Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
t
Eiginmaöur minn, sonur minn og faðir okkar,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON,
Kleppsvegi 84, Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 14. apríl. Jaröarförin verður
auglýst síöar.
Margrét Tómasdóttir,
Sigríður Danielsdóttir, Már Guðmundsson,
Svava S. Guðmundsdóttir, Snorri Guðmundsson,
Magnús Tumi Guðmundsson, Elisabet Vala Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA GUÐLAUG KJARTANSDÓTTIR,
Háagerði 77,
andaðist í Borgarspítalanum 13. apríl sl.
Guðmundur Már Brynjólfsson,
börn, tengdabcrn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
SÍMON TEITSSON,
Þórólfsgötu 12,
Borgarnesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 13. apríl sl. Jaröarförin auglýst síðar.
Unnur Bergsveinsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
ÞÓRARINN BJARNASON
frá Reyðarfirði,
til heimilis á
Álfaskeiði 64d,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum að morgni 14. apríl.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Jónina ívarsdóttir.
Minning:
Guðmundur Sveins-
son frá Góustöðum
Undir hlíðum Kubbans — höfuð-
prýði Skutulsfjarðar — á Góustöð-
um voru bernskuslóðir Guðmundar
Sveinssonar. Þar ólst hann upp til
fullorðinsára og innan fjallahrings
SkutulsQarðar hefir starfsvettvang-
ur hans lengst af verið. Hann lézt
í Landakotsspítala í Reykjavík, 9.
apríl sl., á 74. afmælisdegi sínum
eftir skamma sjúkralegu.
Guðmundur Sveinsson fæddist á
Góustöðum í Skutulsfirði 9. apríl
1913. Foreldrar hans voru hjónin
Guðríður Magnúsdóttir frá Sæbóli
í Aðalvík og Sveinn Guðmundsson,
Oddssonar, frá Hafrafelli í Skutuls-
fírði. Þau hjónin hófu búskap á
Góustöðum árið 1913 og bjuggu
þar öll sín búskaparár og voru jafn-
an kennd við þann bæ. Þau eignuð-
ust átta syni, lézt einn þeirra á
fyrsta aldursári, en annar tvítugur,
árið 1938. Guðmundur var elztur
þeirra bræðra, en hinir eru: Vil-
hjálmur f. 1919, fiskverkandi í
Hafnarfirði, Sigurður f. 1921, út-
gerðarmaður á ísafirði, Gunnar f.
1923, kaupfélagsstjóri í Keflavík,
Þorsteinn f. 1924, kaupfélagsstjóri
á Egilsstöðum, og Ólafur f. 1927,
læknir á Sauðárkróki.
Guðmundur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Bjarneyju Ólafs-
dóttur, Jakobssonar, skósmiðs á
ísafírði, 26. febrúar 1944, og eign-
uðust þau fjögur böm. Þau eru:
Magni Örvar f. 1944 netagerðar-
meistari á ísafírði, Anna Ólöf f.
1945, skrifstofurnaður á ísafirði,
Þórdís f. 1947, skrifstofumaður á
ísafírði, og Sveinn f. 1949, tækni-
fræðingur í Reykjavík.
Guðmundur Sveinsson stundaði
sjó framan af ævi, en lærði síðan
netjaraiðn hjá Pétri Njarðvík á
Grænagarði og stundaði þá iðn á
fímmta áratug. Hann stofnaði,
ásamt fleirum, Netagerð Vestíjarða
hf. og keypti það félag eignir Pét-
urs Njarðvík á Grænagarði, þegar
hann féll frá. Stýrði Guðmundur
því fyrirtæki til dánardags af dugn-
aði og fyrirhyggju, svo að það óx
og efldist ár frá ári. Seinustu árin
naut hann til þess dyggrar aðstoðar
Magna, sonar síns. Um árabil hefir
hann einnig verið þátttakandi í út-
gerð með Sigurði, bróður sínum.
Þegar verkefnaskortur varð í iðn-
grein Guðmundar á árum fyrr,
vafðist aldrei fyrir honum að skapa
sér verkefni á öðrum sviðum, og tók
hann sér þá fyrir hendur hin fjöl-
breyttustu verkefni. Um tíma var
hann vélgæzlumaður við rafstöðina
í Engidal, tók að sér og sá um bygg-
ingu sjóvarnargarðs fyrir hafnar-
sjóð ísafjarðar og lagningu
háspennulínu fyrir Rafmagnsveitur
ríkisins frá Mjólká í Amarfirði til
ísafjarðar og síðar frá Engidal yfir
í Álftaljörð.
Guðmundur Sveinsson verður öll-
um þeim minnisstæður, sem hiifðu
af honum einhver kynni. Kemur þar
margt til. ísfírðingar munu minnast
hans lengi fyrir hans margþættu
félagsmálastörf og fjölþættu stiirf
í þágu bæjarfélagsins. Guðmundar
var einn þeirra manna, sem sérlega
ánægjulegt var að vinna með. Kom
þar tvennt til: dugnaður og ósér-
hlífni samfara léttri og leikandi
skapgerð, sem einkenndi allt dagfar
hans.
Hann átti um árabil sæti í bæjar-
stjóm ísafjarðar sem fulltrúi
Framsóknarflokksins og gegndi þá
t
Útför
AÐALSTEINS JÓHANNSSONAR
rennismiðs,
Hverfisgötu 104b,
Reykjavik,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Davíðsdóttir.
t
ÁRNI JÓNSSON
frá Hnífsdal,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 1 5.00.
Rakel Árnadóttir, Bragi Guðmundsson,
Hörður Árnason, Sigríður Ágústsdóttir,
Aðalheiður Árnadóttir.
Amma okkar, t
INGUNN GRÍMSDÓTTIR,
Stigahlíð 6,
andaðist á Minni-Grund 7. apríl. Minningarathöfn fer fram í Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 21 Fyrir hönd barnabarna. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður í Skálholti.
Laufey Kristjónsdóttir, Jón Sigurjónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður,
HREFNU MATTHÍASDÓTTUR
Ingvar Kjartansson,
Sigríður Ingvarsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Margrét Ingvarsdóttir, Ingólfur Árnason,
Matthildur Ingvarsdóttir, Jónas Sveinsson.
t
Útför
GUÐMUNDAR SVEINSSONAR,
netagerðarmeistara
fró Góustöðum,
fer fram frá ísafjarðarkirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 14.C0.
Bjarney Ólafsdóttir,
Magni Guðmundsson, Svanhildur Þórðardóttir,
Anna Lóa Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Einarsson,
Þórdis Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson,
Sveinn Guðmundsson, Bergljót Ása Haraldsdóttir,
Anna S. Bjarnadóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Túngötu 30,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 15.
apríl, kl. 13.30.
Gunnar Eggertsson, Valdfs Halldórsdóttir,
Kristjana G. Eggertsdóttir, Magnús Ingimundarson,
Aðalsteinn Eggertsson, Jónfna S. Snorradóttir,
Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Gísli V. Einarsson,
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Einar Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okk3r, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR GUÐBJARTSDÓTTUR,
Guðríður Guðmundsdóttir, Heiðar B. Marteinsson,
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Halldór Sigurðsson,
Sólveig Guðmundsdóttir, Einar Gunnarsson,
Guðmundur S. Guðmundsson, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð frá kl. 13.00-15.00 í dag
vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Bananar hf.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð frá kl. 13.00-15.00 í dag
vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Bananasalan hf.
bæði formennsku í bæjarráði og
forsetastörfum. Á yngri árum starf-
aði hann í Ungmenna- og málfunda-
félaginu Ármanni í Skutulsfirði og
átti sæti í fyrstu stjórn íþrótta-
bandalags ísfirðinga. Formaður
Skíðafélags ísafjarðar var hann í
Qölda ára og minnast mega ísfirð-
ingar þess nú í upphafi dymbilviku,
að hann átti drýgstan þátt í að
byggðar voru tvær skíðalyftur á
Seljalandsdal, sem gjörbreyttu allri
aðstöðu bæjarbúa og annarra
þeirra, sem sækja Seljalandsdal
heim á vetrum, til skíðaferða. Á
engan er hallað, þó að staðhæft sé,
að þar hafí hann haft afgerandi
forystu og virkjað samborgara sína
til átaka. Kom þar til hin iétta skaji-
gerð hans og einstæður hæfileiki
hans til að virkja aðra til sjálf-
boðastarfa. Tókst honum að koma
fyrri lyftunni upp skuldlausri, ef frá
eru talin lán, sem stóðu á móti
ógreiddum framlögum.
Guðmundur var víðlesinn og
sögnfróður og kunni vel að segja
frá. Hann var einnig mikill áhuga-
maður um varðveizlu sögulegra
minja. Árið 1976 var hann kosinn
í stjórn Sögufélags ísfirðinga og
starfaði þar af dugnaði alla tíð.
Árið áður hafði bæjarstjórn ísa-
fjarðar samþykkt tillögu hans um
friðlýsingu verzlunarhúsanna í Nes-
kaupstað og faktorshússins í
Hæsta. Tilnefndi stjórn félagsins
hann æ síðan sem fulltrúa félags-
ins. Við félagar hans í stjórn
Sögufélagsins og húsafriðunar-
nefnd munum ekki sízt sakna
ánægjulegra samfunda með honum
og þeirrar glaðværðar, sem hvar-
vetna fylgdi nærveru hans.
Á seinasta ári gerðist hann félagi
í Rótarýklúbbi ísafjarðar og lagði
þar gott til mála eins og annars
staðar, þar sem hann tók til hendi.
Áhugamál Guðmundar voru svo
fjölþætt, að þeim verða ekki gerð
skil í stuttri minningargrein. Eitt
af áhugamálum hans var að kynn-
ast framandi þjóðum, cðli þeirra og
lífsviðhorfum, og hafði hann víða
ferðast erlendis. Það var þó öði-um
fremur granninn í vestri og þau
margvíslegu vandamál, sem hann á
við að stríða, sem kveiktu áhuga
hans seinustu árin. Hann var mik-
ill Grænlandsvinur og ótrauður
talsmaður aukinna samskijita ís-
lendinga og Grænlendinga og lagði
sig mjög fram um að auka sam-
skipti þessara þjóða á allan hátt.
Þegar hann heimsóttj syðstu byggð-
ir Grænlands fyrir nokkrum árum,
rann honum til rifja að sjá ungt
fólk ganga þar atvinnulaust í stór-
um hópum. Það var háttur hans
að reyna að bæta úr því, sem hann
taldi að betur mætti fara, láta verk-
in tala. Það vejtti honum lífsfyll-
ingu. Eftir heimkomuna vann hann
ötullega að því að útvega þessu
unga fólki atvinnu hér. á landi og
leiðsögn, scm það síðar gæti hag-
nýtt sér til uppbyggingar í heima-
landi sínu. Greiddi hann götu þess
á allan hátt.
Nú, þegar dagur Guðmundar
Sveinssonar er allur, þökkum við
Hulda honum langa vináttu og
sendum eiginkonu hans, börnum,
bræði-um, aldraðri tengdamóður og
aðstandendum öllum einlægar sam-
úðarkveðjur.
Jón Páll Halldórsson