Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
fclk f
fréttum
Leyniþjónusta sett á laggirnar
Splunkuný hljómsveit hefur nú
litið dagsins ljós og heitir hún
Leyniþjónustan. Liðsmenn sveit-
arinnar eru þau Ragnhildur
Gísladóttir, Jakob Magnússon og
Jón Kjell, er mynda svokallaðan
kjarna, en síðan er ætlunin að fá
gestaspilara til að koma fram með
sveitinni við sérstök tækifæri.
Fyrstur i röð gestaspilara er Stef-
án Hilmarsson, sem er einn af
höfuðpaurum Sniglanna, auk þess
að vera forsöngvari Vormanna
íslands. Á dagskrá Leyniþjón-
ustunnar eru aðallega ný lög, en
einnig er þar að finna nokkur eldri
lög Ragnhildar og Jakobs í nýjum
búningi. Mun Leyniþjónustan
gera víðreist á næstunni og sækja
heim m.a. Akureyri, Keflavík,
Selfoss, Akranes og Borgarnes,
auk Reykjavíkur.
Árshátíð Andakílsskóla
ARSHÁTÍÐ Andakílsskóla
var haldin að Brún í Bæjar-
sveit laugardaginn 28. mars sl
og var hin ágætasta skemmtun,
— að vanda. Nemendur skemmtu
gestum með söng, spiluðu á
hljóðfæri og fóru með leikþætti
og sjáum við á þessari mynd
atriði úr einum þeirra. Foreldra-
félag skólans hélt síðan hluta-
veltu og fer allur ágóði hennar
til tækjakaupa fyrir skólann.
Að lokum þáðu allir veitingar í
boði Kvenfélagsins 19. júní.
D.P.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Kaupmannahöf n:
Haukur Morthens
skemmtir í Vin
o g ölgod
Jónshúsi, Kaunmannaböfn.
VIN og ölgod í Skindergade
er dansstaður, sem íslenzkir
ferðamenn hér í borg þekkja
vel. Er hann í húsi, sem byggt
er á rústum kjallara fyrsta ráð-
húss Kaupmannahafnar, en það
var á 12. öld. Svo segir forstjóri
staðarins, Orla Höyer, í söng-
heftinu góða, sem þar liggur
frammi á borðum. íslendingum
hlýnar um hjartarætur, er ljóð
nr. 9 í heftinu er valið til al-
menns söngs, en það er: Fyrr var
oft í koti kátt.
Undanfama tvo mánuði hefur
hið vinsæla íslenzka ljóð og lag
haldið hátíðlegt 2. marz sl. og var
þá mikið um dýrðir, söngur og
gleði. Þá átti hljómsveit Johnny
Campell 10 ára starfsafmæli á
staðnum, en í henni leikur einnig
bróðir hljómsveitarstjórans, Jimmy
Campell. Ágætir vinnufélagar og
góður starfsandi þarna, segir Hauk-
ur.
Þegar komið er niður í salar-
kynni Vin og ölgod, blasir við stytta
af stofnanda staðarins, föður núver-
andi eiganda, Oral Höyer, sem er
íslandsvinur og fagnar íslenzkum
gestum vel. Ekki hafa landar lengi
setið við borð, áður en íslenzki
hljómað sérstaklega hátt og snjallt
í sölum Vin og ölgod. Haukur Mort-
hens hefur nefnilega verið söngvari
og skemmtikraftur hinna vinsælu
danskvölda í gamla Ráðhúskjallar-
anum og laðað að gesti með sinni
alkunnu smekkvísi og fjöri. Hauki
þykir líka vænt um þetta lag Frið-
riks Bjarnasonar, sem hann söng
ungur í drengjakór, undir stjórn
Jóns ísleifssonar, líklega 1939.
Haukur Morthens og Ragnheiður
Magnúsdóttir kona hans munu
verða á ferðalagi um Evrópu í
nokkra mánuði. Héðan fara þau
eftir tveggja mánaða dvöl til Mall-
orka á Spáni og síðan mun leiðin
liggja til Noregs. í júli er ákveðið,
að Haukur skemmti aftur á Vin og
ölgod og þá með 7 manna hljóm-
sveit sinni að heiman og munu þeir
félagar leika þar og skemmta allan
mánuðinn. Er þetta mikill og góður
árangur fyrir íslenzkan söngvara,
því að það er erfitt að fá vinnu hér
í Danmörku, hvað þá með heila
hljómsveit. En Haukur er líka
þekktur skemmtikraftur hér, hann
söng á Vin og ölgod 1982 og líka
í fyrrasumar og ekki má gleyma
söng hans á Exalon fyrir tuttugu
árum, enda á hann marga góða
kunningja hér í skemmtanabrans-
anum, sem virða hann vel.
20 ára afmæli Vin og ölgod var
fáninn er kominn á borðið og er
sama að segja um fána hinna Norð-
urlandaþjóðanna, enda setja
norrænir ferðamenn svip á skemmt-
unina og taka hressilega undir
almennan söng standandi uppi á
bekkjunum eins og venjan er.
Haukur kunni sannarlega tökin
á gestum sínum bæði í tali og tón-
um og var skemmtiiegt að hlusta á
hann syngja á þessum fjölsótta
stað. Notalegt að heyra hann kynna
lögin fyrst á íslenzku, svo á dönsku
og ensku, og rifja upp indælar
minningar með því að syngja Til
eru fræ og fleiri hugljúf lög frá
ungu árunum. Ekki var síður þægi-
legt að rabba við hann. Haukur
biður strax fyrir kveðjur til allra
þeirra ágætu íslendinga, sem hafa
komið og heilsað upp á hann og
fagnað honum þessar vikur. Ekki
þykir honum síðra að hitta unga
fólkið en hið eldra, en á þessum
fjöruga stað er ekkert kynslóðabil.
Unga fólkið umgengst hann eins
og góðan föður eða frænda, segir
Haukur.
Við óskum Hauki Morthens og
Ragnheiði Magnúsdóttur góðrar
ferðar og hlökkum ásamt íjölmenn-
um hópi landa til endurfunda í
sumar.
G.L. Ásg.
COSPER
— Leyfðu mér að veiða litlu sætu músina.