu sinni og Guðný
tvær með manni sínum Orla Niss-
en. Léku þær sér oft með mínum
dætmm og lærðu bömin fljótt mál-
in hvert af öðru.
Frú Svane, eins og hún var oft-
ast kölluð, gerði mikið fyrir börn.
Ógleymanlegir eru bolludagarnir er
hún bauð til sín börnum, lánaði
þeim allskonar búninga og hélt þeim
stórveislu. Hápunkturinn var svo
þegar kötturinn var sleginn úr tunn-
unni, en tunnan var full af sælgæti.
Vinir og vandamenn hverfa og
aldrei finnst mér ég hafa séð á bak
fleirum en á þessu nýja ári.
Hans Albert, eins og frú Svane
kallaði hann alltaf, verður okkur
öllum í fjölskyldunni mjög minnis-
stæður vegna fágaðrar framkomu,
einnig gat hann verið mjög
skemmtiiegur. Hann var alltaf
aufúsugestur og þau hjón bæði. Ég
þakka honum og fjölskyldu hans
góð kynni. Sendi bömum, barna-
bömum og öðru venslafólki einlæg-
ar samúðarkveðjur.
J.B.I.
en þau eru Vigdís, ekkja eftir Sæ-
mund Ólafsson, og Sæmundur,
kvæntur Guðlaugu Karlsdóttur.
Einnig á hún á lífi uppeldissystur,
Rebekku Lúthersdóttur, gifta
Óskari Ólafssyni'. Ég sendi þeim
samúðarkveðjur við fráfall elskaðr-
ar systur.
Eftir andlát eiginmannsins hefur
Guðríður Nikulásdóttir búið hjá
Guðrúnu og annast hana og aðstoð-
að með einstakri tryggð og vináttu.
Ég vil fyrir hönd íjölskyldunnar
flytja henni alúðarþakkir fyrir
trygglyndi hennar og gæsku við
Guðrúnu og við alla fjölskylduna
um leið og ég flyt henni samúðar-
kveðjur vegna fráfalls náinnar
vinkonu. Hafðu hjartans þakkir.
Þeim Eggerti og Guðrúnu varð
fjögurra barna auðið og eru þau:
Gunnar, kvæntur Báru Jóhanns-
dóttur, sem nú er iátin og áttu þau
fimm börn. Síðari kona Gunnars
er Valdís Halldórsdóttir, Kristjana,
gift Magnúsi Ingimundarsyni og
eiga þau fjögur börn; Aðalsteinn,
kvæntur Jónínu Snorradóttur og
eiga þau þijá syni; Edda Ingibjörg,
gift Gísla V. Einarssyni og eiga þau
íjögur börn.
Synir og tengdasynir vinna nú
að þeirra arfleifð sem þau hjón
skildu eftir sig.
Minningu Guðrúnar Þórðardótt-
ur er mér svo sannarlega ljúft að
halda á lofti, slík mannkostakona
sem hún var. Er það innileg ósk
mín að afkomendum hennar auðnist
sú gæfa að erfa manndóm hennar,
lífsþrótt og hugulsemi. Þá mun
þeim farnast á lífsleið sinni og yrðu
landi og þjóð sómi
Magnús Ingimundarson
Birting afmælis- og
minningargreina
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð -
og með góðu línubili.
MALLORKA
Royal Playa
de Palma
Gististaður i sérfiokki.
Ferftaskrifstofa, HallVeigarstig 1 slmar 28388 og 28580
IConica
ÚRVALS
FILMUR
Fástá
bensínstöðvum
BB
Markus
tískuhús
Austurstræti lOa, 4. hæð. Sími 22226.